Morgunblaðið - 07.01.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.01.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2016 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sú breyting hefur verið gerð á reglum um flugstjórn, frá því gaus í Eyjafjallajökli, að flugrekendur taka nú ákvarðanir um flug véla eftir öskugos. Svæðum þar sem spáð er ösku er ekki lokað sjálfkrafa. Ekki hefur reynt á þessar nýju reglur. Á komandi hausti verður stór alþjóðleg æfing vegna viðbragða við eldgosi á Íslandi. Stórir jarðskjálftar í Bárðar- bungueldstöðinni í Vatnajökli hafa leitt til umræðu um að þar geti orðið annað eldgos á næstu árum, jafnvel mikil öskugos. Síðustu árin hefur verið unnið að endurskoðun við- bragðsáætlana. Árni Guðbrandsson, aðalvarðstjóri í flugstjórnarmið- stöð Isavia, segir raunar að fyrstu viðbrögð séu að loka svæði til að vernda þær flug- vélar sem eru á lofti. Ferillinn er sá að Veðurstofa Íslands lætur Flugstjórnar- miðstöðina í Reykjavík og London VAAC, sem er öskuspárdeild bresku veðurstofunnar, vita um leið og stað- fest er að eldgos er að hefjast eða þegar hafið. Flugstjórn afmarkar 120 sjómílna hring um eldstöðina og vísar allri flugumferð út af svæðinu. Þetta á að taka skamman tíma. Um leið er viðbragðsáætlun Isavia vegna eldgosa virkjuð. Ef um hraun- gos er að ræða er líklegast að svæðið minnki fljótt en ef gosið er undir jökli gerir Veðurstofan spálíkan um dreifingu ösku eftir vindaspá og gögnum úr mælitækjum. Samkvæmt upplýsingum Isavia hefur mælitækj- um verið fjölgað mjög frá eldgosinu í Eyjafjallajökli og auk þeirra eru not- aðar gervihnattamyndir og fleiri upplýsingar. Ísland er á svæði Lond- on VAAC og fer öskuspárdeildin strax í að útbúa og dreifa sinni spá. Hluti af daglegu starfi Sú breyting hefur orðið frá ösku- gosinu í Eyjafjallajökli að nú ákveða flugrekendur hvort vélar þeirra fljúga í gegnum svæði þar sem spáð er ösku. Guðjón Arngrímsson, upp- lýsingafulltrúi Flugleiða, segir að flugfélagið fái nú mun fjölbreyttari upplýsingar og frá fleiri aðilum en áður og það tryggi nákvæmara mat og betri ákvarðanir um flug. „Við er- um með verkferla til að grípa til ef til eldgoss kemur sem miða öðru frem- ur að því að leggja mat á þá áhættu sem skapast. Þessir ferlar taka reyndar mið af daglegu starfi, því breytilegt veðurfar og aðrar aðstæð- ur kalla frá degi til dags á stöðugt mat flugrekenda á aðstæðum til að tryggja öryggi,“ segir Guðjón. Isavia æfir mánaðarlega viðbrögð við eldgosi. Betri reynsla á að fást á kerfið á stórri alþjóðlegri æfingu sem halda á í október. Þá verða æfð viðbrögð við eldgosi á Íslandi. Æfa viðbrögð við eldgosi  Stór alþjóðleg æfing vegna eldgoss á Íslandi haldin í haust  Flugfélög ákveða nú sjálf hvort flogið verði  Betri upplýsingar tryggja nákvæmara mat félaganna Strókur Aska get- ur truflað flug. Engin loðna sást út af austurhluta Norðurlands og fyrir Norðaustur- landi og sú loðna sem sást við vest- anvert Norðurland og Vestfirði var ekki í neinum stórum þéttingum. Þetta er meginniðurstaða loðnumæl- ingar rannsóknarskipa Hafrann- sóknastofnunar og þriggja veiði- skipa. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofnasviðs Hafrannsókna- stofnunar, segir að búið sé að kort- leggja útbreiðslu loðnu en nú hafi orðið að gera hlé á mælingum vegna veðurs. Um leið og veður lægi fari Árni Friðriksson aftur af stað til að að mæla magn þeirrar loðnu sem skipstjórar veiðiskipanna kortlögðu. Sighvatur Bjarnason VE mun að- stoða við það. Að því búnu verður farið yfir það hvort ástæða er til að endurmeta ráðgjöf um loðnukvóta. Aðeins hefur verið gefinn út upphafskvóti, 44 þús- und tonn, og kemur meginhluti hans í hlut Norðmanna en aðeins 2.275 tonn í hlut íslenskra veiðiskipa. Mikil verðmæti eru í húfi að eitt- hvað rætist úr með loðnuvertíð. Áætlað er að hver 100 þúsund tonn gefi 5-6 milljarða í útflutnings- verðmæti. helgi@mbl.is, aij@mbl.is Engin loðna fyrir Norðausturlandi  Eftir er að mæla loðnu sem sást í kortlagningu á vesturhluta svæðisins Fimm skip við loðnuleit Ísafjörður Akureyri Seyðisfjörður Siglufjörður Karlakórinn Fóstbræður verður 100 ára í haust og minnist tímamótanna með ýmsum hætti á árinu. Kórinn hóf afmælisárið með táknrænum hætti í gær, á þrettándanum. Afmælisfáni var dreginn að húni við Fóstbræðaheimilið við Lang- holtsveg. Kórfélagar voru í hátíðarskapi og tóku lagið til að heiðra afmælisfánann. Karlakórinn Fóstbræður er elsti karlakór landsins með sam- fellda starfsemi. Hann var stofnaður 1916 sem Karlakór KFUM og má raunar rekja sögu hans allt aftur til ársins 1911. Árið 1937 varð kórinn sjálfstæður og tók upp núverandi nafn. Fóst- bræður hafa sjaldan verið fleiri en á afmæl- isárinu en í kórnum eru nú um 100 virkir söng- menn. Karlakórinn Fóstbræður fagnar 100 ára afmæli með ýmsum hætti á árinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Fóstbræður draga afmælisfána að húni Miðstjórn Al- þýðusambands Íslands hefur sent frá sér álykt- un vegna ákvarð- ana kjararáðs í desember sl. um launahækkun dómara um 37,8%-48,1% og bankastjóra Landsbankans um u.þ.b. 20%, en hækkanirnar tóku gildi um áramótin. Í ályktuninni segir að launahækk- anirnar séu úr takti við þann veru- leika sem þorri launafólks búi við, en miðstjórnin telur augljóst að kjara- ráð fylgi með ákvörðunum sínum þeirri „ofurlaunaþróun“ sem átt hafi sér stað hjá stjórnendum fyrirtækja á undanförnum misserum. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir hækkanirnar skapa ólgu á vinnumarkaði. „Við erum að reyna að skapa sátt á vinnumarkaði og skapa samstöðu um leið að jafnræði. Þetta grefur undan því og ýtir eðli- lega undir gagnrýni,“ segir hann. Að sögn Gylfa er þörf á aðgerðum í skattkerfinu til að bregðast við hækkununum. „Til að lægja þessar öldur verður að glíma við þetta með skattkerfinu og setja mjög háa skatta á þessi ofurlaun. Við ráðum ekki við þetta með kjarasamningum á vinnumarkaðnum,“ segir hann. jbe@mbl.is Ákvörðun kjararáðs gagnrýnd  Forseti ASÍ vill háa skatta á ofurlaun Gylfi Arnbjörnsson Fjöldi erlendra ferðamanna á Ís- landi í desember jókst um 31,9% prósent milli ára, samkvæmt taln- ingum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Alls fóru um 70.900 erlendir ferðamenn frá land- inu í desember eða um 17.100 fleiri en í desember árið 2014. Alls ferðuðust um 1.262.000 er- lendir ferðamenn um Keflavík- urflugvöll árið 2015, en gert er ráð fyrir að sú tala nái til um 97% þeirra ferðamanna sem hingað komu. Utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði einnig á árinu, en um 450.300 Íslendingar fóru utan á árinu, eða um 50.300 fleiri en árið 2014. Erlendir ferðamenn um þriðjungi fleiri í desember en fyrri ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.