Morgunblaðið - 07.01.2016, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.01.2016, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2016 ✝ SigmundurHelgi Hinriks- son Hansen fæddist í Hafnarfirði 26. október 1928. Hann lést á Dval- arheimilinu Höfða Akranesi 28. des- ember 2015. Foreldrar Sig- mundar voru Hin- rik A. Hansen, f. 1859 á Brunnastöð- um á Vatnsleysuströnd, d. 1940, og Gíslína G. Egilsdóttir, f. 1892 á Saurbæ á Rauðasandi, d. 1953. Systkini Sigmundar voru: 1) Hinrik, f. 1926, d. 1992. 2) Jónína, f. 1927, d. 2015. 3) Egill, f. 1929, d. 2011. 4) María, f. urðardóttur, f. 26. október 1932. Foreldrar hennar voru Sigurður Eyþórsson og Guðrún Jónsdóttir, þau skildu. Börn Sigmundar og Dagbjartar eru: .1) Gísli, kvæntist Sigríði Árna- dóttur og átti með henni tvær dætur, Önnu Maríu og Ragn- hildi. Þau skildu en hann býr í dag með Hildi Einarsdóttur. 2) Guðjón, kvæntist Magneu Sigríði Guttormsdóttur og á með henni tvær dætur, Tinnu Björt og Áslaugu Sif. 3) Gunn- ar. Hann á soninn Þórarin Bjart með Stefaníu Þórarinsdóttur. Síðar kvæntist hann Sólrúnu Ólafsdóttur, átti hún fyrir tvo syni, Jakob Þór og Esra Þór sem Gunnar gekk í föðurstað. 4) Sigrún, gift Grétari Krist- inssyni og á með honum tvö börn, Kristin Hlíðar og Dag- björtu Ingu. Útför Sigmundar fer fram frá Garðakirkju á Álftanesi í dag, 7. janúar 2016, klukkan 13. 1932, d. 2013. 5) Kristín, f. 1936. Hálfsystur Sig- mundar frá fyrra hjónabandi Hinriks voru Helga, f. 1889, d. 1916, og Guðlaug, f. 1893, d. 1953. Sigmundur eign- aðist eina dóttur með Engilráði Guð- mundsdóttur, f. 1929, d. 2013; Finnborgu Guð- mundu, f. 15. nóvember 1947, d. 5. nóvember 2005. Hún bjó í Bandaríkjunum og átti fimm börn sem öll eru búsett í þar. Sigmundur giftist 26. októ- ber 1954 Dagbjörtu Jóns Sig- Elsku besti afi. Þetta er lítið, skrítið líf eins og þú sagðir svo oft. Það er margt sem flýgur í gegnum hug- ann á tímamótum sem þessum og ég fyllist söknuði við tilhugs- unina að geta ekki lengur skroppið í afaspjall upp á Höfða. Ég man þegar við sátum saman fyrir utan Höfða og horfðum út á sjó. Þú lagðir höfuðið þitt að mínu og sagðir: „Heyrirðu, heyrirðu hvernig vatnið leikur um bátinn?“ „Hvort okkar var aftur komið með fleiri fiska?“ „Var ég ekki kominn með fimm fiska en þú aðeins þrjá … eða var það öfugt?“ Svona gátum við gleymt okkur í langa stund, bæði með lokuð augun að rifja upp gamlar og góðar minningar. Núna sit ég ein, afi, og rifja upp allar okkar stundir saman, fyrir þær verð ég ævinlega þakklát. Mamma segir að um leið og við sáum hvort annað, ég nokk- urra daga gömul, þá náðum við saman. Það er gaman að skoða gamlar myndir, alltaf er ég við hliðin á þér, að halda í höndina þína eða kúra í hálsakoti. Ég man svo sterkt eftir því að hafa legið hjá þér á Ásvallagötunni að hlusta á afasögu. Eins að horfa á þig spila á munnhörpu. Ég man hvað mér fannst það merkilegt og í mínum augum varstu flott- asti afinn í bænum. Með árunum urðu bönd okkar sterkari og eft- ir að þú fluttir upp á Akranes hafði ég mun fleiri tækifæri til að heimsækja þig sem ég nýtti mér heldur betur, enda leið mér svo vel hjá þér, afi. Manstu þegar þú sagðir mér að þér hefði gengið svo illa að sofna tvö kvöld í röð. Ég sagði þér að þegar hugurinn minn færi á fullt uppi í rúmi og ég gæti ekki sofnað þá hugsaði ég alltaf um eitthvað fallegt til að dreifa huganum og til ná að sofna. Þú spurðir hvað ég hugs- aði þá um og ég svaraði: „Til dæmis um þig, þig og mig að bralla eitthvað saman.“ Þetta svar gladdi þig óendanlega mik- ið. Við eigum ófáar minningar saman bæði niðri í kompu og seinna meir úti í bílskúr. Þegar við fórum út í búð saman sagð- irðu hverjum þeim sem heyra vildi að ég væri litla afastelpan þín sem tæki svo við heimasmíð- inni þinni. Það var svo gaman að læra af þér, afi. Labba beint úr skólanum yfir til þín og fara út í skúr með þér. Svo varstu alltaf jafn hissa að ég þyrfti að fara heim: „Ha strax, kemurðu ekki aftur á morgun?“ Þó að þetta sé eitt það erf- iðasta sem ég hef upplifað, afi, er ég samt svo þakklát fyrir að hafa náð að kveðja þig. Sitja við hliðina á þér og spjalla við þig. Þó þú gætir ekki svarað mér með orðum þá gastu svarað mér með augunum. Við táruðumst saman en svo brostirðu líka með augunum til mín, afi. Ég veit að þú fannst fyrir mér, ég veit að þú heyrðir í mér og ég veit að þú varst þakklátur fyrir að hafa mig þér við hlið. Ég gæti endalaust rifjað upp, afi, og ég mun halda áfram að gera það alla mína ævi. Þú varst einn af mínum bestu vinum og einn helsti stuðningsmaður minn í öllu sem ég tók mér fyrir hend- ur. Ég elska þig, afi, og er svo þakklát fyrir að hafa átt svona einstakt samband með þér. Sjáumst í draumum okkar. Þín afastelpa, Dagbjört Inga. Ég var ekki há í loftinu þegar ég kynntist fyrst vináttu Simba og konu hans, Birtu frænku. Þau hafa verið mér og foreldrum mínum nánir og tryggir vinir alla tíð. Mikill samgangur var þeirra á milli og margt hefur verið brallað saman í gegnum tíðina. Simbi og Birta byggðu sér sumarbústaðinn Hala í landi Stóra-Búrfells í Svínavatns- hreppi. Dvöldu þau þar ávallt sumarlangt. Foreldrar mínir byggðu sér sumarbústað rétt hjá á Dunhóli. Minningarnar tengdar þess- um stöðum eru nær óteljandi, all- ar mjög góðar, sem ylja manni á stundum sem þessum. Er ég sit hér og rifja nokkrar þeirra upp, heyri ég bókstaflega hlátrasköll- in og finn fyrir þeirri einstöku hlýju sem ríkti milli foreldra minna, Simba og Birtu. Simbi var mikið náttúrubarn og naut sín í sveitinni sem hann unni svo mjög. Hann hafði ein- stakt lag á að fá mann í lið með sér og baðaði náttúruna, fugla- sönginn og veiðina í vatninu því- líkum ævintýraljóma að maður gat ekki annað en hrifist með. Það var ávallt pláss í fangi og hjarta Simba fyrir litlu stelpuna frá Dunhóli og mun ég ávallt búa að því að hafa fengið að vera samferða Simba um stund á lífs- ins vegi. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Héðan skal halda heimili sitt kveður heimilisprýðin í hinsta sinn. Síðasta sinni sárt er að skilja, en heimvon góð í himininn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem) Farvel, minn kæri vinur, þar til næst, farvel. Ingibjörg S. Gunnarsdóttir. Sigmundur var starfsmaður Prentsmiðjunnar Odda um ára- bil. Hann var pappírsmaður en kallaði sig pappírsmálaráðherra. Það átti vel við. Vinsæll og út- sjónarsamur starfsmaður við að- stæður sem oft voru erfiðar, en starfsemin var þá við Grettisgötu í Reykjavík. Eftir að Simbi lauk störfum hjá Odda fyrir allmörgum árum héldum við tengslum og kunn- ingsskap áfram, sem hann átti sannarlega heiðurinn af. Hann átti frumkvæðið og sá um að kalla okkur saman til hádegis- verðar tvisvar á ári, mig og fyrr- verandi samstarfsmann sinn á pappírslagernum, Pálma V. Jónsson lækni, en hann hafði verið aðstoðarmaður Simba á lagernum í sumarvinnu um nokk- urt skeið á námsárum sínum. Gjarnan var farið á veitingastað- inn Laugaás en þar má sjá klukku með merki staðarins, sem Simbi skar út og færði gestgjaf- anum. Sem dæmi um hirðusemi Simba færði hann okkur nýverið kvittunina fyrir fyrsta hádegis- verðinum árið 1983. Eftir að hann átti erfiðara með að keyra í höfuðstaðinn frá Akranesi heim- sóttum við hann þangað þegar hann kallaði. Síðasta ferðin var honum erfiðari en áður en alúð- legar og hjálplegar hjúkrunar- konur á Höfða aðstoðuðu okkur við að koma Simba upp í bílinn og við ókum um bæinn undir hans leiðsögn, létum nægja að bjóða upp á pylsur og tilheyrandi í stað þess að setjast inn á veit- ingastað og áttum ánægjulega stund með honum. Það var ævintýri að koma í kjallarann á Ásvallagötunni hjá Simba á meðan hann bjó í höf- uðstaðnum og sjá aðstöðuna þar sem hann sat við í frístundum og skar út klukkur með ýmsu formi af miklu listfengi, útlínur Ís- lands, eyjarnar í kringum landið eða hvaðeina sem honum hug- kvæmdist. Ég varð hugfanginn þegar hann bauð mér að líta í kjallaraherbergið þar sem hann hafði breytt saumavél í vél til út- sögunar, setti útsagarblað í stað saumnálar og festi reiðhjólap- umpu við vélina til að blása burtu saginu. Síðar kom hann sér upp betri búnaði á Akranesi og varð vinsæll framleiðandi ýmiss konar gripa fyrir gesti, gangandi og ferðamenn. Eftir að hann flutti á Akranes fékk hann mun betri að- stöðu og naut sín betur við út- skurðinn. Hugmyndaauðgi og handlagni voru honum í blóð bor- in. Sigmundur var mikill Odda- maður alla tíð og fylgdist vel með þótt hann hyrfi til annarra starfa. Honum var alltaf hlýtt til mín og fjölskyldu minnar, sem var okkur mikils virði og við kunnum að meta. Við kveðjum góðan dreng og biðjum honum Guðs blessunar. Aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð og þökkum samstarf og ljúfar samverustundir í gegnum mörg ár. Þorgeir Baldursson. Sigmundi Hansen kynntist ég fyrir 20 árum þegar hann heim- sótti mig á Landmælingar Ís- lands og óskaði eftir leyfi til að saga út forláta klukkur með út- línum landsins. Það sópaði af Sigmundi og við áttum langt og gott spjall sem varð upphaf að góðri vináttu. Þarna fundum við nefnilega út sameiginlega frænd- semi með Agli safnverði á Hnjóti, sem leiddi m.a. til eftirminnilegr- ar reisu okkar tveggja vestur í Örlygshöfn þar sem við nutum góðrar gestrisni og frábærrar leiðsagnar Egils. Það var gaman að fylgjast með þeim frændum leika sér í fjörunni á Rauðasandi og rifja upp gamla takta frá ung- dómsárum. Ekki var síður gam- an að heimsækja Sigmund á Ás- vallagötuna þar sem hann dundaði sér daglangt á sínu vel skipulagða verkstæði í kjallaran- um. Unun var að sjá hvað hand- laginn gat framleitt marga fagra gripi með fábrotnum tækjum. Fyrir utan verkstæðið stóðu ávallt myndarlegir krossar, en aðspurður sagðist Sigmundur smíða þá yfir leiði fátækra og tæki aldrei krónu fyrir. Hann sagðist reyndar alltaf fá greitt fyrir þá í gegnum huliðsheima, því nær undantekningarlaust ynni hann í happdrættinu eftir slíkar velgjörðir. Gaman var í kjallaranum en enn skemmti- legra í eldhúsinu með Sigmundi og Birtu þar sem margar sögur voru sagðar. Það var virkilega mannbætandi að fá að kynnast manni eins og Sigmundi Hansen. Með þessum fátæklegu orðum sendi ég samúðarkveðju til Birtu og fjölskyldunnar. Örn Sigurðsson. Sigmundur Helgi Hinriksson Hansen Við kynntumst Haraldi persónu- lega fyrir nokkrum árum, þegar hann bauð sig fram til að starfa með okkur sjálfstæðismönnum á vettvangi bæjarmála í Mos- fellsbæ. Haraldur Haraldsson ✝ Haraldur Har-aldsson fæddist 13. nóvember 1944. Hann lést 28. des- ember 2015. Útför Haraldar var gerð 6. janúar 2016. Hann skipaði 10. sætið á framboðs- listanum okkar kjörtímabilið 2010- 2014 og fékk fljótt viðurnefnið Har- aldur tíundi hjá okkur listafólkinu, til aðgreiningar frá Haraldi bæjar- stjóra. Var það okkur öllum ljóst frá upp- hafi að Haraldur X bjó yfir mik- illi reynslu og þekkingu úr at- vinnulífinu og stjórnun almennt, sem nýttist bæði Mosfellsbæ og okkur sem með honum störf- uðu. Hann Halli okkar tíundi var alltaf meira fyrir að fram- kvæma, en að ræða um að framkvæma og tók lýðræðið oft á taugarnar. Fannst honum við eyða allt of miklu púðri í að ræða hlutina og velta upp öllum sjónarmið- um. Trúlega þótti honum þetta unga samstarfsfólk líka oft á tíðum vera einum (já eða tveim- ur) of félagslega þenkjandi. Lá hann ekki á skoðunum sínum við borðið, en viðurkenndi þó fúslega að barnaheimili (eins og hann kallaði leikskólana) og slík þjónusta á vegum bæjarfélags- ins væri nauðsynleg í nútíma samfélagi. Haraldur var hress og fé- lagslyndur maður og setti svip sinn á störf Sjálfstæðisfélags- ins. Þótti honum mikilvægt að hafa öflugt félagsstarf, enda vissi reynsluboltinn sem var að til þess að fólk næði að vinna vel saman væri bráðnauðsyn- legt að skemmta sér saman. Var hann sjálfur hrókur alls fagnaðar, hélt skemmtilegar ræður og gaf lítið eftir þrátt fyrir heilsubrest að undanförnu. Það er með söknuði, en jafn- framt þakklæti sem við kveðj- um Harald tíunda, eins og hann mun alltaf heita hjá okkur lista- fólkinu, og þökkum við fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast honum. Eiginkonu hans, börnum og öðrum ættingjum flytjum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Bryndís Haraldsdóttir og Herdís Sigurjónsdóttir. ✝ ÁsmundurÓskar Þór- arinsson fæddist á Siglufirði 1. jan- úar 1930. Hann lést á dvalarheim- ilinu Hlévangi, Keflavík, 27. des- ember 2015. For- eldrar hans voru Þórarinn Hjálm- arsson, f. 7.2. 1907, d. 2.12. 1980, og Arnfríður Krist- insdóttir, f. 4.11. 1904, d. 13.6. 1976. Ásmundur kvæntist 20. september 1953 Unni Magn- úsdóttur, f. 2.2. 1933, frá Hringverskoti í Ólafsfirði. Hún átti 12 systkini. Börn Ás- mundar og Unnar eru 1) Magnús Kristinn, f. 14.4. 1954, maki Maria Magdalena Siss- ing, börn úr fyrra hjónabandi, Henning Emil, Þórarinn, Helga og Freyja. 2) Þórarinn, f. 27.4. 1959, maki Arndís Helga Kristjánsdóttir, f. 27.5. 1958, dætur þeirra eru Ásdís Hrund og Helena. 3) Ása Bjarney, f. 19.5. 1961, d. 24.8. 2005, maki Einar Gunnarsson, f. 26.8. 1958, börn þeirra Ásmundur Óskar og Unnur. 4) Hildur Kristín, f. 25.10. 1962, maki Ásþór Kjartansson, f. 20.5. 1961, börn þeirra Þórður og María Ása. 5) Jón Örn, f. 4.11. 1964, maki Jó- hanna Hafdís Sturlaugsdóttir, f. 28.2. 1970, börn þeirra Arn- ar Freyr og Sandra Ósk, úr fyrra sambandi Sigurður Þór. Ásmundur starfaði lengst af sem leigubílstjóri í Keflavík. Útförin fer fram frá Kefla- víkurkirkju í dag, 7. janúar 2016, klukkan 13. „Getur þú ekki fengið þetta til að kaupa eitthvað almenni- legt utan á sig ?“ Það var sum- arið 1976. Ég starfaði hjá Jarð- borunum ríkisins á jarðbornum Narfa, en hann var þetta ár staðsettur í Skútudal við jarð- boranir fyrir Siglufjarðarkaup- stað. Þar kynntist ég ungri og lag- legri stúlku sem seinna varð eiginkona mín. Hún hét Ása Bjarney og var dóttir Unnar Magnúsdóttur og Ásmundar Óskars Þórarinsson- ar. Sem bormaður var útgang- urinn á mér ekki alltaf sem beztur, enda starfið frekar óþrifalegt. Eitthvað hef ég verið óupp- litsdjarfur við þennan tengda- föður minn, svona í fyrstu, alla vega beindi hann þeirri spurn- ingu, sem þessi grein hefst á, til dóttur sinnar eftir að hafa séð mig í fyrsta sinn. Þannig hófust kynni okkar Ásmundar, eða Ása Tóta eins og hann var oftast kallaður. Hann og Unnur tóku þessum tengdasyni sínum vel og höfum við oft hlegið að þessum fyrstu kynnum. Ásmundur var þéttur á velli og hafði skemmtilega frásagn- argáfu. Sérstaklega hafði hann gaman af að segja frá árum sín- um í lögreglunni á Siglufirði og á Keflavíkurflugvelli. Eftir að ég hóf störf hjá lög- reglunni í Keflavík átti ég ekki roð í sögur hans frá síldarár- unum á Siglufirði og fyrstu ár- um í sögu Keflavíkurflugvallar, Hamilton verktakafyrirtækisins og síðar ameríska hersins. Ási Tóta lærði snemma að aka bifreið. Hann fór ungur að æfa sig á bifreið föður síns. Reyndar mjög ungur. Þetta var tveggja og hálfs tonna vörubíll. Sögur af þeim ökuferðum munu lifa lengi í hugum barna hans og barnabarna. Enda gerði Ás- mundur akstur að sínu ævi- starfi og var leigubílstjóri lengst af, bæði á Suðurnesjum og í Reykjavík. Einnig var hann í félagi með Halli Guðmundssyni og Þórði Magnússyni um akstur fatlaðra skólabarna milli Suðurnesja og Reykjavíkursvæðisins. Auk þess var hann ökukennari á Suðurnesjum um árabil. Ásmundur var mikill spila- maður og eftirsóttur bridsspil- ari og vann til margra verð- launa á því sviði. Ási Tóta var vinsæll og traustur. Um það ber ferill hans fag- urt vitni. Hann var alla tíð bindindismaður á áfengi og tób- ak. Þau Unnur og Ási voru okk- ur Ásu mjög hjálpleg allan okk- ar búskap. Samgangur var mik- ill á milli okkar og ástúð, börnunum þótti alltaf gott að koma til afa og ömmu. Það var djúp sorg þegar Ása Bjarney dó árið 2005 og fjöl- skyldunni mikill harmur. Styrkur sá er Unnur og Ási sýndu þá, og hafa alla tíð sýnt, var öllum hjálpræði og stuðn- ingur þótt þau hafi átt um sárt að binda við missi dóttur sinn- ar. Þá er gott að eiga vissu um að vel hafi verið tekið á móti fyrir handan þegar Ásmundur kvaddi þennan heim. Ég þakka Ásmundi Óskari Þórarinssyni fyrir tímann sem ég fékk að vera honum samtíða. Elsku Unni, tengdamömmu og ömmu og allri fjölskyldunni vottum við okkar virðingu og dýpstu samúð. Einar Gunnarsson og fjölskylda. Ásmundur Óskar Þórarinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.