Morgunblaðið - 07.01.2016, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.01.2016, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2016 Akureyringar kvöddu jólin í gærkvöldi, á Þrett- ándagleði íþróttafélagsins Þórs og Akureyrar- stofu. Til að tefla ekki í tvísýnu vegna veðurs var ákveðið að gleðin yrði innandyra að þessu sinni, í fjölnotahúsinu Boganum. Samkoman hefur verið haldin reglulega í nærri heila öld, en félagið hélt einmitt upp á hundrað ára afmælið á nýliðnu ári. Hugsanlegt er að jólasveinarnir og tröllin hafi verið með frá upphafi, en ekkert skal fullyrt. Börn hafa mörg hver sótt gleðina aftur og aftur, en öruggt má telja að ekkert þeirra sem gladdist í gær var viðstatt í ársbyrjun 1917. Álfakóngur og drottning hans, jólasveinar, púkar og tröll á sveimi Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Akureyringar kvöddu jólin innanhúss Guðni Einarsson gudni@mbl.is Nýja fangelsið á Hólmsheiði mun rúma 56 fanga. Þar verða 24 fastir starfsmenn til að byrja með, eða jafn- margir og voru alls í Kvennafangels- inu í Kópavogi og Hegningarhúsinu. Flestir starfsmenn verða fangaverðir en einnig skrifstofufólk, forstöðu- maður, fangaflutningamenn o.fl., að sögn Páls E. Winkel, forstjóra Fang- elsismálastofnunar ríkisins. Aðskildar deildir Í fangelsinu verða sérstök rými fyrir einangrunarfanga og gæslu- varðhaldsfanga, einnig verða þar rými fyrir afplánunarfanga. Full- komin aðstaða verður fyrir konur í langtímaafplánun. Í fangelsinu verð- ur m.a. sérstök heimsóknaríbúð þar sem aðstandendur, t.d. börn fanga, geta dvalið hjá aðstandanda sínum í heimsóknum. Í hverri álmu og á hverri deild verð- ur eldunarað- staða. Gert er ráð fyrir því að fangar sjái um sig að töluverðu leyti hvað varðar elda- mennsku og þrif. Einnig verður að- staða fyrir fanga til að stunda nám auk aðstöðu fyrir heilbrigðisstarfs- fólk. „Þetta nútímalega fangelsi verð- ur algjör bylting fyrir okkur. Það er mikil ástæða til að gleðjast yfir þessu,“ sagði Páll. Miðlæg varðstofa Skipulag fangelsisins sést vel á loftmyndunum. Í miðjunni er hring- laga þak sem stendur upp úr húsinu. Þar verður miðlæg varðstofa fyrir allt fangelsið. Frá henni verður stutt í allar álmur og það tryggir skamman viðbragðstíma. Fangaverðir verða alltaf á vakt í varðstofunni. Í álmunum verða mismunandi fangadeildir. Þær eru aðskildar og hefur hver og ein sitt útivistarsvæði. Þannig verður algjör aðskilnaður fanga í sama fangelsi mögulegur í fyrsta sinn á Íslandi. Við enda hverrar álmu eða deildar er útivistarsvæði og inni í álmunum eru einnig minni opin rými fyrir úti- vist fanga. Búið er að leggja net yfir opna rýmið á álmunni, sem sést til hægri, með. Þar verða fjórir aðskildir útivistargarðar fyrir einangrunar- fanga. Útivistarsvæði fanga verða afgirt og utan um fangelsið verður stór girðing og önnur minni afmarkar fangelsislóðina, þannig að þreföld girðing skilur fangana frá frelsinu. Í upphafi var ákveðið að hafa ekki múr utan um fangelsið heldur girðingar. Fullkomnasta fangelsi landsins  Nýja fangelsið á Hólmsheiði verður „algjör bylting“ að sögn forstjóra Fangelsismálastofnunar  Fullur aðskilnaður fanga sem afplána í sama fangelsi verður nú mögulegur í fyrsta sinn hér á landi Páll Winkel Morgunblaðið/RAX Hólmsheiði Nýja fangelsið er langt komið í byggingu. Fyrstu starfsmenn- irnir mæta eftir rúman mánuð og fyrstu fangar eiga að koma í maí. Farþegum Icelandair í millilanda- flugi fjölgaði um 16% í desember frá desember á síðasta ári, að því er fram kemur í tilkynningu frá félag- inu. Alls flutti félagið 185 þúsund far- þega í mánuðinum. Framboð jókst einnig milli ára og nam 15%, sæta- nýting í desember var 79,2%, en í fyrra nam hún 78,7%. Alls flutti félagið 3,1 milljón far- þega á árinu, en þeir hafa aldrei ver- ið fleiri. Fjölgaði þeim um 18% frá árinu 2014. Fraktflutningar Icelandair jukust um 7% frá fyrra ári og herbergjanýt- ing á hótelum félagsins var 60,7% en var 55,8% í fyrra. Farþegum í innanlandsflugi og Grænlandsflugi fækkaði. Þeir voru tæplega 18 þúsund, um 3% færri en á síðasta ári. jbe@mbl.is Icelandair aldrei flutt jafn- marga farþega á einu ári  Farþegum í millilandaflugi fjölgaði um 18% Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Icelandair Alls flutti Icelandair um 3,1 milljón farþega á síðasta ári. Búið er að fjarlægja hinn umdeilda yngri vegg á hafnargarðinum við framkvæmdasvæðið við Tollhúsið í miðbæ Reykjavíkur. Veggurinn er nú geymdur í Örfirisey, á geymslu- svæði sem Faxaflóahafnir eiga. Framkvæmdir við eldri garðinn hófust á nýju ári. Þetta segir Gísli Steinar Gíslason, stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags, sem sér um framkvæmdirnar. Á lóðinni stendur til að reisa íbúðar- og versl- unarhúsnæði. Áætlaður kostnaður við að færa hafnargarðinn er um 500 milljónir króna. Yngri veggurinn kominn í geymslu Morgunblaðið/Eggert Framkvæmdir Húsnæði með íbúðum og verslunum kemur í stað hafnargarðsins. Neytendastofa hefur óskað eftir upplýsingum um gölluð handblys sem kveikt var á um áramótin. Í fjölmiðlum hefur komið fram að sjö börn hafi slasast vegna þeirra. Er m.a. óskað eftir upplýsingum um tegund og sölustaði blysanna. Neytendastofa rannsakar handblys Laugavegur 59, 2. hæð • Sími 551 8258 • storkurinn.is Opið: Mán.-F ös. 11-18 Lau. 12 -16 Við eigum líka tiltölurnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.