Morgunblaðið - 07.01.2016, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.01.2016, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2016 Trjáklippingar Trjáfellingar Stubbatæting Vandvirk og snögg þjónusta Sími 571 2000 | hreinirgardar.is BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Spilamennskan hafin á nýju ári í Gullsmára Fyrsti spiladagur á nýju ári var á mánudeginum 4. janúar. Spilað var á 10 borðum. Úrslit í N/S: Guðrún Hinriksd. - Haukur Hanness. 207 Ragnar Jónsson - Lúðvík Ólafsson 185 Guðl. Nielsen - Pétur Antonsson 183 Þórður Jörundss. - Jörundur Þórðars. 180 A/V Kristín G. Ísfeld - Óttar Guðmss. 226 Ragnh. Gunnarsd. - Sveinn Sigurjónss. 217 Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 197 Gunnar Alexanderss. - Elís Helgas. 172 Spilað er alla mánudaga og fimmtudaga. Nýtt spilaáhugafólk hjartanlega velkomið. Notkun jurta er telj- ast til svokallaðra fæðubótarefna til lækninga á margs kon- ar kvillum hefur farið vaxandi að undanförnu eins og kunnugt er. Þessar vörur eru gjarnan auglýstar sem náttúruleg efni án aukaverkana eða milli- verkana (víxlverkana) við lyf og önn- ur efni. Þetta er þó fjarri öllum sanni, enda hvílir lyfjafræðin að miklu leyti á plöntuefnafræðilegum grunni, og því er full þörf á faglegum upplýsingum hér að lútandi. Slíkar upplýsingar hafa þó ekki legið á lausu hér á landi og er þessum greinaflokki ætlað að ráða þar nokkra bót á. Fyrri greinar birtust í Morgunblaðinu 7. ágúst, 30. október, 26. nóvember og 22. desember 2015. Þessi skrif eru stuttorð en vonandi gagnorð og sæmilega auðskilin bæði almenningi og heilbrigðisstéttum. Ekki er tekin ábyrgð á villum eða missögnum. Sumar af þeim jurtum, sem hér eru teknar fyrir eru ekki á markaði hérlendis en eru auðfáan- legar víða erlendis. Fjallað er um jurtirnar í röð af handahófi. Einir – Juniperus communis – Juniper Notaður plöntuhluti: Þurrkað ber. Innihaldsefni: Ilmolía (mýrsen, sabínen, alfa- og beta-pínen, 4- síneól, kampfen, límónen), sútunar- efni (tannín), díterpenar, flavónóíð (amentóflavón, kversetín, ís- ókversetín, apígenín). Virkt efni: Ilmolía (alfa-pínen). Notkun: Þvagræsandi, blöðru- bólga. Aukaverkanir: Langvarandi inn- taka á eini í miklu magni getur vald- ið nýrnaskemmdum, krömpum og öðrum alvarlegum aukaverkunum. Milliverkanir: Einir eykur virkni blóðsyk- urslækkandi lyfja, svo sem glímepíríðs, glýb- úríðs, insúlíns, píóglíta- zóns, rosíglítazóns, klórprópamíðs, glípíz- íðs, tólbútamíðs. Sömu- leiðis eykur hann virkni þvagræsilyfja, t.d. klórtíazíðs, klór- talídóns, fúrósemíðs, hýdróklórtíazíðs. Varúð: Þungaðar konur og konur með börn á brjósti ættu alls ekki að nota eini. Glitbrá – Tanacetum parthenium – Feverfew Notaður plöntuhluti: Lauf. Innihaldsefni: Seskvíterpenlak- tónar (partenólíð, artíkanín, santam- arín), mónóterpenar og seskvíter- penar (tújón, sabínen, kamfóra, 1,8-síneól, umbellulón), flavónóíð (apígenín, díosmetín, kversetín, ja- keídín, jakeósídín). Virk efni: Seskvíterpenlaktónar (partenólíð, santamarín). Notkun: Mígreni, (liðagigt – gagn- semi ósönnuð). Aukaverkanir: Óþægindi í munni, áblástur, niðurgangur, hægða- tregða, brjóstsviði, ógleði. Milliverkanir: Eykur virkni blóð- þynnandi lyfja, svo sem aspiríns, íbúprófens, heparíns, warfaríns og þar með hættu á blæðingum. Getur haft áhrif á lyf, sem umbreytast í lifrinni, t.d. lóvastatín (blóðfitulyf), fexófenadín (ofnæmilyf) og mörg fleiri. Varúð: Þungaðar konur og konur með börn á brjósti ættu ekki að nota glitbrá. Hvítlaukur – Allium sativum – Garlic Notaður plöntuhluti: Laukur (rót- arhnýði). Innihaldsefni: Lífræn brenni- steinsefni (allisín, allýlmetýltrísúlfíð, díallýldísúlfíð, díallýltrísúlfíð, díal- lýltetrasúlfíð, allýlprópýldísúlfíð), mónóterpenar (sítral, geraníól, lína- lól, alfa- og beta-fellandren), flavónó- íð (kempferól, kversetín). Virk efni: Lífræn brenni- steinsefni. Notkun: Kvef, inflúenza, æðakölk- un, háþrýstingur, krabbameinsvörn o.m.fl. („allra meina bót“). Aukaverkanir: Andremma, ann- ars eru aukaverkanir fátíðar. Þó hef- ur verið greint frá sviða í munni og maga, brjóstsviða, uppþembu, nið- urgangi, ógleði, uppsölu, ofnæmi. Milliverkanir: Hvítlaukur minnk- ar áhrif ísóníazíðs (berklalyf), ým- issa eyðnilyfja (nevírapín, delavir- dín, sakvínavír), getnaðarvarnalyfja, sýklósporíns (ónæmisbælandi lyf). Hins vegar eykur hann áhrif margra lyfja, svo sem parasetamóls (verkja- lyf), klórzoxasóns (vöðvaslakandi lyf), etanóls, teófyllíns (astmalyf), svæfingarlyfja (enflúran, halótan, ís- óflúran, metoxýflúran), lóvastatíns (blóðfitulyf), sveppalyfja (ketókóna- zól, ítrakónazól), fexófenadíns (of- næmilyf), tríazólams (svefnlyf), blóð- þynnandi lyfja (aspirín, klópídógrel, díklófenak, íbúprófen, naproxen, dalteparín, enoxaparín, heparín, warfarín) og þar með hættu á blæð- ingum. Varúð: Þungaðar konur og konur með börn á brjósti ættu ekki að nota hvítlauk nema í hófi (sem krydd). Lyfjafræði nokkurra jurta V Eftir Reyni Eyjólfsson » Sumar af þeim jurt- um, sem hér eru teknar fyrir eru ekki á markaði hérlendis en eru auðfáanlegar víða erlendis. Reynir Eyjólfsson Höfundur er doktor í lyfjafræði. Nú er ljóst að það verða forsetakosn- ingar í sumar. Ýmsir hafa verið orðaðir við framboð og sýnist sitt hverjum. Sitjandi for- seti, herra Ólafur Ragnar Grímsson, hef- ur breytt embættinu og aukið mjög vægi þess, sem hefur skipt sköpum í stjórnmálum landsins og hann hefur einnig, öðruvísi og meira en fyr- irrennarar hans, verið mjög ötull talsmaður landsins og hagsmuna þess á alþjóðavettvangi og er orðinn heimskunnur. Það þarf væna skó til þess að fylla í sporin hans. Pólitískt embætti Það er sem sumir líti svo á að for- setaframbjóðendur eigi að vera ein- hvers konar ekkert, hvítt blað, sem lítið hefur verið ritað á eða sem aldr- ei hafa komið neitt við sögu eða reynt á í hlutverkum sem skipta ein- hverju máli fyrir þjóðina. Að forset- inn eigi aðallega að tala um bók- menntir, að sitja veislur og taka í höndina á fyrirfólki og veifa svo til mannfjöldans. Það er eins og þetta fólk gleymi því, þrátt fyrir að Ólafur Ragnar Grímsson hafi svo rækilega minnt á það, að forsetinn er æðsti leiðtogi jafnt sem embættismaður þjóðarinnar, sem hefur stóru og mjög alvarlegu hlutverki að gegna. Verður að vera reynslubolti og kunnáttumaður Það er því ekki nóg að vera kven- maður og kommi, eins og einhver sagði að væri aðalmálið þessa dag- ana. Forsetaframbjóðandinn þarf að kunna skil á stjórnarskránni, stjórn- skipan landsins og stjórnmálum og hafa góða almenna kunnáttu á sem flestum sviðum. Þá þurfa kjósendur að fá að vita um almennt hugarfar hans sem og viðhorf til stóru mál- anna eins og t.d. sjálf- stæðis þjóðarinnar, hagstjórnar og þjóð- kirkjunnar svo að menn vakni ekki upp við vondan draum ef þeir hafa í blindni kosið yfir sig vangetu eða eitt- hvað verra undir fag- urgala. Maðurinn er fundinn Ég játa að ég hef ekki spurt hann og ég veit ekki hvað hann í hæversku sinni mun segja, en mað- urinn sem ég hef í huga er einn vin- sælasti prestur landsins og ég mun sakna hans úr því starfi ef hann fer fram og nær kjöri. Hann heitir Hjálmar Jónsson og er dóm- kirkjuprestur. Sr. Hjálmar er ein- stakur á svo margan fallegan hátt. Hann er vel að sér og er kunnugur stjórnmálum, hafandi setið á Al- þingi, skynsamur, grandvar, heið- arlegur, vel máli farinn, skáld og húmoristi, viðkunnanlegur í fasi og drenglyndur. Hann er í stuttu máli afar vandaður og góður maður sem mun væntanlega ekki láta sitt eftir liggja og mundi rækja og rækta embættið af kostgæfni og vera þjóð- inni til hins mesta sóma. Og sjálfum sér eins og alltaf. Ég hvet sr. Hjálmar að fara fram og allt íhugult og vel meinandi fólk til þess að hvetja hann til þess og styðja. Þá mun vel fara. Um hann ættu allir að geta sameinast Eftir Kjartan Örn Kjartansson Kjartan Örn Kjartansson » Á forsetinn aðallega að tala um bók- menntir, sitja veislur með fyrirfólki og veifa til mannfjöldans eða á hann að vera leiðtogi sem fólk teystir? Höfundur er fv. forstjóri. Eftir fimmtung einn úr öld ýmsum finnst að lítið skaði er við sjáum aldinn höld yfirgefa Bessastaði. Nú er jólabókaflóðið að baki en forsetaframbjóðendaflóðið tekur við. Íslendinga eflist heiður enginn verður sár né leiður ef við kjósum öll með hraði Ástþór minn á Bessastaði. Indriði á Skjaldfönn. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Ögn um Bessastaðabændur Bessastaðir Á þessu ári verða forsetakosningar. Það ruku margir upp með látum þegar fjármálaráðherra minntist á kostnað ríkisins vegna veisluhalda á Bessastöðum. Væri ekki ágætt ef skattborgararnir fengju að vita hversu mikið ríkið greiðir til veislu- halda, ferðalaga og annars kostn- aðar í kringum forsetaembættið? Væri ekki nær að eitthvað af þeim fjármunum rynni til Fjölskyldu- hjálparinnar? Persónulega finnst mér að það ætti að leggja forseta- embættið niður. Guðrún Magnúsdóttir. Bessastaðir —með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.