Morgunblaðið - 07.01.2016, Page 32

Morgunblaðið - 07.01.2016, Page 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2016 ✝ Vilhelmína KMagnúsdóttir fæddist á Seyð- isfirði 15. mars 1925. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Hömrum 25. desember 2015. Foreldrar hennar voru Magnús Sím- on Guðfinnsson bátasmiður, f. 1898, d. 1978, og Vilborg Júlíana Guðmundsdóttir hús- móðir, f. 1898, d. 1978. Systkini Vilhelmínu eru: Óskar, f. 1922, d. 1991, Einar Ársæll, f. 1923, d. 1923, Guðmundur, f. 1927, d. 1946, Oddný, f. 1928, Guðný, f. 1929, Gunnar, f. 1931, Ólafur, f. 1932, Árni, f. 1933, d. 1952, Helga, f. 1935, Ottó, f. 1936, og Hrefna, f. 1939. Vilhelmína giftist Guðmundi V. Guðmundssyni árið 1950. Eignuðust þau fjögur börn, þau eru: 1) Magnús Már, f. 1951, kvæntur Bryndísi Jónsdóttur, f. 1949. Börn hans og Sigurbjarg- ar Sigurðardóttur, f. 1952, eru Guðmundur Þór, f. 1974, Vilhelmína, f. 1978, d. 1982, Sóley Rut, f. 1983, og Erla Dröfn, f. 1983. 2) Sigrún, f. 1954, gift Kjartani Ingva- syni, f. 1953, börn þeirra eru Davíð, f. 1982, og Kári, f. 1992. 3) Níels Rafn, f. 1962, kvæntur Sigrúnu Arnardótt- ur, f. 1963, börn þeirra eru Tóm- as (fóstursonur), f. 1988, Tinna, f. 1992, og Bryndís, f. 2003. 4) Njáll Hákon, f. 1964, í sambúð með Örnu Harðardóttur, f. 1965. Börn hans og Fjólu Agn- arsdóttur, f. 1964, eru Andrea, f. 1993, og Friðrik, f. 1997. Barna- barnabörnin eru sjö. Vilhelmína útskrifaðist frá húsmæðraskólanum á Hallorms- stað 1949 og flutti síðan til Reykjavíkur. Hún starfaði lengst af hjá Pósti og síma. Útför Vilhelmínu fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 7. janúar 2016, kl. 13. Elskuleg tengdamamma mín, hún Mína, er látin 90 ára að aldri. 90 ár eru löng ævi en það er heilsan sem skiptir öllu máli. Mína var mjög heilsuhraust og man ég ekki eftir henni veikri þau ár sem við þekktumst. En síðustu 2-3 árin fór heilabil- un að gera vart við sig og var erf- itt að horfa upp á þessa glaðlegu og duglegu konu missa vitræna getu. Síðustu tvö árin bjó hún á hjúkr- unarheimilinu Hamri í Mosfellsbæ og var vel hugsað um hana og er- um við fjölskyldan þakklát fyrir þá umönnun sem hún fékk þar. Ég er viss um að hún er hvíld- inni fegin og nú lifa eftir góðar minningar um tímann okkar sam- an. Ég sé hana fyrir mér syngj- andi. Hún var í kór í rúm 40 ár og kunni mikið af lögum og naut þess að syngja, hlusta á tónlist og fara á tónleika. Síðustu 10-15 árin var hún einn- ig í Leikfélagi eldri borgara, Snúð og Snældu, og kom fram í hinum ýmsu leikritum, íslenskum bíó- myndum og auglýsingum. Þar komu fram duldir hæfileik- ar í leiklist og módelstörfum. Gaman að ylja sér við þessar minningar nú þegar komið er að leiðarlokum. Elsku Mína, takk fyrir tímann okkar saman, takk fyrir að koma út til Englands og vera au pair hjá okkur Níelsi þegar við þurftum á hjálp að halda. Það var yndislegt fyrir krakkana að fá ömmu og afa til Englands. Ég veit að þú ert komin á betri stað þar sem þú getur sungið og leikið þér eins og þér fannst svo gaman. Þín tengdadóttir, Sigrún. Ég veit ekki hvort þú hefur huga þinn við það fest. Að fegursta gjöf sem þú gefur, er gjöfin sem varla sést. Ástúð í andartaki, augað sem glaðlega hlær, hlýja í handartaki, hjarta sem örar slær. Allt sem þú hugsar í hljóði heiminum breytir til. Gef þú sálarsjóði, sakleysi, fegurð og yl. (Úlfur Ragnarsson) Nú er farið að halla undan fæti hjá okkur systkinunum og komið að því að kveðja Mínu systur. Ótal margar minningar koma upp í hugann. Mikið fannst mér hún Mína systir mín glæsileg kona, bar af sér einstakan þokka og átti alveg dæmalaust fallegt og nota- legt heimili. Allt lék í höndum hennar, þvílíkur var myndarskap- urinn. Hún söng og lék og gleðin geislaði af henni. Það var alveg sama hvað hún tók sér fyrir hend- ur, allt var lagt í verkið og upp- skeran eftir því. Við höfum átt yndislegar stundir saman, ekki síst á ættarmótum sem hafa verið haldin sem og á ættarjólaballinu. Ég er einnig svo þakklát fyrir að hafa orðið þess aðnjótandi að fá að ferðast með Mínu og fleiri systrum mínum nokkrum sinnum í gegnum árin. Þær stundir sem við áttum í þeim ferðum voru al- veg ógleymanlegar. Betri ferðafélaga gat ég ekki óskað mér. Nú er elsku Mína mín farin í síðustu ferðina sína og stóri hópurinn hennar sem hún var svo stolt af syrgir þessa stórbrotnu konu sem gaf þeim svo mikið. Ég óska henni og hennar góðu fjöl- skyldu Guðs blessunar, ljóss og friðar. Heiðrún Helga Magnúsdóttir. Elsku amma. Við sjáum þig fyrir okkur, sól- brúna, brosandi, með hárið fínt, kinnalitinn og varalitinn á sínum stað. Komin til eilífðarlandsins þar sem þú getur aftur notið lífsins, eins og þér einni er lagið. Það er óhætt að segja að þú hafir lifað lífinu með lífsgleðina að leiðarljósi. Þú söngst í kórum og lékst í bíó- myndum og leikritum. Þið afi ferð- uðust einnig vítt og breitt um heiminn og við systkinin fylgdumst heilluð með ferðasögunum ykkar. Þú kenndir okkur svo margt sem við munum taka áfram með okkur út í lífið. Betri fyrirmynd er ekki hægt að hugsa sér. Þú varst yndisleg amma og við minnumst allra samverustund- anna með hlýju í hjarta. Guðmundur Þór, Sóley Rut og Erla Dröfn. Vilhelmína K. Magnúsdóttir Veistu, sagði Nanna vinkona mín við mig fyrir margt löngu, hún Hanna er að fara að gifta sig. En spennandi, sagði ég og þar með var sá dag- urinn sveipaður ævintýraljóma. Á þessum árum var svo margt sem tengdist Hönnu eitt allsherjar ævintýri hjá okkur Nönnu. Við vorum litlar stelpur, 10-12 ára, Hanna var ung kona, eignaðist kærasta og horfði til framtíðar, þetta var spennandi líf í okkar huga. Við sáum lífið í rósrauðum bjarma. Seinna lærðum við að lífið er ekki rósrautt, ekki hjá okkur og ekki heldur hjá Hönnu, lífið er í öllum litum og Hanna kynntist öllum regnbogans litum í sínu lífi. Ég fékk hana Nönnu í afmæl- isgjöf, var Hanna vön að segja, það munaði bara einum degi á af- mælisdögunum okkar. Það var sérstakur strengur milli þeirra systra alla tíð, ósýnilegur en sterkur strengur. Ég man þegar Hanna og Gummi bjuggu í „gamla húsinu“, Bankastræti 14, og ég var stundum með Nönnu að passa þá Svein og Jón Val eða bara í heimsókn. Það voru góðar stund- ir, Hanna var alltaf hlý og skemmtileg, mikill húmoristi og notaleg heim að sækja. Og börn- unum fjölgaði, Binni, Gunnar og svo Gigga litla. Börnin uxu úr grasi, eignuðust fjölskyldur og Hanna Zoëga Sveinsdóttir ✝ Hanna ZoëgaSveinsdóttir fæddist 25. sept- ember 1939. Hún lést 24. desember 2015. Útför Hönnu fór fram 5. janúar 2016. dreifðust um veröld- ina eins og nútíma- fólk gerir. Heimur- inn er nánast landamæralaus. Hanna og Gummi voru tvö saman þar til Gummi dó í kjöl- far veikinda. Hún var þó aldrei ein því fjölskyldan var alltaf nálæg. Jón Valur hugsaði til dæmis af- ar vel um mömmu sína í hennar veikindastríði þegar komið var að leiðarlokum hjá henni. Ég er þakklát fyrir allar góðu minningarnar sem streyma fram þegar hugurinn reikar aftur í tím- ann, þakklát fyrir að hafa kynnst Hönnu með fallegu augun og hlýja brosið og ríkari af því að hafa þekkt Hönnu og fólkið henn- ar. Minningin lifir og hún er dýr- mæt. Og svo kemur nótt. Svartnættið er eins og svalandi veig, er sál þín drekkur í einum teyg. Þreytan breytist í þökk og frið, þögnin í svæfandi lækjarnið, haustið í vor … Hafðu þökk fyrir öll þín spor. Það besta, sem fellur öðrum í arf, er endurminning um göfugt starf. (Davíð Stefánsson) Ég votta fjölskyldu Hönnu, vinum og öðrum vandamönnum mína dýpstu samúð. Guð blessi ykkur öll. Ragna Valdimarsdóttir. Elsku Hanna mín, nú ert þú búin að kveðja okkur hér í verald- legu lífi og haldin á vit ævintýr- anna með honum Gumma þínum. Eftir sitja gríðarlega margar og góðar minningar um fallega og góða konu sem ég frá unga aldri kallaði ekki bara Hönnu heldur Hönnu mömmu. Hanna mamma var svo samtvinnað hjá mér að ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég var kominn á unglingsárin að ég kallaði þig alltaf mömmu! Oft er sagt að enginn viti hvað átt hefur fyrr en misst hefur og enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Þegar maður kveður ástvini í hinsta sinn áttar maður sig betur á því að það eina sem skiptir máli eru minningarnar. Ég á nóg af minningum um þig, elsku Hanna mamma mín, frá því ég var peyi bíðandi spenntur eftir að þú sæktir mig á Njálsgötuna til að gista í Huldulandi, heimsóknir í sjoppuna á Vesturgötu/Land- spítalann/Háskólann, skammir eftir prakkarastrik með Gunnari og Atla Sveini, eiga annað heimili í Faxatúni, tartalettur a la Hanna, sextugsafmæli þitt í Ameríku, heimsóknir með litlu fjölskylduna mína til þín og Gumma í Bankó og svo mætti lengi telja. Nú veit ég hvað morgundagurinn ber í skauti sér hjá þér; þú og hann Gummi þinn eruð sameinuð á ný og horfið saman glöð og brosandi á arfleifð ykkar. Elsku Hanna mamma, ég, Ingibjörg, Kristófer Ingi, Arnór Ingi og Svava viljum þakka þér fyrir allar góðu sam- verustundirnar og allar þær fal- legu minningar sem við munum ávallt bera í brjósti okkar með bros á vör. Elsku Svenni og Fanney, Jón Valur, Binni, Gunnar og Norma, Gigga og Halli, barnabörn og aðr- ir fjölskyldumeðlimir, við vottum ykkur innilega samúð og kveðjum Hönnu mömmu með söknuði. Við biðjum góðan guð að styrkja okk- ur öll sem syrgjum hana. Kristinn, Ingibjörg, Kristófer Ingi, Arnór Ingi og Svava. Elsku afi. Þá er þínu lífi lok- ið og á þeim tíma- mótum í mínu lífi þegar þú ert ekki lengur hjá okkur og ég hugsa til þín finn ég mest fyrir þakklæti. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið allar þær stundir með þér sem við höfum átt saman þó að auðvitað hefðu þær alltaf getað verið fleiri. Fyrstu minningarnar mínar um þig eru í Fagrabænum og þá hugsa ég um þig í stólnum þínum að kenna okkur krökkunum par- títrix í alls konar útfærslum og ég man eftir því að hafa í alvörunni haldið að þú gætir tekið af þér puttann og trúði því líka að nöglin væri svona bogin eftir allt of mik- ið nefbor. Líka man ég svo vel eft- ir hvað mér fannst pípulyktin góð og pípurnar flottar sem þú varst með inni á skrifstofunni þinni og sé þig þar fyrir mér með axla- böndin og pípuna að reikna fram og til baka á stórglæsilega ritvél með grænum og hvítröndóttum blöðum. Mér fannst þú sko vera aðalmaðurinn í Iðnaðarbankan- um og man eftir að hafa verið mjög stolt af Iðnaðarbankaaug- lýsingu þar sem það var verið að auglýsa bankann hans afa míns. Það var bara alltaf svo gott að koma til ykkar ömmu og þið tók- uð alltaf svo vel á móti okkur þeg- ar við komum úr sveitinni. Ég man eftir einu skipti þar sem við komum óvænt til Reykjavíkur og þú hentist um bæinn þveran og endilangan til að redda skinku í örbylgjusamlokurnar fyrir okkur systur því samlokur með skinku Guðjón Reynisson ✝ Guðjón Reyn-isson fæddist 21. nóvember 1927. Hann lést 26. des- ember 2015. Útför hans var gerð 6. janúar 2016. og osti og plastfilma yfir var það besta sem við fengum á þeim tíma. Eins þegar við Einar fluttum til Reykja- víkur þá varst þú alltaf boðinn og bú- inn að koma niður í bæ að sækja okkur í matarboð hjá ykk- ur. Það var líka alveg frábært að fá ykkur ömmu í heimsókn til okkar út til Köben og bara alltaf svo gott að vera í kringum ykkur. Við höfum líka verið svo hepp- in eftir að við fluttum til Íslands aftur að fá að vera svona nálægt ykkur og svo ómetanlegt fyrir stelpurnar okkar Einars að hafa fengið að kynnast þér og ömmu enn betur. Litlu Ástu Marín finnst voða skrítið að afi sé ekki lengur í Fróðenginu og að geta núna ekki vinkað afa sínum þegar við keyr- um framhjá, og hún vorkennir líka ömmu sinni mikið að eiga engan afa lengur, en þá er hún að meina þig. Elsku afi, takk fyrir allar sam- verustundirnar um ævina, mér finnst ég vera rík að hafa átt þig fyrir afa og langafa fyrir stelp- urnar mínar. Hinsta kveðja. Þín Helena. Elsku afi minn kvaddi okkur annan í jólum síðastliðinn. Hans verður sárt saknað og þegar ég hugsa til hans kemur fyrst upp í hugann skemmtilegur, fyndinn, skipulagður og snyrtilegur afi. Hann var alltaf til í að spila við okkur og sýna okkur galdra þeg- ar við heimsóttum ömmu og afa í Fagrabæinn. Alltaf spennandi og skemmtilegt að koma til þeirra og alltaf jafn merkilegt að sjá bíl- skúrinn hans afa sem var snyrti- legasti bílskúr sem ég hef á æv- inni séð. Afi kallaði mig oft Binnu og þykir mér mjög vænt um það gælunafn því hann er sá eini sem hefur kallað mig það. Takk fyrir að vera góður afi. Kveðja, þín Brynja Vattar. Það er erfitt og svo óraunveru- legt að setjast niður og skrifa minningargrein um þig, elsku afi minn. Allar mínar æskuminningar tengjast ykkur ömmu og hef ég verið að fletta í gegnum þessar dýrmætu minningar síðustu daga. Ég var svo heppin að fá að vera heimalningur hjá ykkur ömmu í Fagrabænum og þið þreyttust seint á að leyfa mér að þvælast í kringum ykkur. Mér fannst þú svo merkilegur, kunnir endalaust af vísum, áttir alltaf til nýjar sögur handa mér og þú varst eini maðurinn sem ég þekkti sem hafði borað svo mikið í nefið að nöglin þín varð snúin. Ég var örugglega komin yfir tví- tugt þegar ég fékk að heyra réttu söguna varðandi þessa snúnu nögl, ég man hana nú ekki í dag en það er sjálfsagt af því að hin sagan er svo miklu skemmtilegri. Ég gæfi mikið fyrir að fá að taka einu sinni enn í höndina þína og virða snúnu nöglina fyrir mér. Elsku afi, ég veit að þér líður betur núna og ert laus við verki og grimman sjúkdóm. Það veitir mér hlýju að hugsa til þess að það hefur verið vel tekið á móti þér „hinumegin“. Ekki hafa áhyggjur af ömmu, við munum hugsa vel um hana og ég mun halda áfram að spila við hana, afi minn, jafnvel þótt ég tapi alltaf. Núna ertu einn af englunum í lífi mínu og betri engil er ekki hægt að hugsa sér. Ég elska þig afi minn. Þín Erna Dís. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Minningargreinar Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS JAKOBSSON, Völusteinsstræti 1, Bolungarvík, lést á heimili sínu þann 20. desember síðastliðinn. Útför hans verður gerð frá Hólskirkju í Bolungarvík laugardaginn 9. janúar klukkan 14. . Bjarnveig Samúelsdóttir, Jakob Magnússon, Lára Björk Gísladóttir, Selma Magnúsdóttir, Árni Sigurðsson, Anna Kristín Magnúsdóttir, Óli Fjalar Ólason, Jón Magnússon, Guðrún B. Guðmundsdóttir, Ásgerður Magnúsdóttir, Skúli Sveinbjörnsson, barnabörn og fjölskyldur þeirra. Elsku eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SVAVAR GÍSLI STEFÁNSSON símsmiður, Fífuseli 18, lést 17. desember á líknardeild Landspítalans. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Samferðafólki hans öllu erum við þakklát fyrir samfylgdina í gegnum lífið. . Dagrún Sigurðardóttir, Sigurður V. Svavarsson, Elín Káradóttir, Halldór Þór Svavarsson, María Lena Arngrímsdóttir og barnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HÉÐINN ELENTÍNUSSON, lést laugardaginn 2. janúar. Útför hans fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 12. janúar klukkan 13. . Elías Héðinsson, Björg Jónsdóttir, Atli Héðinsson, Pia Overgaard Hedinsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.