Morgunblaðið - 07.01.2016, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.01.2016, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2016 Ný tónleikaröð, „Frjáls eins og fuglinn“, hefur göngu sína í Fella- og Hóla- kirkju í kvöld klukkan 20. Sól- rún Bragadóttir söngkona, sem er búsett á Ítalíu, verður fyrst til að koma fram ásamt Arnhildi Valgarðsdóttur organista. Fyrir hlé eru „eintómar Ave Maríur,“ segir í tilkynningu en eftir hlé mun Sólrún byggja val laga til að syngja á því hver stemn- ingin verður í salnum. Ný tónleikaröð í Fella- og Hólakirkju Sólrún Bragadóttir » Tónleikar í tónleika-röðinni Blikk- tromman voru haldnir í gærkvöldi í salnum Kaldalóni í Hörpu og að þessu sinni var það Mr. Silla sem kom fram. Mr. Silla er sólóverkefni tónlistarkonunnar Sigurlaugar Gísladóttur sem gaf nýverið út fyrstu breiðskífu sína undir því nafni. Platan hefur hlotið lof gagn- rýnenda. Mr. Silla hélt tónleika í röðinni Blikktromman í Kaldalóni í Hörpu Morgunblaðið/Eggert Blikktromman Mr. Silla kom fram í Kaldalóni í Hörpu í gærkvöldi. Sala á tónlist á netinu í formi streymis og á vínylplötum jókst verulega milli áranna 2014 og 2015 í Bretlandi. Sala á lögum á netinu jókst um 82% og á vínylplötum um 64%, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins, BBC. Sala á plötuspilurum virðist haldast í hend- ur við vínylsölu, því skv. upplýs- ingum frá verslanakeðjunni HMV seldist plötuspilari á hverri mínútu í verslunum hennar seinustu daga fyrir jól. Í frétt BBC segir að heild- artekjur af tónlistarsölu hafi aukist í fyrsta sinn í Bretlandi frá árinu 2004 og úr 1,03 milljörðum í 1,06 milljarða milli áranna 2014 og 2015. Er þá tal- in með sala á geisladiskum, kass- ettum, smáskífum, tónlistaráskrift og sala á heilum plötum stafrænt. Á hinn mikli kippur í sölu því aðeins við um lög seld með streymi og vín- ylplötur. Adele átti mest seldu plötu ársins í Bretlandi, 25. Tvær milljónir eintaka af henni voru seldar á ein- ungis fimm vikum en fyrri plata Adele, 21, náði slíkri sölu á 13 vikum. Ed Sheeran átti næstmest seldu plötuna, x, sem seldist í tæpri millj- ón eintaka. AFP Rokselst Plata Adele, 25, var sú mest selda í Bretlandi í fyrra. Streymis- og vínyl- sala jókst verulega MOSFELLSBAKARÍ Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík s. 566 6145 | mosfellsbakari.is Ert þú búin að prófa súrdeigsbrauðin okkar? Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð. THE HATEFUL EIGHT 5, 9 DADDY’S HOME 8, 10:10 STAR WARS 2D 5 SISTERS 8, 10:30 SMÁFÓLKIÐ 2D 5:50 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.