Morgunblaðið - 07.01.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.01.2016, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2016 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Í sumar verður sett nýtt gervigras í knattspyrnuhúsið Bogann. Gert er ráð fyrir um 100 milljónum króna í verkið í nýrri fjárhagsáætlun sem samþykkt var um miðjan desember.    Félög og foreldrar barna sem æfa knattspyrnu í Boganum hafa lagt mikla áherslu á að skipt verði um gras enda verið notast við það upp- runalega síðan 2003, þegar húsið var tekið í notkun. Það er orðið skemmt og þykir hættulegt, bæði vegna slits og þess að í gúmmíkurli sem er í grasinu eru efni sem geta verið hættuleg heilsu fólks.    Frístundastyrkur til nið- urgreiðslu á æfinga- og þátt- tökugjöldum barna og unglinga í bænum hækkaði úr 12 þúsundum krónum í 16 þúsund um áramót skv. ákvörðun íþróttaráðs bæjarins. Styrkurinn gildir fyrir börn á aldr- inum sex til 17 ára.    Akureyrarbær hefur veitt styrk til allra barna og unglinga í bænum frá 2006, til að niðurgreiða þátt- tökugjöld hjá íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsfélögum. Styrkurinn tekur gildi árið sem barn verður sex ára og fellur úr gildi árið sem ung- lingurinn verður 18 ára. Í ár gildir styrkurinn því fyrir börn sem fædd eru 1999 til 2010.    Til að nota styrkinn þarf að fara inn á heimasíðu þess félags þar sem skrá á barn til þátttöku.    Norðurorka gekk í gær frá þriggja ára samningi við Listasafnið á Akureyri og verður þar með áfram helsti samstarfsaðili safnsins. Hlyn- ur Hallsson, safnstjóri, sagði við undirskriftina að styrkur Norður- orku skipti sköpum og Helgi Jó- hannsson, forstjóri Norðurorku, lýsti einnig yfir mikilli ánægju með að styrkja við menningarlífið.    Fullyrt er að jólum hafi lokið í gær og margir því líklega farnir að velta því fyrir sér að henda jóla- trénu, amk þeir sem skrýddu íbúð- ina lifandi tré að þessu sinni. Vert er að benda á að sérstakir gámar undir tré hafa verið settir upp við grennd- arstöðvar, þar sem hægt er að henda trjám. Þau verða síðan kurluð og notuð við stígagerð og sem yfirlag á trjá- og runnabeð. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Stuðningur Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins, og Helgi Jóhann- esson, forstjóri Norðurorku, handsala í gær samning til næstu þriggja ára. Nýtt gras sett í Bogann í sumar Guðni Einarsson gudni@mbl.is Meirihluti borgarstjórnar sam- þykkti í fyrradag að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Reykja- víkurflugvöll. Sem kunnugt er felldi úrskurðarnefnd umhverfis- og auð- lindamála eldra deiliskipulag úr gildi í desember sl. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði með ólíkindum hvernig meirihlutinn hefði keyrt málið í gegn. „Við viljum auðvitað að svo flókin deiliskipulagsáætlun, sem varðar hagsmuni mjög margra, fái að minnsta kosti ekki lakari meðferð en aðrar skipulagsáætlanir,“ sagði Júl- íus Vífill. „Auðvitað ætti meirihlut- inn, í ljósi frétta af sjúkraflugi og mikilvægi neyðarbrautarinnar t.d. nú um hátíðarnar, að endurmeta af- stöðu sína til flugvallarins og örygg- issjónarmiða. Að lágmarki ættu borgarfulltrúar meirihlutans að sjá sóma sinn í að reyna að vanda sig. Stjórnsýslumistökin eru einfaldlega orðin allt of mörg.“ Hann lagði fram tillögu, fyrir hönd borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að tillögunni um að auglýsa deili- skipulag Reykjavíkurflugvallar yrði vísað til borgarráðs. Þar yrði hún af- greidd í samræmi við samþykkt fyrir umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur- borgar. Í 2. máls- grein 12. greinar samþykktarinnar stendur að aug- lýsing og af- greiðsla á deili- skipulagi sé „ávallt háð sam- þykki borgar- ráðs. Hið sama gildir um auglýsingu og afgreiðslu á tillögum að breyting- um á slíkum áætlunum“. Meirihluti borgarstjórnar felldi þessa tillögu sjálfstæðismanna. Gengið framhjá borgarráði Í tillögu sjálfstæðismanna var bent á að að ekki væri til sambæri- legt ákvæði fyrir neitt annað fagráð borgarinnar. Það var því mat borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að „samkvæmt skýru orðalagi sam- þykktar umhverfis- og skipulagsráðs væri ekki heimilt að sleppa umfjöll- un borgarráðs eins og hér er stefnt að með því að taka tillögu að auglýs- ingu á deiliskipulagi Reykjavíkur- flugvallar beint úr umhverfis- og skipulagsráði og leggja hana fram í borgarstjórn til afgreiðslu. Það dregur verulega úr líkum á því að borgarfulltrúar fái viðhlítandi kynningu og geti tekið upplýsta ákvörðun. Enginn borgarfulltrúi né varaborgarfulltrúi þeirra flokka sem mynda meirihluta í borgarstjórn sat í umhverfis- og skipulagsráði 23. desember sl. þegar tillagan var til af- greiðslu þar. Málsmeðferð sem þessi á sér ekki fordæmi,“ sagði í tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Júlíus Vífill sagði það vera alveg skýrt að deiliskipulagsauglýsinguna hefði átt að leggja fyrir borgarráð. „Málsskjölin eru 470 blaðsíður. Sag- an er löng og flókin og þetta deili- skipulag verður að lesa með hliðsjón af aðliggjandi deiliskipulagsáætlun- um. Fundir í borgarráði eru lokaðir og þar mæta embættismenn og fag- fólk utan úr bæ og góður tími gefst til að kafa í málin,“ sagði Júlíus Vífill. Hann sagði að hins vegar væri ekki hægt að kafa eins í málin á fundum borgarstjórnar né heldur að ræða við embættismenn eða sérfræðinga. Borgarfulltrúar hefði því samþykkt deiliskipulagið með miklu takmark- aðri kynningu en eðlilegt gæti talist. Halldór Halldórsson, oddviti sjálf- stæðismanna, skrifaði á Facebook að með ákvörðun um að sleppa því að ræða tillöguna um nýtt deiliskipulag í borgarráði tæki meirihlutinn þá áhættu að málið félli á formgalla. Sama hefðu þau áður gert varðandi deiliskipulagið sem fellt var úr gildi. Ný deiliskipulagstil- laga fyrir flugvöllinn  Meirihlutinn ákvað að sniðganga borgarráð í ferlinu Morgunblaðið/RAX Reykjavíkurflugvöllur Meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur samþykkti að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir flug- völlinn í stað þess sem fellt var úr gildi í desember sl. Á myndinni er horft eftir svonefndri neyðarflugbraut. Júlíus Vífill Ingvarsson FYRIR HEIMILIN Í LANDINU LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 280020-40% afsláttur uppþvottavélar 20% afsláttur   janúar    Mjög gott úrval leikja 20-40% afsláttur 20% afsláttur 25 ÁR HJÁ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.