Morgunblaðið - 07.01.2016, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 07.01.2016, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2016 Verið velkomin í glæsilega verslun okkar Laugaveg 99 - S. 777 2281 (gengið inn frá Snorrabraut) Útsala 20-40% afsláttur af völdum vörum 10% afsláttur af öðrum vörum meðan á útsölu stendur Concept aff.is Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Sverrir Björn Þráinsson, sem bú- settur er í bænum Höganäs á Skáni í Svíþjóð og fer nokkrum sinnum í viku yfir Eyrarsundsbrúna til Kaup- mannahafnar, segir aukið landa- mæraeftirlit vissulega hafa áhrif á lengd ferðarinnar. Hann sé þó sáttur við eftirlitið og telur að það veiti auk- ið öryggi. Sverrir fer alla jafna á einkabíl yf- ir Eyrarsundsbrúna en eftirlit með umferð þeirra um brúna var aukið fyrir um tveimur mánuðum. Fyrr í vikunni var tekið upp landa- mæraeftirlit á lestarstöðvum með þeim sem ferðast frá Kaupmanna- höfn yfir Eyrarsundið, til Svíþjóðar. Það er viðbót við það landamæra- eftirlit sem Svíar tóku upp á brúnni yfir Eyrarsund í nóvember síðast- liðnum. Þá var landamæraeftirlit aukið með bílum sem aka yfir brúna yfir sundið, á milli Kaupmannahafn- ar og Skáns í Sví- þjóð og við ferju- hafnir í suður- hluta Svíþjóðar. Í upphafi var eftir- litinu ætlað að vera tímabundið og gilda einungis í tíu daga, en hef- ur nú verið fram- lengt um óákveð- inn tíma. Lögregla í hverjum bás „Ég hafði aldrei verið stoppaður á brúnni fyrr en þetta eftirlit var tekið upp í nóvember. Skyndilega voru komnar landamæralöggur við hvern bás á brúnni. En það er bara á leið- inni til Svíþjóðar, það er ekkert eft- irlit á leiðinni til Danmerkur,“ segir Sverrir. „Það er engum hleypt í gegn til Svíþjóðar nema hann geti sannað að hann búi í Svíþjóð eða eigi erindi þangað.“ Hann segist oft sjá þegar hann er á ferðinni að bílar séu kyrrsettir á brúnni eða þeim gert að snúa við. Sjálfur hefur hann ekki lent í því, enda með sænsk skilríki. „En tengdaforeldrar mínir, sem komu hingað um jólin og óku frá Kastrup- flugvelli í Kaupmannahöfn og til mín, þurftu að útskýra fyrir landa- mæravörðunum hvaða erindi þau ættu til Svíþjóðar, þau þurftu að gefa upp nöfnin á okkur sem þau voru að heimsækja og kennitölurnar okkar.“ Ágætt að hafa aukið eftirlit Eftirlitið á Eyrarsundsbrúnni lengir ferðatíma Sverris frá Kaup- mannahöfn til Svíþjóðar nokkuð, einkum þegar mikil umferð er um brúna. Hann segist þó ekki telja það eftir sér. „Mér finnst ágætt að hafa aukið eftirlit. Þetta eykur öryggis- tilfinningu mína og að mínu mati eru engar öfgar í þessu. Þeir Svíar sem ég hef rætt þetta við eru flestir á sama máli.“ AFP Eftirlit Við landamærastöðina í Lernacken á Skáni í Svíþjóð, við Eyrarsundið. Þeir sem eiga leið um Eyrarsunds- brúna þurfa að sýna skilríki þegar farið er til Svíþjóðar og gera grein fyrir ferðum sínum. Það lengir ferðatímann. Þarf að sanna að hann búi í Svíþjóð  Segir ferðatímann lengri, en er ánægður með aukið öryggi Sverrir Björn Þráinsson Á mánudaginn tóku Svíar upp eftirlit með lestum sem koma frá Danmörku til að sporna við straumi flótta- fólks til landsins. Í eftirlitinu felst að til að fá að fara inn í landið þarf að framvísa gildum skilríkjum með mynd. Í kjölfarið tóku Danir upp landamæraeftirlit á landamærum Danmerkur að Þýskalandi. Danska þingið samþykkt nýverið lög þess efnis að fyrirtækjum í fólksflutningum sem fara landleiðina á milli landa verði heimilt að skoða skilríki farþega og í gær ræddi Inger Støjberg, útlendinga- og innflytjenda- málaráðherra Danmerkur, frekari útfærslur á landa- mæraeftirliti á fundi með framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins. Þessar útfærslur fela í sér að lögð verði svokölluð flutningsaðilaábyrgð á fólksflutningafyrir- tæki eins og t.d. dönsku járnbrautirnar og rútufyrir- tæki. Viðkomandi fyrirtæki ber þá ábyrgð á að enginn farþegi þess fari ólöglega yfir landamærin, að við- lagðri fjársekt. Ekki hefur verið ákveðið hvort af þessu fyrirkomulagi verði. „Ef það verður nauðsynlegt, þá leggjum við flutn- ingsaðilaábyrgðina á. Það getur gerst með skömmum fyrirvara. Danmörk hefur ekki í hyggju að verða enda- stöð þúsunda hælisleitenda,“ sagði Støjberg á blaða- mannafundi í gær. Morgan Johansson, dóms- og innflytjendamála- ráðherra Svíþjóðar sat einnig fundinn í gær og ítrekaði að landamæraeftirlit Svía væri nauðsynleg aðgerð. Landamæraeftirlit Svía á lestarstöðvum hefur borið tilætlaðan árangur þann stutta tíma sem það hefur verið virkt, þ.e. hælisleitendum hefur fækkað talsvert í þeim hluta landsins þar sem eftirlitið fer fram. Sér- fræðingar í málefnum flóttafólks segja að þetta sé skammgóður vermir, ekki líði á löngu þar til fólk muni einfaldlega verða sér úti um skilríki, fölsuð eða óföls- uð. Aðrir spá því að þetta muni leiða til þess að fólki verði smyglað inn í landið í auknum mæli. Marcus Knuth, þingmaður Venstre-flokksins í Dan- mörku, segir „óábyrga útlendingastefnu“ Svía hafa valdið Dönum „sársaukafullum höfuðverk“ og segir Svía slæma nágranna. „Svíarnir hafa verið með opið hús, en þegar fólk mætir segja þeir: farið yfir til ná- grannans,“ sagði Knuth við Jyllands-Posten. Fólk verður sér einfaldlega úti um skilríki FÓLKSFLUTNINGAFYRIRTÆKIN BERI ÁBYRGÐ Á AÐ ENGINN FARI ÓLÖGLEGA INN Á fundi Johansson og Støjberg ræddu landamæragæslu á vettvangi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í gær. Morgunblaðið/Sverrir Lyf Umboðsmaður Alþingis leggur til að ríkið fari að lögum. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Ríkið má ekki taka til sín hluta af þeim afslætti sem apótek vilja veita beint til sjúklinga. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns Alþingis og staðfestir þar með kvörtun lyf- salans Hauks Ingasonar og eiganda Garðsapóteks sem hann lagði fram árið 2013. Í álitinu segir m.a. „[E]kki yrði ann- að ráðið en að framkvæmdin væri sú að þegar lyfjabúð veitti af- slátt af lyfi væri greiðsluþátttöku- verði breytt til samræmis við afsláttinn, þ.e. áður en gjald sjúkratrygginga og gjald sjúkratryggðs væri reiknað út. Af því leiddi að greiðsluþátttökuverðið væri annað þegar lyfjabúð veitti af- slátt en ef enginn afsláttur væri veittur.“ Í áliti umboðsmanns segir enn- fremur: „Það eru því tilmæli mín til heilbrigðisráðherra að gerðar verði breytingar á þessari framkvæmd þannig að hún samrýmist gildandi lögum.“ Haukur er ánægður með álitið sem hann segir að staðfesti það sem hann hafi haldið fram. „Þetta á eftir að skila sér til sjúklinga því við viljum geta veitt þeim afsláttinn en ekki ríkinu. Samkeppnin á einnig eftir að verða meiri,“ segir Haukur. Eins og áður segir lagði Haukur fram kvörtun árið 2013 þar sem hann kvartaði undan því að ákvæði reglugerðar um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði ætti sér ekki lagastoð. Þegar umboðs- maður kannaði málið þá var ákvæð- ið fellt úr gildi. Hins vegar taldi Haukur þá og telur enn að fram- kvæmd sjúkratrygginga hefði ekki verið breytt og því ekki lagastoð fyrir henni. Haukur segir boltann vera núna hjá yfirvöldum. „Sjúkratryggingar hafa ekki breytt sínum reikni- reglum þrátt fyrir að ákvæði hafi breyst um áramótin 2014/2015,“ segir Haukur. Hann bendir á að þegar lyf er afgreitt í apótekinu er það tengt við skrá sjúkratrygginga sem gefur upp hvernig greiðslu- skiptingunni er háttað. Hann segir farir sínar ekki slétt- ar af samskiptum við velferðarráðu- neyti og sjúkratryggingar Íslands síðustu ár. „Þau svör sem ég hef fengið í gegnum tíðina eru alveg ótrúleg og hafa einkennst af miklum útúrsnún- ingum og yfirgangi,“ segir Haukur. Engin breyting „Nei,“ segir Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, spurður hvort stofnunin muni breyta framkvæmdinni í framhaldi af áliti umboðsmanns Al- þingis. „Í mínum huga er enginn vafi á því að við erum að framkvæma þetta eftir settum reglum. Þá horf- um við fyrst og fremst til reglu- gerðarinnar og einnig til laga- ákvæðanna um sjúkratryggingar sem reglugerðin hvílir á. Umboðs- maður horfir á lyfjalögin en ekki sjúkratryggingalögin. Það kann vel að vera að það þurfi að samræma hugtakanotkun sbr. ábendingar umboðsmanns en það er hafið yfir vafa í mínum huga að það ber að fara eftir lögunum um sjúkratrygg- ingar við útreikning á lyfjakostnaði og greiðsluþátttöku SÍ m.a. vegna þess að lagaákvæðin þar eru nýrri en í lyfjalögunum,“ segir Stein- grímur. Engin svör vegna fyrirspurnar um málið höfðu borist frá heilbrigð- isráðherra þegar blaðið fór í prent- un í gær. Ríkið má ekki taka afsláttinn  Engar breytingar, segir forstjóri SÍ Haukur Ingason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.