Morgunblaðið - 07.01.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.01.2016, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2016 jafnvel ættingja sína. Því það eru allir að spyrja fólkið, eins og aðra atvinnuleitendur, hvað það sé að gera og hvort það ætli ekki að finna sér vinnu. Fólkið segir við sig sjálft: „Ég get ekki neitt. Ég er bara á fjárhagsaðstoð, eða á atvinnuleysis- bótum.“ Það er ekki gott. Ef fólk veit ekki hvert það á að fara eða hvernig það á að komast út úr vand- anum upplifir það mikið bjargar- leysi. Þarna vantar sálfræðiaðstoð á heilsugæsluna. Þunglyndi, kvíði og félagsfælni er fylgifiskur atvinnu- leysis hjá allflestum sem koma til okkar.“ Hún segir sjálfsmynd margra ungra karla því laskaða. Af þeim 485 einstaklingum sem hafi verið bókaðir í viðtöl hafi 226 hætt á fjár- hagsaðstoð. við neyslu- og geðrænan vanda að stríða. Berjast við að vera edrú „Þessi hópur er mjög misjafn og hann er líka misjafn eftir borgar- hlutum. Margir eru að berjast við að vera edrú, en eiga erfitt með það vegna þess að staða þeirra er orðin svo slæm. Hafa oft byrjað neyslu mjög snemma vegna vanlíðunar í skóla. Þá fer fólki að líða illa og á erfitt með að halda sér frá sinni fíkn og er komið á þann stað að vera komið á framfærslu borgarinnar. Það styrkir ekki sjálfsmatið hjá fólki. Það er nánast samdóma álit okkar að þetta sé ekki gott fyrir sjálfsmat skjólstæðinga okkar. Fólk einangrar sig. Það vill síður fara á mannamót, eða vera innan um fólk, Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Reykjavíkurborg hefur samþykkt leyfisumsókn til byggingar húss á lóð Landspítalans við Hringbraut þar sem jáeindaskanni verður starfræktur. Að sögn Péturs Hann- essonar, yfirlæknis röntgendeildar Landspítala, hefjast framkvæmdir næsta mánudag þegar jarðvinna byrjar. Búist er við að byggingu ljúki í sumarlok. Í notkun næsta vetur Starfsemin í húsinu mun hefjast um miðjan næsta vetur ef áætlanir standast. Að sögn Péturs er von á jáeindaskannanum til landsins í haust. Þá telur hann að ráða þurfi nokkra starfsmenn til að sinna starfseminni. Húsið sem mun rísa er rúmir 375 fermetrar. „Jáeindaskanninn er ekki svo stór en svo er heilmikil framleiðslueining sem verður í hús- inu til þess að búa til ísótópa (geislavirkar samsætur), tilrauna- stofa til að búa til efnin og síðan er þetta allt saman notað í sjúklinginn. Svo þarf svæði fyrir sjúklinga og annað,“ segir Pétur. Hann segir að byggingin verði við spítalann og í tengslum við núverandi ísótópa- stofu hans. Eins og fram hefur komið eru já- eindaskanninn og byggingin til- komin fyrir tilstilli peningagjafar Íslenskrar erfðagreiningar upp á 5,5 milljónir dollara, eða sem nem- ur 726 milljónum króna. Bæði kaupin á jáeindaskannanum og hin nýja bygging eru fjármögnuð að fullu af gjafafénu. 200 sendir í skanna ytra Jáeindaskanni er fyrst og fremst nýttur til greiningar á krabba- meini. Bæði til að finna meinið fyrr sem og að finna útbreiðslu þess til þess að finna út bestu aðferðir við að meðhöndla meinið. Um 200 manns voru sendir í jáeindaskanna erlendis á síðastliðnu ári. Notkun jáeinda- skanna hefst næsta vetur  Jarðvinna að nýrri byggingu hefst á mánudag  Gjafaféð dugir fyrir öllu Morgunblaðið/Ómar Landspítalinn Framkvæmdir við húsið hefjast á mánudag. Anna segir kannabisneyslu áberandi hjá ungum körlum. „Þeir eru mikið í kannabis, segjast hafa ekkert annað að gera. Þeir vilja í allflestum tilfellum hætta að reykja kannabis, en gera það ekki vegna þess að þeir hafa ekk- ert annað fyrir stafni. Því miður.“ Hún segir afskipti af þessum hópi bera árangur. Marg- ir hafi komið sér af stað og í vinnu. Hún segir erfiðustu tilvikin þau þegar fólk með geðraskanir er líka í neyslu. Þá geti jafnvel liðið langur tími áður en árangur næst. „Við eigum erfitt með að koma fólki í viðeigandi aðstoð og endurhæfingu. Ef meðferðaraðilar vita að fólk er í neyslu vilja þeir ekki fólkið. Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða er með mest af þessum körl- um sem eru í virkri neyslu. Því miður eru engin úrræði fyrir þá.“ Sækja í kannabisreykingar TILVIKIN GETA VERIÐ ERFIÐ Anna Njálsdóttir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vísbendingar eru um að hátt hlut- fall atvinnulausra einstaklinga sem farið hafa í viðtöl hjá sálfræðingum Reykjavíkurborgar hafi glímt við geðræn vandamál og eigi að baki of- neyslu áfengis og vímuefna. Um er að ræða einstaklinga sem hafa fengið vottorð frá lækni um óvinnufærni og eiga því rétt á fjár- hagsaðstoð hjá borginni. Árið 2014 fengu 1.144 óvinnufærir einstaklingar/sjúklingar fjárhags- aðstoð í borginni, eða 61% fleiri en árið 2009. Eins og Morgunblaðið hefur sagt frá voru þrír sálfræðingar ráðnir til starfa á þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar í apríl 2014 til að vinna sérstaklega með hópi óvinnufærra. Á næstu 18 mánuðum, eða fram til loka október 2015, voru alls 485 einstaklingar bókaðir í við- töl hjá þessum sálfræðingum. Anna Njálsdóttir sálfræðingur er einn þessara sálfræðinga, en hver þeirra sinnir tveimur þjónustu- miðstöðvum í borginni í fullu starfi. Hún segir tölur liggja fyrir um 376 einstaklinga sem mættu í viðtal á fjórum þjónustumiðstöðvum í Laugardal og Háaleiti, Grafarvogi og Kjalarnesi, Miðborg og Vest- urbæ og Miðborg og Hlíðum. Af þessum 376 áttu um 75% við geðræn einkenni að stríða, heldur fleiri karlar en konur. Um 39% áttu við fíknivanda að stríða. Þar af voru um sjö af hverjum 10 karlar, alls um 100 karlar. Þá áttu um 159 ein- staklingar, karlar og konur, bæði Morgunblaðið/Eggert Á gangi í vetrarsólinni Margir ungir karlar sem farið hafa út af sporinu fá fjárhagsaðstoð í Reykjavík. Festast í vítahring vonleysis og vímuefna  Vandi fjölda ungra karla í Reykjavík sem eru án vinnu Varðskipið Þór tók togskipið Fróða II ÁR-32 í tog um hádegisbil í gær, en veiðarfæri festust í skrúfu Fróða aðfaranótt miðvikudags þar sem hann var staddur suðvestur af Reykjanesi. Nærstaddur togari hafði áður tek- ið Fróða II í tog en dráttarbúnaður slitnað ítrekað, að því er fram kemur í tilkynningu Landhelgisgæslunnar. Var því óskað eftir aðstoð varðskips. Áhöfn Fróða er heil á húfi sam- kvæmt upplýsingum Landhelgis- gæslunnar, en veður á staðnum var þó slæmt. Vindhraði úr austri var allt að 25 metrar á sekúndu. Áætlað var í gær að Fróði yrði dreginn til Hafnarfjarðarhafnar og að þangað yrði komið aðfaranótt fimmtudags. Samkvæmt upplýs- ingum frá Landhelgisgæslunni í gærkvöldi hafði förin gengið vel það sem af var. jbe@mbl.is Varðskipið Þór kallað út til hjálpar togskipi  Veiðarfæri festust í skrúfu Fróða II Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þór Varðskipið Þór kom Fróða til aðstoðar suðvestan við Reykjanes. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Báðum kennurum kjötiðnardeildar Menntaskólans í Kópavogi var sagt upp í byrjun árs, en enginn nemandi sótti um nám við deildina á vorönn 2016. Ekki hefur verið tekin ákvörð- un um að hún verði endanlega lögð niður, en ekki liggur fyrir hvernig nemendafjöldi við deildina verður í haust. Skólameistari MK og formaður Matvís, félags iðnaðarmanna í mat- væla- og veitingageiranum, telja þörf á endurskoðun iðnnámskerfis- ins. Erfiðlega gengið að auglýsa Að sögn Margrétar Friðriksdótt- ur, skólameistara MK, er nú komin upp staða sem aldrei hefur áður ver- ið. „Það hafa verið afskaplega fáir nemar í þessari deild, en ekki svo slæmt að það sé enginn. Það er ljóst að þarna þarf eitthvað að skoða mál- ið til framtíðar,“ segir hún. Kynningarstarfsemi fyrir kjötiðn- ardeildina hefur ekki gengið sem skyldi. „Við höfum reynt að kynna námið eins við getum og tekið þátt í sýningum faggreinafélagana, en það virðist að það sé ekki áhugi hjá ungu fólki á að sækja námið,“ segir hún. Sökin hjá fyrirtækjunum Níels Sigurður Olgeirsson, for- maður Matvís, félags iðnaðarmanna í matvæla- og veitingageiranum, segir stöðuna slæma í geiranum og að kjötiðnarnemar hafi dreifst nokk- uð eftir að Verkmenntaskólinn á Ak- ureyri hlaut leyfi til kjötiðnar- kennslu. Helsta vandamálið sé þó að fáar stöður séu í boði hjá kjötiðn- aðarfyrirtækjum fyrir nema. „Það vantar ábyrgðina hjá fyrirtækjunum að taka nema. Ég held að þar séu menn svolítið að skjóta sig í löppina með því að halda ekki nýliðun. Stefna þeirra hefur verið röng, að ráða kjötiðnaðarmenn aðeins í verk- stjórastöður og fá aðra til að vinna,“ segir hann. Margrét segir að skólinn hafi ekki bein tengsl við fyrirtæki hvað nema- stöðurnar varðar, hann eigi þó sam- starf við stéttarfélög og fyrirtæki eins og kostur sé. Kjötiðnarkennurum MK sagt upp  Báðum kennurum kjötiðnardeildar MK var sagt upp um áramótin  Enginn nemi er nú við deildina  Kynningarstarf hefur gengið erfiðlega  Formaður Matvís segir kjötiðnarfyrirtækin eiga sökina Morgunblaðið/Þórður Kjötiðn Snúin staða er komin upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.