Morgunblaðið - 07.01.2016, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.01.2016, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2016 Tilboðsverð kr. 109.990,- Með fylgir Vitamix sleif, drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 137.489,- Vitamix TNC er stórkostlegur. Mylur alla ávexti, grænmeti, klaka og nánast hvað sem er. Býr til heita súpu og ís. Til í fjórum litum, svörtum, hvítum rauðum og stáli. Besti vinurinn í eldhúsinu Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR SKODA • Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Skoda. • Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest allt um ástand bílsins og gæði. • Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð - Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, sætir nú mikilli gagnrýni heima fyrir vegna stefnu sinnar í málefnum útlendinga, en þeir sem andvígir eru komu innflytjenda og flóttafólks til Þýskalands tengja nú þessa hópa við þau fjölmörgu kyn- ferðisofbeldisatvik sem tilkynnt voru í borginni Köln á nýársnótt. Fréttaveita AFP greinir frá því að þýsku lögreglunni hafi nú borist yfir 100 tilkynningar frá konum sem segjast hafa þurft að þola kyn- ferðislegt ofbeldi, allt frá káfi til nauðgana, en um er að ræða of- beldisverk sem framin voru af mikl- um fjölda karlmanna fyrir utan aðalbrautarstöðina og dómkirkjuna í Köln. 1,1 milljón sótti um hæli í fyrra Að sögn kvennanna eru ódæðis- mennirnir karlmenn af arabískum eða norðurafrískum uppruna og hefur ofbeldið virkað sem vatn á myllu þeirra sem andvígir eru komu erlends flóttafólks til lands- ins, en samkvæmt upplýsingum sem innanríkisráðuneyti Þýska- lands birti í gær sótti alls 1,1 millj- ón manns um hæli þar á seinasta ári og koma flestir þeirra frá Sýr- landi eða 40%. Frauke Petry, formaður þjóðern- isflokksins Alternative für Deutsch- land (AfD), segir árásirnar sýna vel hvaða áhrif óskipulögð hælis- og innflytjendastefna stjórnvalda hefur á líf almennings í Þýskalandi. Von- ast AfD nú til þess að ná fulltrúum á sambandsþing í þremur ríkjum í sveitarstjórnarkosningum í mars. Merkel, hvað ertu að gera? Um 200 til 300 manns söfnuðust saman fyrir utan dómkirkjuna í Köln og kröfðust aukinnar virð- ingar í garð kvenna. Bar einn úr hópnum skilti sem á stóð: „Frú Merkel, hvað ertu að gera? Þetta er ógnvænlegt.“ Eykur andstöðu við komu flóttafólks  Yfir 100 konur stigið fram í Köln AFP Virðing Frá mótmælunum í Köln. Lögmaður bandaríska landgönguliðans sem fundinn var sekur um að hafa myrt filippseyska transkonu hefur áfrýjað dómn- um, en hann var í desember á seinasta ári dæmdur í sex til 12 ára fangelsi fyrir verknaðinn. Maðurinn sem um ræðir heitir Joseph Scott Pemberton og gegndi hann stöðu liðþjálfa í landgöngu- liðasveitum Bandaríkjahers. Hitti Pemberton fórnarlamb sitt, Jennifer Laude, á bar nærri borginni Olongapo, en hermaður- inn var staddur á Filippseyjum vegna heræfinga. Pemberton og Laude fóru því næst saman á mót- el þar sem hann drekkti henni í salerni herbergisins eftir að í ljós kom að hún var transkona. Morðið hefur vakið mikla reiði almenn- ings. FILIPPSEYJAR Landgönguliðinn áfrýjar dómnum Tyrkneska lög- reglan hefur lagt hald á alls 1.263 björgunarvesti sem annars hefðu endað í fórum flóttafólks sem nýtt hefðu vestin á för sinni yfir hafið og til Grikklands. Fréttaveita AFP greinir frá því að vestin hafi verið framleidd með ólögmætum hætti, af barnungu flóttafólki frá Sýr- landi, og ekki verið örugg til notk- unar. Vestin voru búin til í tyrknesku borginni Izmir sem er vinsæll við- komustaður þeirra sem hyggja á að ferðast sjóleiðis til Evrópu. Samkvæmt AFP eru nú um 2,2 milljónir flóttamanna frá Sýrlandi innan landamæra Tyrklands, en talið er að um 3.770 manns hafi drukknað á leið sinni til Evrópu. TYRKLAND Lögregla gerir björg- unarvesti upptæk Lögreglan í Berlín lokaði í gær aðalinngangi þeirrar byggingar sem hýsir skrifstofu Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, eftir að grunsamlegur pakki fannst þar við. Voru sprengjusérfræðingar lögreglunnar fengnir á vettvang og rannsökuðu þeir innihald pakkans. Engin sprengja fannst. „Allur sá póstur sem hingað berst er reglulega skoðaður og fannst í þetta skipti eitthvað sem talið var grunsamlegt,“ hefur fréttaveita AFP eftir lög- reglumanni, en svæðið var í kjölfarið girt af. Á sama tíma sat ríkisstjórn Þýskalands á fundi. Fjölmiðlar fylgdust náið með aðgerðum lögreglu og sýndu meðal annars sjónvarpsmyndir af fjórum gulum kössum sem biðu sprengjusérfræðinga í snjónum við skrifstofu kanslarans. khj@mbl.is AFP Lögreglan send að skrif- stofu Merkel vegna pakka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.