Morgunblaðið - 07.01.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.01.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2016 Hannes H. Gissurarson skrifar:    Hvers vegnareyna öfga- vinstrimenn að þagga niður vand- ann af þeim múslim- um (vonandi mikl- um minni hluta), sem vilja ekki að- lagast vestrænni menningu, þótt sömu múslimar vilji flytjast til Vest- urlanda og njóta allra þeirra gæða?    Hvers vegna gera öfga-vinstrimenn hróp að þeim, sem hafa áhyggjur af þessum vanda og þora að taka til máls um hann?    Þrjár skýringar: 1) Þeir reyna aðskilgreina burt úr stjórn- málum 10–15% hóp, sem afgreiða má sem öfgahægrimenn og ekki þarf að taka tillit til í stjórnarmynd- unum (sbr. Svíþjóð). 2) Þeir sjá í að- komufólki, sem fer umsvifalaust á bætur, nýja kjósendur sína. 3) Þeir sjá atvinnutækifæri í sýsli um vand- ræðafólk.    Ekkert af þessu breytir því þó,að duglegt fólk, reglusamt og löghlýðið á að vera velkomið til Ís- lands.    Og frjálshyggjumenn hafa réttfyrir sér um, að rót vandans er, að menn öðlist sjálfkrafa rétt til framfærslu á kostnað annarra, um leið og þeir flytjast eða sleppa inn í vestræn ríki.“    Sjálfsagt geta margir með góðumrökum hafnað þeim ályktunum sem prófessor Hannes dregur í pistli sínum.    Og þeim er meira en frjálst aðgera það og myndu aðeins styrkja umræðu sem vantar. Hannes H. Gissurarson Má segja þetta? STAKSTEINAR Veður víða um heim 6.1., kl. 18.00 Reykjavík 4 alskýjað Bolungarvík 1 skafrenningur Akureyri -2 snjókoma Nuuk -6 skýjað Þórshöfn 6 alskýjað Ósló -12 snjókoma Kaupmannahöfn -2 skýjað Stokkhólmur -12 heiðskírt Helsinki -22 léttskýjað Lúxemborg 4 skýjað Brussel 7 skýjað Dublin 6 skýjað Glasgow 7 alskýjað London 7 skýjað París 7 alskýjað Amsterdam 2 alskýjað Hamborg -3 skýjað Berlín -7 snjókoma Vín -2 þoka Moskva -12 snjókoma Algarve 17 léttskýjað Madríd 7 léttskýjað Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 13 léttskýjað Róm 7 skýjað Aþena 16 léttskýjað Winnipeg -12 snjókoma Montreal -5 skýjað New York 0 heiðskírt Chicago 0 skýjað Orlando 15 skúrir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 7. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:12 15:57 ÍSAFJÖRÐUR 11:50 15:28 SIGLUFJÖRÐUR 11:35 15:10 DJÚPIVOGUR 10:49 15:18 Tollverðir gerðu upptæk rúmlega 47,6 kíló af fíkniefnum sem smygla átti til landsins á nýliðnu ári, 2015. Að auki var lagt hald á rúmlega 209.600 e-töflur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá tollyfirvöldum. Tekið er fram að um bráðabirgða- tölur sé að ræða. Jafnframt að um sé að ræða haldlagningu á fíkniefn- um á landamærum en ekki innan- lands. Þá segir að af ofangreindu magni fíkniefna hafi verið um 20,6 kíló af e- dufti, rúm níu kíló af amfetamíni, rúm níu kíló af kókaíni og rúm átta kíló af hassi. Til viðbótar var tekið minna magn af öðrum fíkniefnum, svo sem metamfetamíni. Í tilkynningu segir að ef árið 2014 sé tekið til samanburðar, þá hafi tollverðir stöðvað innflutning á sam- tals tæpum 700 g af amfetamíni, 44 g af e-töfludufti, rúmlega 1,3 kg af kókaíni og tæpu kg af hassi, auk annarra tegunda fíkniefna svo sem LSD og MDMA-vökva. „Ljóst er að þarna er um stórfellda aukningu á haldlagningu fíkniefna að ræða milli ára,“ segir í tilkynningunni. Lög- regla í viðkomandi umdæmum hefur farið með rannsókn málanna. Fundu tæp 48 kíló af fíkniefnum  Hald lagt á stóraukið magn frá árinu 2014  Níu kíló af kókaíni og 8 af hassi Morgunblaðið/Júlíus Fíkniefni Um 48 kg af fíkniefnum voru gerð upptæk á landamærunum. Kristján Þór Júlíusson heilbrigð- isráðherra hefur veitt 45 milljóna króna styrk til að efla þjónustu göngudeildar barna- og unglinga- geðdeildar Landspítalans (BUGL) við börn sem þurfa þjónustu vegna alvarlegra geðrænna einkenna, s.s. þunglyndis, sjálfsvígshugsana og sjálfskaðandi hegðunar. Ráðherra tilkynnti Landspítala um fjárveit- inguna í lok nýliðins árs að því er segir í frétt frá velferðarráðuneyt- inu. Styrkurinn er veittur á grundvelli tillögu til þingsályktunar um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðis- málum til fjögurra ára sem ráð- herra lagði fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi. „Þar kemur m.a. fram að um 120 börn bíði eftir þjón- ustu BUGL og að meðalbiðtími eftir þjónustu sé um níu mánuðir. Mik- ilvægt sé að stytta biðina og sinna betur ungum börnum og fjölskyld- um þeirra. Vísað er til þess að fjöldi rannsókna sýni að snemmtæk inn- grip skili mestum árangri og að meðferð taki skemmri tíma en ella ef fljótt er brugðist við,“ segir í frétt ráðuneytisins. Kristján Þór segir ánægjulegt að geta aukið fjármuni til að ráðast í þetta verkefni fyrr en áætlað var. Þjónustan verður efld  120 börn bíða eftir þjónustu BUGL www.gilbert.is SJÓN ER SÖGU RÍKARI !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.