Morgunblaðið - 07.01.2016, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.01.2016, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2016 Tveir fyrirlestrar verða fluttir í Odda í dag, fimmtudag kl. 16.30, í fyrirlestraröð Miðaldastofu Há- skóla Íslands um Sturlungaöld. Árni Einarsson dýravistfræð- ingur ræðir um táknmál í ritum Sturlungaaldar. Í fyrirlestrinum verður stutt kynning á einkenn- um upprunatáknmáls miðalda og þeirri heimsmynd sem það byggð- ist á og dæmi tekin úr íslenskum ritum, m.a. Hrafns sögu Svein- bjarnarsonar og Ólafs sögu helga. Þá fjallar Kristín Bjarnadóttir, prófessor em- eritus í stærð- fræðimenntun við Mennta- vísindasvið Há- skóla Íslands, um Algorismus, fornan texta um indóarabíska talnaritun sem er að finna í nokkrum ís- lenskum miðaldahandritum. Kunnast handritanna er Hauks- bók frá um 1302-1310. Kristín Bjarnadóttir Táknmál og talnaritun á miðöldum Auður Jónsdóttir hlaut viður- kenningu Rithöfundasjóðs Ríkis- útvarpsins fyrir ritstörf þegar menningarviðurkenningar RÚV voru afhentar við hátíðlega athöfn í Útvarpshúsinu í gær. Í ár var tekin upp sú nýbreytni að veita verðlaun úr öllum menningarsjóðum Ríkis- útvarpsins við sömu athöfn. Fjórir styrkir voru veittir úr Leik- listarsjóði Þorsteins Ö. Stephensen við Ríkisútvarpið. Heiðar Sumar- liðason hlaut styrk fyrir handrit að útvarpsleikritinu Iðraólgu; Kristín Eiríksdóttir fyrir handrit að út- varpsleikritinu Illa leikið og Salka Guðmundsdóttir fyrir handrit að út- varpsleikritinu Eftir ljós auk þess sem Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Halldór Halldórsson hlutu styrk fyrir handrit að leiknu sjónvarps- þáttaröðinni Aftureldingu. Loks hlaut hljómsveitin Agent Fresco Krókinn 2015, viðurkenn- ingu Rásar 2 sem veitt er fyrir fram- úrskarandi lifandi flutning á árinu. Við athöfnina í gær var upplýst hvert var valið orð ársins 2015, en það var fössari. Valið fór fram í op- inni vefkosningu á ruv.is og þetta er í fyrsta sinn sem slíkt val fer fram. Á síðasta ári voru alls 46 styrkir veittir úr Tónskáldasjóði Ríkis- útvarpsins, sem starfræktur hefur verið í meira en 60 ár. Síðasta út- hlutun var í árslok 2015. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisútvarpinu er markmiðið með menningarsjóðunum að „stuðla að eflingu menningarlífsins í landinu með fjárframlögum til listamanna“. Auður Jónsdóttir hlaut viðurkenningu  Menningarviðurkenningar RÚV afhentar í gær Morgunblaðið/Eggert Hlutu viðurkenningu Menningarviðurkenningar RÚV voru afhentar í Út- varpshúsinu í gær. Veitt voru verðlaun úr öllum menningarsjóðum RÚV. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Listasafnið á Akureyri telst nú við- urkennt safn skv. nýlegum safnalög- um. Menntamálaráðherra ákvað það rétt fyrir áramót en til að svo sé þarf að uppfylla margvísleg skilyrði. Fyrstu sýningar ársins verða opn- aðar 16. janúar. „Þessi ákvörðun er sérstakt fagn- aðarefni fyrir Listasafnið, hún eykur möguleika þess töluvert en leggur því einnig mikilvægar skyldur á herðar,“ segir Hlynur Hallsson, safnstjóri, um ákvörðun ráðherra sem tekin var að fenginni tillögu safnaráðs. Viðurkenndum söfnum ber að starfa í samræmi við ákvæði safna- laga og skilyrði reglugerðar um við- urkenningu safna. Safnaráð hefur lögum samkvæmt eftirlit með safna- starfsemi í landinu. „Á döfinni eru miklar breytingar á húsnæði Lista- safnsins. Aðstaða fyrir gesti batnar til muna, safnið verður aðgengilegra fyrir hreyfihamlaða og nýir, glæsi- legir sýningarsalir verða opnaðir sem bjóða upp á mikla möguleika. Í framtíðinni verður boðið upp á fasta sýningu á verkum úr safneigninni sem hægt verður að ganga að sem vísri og gegna mun mikilvægu hlut- verki í öllu fræðslustarfi Listasafns- ins. Hafist verður handa við end- urbætur á þessu ári en ráðgert er að opna nýtt og endurbætt safn árið 2018, sem verður vel við hæfi á 25 ára afmæli safnsins,“ segir Hlynur. Sýningarárið byrjar með þremur opnunum í janúar. Jón Laxdal Hall- dórsson opnar sýningu í mið- og austursal Listasafnsins þann 16. jan- úar næstkomandi undir yfirskrift- inni …úr rústum og rusli tímans, en þar má sjá verk frá löngum ferli Jóns sem myndlistarmanns ásamt nokkrum nýjum verkum sem gerð voru sérstaklega fyrir sýninguna. Samhliða opnun Jóns mun Samúel Jóhannsson opna sýninguna Samúel í vestursal og er hún hluti af fjög- urra sýninga röð sem stendur til 13. mars. Hver verður í tvær vikur og eru aðrir sýnendur Jonna – Jónborg Sigurðardóttir, Baldvin Ringsted og Noemi Niederhauser. Sýningin í drögum / Prehistoric Loom IV verður opnuð í Ketilhúsinu 23. janúar en þar sýna 27 alþjóðlegir listamenn, þar af sjö íslenskir. Á meðal annarra listamanna sem sýna í ár má nefna Akureyringana Gunn- ar Kr. og Thoru Karlsdóttur, Ásdísi Sif Gunnarsdóttur og síðast en ekki síst bandarísku vídeólistakonuna Jo- an Jonas. Þess má geta að mikil áhersla verður áfram lögð á fræðslu- starf safnsins, t.d. boðið upp á fyr- irlestra á hverjum þriðjudegi yfir vetrartímann. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fyrstur í ár Stór sýning á verkum Jóns Laxdal verður opnuð í Listasafninu 16. janúar. Hann var í safninu í gær. „Sérstakt ánægjuefni sem eykur möguleika“  Listasafnið á Akureyri telst viðurkennt safn skv. safna- lögum  Starfsárið hefst með stórri sýningu Jóns Laxdal Njála (Stóra sviðið) Fim 7/1 kl. 20:00 5.k Sun 17/1 kl. 20:00 9.k Fim 28/1 kl. 20:00 Sun 10/1 kl. 20:00 6.k Mið 20/1 kl. 20:00 10.k Sun 31/1 kl. 20:00 Mið 13/1 kl. 20:00 7.k Fim 21/1 kl. 20:00 aukas. Fim 14/1 kl. 20:00 8.k Sun 24/1 kl. 20:00 11.k Njáluhátíð hefst í forsalnum klukkan 18 fyrir hverja sýningu Hver er hræddur við Virginíu Woolf? (Nýja sviðið) Fös 15/1 kl. 20:00 Frums. Sun 24/1 kl. 20:00 6.k Fös 5/2 kl. 20:00 11.k Lau 16/1 kl. 20:00 2.k Fim 28/1 kl. 20:00 7.k Lau 6/2 kl. 20:00 12.k Sun 17/1 kl. 20:00 3.k Fös 29/1 kl. 20:00 8.k Sun 7/2 kl. 20:00 aukas. Fim 21/1 kl. 20:00 4.k Lau 30/1 kl. 20:00 aukas. Fim 11/2 kl. 20:00 13.k Fös 22/1 kl. 20:00 aukas. Sun 31/1 kl. 20:00 9.k Lau 23/1 kl. 20:00 5.k Fim 4/2 kl. 20:00 10.k Margverðlaunað meistarastykki Billy Elliot (Stóra sviðið) Fös 8/1 kl. 19:00 Fös 15/1 kl. 19:00 Fös 22/1 kl. 19:00 Lau 9/1 kl. 19:00 Lau 16/1 kl. 19:00 Lau 23/1 kl. 19:00 Síðustu sýningar Lína langsokkur (Stóra sviðið) Sun 10/1 kl. 13:00 Sun 24/1 kl. 13:00 Sun 17/1 kl. 13:00 Sun 31/1 kl. 13:00 Síðustu sýningar Flóð (Litla sviðið) Fim 21/1 kl. 20:00 Frums. Mið 27/1 kl. 20:00 3.k. Sun 31/1 kl. 20:00 5.k Sun 24/1 kl. 20:00 2 k. Fim 28/1 kl. 20:00 4.k. Mið 3/2 kl. 20:00 6.k Nýtt íslenskt verk um snjóflóðið á Flateyri Sókrates (Litla sviðið) Sun 10/1 kl. 20:00 Sun 17/1 kl. 20:00 Allra síðustu sýningar! Vegbúar (Litla sviðið) Lau 9/1 kl. 20:00 Fös 15/1 kl. 20:00 Lau 16/1 kl. 20:00 Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 8/1 kl. 20:00 Lau 23/1 kl. 20:00 Lau 30/1 kl. 20:00 Kenneth Máni stelur senunni Billy Elliot – sýningum lýkur í janúar 65 20151950 5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is DAVID FARR Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Sun 10/1 kl. 19:30 41.sýn Lau 30/1 kl. 19:30 45.sýn Lau 13/2 kl. 19:30 48.sýn Fim 14/1 kl. 19:30 42.sýn Fös 5/2 kl. 19:30 46.sýn Sun 21/2 kl. 19:30 49.sýn Sun 24/1 kl. 19:30 43.sýn Lau 6/2 kl. 19:30 Aukasýn Fös 26/2 kl. 19:30 50.sýn Fös 29/1 kl. 19:30 44.sýn Fös 12/2 kl. 19:30 47.sýn Lau 30/1 kl. 15:00 Aukasýn Lau 13/2 kl. 15:00 Aukasýn Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports! Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið) Fös 8/1 kl. 19:30 4.sýn Sun 17/1 kl. 19:30 7.sýn Sun 14/2 kl. 19:30 10.sýn Lau 9/1 kl. 19:30 5.sýn Sun 31/1 kl. 19:30 8.sýn Lau 16/1 kl. 19:30 6.sýn Sun 7/2 kl. 19:30 9.sýn Eitt af meistaraverkum 20. aldarinnar Um það bil (Kassinn) Fös 8/1 kl. 19:30 3.sýn Sun 17/1 kl. 19:30 6.sýn Lau 23/1 kl. 19:30 9.sýn Lau 9/1 kl. 19:30 4.sýn Fim 21/1 kl. 19:30 7.sýn Fim 28/1 kl. 19:30 10.sýn Fös 15/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 22/1 kl. 19:30 8.sýn Fim 4/2 kl. 19:30 11.sýn Glænýtt verk eftir þekktasta samtímaleikskáld Svía, bráðfyndið og harkalegt í se Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið) Fim 7/1 kl. 19:30 12. sýn Fös 15/1 kl. 22:30 13.sýn Mið 13/1 kl. 19:30 aukasýn Fim 21/1 kl. 19:30 15.sýn Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna! Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið) Lau 23/1 kl. 13:00 Frums. Sun 31/1 kl. 13:00 2.sýn Sun 14/2 kl. 13:00 3.sýn Eldfjörug barnasýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst! Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið) Sun 10/1 kl. 14:00 aukasýn Sun 17/1 kl. 14:00 aukasýn Sun 10/1 kl. 16:00 aukasýn Sun 17/1 kl. 16:00 aukasýn Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu Mið-Ísland 2016 (Þjóðleikhúskjallari) Fös 8/1 kl. 20:00 Frums. Fim 14/1 kl. 20:00 4.sýn Lau 16/1 kl. 20:00 7.sýn Lau 9/1 kl. 20:00 2.sýn Fös 15/1 kl. 20:00 5.sýn Lau 16/1 kl. 22:30 8.sýn Lau 9/1 kl. 22:30 3.sýn Fös 15/1 kl. 22:30 6.sýn Fim 21/1 kl. 20:00 9.sýn Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland að ódauðleika!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.