Morgunblaðið - 07.01.2016, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 07.01.2016, Qupperneq 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2016 Selhella 13 | 221 Hafnarfjörður | Sími 564 1400 | kerfi@kerfi.is | kerfi.is Fagleg & persónuleg þjónusta Dæmi: COFFEE QUEEN Kaffivél fyrir vandláta, hentar frekar stórum og stærri fyrirtækjum 7.600,- án VSK Þjónusta- & leigugjald á mán. Drykkjarlausnir fyrir þitt fyrirtæki Hagkvæmara en þú heldur! „Fyrir ári réðust íslamistar á ritstjórn skopblaðsins Charlie Hedbo og myrtu alla sem þar voru. Morðin réttlættu þeir með því að það væri helg- ur réttur þeirra að drepa alla sem gerðu grín að Múhameð spámanni og trúar- brögðum sem við hann eru kennd. Árásin var atlaga að tjáningarfrelsinu. Skilaboðin eru að allir sem leyfa sér að nýta frelsi sitt til tjáningar um íslam sem íslamistum er ekki að skapi verða teknir af lífi vegna skoðana sinna. Heimurinn fordæmdi þessa árás á tjáningar- og ritfrelsið. Fjöl- margir settu lítinn penna í barm sér eða tóku upp vígorðin „je suis Charlie“ til að sýna að þeir ætluðu ekki að láta kúga sig. Nokkru síðar voru pennarnir og vígorðin horfin og það var enginn Charlie, jafnvel ekki Charlie sjálfur. Fjölmiðlar birtu ekki myndir af þeim skop- teikningum sem voru ástæða morð- anna. Almenn hræðsla varð við að nýta tjáningarfrelsið þegar fjallað er um íslam. Viðbrögð uppgjafaraflanna í Evrópu við árás vígamannanna voru m.a. að safna upplýsingum um áskrifendur að Charlie í því skyni að reyna að koma í veg fyrir að ein- hver þeirra gripi til aðgerða. Madr- össunum og moskunum þar sem hatursáróðrinum gegn tjáningar- frelsinu og vestrænum lífsháttum er dælt út reglubundið var hins vegar ekki lokað. Það þurfti meira að koma til svo einhverjum við- brögðum yrði beitt gagnvart þeim. Þessi atlaga íslamista að tjáning- arfrelsinu með morðunum á rit- stjórn Charlie Hedboe var ekki sú fyrsta í Evrópu. Undir lok síðustu aldar var gefinn út dauðadómur á skáldið Salman Rushdie fyrir að skrifa bókina „Söngva Satans“. Salman þurfti síðan á strangri ör- yggisgæslu að halda og er enn á lífi, en sömu sögu er ekki að segja um japanskan þýðanda bókarinnar, sem var stunginn til bana. Ítalski þýðandinn slapp frá samskonar árás eins og norski útgefandi bók- arinnar sem varð fyrir skotárás. Bókabúðir sem seldu bókina voru sprengdar eða eldur lagður að þeim. Tíu lönd bönnuðu bókina þ.á m. föðurland höfundarins, Ind- land. Hollenski kvikmyndaleikstjórinn Theo van Gogh gerði kvikmyndina „Submisson“ árið 2004 um undir- gefni og niðurlægingu kvenna í íslam í sam- vinnu við Ayaan Hirsi Ali. Theo van Gogh var skotinn til bana 2. nóv- ember sama ár af ísl- amista sem fæddist í Hollandi. Ayaan Hirsi Ali var síðan gætt vegna tíðra morðhót- ana. Myndin „Sub- mission“ fæst hvergi sýnd í kvikmynda- húsum. Í október voru tíu ár liðin frá því að danska blaðið Jyllands Posten birti kjánalegar skopteikningar af Múhameð spámanni. Það var of mikið fyrir íslamistana og ítrekað hefur verið reynt að drepa teikn- arann, aðila sem tengjast Jyllands Posten og aðför gerð að norska rit- stjóranum sem birti skopteikning- arnar í blaði sínu. Í dag er fjallað um þessar teikningar í skólum í Danmörku en þær eru ekki sýndar og aðspurð segja skólayfirvöld að það sé gjörsamlega ónauðsynlegt. Meðvirknin og uppgjöfin er algjör á borði þótt því sé neitað í orði. Hryðjuverk hafa ítrekað verið framin og kostað miklar mann- fórnir. Í nýliðinni árás íslamista í París voru tæplega 200 einstakl- ingar drepnir. Nánast daglega ber- ast fréttir af árásum íslamista víðs- vegar um heiminn. Fjöldi fólks er drepinn. Þær árásir eru hræðileg- ur glæpur en hafa minni afleið- ingar þegar til lengri tíma er litið en þær árásir sem hafa lamað tján- ingar- og málfrelsið í Evrópu, Bandaríkjunum og víðar þegar ísl- am á í hlut. Evrópska elítan og herskarar hennar af sérfræðingum, sem og nytsamir sakleysingjar, samþykkja að tjáningarfrelsið sé skert með ógnaraðgerðum íslamistanna og trúa því enn að þeir geti talað eða keypt sig á kostnað skattgreiðenda frá vandanum, með fleiri sjóðum og styrkjum, fleiri uppeldisfræðingum og meiri fjölmenningu. Slík sýn er tálsýn, álíka gáfuleg og að henda kjötbitum í tígrisdýr í þeirri von að á endanum verði tígrisdýrið græn- metisæta. Skert tján- ingarfrelsi Eftir Jón Magnússon Jón Magnússon » Þessi hryðjuverk hafa minni afleið- ingar en árásir sem hafa lamað tjáningar- og málfrelsið í Evrópu, Bandaríkjunum og víðar þegar íslam á í hlut. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Um áramót er við hæfi að líta um öxl yfir farinn veg, læra af reynslunni og gera betur þar sem við á. Á árinu 2015 létust 16 einstaklingar í umferð- inni á Íslandi á móti aðeins fjórum árið 2014. Þetta er fjórföld- un á milli ára sem er engan veginn ásætt- anlegt þótt árið 2014 hafi vissulega verið það besta um árabil. Hvert líf skiptir svo miklu máli. Eftir góðan árangur síðustu tíu ár þar sem við nálguðumst tak- mark núllsýnar í banaslysum í um- ferðinni óðfluga fáum við nú skell sem við verðum að bregðast við. Stór þáttur í þessum umskiptum eru erlendir ferðamenn sem streyma nú til landsins sem aldrei fyrr. Sex erlendir ökumenn voru valdir að banaslysi á síðasta ári en ökumenn óvanir íslenskum að- stæðum eru nú stór áhættuþáttur fyrir aðra vegfarendur, hvort sem þeir eru akandi, hjólandi eða gang- andi. Mín tilfinning er sú að áherslur á umferðaröryggi hafi því miður verið minna áberandi á síðasta ári heldur en um langt árabil. Um leið fjölgar ökumönnum verulega svo ekki verður lengur hjá því komist að setja aukið fjármagn í uppbyggingu vega, forvarnir og umferðaráróður. Við þurfum að stórbæta leiðbein- ingar og upplýsingagjöf til erlendra ökumanna. Safe Travel-verkefnið er stórt skref til að bæta ástandið en það þarf að koma þeim upplýs- ingum betur til skila og með ákveðnari hætti. Sem hótelstjóri Hótels Keflavík- ur í 30 ár í umhverfi þar sem flestir ferðamenn hefja sína för sína út á íslenska vegi verður maður var við mikla annmarka í upp- lýsingagjöf til öku- manna bílaleigu- bifreiða. Þeir annmarkar hafa frekar aukist því við stækkun markaðarins hefur af- hending bílaleigu- bifreiða orðið vélrænni en áður. Sem betur fer lánaðist okkur að tvö- falda Reykjanesbraut- ina áður en þessi mikla fjölgun ferðamanna hófst fyrir alvöru því annars værum við í dag í miklum vandamálum. Önnur samskonar verkefni bíða okkar og verða að leysast áður en vanda- málin verða óviðráðanleg. Stjórnstöð ferðamála var kynnt á árinu sem samráðsvettvangur Sam- taka ferðaþjónustunnar og stjórn- valda og er ætlað að ráðast í verk- efni til að efla íslenska ferðaþjónustu enn frekar. Þeirri áskorun sem fjölgun ferðamanna er verður að fylgja jafn mikilvæg áskorun um fækkun umferðarslysa hjá þessum gestum okkar. Núllsýn á þeim vettvangi er þar mjög verð- ugt verkefni og myndi vera stór þáttur í markaðssetningu og fram- tíðarsýn Íslands sem ferðamanna- lands. Öryggi er með mikilvægari þáttum sem ferðamenn leita eftir þegar ákvörðunarstaðir með fjöl- skyldu og vinum er valdir svo ekki sé minnst á stærri viðburði svo sem fundi og ráðstefnur. Sem formaður í Félagi íslenskra bifreiðaeigenda hef ég einnig mikla ábyrgð og hef ákveðið að gera mitt besta með stjórn og starfsfólki fé- lagsins til að koma þessum alvar- lega veruleika á framfæri. FÍB hef- ur unnið gott starf síðustu misseri, en á hverjum degi þurfum við líka að upplýsa stjórnvöld, ferðaþjón- ustuna sem og bílaleigur um ábyrgð sína í þessum efnum. Hver bílaleiga getur m.a. sett sér sitt eigið mark- mið um að enginn leigutaka hennar lendi í óhöppum og slysum og nýtt svo þann árangur í sínu markaðs- starfi í framtíðinni. Á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í mars 2010 var því lýst yfir að tímabilið 2011 til 2020 yrði „Decade of Action for Road Safety“ eða áratugur aðgerða í umferðarör- yggismálum. FIA, alþjóðasamtök bifreiðaeigendafélaga, eru einn helsti samtarfsaðili SÞ í þessu mik- ilvæga verkefni. Settar voru fram ákveðnar tillögur um aðgerðir til að fækka banaslysum og alvarlegum slysum í umferðinni. Á ráðstefnunni Decade of Action í Brasilíu í nóv- ember sl. var farið yfir árangurinn á miðju tímabili. Öllum samgöngu- ráðherrum heimsins var boðið til ráðstefnunnar til að fræðast og kynna markmið sinna ríkja um fækkun slysa í umferðinni. Glögg- lega mátti sjá að Ísland hefur náð töluverðum árangri í umferðarör- yggismálum. En í þessum málum er ekki ástæða til annars en að stefna beint á fyrsta sætið og þeim árangri getum við náð ef vilji er fyrir hendi. Það er einlæg ósk mín að við munum halda áfram að bjóða auk- inn fjölda ferðamanna velkominn til landsins. En ég vil sjá sama fjölda snúa heilan heim með frásagnir af öryggi Íslands, þjónustulund, æv- intýrum og fegurð landsins. Gleðilegt nýtt ár. Ferðamenn og umferðaröryggi Eftir Steinþór Jónsson »Eftir góðan árangur síðustu ár þar sem við nálguðumst takmark núllsýnar í banaslysum óðfluga fáum við nú skell sem við verðum að bregðast við. Steinþór Jónsson Höfundur er formaður FÍB og hótelstjóri. Það gladdi mig mjög þegar ég sá í sjónvarpsfréttum á dögunum að Bjarki Jónsson hefur, ásamt fjölskyldu sinni á Ytri-Víðivöllum í Fljótsdal, fest kaup á sögunarmyllu og breytir nú lerki- drumbum í fallegan smíðavið. Einnig er verið að setja upp þurrkunarofn og hvatt er til þess að nýta afurðir skógarins sem best enda liggja þar miklir og marg- víslegir möguleikar. Nýta má ýms- ar trjátegundir sem smíðavið, s.s. birki, greni, reynivið og ösp svo einhverjar trjátegundir séu nefnd- ar. Fyrsta þingsályktunartillaga mín, þegar ég settist á Alþingi árið 1995, fjallaði einmitt um nýtingu trjáviðar sem til fellur við grisjun. Meðflutningsmenn voru Jónas Hallgrímsson og Magnús Stef- ánsson. Ég man hve margir þing- menn glottu við tönn, ég vona að það hafi verið af góðvild, þegar ég flutti þessa tillögu. Kvenna- listakonur og Jón Kristjánsson frá Egilsstöðum gerðu sér reyndar grein fyrir að hér var um framtíð- armál að ræða og tóku þátt í um- ræðunni. Það tók reyndar ekki „nema“ átta ár að koma tillögunni í gengum þingið. Það segir eitthvað um hve hratt góð þingmanna- mál fara í gegnum þá ágætu stofnun. Tré vaxa líka talsvert á átta árum. Ég er reyndar mjög hissa á því hve Skógrækt rík- isins hefur farið sér hægt í þessum efnum, þó hreyfing hafi verið á málinu hjá þeirri stofnun, en hér eru tækifæri fyrir nýja stjórnendur að láta til sín taka og láta hendur standa fram úr ermum. Til þess þarf vilja og aukið fjármagn. Áðurnefndur Bjarki skógarbóndi sér fyrir sér að afurðastöðvar verði í hverjum landshluta. Hann líkir stöðunni við að vera mjólk- urbóndi þar sem ekkert mjólkurbú er. Það þarf svo sannarlega að vera bækistöð í hverjum lands- hluta sem safnar upplýsingum um hvaða efni er til og kappkostar að koma því í verð. Skógrækt býður upp á fjölmarga möguleika til útivistar auk ýmissa afurða sem til falla í skóginum. Þannig er fróðlegt að fylgjast með víngerð en birkisafi er tekinn úr stórum birkitrjám í mars og apríl ár hvert og einnig er sveppatínsla að verða vinsæl. Þá hefur Listahá- skólinn lagt upp úr því að nem- endur í vöruhönnun nýti afurðir skógarins. Félag íslenskra trjá- rennismiða hefur sýnt og sannað að listmuni er hægt að búa til úr íslenskum skógarviði. Ég hef spil- að á gítar sem Hlynur Halldórsson í Miðhúsum hefur smíðað úr ís- lenskum viði og ég veit um fleiri listamenn sem smíðað hafa hljóð- færi úr íslenskum viði, t.d. Jón Marinó Jónsson hljóðfærasmiður. Á Parísarfundinum í desember sl. voru um 40.000 manns að móta tillögur í umhverfismálum. Skóg- rækt er einn mikilvægasti þátt- urinn í kolefnisbindingu. Í eina tíð var reynt að tefla saman sauð- fjárbændum og skógrækt- armönnum. Sauðfé getur vel geng- ið í þroskuðu skóglendi, þó að það sé skaðvaldur í nýskógrækt og nauðsynlegt að allir geri sér grein fyrir því. Tillitssemi er það sem þarf því ein búgrein er ekki fremri annarri. Fjölbreytnin í landbúnaði skapar nýja möguleika og tengir saman þéttbýlis- og dreifbýlisbúa. Íslenskur trjáviður er gulls ígildi Eftir Ísólf Gylfa Pálmason »Ég man hve margir þingmenn glottu við tönn þegar ég flutti til- lögu um nýtingu trjá- viðar sem fellur til við grisjun árið 1995. Ísólfur Gylfi Pálmason Höfundur er fyrrverandi þingmaður og skógarbóndi í frístundum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.