Morgunblaðið - 07.01.2016, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 07.01.2016, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þau tíðindiurðu í vik-unni, að Sví- ar ákváðu að taka aftur upp landa- mæravörslu á landamærum sín- um við Danmörku á Eyrarsundsbrúnni. Danir brugðust við þeim tíðindum með því að taka aftur upp eft- irlit á landamærum sínum að Þýskalandi. Í báðum tilfellum eru úrræðin sögð tímabundin, en um leið kemur fram að ekki er gert ráð fyrir að um skamm- tímaráðstöfun sé að ræða. Flóttamannastraumurinn mikli frá Mið-Austurlöndum og Afríku til Evrópu og skortur á ytri landamæragæslu á Schen- gen-svæðinu skýra aðgerðir Svía og Dana nú. Svíar hafa tekið við fleiri flóttamönnum á íbúa en nokkurt annað ríki Evr- ópusambandsins. Danmörk, sem hefur verið hálfgerð þjóð- braut flóttamanna á milli Þýskalands og Svíþjóðar, hefur hins vegar ekki þurft að taka á móti nema litlu broti af því sem Þjóðverjar og Svíar hafa gert. Þegar Svíar ákváðu að herða gæslu á landamærum sínum, óttuðust Danir að þeir yrðu næsta endastöð fyrir flótta- mennina. Það eru þó ekki bara Danir og Svíar sem hafa aukið eftirlit sitt með innri landamærum Schengen- svæðisins. Þjóð- verjar tóku upp eft- irlit á landamærum sínum til suðurs síðasta haust, og Frakkar gerðu slíkt hið sama í kjölfar hryðju- verkanna í París í nóvember. Þessi þróun er alvarlegt áfall fyrir Evrópusambandið, þar sem ferðafrelsi innan þess hef- ur lengi verið eitt af höf- uðmarkmiðum sambandsins. Nú hefur verið vegið svo að stoðum þess, að í fyrsta sinn í hérumbil sextíu ár þarf skilríki til þess að ferðast á milli Dan- merkur og Svíþjóðar. Brota- lamirnar í Schengen-sam- komulaginu hafa því ekki einungis náð að ógna framtíð þess, heldur hafa þær einnig spillt einu lengsta og farsælasta samstarfi ríkja um ferðalög án vegabréfs. Í gær hélt Evrópusambandið enn einn neyðarfundinn um ástandið innan þess, að þessu sinni um Schengen og aukna innri landamæragæslu á svæð- inu. Sá fundur leysti ekkert og eftir hann er enn skýrara en fyrr að Schengen-samstarfið er að engu orðið, ytri landamærin halda ekki og eina ábyrga af- staða aðildarríkjanna er að taka upp fullt landamæraeftirlit. Það á ekki síður við um Ísland en önnur Schengen-ríki. Landamærin hafa risið á ný á milli Svíþjóðar, Danmerk- ur og Þýskalands} Neyðarástand á Schengen-svæðinu Öfugmæli virðastí uppáhaldi á upplýsingavef Reykjavíkurborgar þessi misserin. „Meiri þjónusta, lægri gjöld fyrir sorphirðu,“ segir í fyrirsögn fréttar, sem birtist í fyrradag á vefnum. Þar er síðan sagt frá breytingum á sorphirðu hjá borginni. Þar kemur fram að lækka eigi gjaldið fyrir að vera með gráa tunnu, sem er ætluð fyrir bland- aðan úrgang. Það er reyndar rétt, en um leið verður byrjað að tæma gráu tunnurnar á 14 daga fresti í stað tíu áður og eru ekki nema nokkur ár síðan tunnurnar voru tæmdar viku- lega. Kjartani Magnússyni, borgarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins, reiknast til í viðtali við Morgunblaðið í fyrradag að þetta þýði skerðingu á þjónustu um 29%. Hver losun muni því kosta neytendur 817 krónur í stað 592 áður. Hefði gjaldið kannski átt að lækka um meira en 1,4%? Á fréttavef borgarinnar er ekkert fjallað um ákvörðun um að hækka gjaldið fyrir að losa bláar tunnur, sem ætl- aðar eru undir pappír, í 8.500 krón- ur úr 6.700 krónum. Þetta er 27% hækk- un. Um leið verða bláu tunn- urnar losaðar sjaldnar en áður. Þetta hljómar eins og minni þjónusta og hærra gjald, hvað sem fyrirsögninni á vef Reykja- víkurborgar líður. Það er kyndugt að borgin skuli hafa ákveðið að láta ákvörðun um að tæma ruslið á 14 daga fresti í stað tíu daga áður koma til framkvæmda um þessi áramót. Undanfarnar tvær vik- ur hafa virkir dagar aðeins verið sex. Svigrúm til sorphirðu hefur því verið minna en ella á þeim tíma árs, sem búast má við að meira hlaðist upp af sorpi en endranær. Nær hefði verið að bíða fram að næstu mánaða- mótum til að forðast glundroða. Þessi vinnubrögð minna á breyt- inguna á ferðaþjónustu fatlaðra á sama tíma fyrir ári, afleiðing- arnar sem betur fer ekki jafn geigvænlegar, en skammsýnin kunnugleg. Öfugmæli eru vinsæl hjá borginni – svart verður hvítt og hvítt svart} Kunnugleg skammsýni M unið þið dæmisögu Esóps um skjaldbökuna og hérann? Æv- intýri sem segir frá héranum sem gortaði mikið yfir því hversu fljótur hann væri að hlaupa. Enginn í skóginum þorði að keppa við hann þar til skjaldbakan bauð sig fram. Hér- inn hló mikið og taldi sigur sinn vísan enda skjaldbakan þekkt að því að fara hægt yfir. Á leiðinni var hérinn svo fullur sjálfstrausts að hann mat það svo að það gæti ekki sakað að staldra örlítið við undir tré en ekki vildi betur til en svo að hann steinsofnaði í kæruleysi sínu. Skjaldbakan hélt sínum hraða og nálgaðist markið jafnt og þétt. Hún gekk hljóðlaust framhjá steinsofandi héranum og náði loks yf- ir markalínuna við mikinn fögnuð allra dýr- anna í skóginum. Hún sigraði hérann í kapp- hlaupinu. Það eru einungis 7 dagar liðnir frá því ljóst var að for- seti Íslands ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri en nú þegar er búið að nefna fjölda nafna sem hugsanlega kandídata í þetta eftirsótta embætti. Á samfélagsmiðl- unum er vinsælt að setja fram óskalista yfir þá kosti sem nýr forseti þarf að búa yfir. Það gæti reynst erfitt að finna þá alla í einni og sömu manneskjunni; ópólitískur frekar en pólitískur, talar tungum, forseti allra lands- manna en ekki bara sumra, sameiningartákn, menning- arlega þenkjandi, náttúruunnandi, vel lesinn, lang- skólagenginn, alþýðlegur og svo framvegis. Listinn er langur og bætist stöðugt á hann. Sumir óska þess jafnvel að forsetaembættið verði lagt niður því það sé prjál og til óþurftar en þeim verður ekki að ósk sinni í bráð því við munum kjósa nýjan forseta í sumar. Á þeim tímamótum sem áramótin eru glymja spádómarnir sem segja okkur hvernig nýja árið verður og hvaða merkisviðburðum við megum búast við. Til gamans ætla ég að setjast í spámannssætið og spá því að kapp- hlaupið sem nú er hafið í átt að Bessastöðum verði fjölmennt og að sá sem nær í mark verði skjaldbakan sem fer rólega yfir án þess að hreykja sér stöðugt frekar en hérinn sem fer mikinn og hefur hátt. Þeir verði sjálfsagt margir sjálfumglöðu hérarnir sem vilja sigra en ég vil frekar fá hógværa skjaldböku en héra á Bessastaði. Hún er á mínum óskalista. Það er reyndar áhyggjuefni að sá sem hreppir hnossið og kemst í stól forsetans á Bessastöðum þarf ekki svo mikinn fjölda atkvæða því sá sigrar sem fær flest atkvæðin en þarf ekki meirihluta. Ef atkvæðin dreif- ast á marga gæti svo farið að 10-15% atkvæða dygðu. Gleymum ekki að það er enginn sigurvegari fyrr en leikurinn hefur verið flautaður af í júní næstkomandi þegar atkvæðin verða talin. Þangað til eru sex mánuðir sem eru langur tími í kosningaslag og einhverjir fram- bjóðendur munu þreytast á leiðinni og við verðum örugg- lega þreytt á einhverjum þeirra. Það er vandasamt að halda athygli heillar þjóðar í svo langan tíma. Skjaldbak- an sem ekki hefur enn gefið sig fram en stefnir á Bessa- staði gæti kannski náð í mark? margret@mbl.is Margrét Kr. Sigurðardóttir Pistill Skjaldbaka eða héri á Bessastaði? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Færri börn fæddust á land-inu á síðasta ári en árin áundan, samkvæmt laus-legri samantekt blaðsins. Tekið skal fram að heimafæðingar eru ekki tilgreindar. Á árinu 2015 fæddust 3.105 börn á Landspítalanum, 1.596 drengir og 1.509 stúlkur, í 3.036 fæðingum en 70% allra fæðinga eru á Landspít- alanum. Fæðingarnar árið 2015 eru aðeins færri en árið áður en þá voru þær 3.133 talsins. Fæðingum hefur fækkað með hverju ári frá árinu 2009 en það ár var metfjöldi fæðinga, í kringum 3.500. Börn í þeim árgangi hófu skólagöngu síðasta haust og er stundum vísað til þess að þau hafi komið undir í hruninu árið 2008. Fjöldi fæðinga í mánuði sveifl- ast eftir árum. Oftast eru margar fæðingar á sumarmánuðunum en heldur rólegra er á fæðingardeild- inni í nóvember og fram í janúar. Á síðasta ári fæddust flest börnin í september á Landspítalanum, alls voru fæðingarnar 296. Ekki færri fæðingar á Akureyri síðan 1987 „Þetta eru mjög fáar fæðingar og þær hafa ekki verið svona fáar síðan árið 1987. Við þurfum greini- lega að fara í átak og fá fólk á Norð- urlandi til að fjölga sér ef Norðlend- ingar ætla að halda áfram að við- halda mannkyninu,“ segir Ingibjörg Jónsdóttir, yfirljósmóður á Sjúkra- húsinu á Akureyri. Árið 2015 fæddist 381 barn á Sjúkrahúsinu á Akureyri í 377 fæð- ingum en tvíburafæðingar voru fjór- ar. Stúlkurnar voru 194 og drengir 187. Meðalfjöldi fæðinga á Akureyri hefur undanfarið verið í kringum 430 á ári. Tíðni keisaraskurða var 12%, það telst mjög lágt að sögn Ingi- bjargar. Hún bendir á að líklega megi rekja lágt hlutfall keisara- skurða til þess að fleiri konur voru fjölbyrjur á síðasta ári. Keisara- skurðir eru algengari meðal kvenna sem ganga með fyrsta barn. Ingibjörg segir að ekki sé hægt að rekja færri fæðingar á Akureyri til þess að fleiri konur á svæðinu hafi átt börnin annars staðar. Á hverju ári þarf sama hlutfall kvenna að sækja fæðingarþjónustu á höfuð- borgarsvæðinu af ýmsum ástæðum, að sögn Ingibjargar. Ekki er búið að greina fæðing- argögnin eftir búsetu foreldra og barna, líkt og alltaf er gert. „Okkar tilfinning er þó sú að Skagfirðingar hafi staðið sig mjög vel í barneignum árið 2015,“ segir Ingibjörg. Aðeins færri á Selfossi Á Selfossi fæddust færri börn árið 2015 en árið 2014, sem var met- ár. Á nýliðnu ári voru 65 fæðingar og börnin 65 talsins, 32 drengir og 33 stúlkur. „Það er óvenju lítið af sunn- lenskum konum í janúar. Það hafa fáar ætlað að slást um nýársbarnið en þetta eru eðlilegar sveiflur,“ segir Sigrún Kristjánsdóttir, ljósmóðir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, spurð út í skráðar fæðingar á þessu ári. „Þetta var gott meðalár og að- eins fleiri fæðingar en árið áður,“ segir Oddný Gísladóttir, ljósmóðir á Fjórðungssjúkrahúsi Austurlands í Neskaupstað. Þar fæddust 85 börn, 50 strákar og 35 stúlkur. Fyrsta barn ársins í Neskaupstað kom í heiminn 5. janúar. Það var stúlku- barn, sem faðirinn fékk í afmæl- isgjöf. Á Heilbrigðisstofnun Suð- urnesja fæddust 82 börn árið 2015 en árið 2014 voru þau 103 talsins. Barnsfæðingum á landsvísu fækkar Morgunblaðið/Golli Nýburi Fæðingum hefur fækkað á Landspítalanum frá árinu 2009. „Þetta eru eflaust eðlilegar sveiflur. Það hefur ekkert breyst í starfseminni eða þjónustunni sem gæti mögu- lega skýrt færri fæðingar. Í rauninni veit maður ósköp lítið af hverju fæðingunum hefur fækkað frá árinu 2009,“ segir Anna Sigríður Vernharðsdóttir, yfirljós- móðir á Landspítalanum. Ekki lítur úr fyrir að barna- sprenging verði á árinu sem er nýgengið í garð ef litið er á fyrstu þrjá mánuði ársins. Skráðar fæðingar á Landspítalanum í þeim mánuðum eru svipað marg- ar og hafa verið síðustu ár. Enn er þó of snemmt að fullyrða um slíkt enda er fyrsti mán- uður ársins rétt nýhaf- inn. Eðlilegar sveiflur LJÓSMÓÐIR Anna Sigríður Vernharðsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.