Morgunblaðið - 07.01.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.01.2016, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2016 Umboðsaðili: Yd heildverslun, s. 587 9393, yd@yd.is, YdBolighus Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Ráðamenn í Norður-Kóreu greindu í gærmorgun frá því að þeir hefðu á tilraunasvæði sínu sprengt vetnis- sprengju með góðum árangri og hafði þá skömmu áður mælst jarð- skjálfti þar við upp á 5,1 stig. Vegna þessa var boðað til neyðarfundar í ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna þar sem hertar refsiaðgerðir gegn land- inu voru meðal annars ræddar. Fjölmörg ríki víðsvegar um heim hafa fordæmt athæfi Norður-Kóreu. Þannig segja nágrannar þeirra sunn- an við landamærin tilraunir Norður- Kóreu vera „alvarlega ögrun“. Þar í landi var einnig boðað til neyðarfund- ar eftir sprenginguna. Ógnar mjög alþjóðaöryggi „Þessar tilraunir eru ekki einungis alvarleg ögrun í garð þjóðaröryggis okkar heldur ógna þær einnig fram- tíð okkar [...] og ógna mjög friði og öryggi innan alþjóðakerfisins,“ hefur fréttaveita AFP eftir Park Geun- Hye, forseta Suður-Kóreu. Kölluðu ráðamenn þar í landi í gær mjög eftir harðari refsiaðgerðum gegn ná- grönnum þeirra í norðri. Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, var ómyrkur í máli er hann ræddi við fréttamenn í gær. „Sú kjarnorkutilraun sem fram- kvæmd var af Norður-Kóreu er al- varleg ógn við öryggi okkar ríkis og munum við alls ekki þola slíkt,“ sagði hann og hélt áfram: „Þetta brýtur með augljósum hætti sáttmála ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna og er mikil áskorun við áætlanir alþjóða- kerfisins um fækkun kjarnavopna.“ Svívirðilegt brot Norður-Kóreu Stjórnvöld í Moskvu taka einnig í svipaðan streng. „Ef tilraunin fæst staðfest væri um nýtt skref að ræða af hálfu Pyongyang á vegferð þeirra í þróun kjarnavopna, sem er svívirði- legt brot á alþjóðalögum og sáttmál- um öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna,“ segir í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Rússlands. Jens Stoltenberg, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), hvatti í gær ráðamenn í Pyongyang til þess að láta þegar af kjarnorkuvopnaáætlunum sínum. „Kjarnorkuvopnaprófanir Norð- ur-Kóreu grafa undan öryggi á svæð- inu og öryggi innan alþjóðakerfisins og eru brot á sáttmálum öryggisráðs- ins,“ er haft eftir Stoltenberg í yf- irlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. Bætti hann við að ráðamenn Norður-Kóreu ættu að falla frá áætl- unum sínum um þróun kjarnavopna og skotflauga sem borið geta kjarna- odda og taka þess í stað þátt í við- ræðum er snúa að fækkun kjarna- vopna í heiminum. Vetnissprengja eða ekki? Þá hafa einnig ríkisstjórnir Frakk- lands, Bretlands og Kína, sem er einn helsti bandamaður Norður-Kór- eu, fordæmt tilraunirnar auk þess sem Evrópusambandið hvetur Norð- ur-Kóreumenn til að „láta af þessari ólögmætu og hættulegu hegðun“. Kjarnorkuvopnasérfræðingar lýstu strax í gær yfir efasemdum sín- um og segja sprenginguna að líkind- um ekki komna til vegna vetnis- sprengju. Segja þeir hins vegar, að sögn AFP, mun líklegra að um sé að ræða kraftminni sprengju, þ.e. hefð- bundna kjarnorkusprengju. Komast sérfræðingarnir meðal annars að þessari niðurstöðu eftir að hafa rýnt í jarðskjálftamæla, en styrkur skjálftans, sem mældist við Punggye-ri kjarnorkutilraunasvæðið í Norður-Kóreu, styður að þeirra sögn ekki fullyrðingar stjórnvalda í Pyongyang. Sprengja Norður-Kóreu ógn við öryggi  Heimsbyggðin fordæmir atvikið AFP Neyðarfundur Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, var einn þeirra sem sátu neyðarfund ör- yggisráðsins eftir að fréttist af öflugri sprengingu í Norður-Kóreu. Segir hann atvikið valda sér miklum áhyggjum. Tveir karlmenn hafa í suður- hluta Frakk- lands verið handteknir og ákærðir fyrir nauðgun á ung- lingsstúlku. Mennirnir tóku jafnframt ódæð- ið upp á myndband í gegnum símaforritið Snapchat. Breski fréttavefurinn The Inde- pendent greinir frá því að menn- irnir hafi deilt myndbandinu á samfélagsmiðlum og má m.a. á því sjá þá misnota stúlkuna sem virð- ist drukkin eða undir áhrifum lyfja. Lögmaður mannanna tveggja, sem eru 18 og 22 ára gamlir, segir þá hafa verið ákærða fyrir hóp- nauðgun og fyrir dreifingu á klámi. Haft er eftir saksóknara að stúlkan, sem er 18 ára gömul, hafi þekkt árásarmennina. FRAKKLAND Mynduðu nauðgun gegnum Snapchat Ríkisfréttastofan KCNA í Norður-Kóreu sendi frá sér þessa mynd en á henni má sjá mikinn fjölda fólks sam- an kominn á torgi þar í landi til þess að fagna spreng- ingunni sem átti sér stað í gærmorgun. Leiðtogi lands- ins, Kim Jong-Un, mun á morgun, föstudag, halda upp á 32 ára afmæli sitt með mikilli hátíð. AFP Norður-Kórea fagnar mjög tilrauninni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.