Morgunblaðið - 07.01.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.01.2016, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2016 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is ÍJónshúsi í hjarta Kaup-mannahafnar koma Íslend-ingar aldrei að tómum kof-unum, svo notað sé öfugmæli um þetta fimm hæða glæsihús í hjarta borgarinnar, steinsnar frá aðalsamgönguæðinni Nørreport. Húsið iðar af lífi frá morgni til kvölds og Halla Benediktsdóttir, ný- ráðinn forstöðumaður, hefur í nógu að snúast. Hún giskar á að í hverri viku eigi hátt í tvö hundruð manns, að- allega Íslendingar, erindi í þetta eina formlega félagsheimili Íslend- inga á erlendri grund. „Í dag er hjónavígsla og í kvöld æfing hjá kammerkórnum Stöku í salnum, og Al-Anon-fundur í kjall- aranum,“ nefnir hún sem dæmi um starfsemina þegar við tölum saman einn myrkasta og almennt við- burðasnauða dag ársins, þriðudag- inn 5. janúar. Íslenskar bækur og sælgæti Minningarsafnið um Jón Sig- urðsson og Ingibjörgu Einarsdóttur konu hans á 3. hæðinni er opið eins og alla daga nema mánudaga og sömuleiðis bókasafnið í kjallaranum þar sem bókakostur er góður og landinn getur afgreitt sig sjálfur og gætt sér á íslensku sælgæti úr sjálf- salanum. Og gefið bækur til safns- ins, eins og hann gerir gjarnan og forstöðumaðurinn kann vel að meta. „Hér er ókeypis aðstaða fyrir alls konar samkomur, námskeið og nánast hvað eina sem Íslendingum dettur í hug að standa fyrir, þótt þeim bjóðist að vísu ekki að halda hér einkasamkvæmi. Ennfremur geta íslensk fyrirtæki leigt tíu manna fundarherbergi gegn vægu gjaldi part úr degi eða allan daginn í allt að fimm daga. Mitt hlutverk er ekki að búa til starfsemi í húsinu, heldur að kynna og bjóða upp á að- stöðuna, raða niður dagskrárliðum og sjá til þess að allt gangi snurðu- laust fyrir sig,“ segir Halla, sem býr ásamt eiginmanni sínum, Hrannari Hólm, á 5. hæðinni. Dóttir þeirra, 26 ára, er líka búsett í Kaupmannahöfn, en sonurinn, 17 ára, kaus að stunda nám í menntaskóla í Reykjavík og dvelja hjá frænku sinni á meðan. Grár köttur og Garnaflækja „Við fluttumst til Kaupmanna- hafnar fyrir sex árum. Fyrst var ég heimavinnandi, en síðan hóf ég Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir Félagslífið í Jónshúsi, eina félagsheimili Íslendinga utan landsteinanna, er í miklum blóma. Halla Benediktsdóttir, nýráðinn forstöðumaður, heldur utan um starfsemina og kappkostar að efla tengslanet landans í Kaupmannahöfn og vera honum innan handar. Fjölskyldan F.v. Hrannar, Halla, Helena Brynja og Helgi Benni. Héðinn Unnsteinsson, ráðgjafi og höfundur bókarinnar Vertu úlfur - wargus esto, sem tilnefnd var til Ís- lensku bókmenntaverðlaunanna, og Harpa Katrín Gísladóttir sálfræð- ingur standa fyrir og eru leiðbein- endur á sex vikna námskeiði, Betri líðan - aukin lífsgæði, sem hefst 28. janúar. Námskeiðið er haldið einu sinni í viku og er tvær klukkustundir í senn. Velt verður upp hagnýtum leiðum að bættri líðan og lífsánægju og unnið út frá Lífsorðunum 14, sem byggjast á reynslu Héðins og eru öflugar leiðir í sjálfsrækt. Rætt verður um lífsorðin og leitast við að tvinna þau inn í dag- legt líf. Þátttakendum er kennt að til- einka sér þessar aðferðir, sem eru hjálplegar til að auka lífsgæði og minnka streitu. Farið verður í æfing- ar, verkefni og umræður í hverjum tíma og áhersla lögð á að námskeiðið nýtist hverjum og einum á hans eigin forsendum. Námskeiðsgjald er 38 þús. kr. og eru bókin Vertu úlfur, wargus esto og segull með Lífsorðunum 14 innifalin. Skráning í síma 527 7600 eða á net- fangið harpa@shb9.is. Hagnýtar leiðir að bættri líðan og lífsánægju Ljósmynd/Einar Örn Sigurdórsson Höfundurinn Héðinn Unnsteinsson, höfundur bókarinnar Vertu úlfur - wargus esto, verður leiðbeinandi ásamt Hörpu Katrínu Gísladóttur sálfræðingi. Lífsorðin fjórtán í öndvegi Í nýrri sérverslun, Súrdeigsgerðinni í Krónunni í Lindum í Kópavogi, eru á boð- stólum súrbrauðssamlokur til að borða á staðnum og einnig nýpressaður ávaxta- safi. Viðskiptavinir geta jafnframt keypt heil, nýbökuð súrdeigsbrauð. Súrdeigsbakstur er forn aðferð til brauðgerðar, hægfara framleiðsluferli sem losar ýmis holl næringarefni úr mjölinu í deigið. Það má alveg kalla súr- deigið „hægfæði“ (slow food), enda tek- ur ferlið allt að 48 klukkustundum. Brauðin eru auðmeltanleg og bökuð á steini,“ segir Gunnar Örlygur Gunn- arsson, rekstrarstjóri Súrdeigsgerð- arinnar. Endilega … … smakkið súr- deigsbrauð Súrdeig og safi Flest súrdeigs- brauðin eru algjörlega sykurlaus. Námskeið Heimilisiðnaðarskólans verða kynnt á mánaðarlegu prjóna- kaffi Heimilisiðnaðarfélagsins kl. 20 í kvöld, fimmtudagskvöld, á Café Meski, Fákafeni 9. Kennarar verða á staðnum með sýnishorn af því fjöl- marga sem hægt er að læra á nám- skeiðunum. Þar á meðal eru vefn- aður, litun, prjón, hekl, útsaumur, gimb, orkering, kaffipokafléttun og þjóðbúningasaumur. Á kynningunni gefst tækifæri til að sjá, þukla og þreifa á handverkinu og ræða auk- inheldur við handverksfólkið í eigin persónu. Handavinna og handverk af ýmsu tagi er órjúfanlegur hluti af lífi margra og halda margir því fram að ástundun þess hafi jákvæð áhrif á andlega heilsu manna. Þótt hægt sé að sækja sér upplýsingar og hug- myndir á netinu jafnast fátt á við per- sónulegar leiðbeiningar og ekki síður samverustundir við ýmiss konar hannyrðir. Námskeiðin eru fjölbreytt, sum eru svokölluð örnámskeið sem taka aðeins eina kvöldstund, önnur standa yfir í allt að tíu vikur. Heimilis- iðnaðarfélag Íslands hefur um árabil rekið námskeiðsskóla en dagskrána má sjá nánar á vefsíðunni: www.heimilisidnadur.is. Kynning á námskeiðum Heimilisiðnaðarskólans Hekl, prjón, gimb, orkering, þjóðbúningasaumur og fleira Prjónakaffi Í Garnaflækjunni er ýmislegt á prjónunum. ...með nútíma svalalokunum og sólstofum Skútuvogur 10b, 104 Reykjavík, sími 517 1417, glerogbrautir.is Opið alla virka daga frá 9-17 og á föstudögum frá 9-16 • Svalalokanir • Glerveggir • Gler • Felliveggir • Garðskálar • Handrið Við færumþér logn & blíðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.