Morgunblaðið - 07.01.2016, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.01.2016, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2016 Gróa Margrét Finnsdóttir er leikskólastjóri á Ásum í Garðabæ.Skólinn er á vegum Hjallastefnunnar, en Gróa hefur unnið hjáHjallastefnunni síðan 1998, bæði í leikskólum og grunn- skólum, en þetta er annað árið hennar sem skólastjóri. „Hjallastefnan er kynjaskiptur skóli með jafnréttisuppeldi, já- kvæðni og gleði að leiðarljósi. Ég hef bara unnið hjá Hjallastefnunni og hef því ekki samanburð en mér finnst uppeldisstarf okkar og kynjaskiptingin vera það sem virkar.“ Hvernig koma krakkarnir undan jólunum? „Þau eru alltaf frábær. Þetta eru svo flott börn.“ Gróa les mikið, fer í göngutúra og sinnir fjölskyldu og hundinum. „Ég hef verið að lesa bækur þeirra Arnaldar Indriðasonar og Yrsu Sigurðardóttur. Yrsa var mjög góð en ég er enn að lesa Arnald.“ Eiginmaður hennar er Sveinn Ólafsson vélfræðingur. Börn þeirra eru Dýrleif Sveinsdóttir og Signý Sveinsdóttir, en fyrir átti Gróa Egil Daði Axelsson. Barnabörn þeirra eru Emma Karín, Fróði og Máni Eg- ilsbörn. „Ég er búin að halda upp á afmælið, hélt rosa veislu á laugardaginn og var mikið fjör og mikið gaman. Svo fer ég fínt út að borða með fjöl- skyldunni í kvöld.“ Hjónin Gróa Margrét Finnsdóttir og Sveinn Ólafsson. Krakkarnir koma vel undan jólunum Gróa Margrét Finnsdóttir er fimmtug í dag T rausti fæddist í Reykja- vík 7.1. 1946 og ólst þar upp. Hann var auk þess mörg sumur í sveit í Hreppum hjá móður- fólki sínu. Trausti lauk stúdentsprófi frá MR 1967, dipl. ing.-prófi í arkitekt- úr og skipulagi frá Technische Uni- versität í Berlín 1972 og lauk dokt- orsnámi í umhverfisskipulagi við University of California í Berkeley 1987. Trausti var skipulagsfræðingur hjá Þróunarstofnun Reykjavíkur- borgar 1972-79 og var verk- efnastjóri við skipulagsáætlanir hjá Reykjavíkurborg, m.a. við Grænu byltinguna og gerð aðalskipulags Trausti Valsson, prófessor í skipulagsfræðum við HÍ – 70 ára Á jólum 2011 Trausti með dætrum og barnabörnum. Talið frá vinstri: Tinna, Brimar, Harpa, Hrönn og Kristófer Túrisminn er að spilla náttúru og eldri byggð Á Þróunarstofnun árið 1974 Talið frá vinstri: Hörður Gíslason, Hilmar heitinn Ólafsson forstöðumaður, Þorgeir Ástvaldsson og Trausti Valsson. Kristrún Erla Guðmundsdóttir, Kara Petra Aradóttir og Ester Grétarsdóttir (ekki á myndinni) söfnuðu peningi með því að halda tombólu fyrir utan Nettó í Sandgerði. Einnig máluðu þær steina og seldu. Upphæðina, 14.000 krónur, gáfu þær Rauða krossinum. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.