Morgunblaðið - 07.01.2016, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.01.2016, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2016 Hlýja Það er notalegt að draga sig í hlé frá erlinum í miðborginni um stund og fá í sig yl í hlýjum og sterkum faðmi. Golli Nú er sú staða uppi að ríkisvaldið á tvo af þremur stóru bankanna í landinu og söluandviði þess þriðja mun renna í ríkissjóð. Samtals eigið fé þessara banka er m.v. síð- ustu tölur frá Seðla- bankanum rétt um 630 milljarðar króna. Heildarinnlán í banka- kerfinu voru um 1.876 milljarðar í lok nóvember. Heildareign lífeyrissjóða landsins í innlendum hlutabréf- um og -sjóðum var í október sl. um 600 milljarðar króna og áttu þeir innlán að fjárhæð 150 millj- arðar. Þá var heildarverðmæti allra skráðra hlutabréfa á mark- aði í lok nóvember 999 millj- arðar. Það ætti því að vera öllum augljóst að sala bankanna þriggja verður vandasamt verk og getur haft veruleg áhrif á flæði fjármagns á næstu miss- erum. Miðað við nýjustu uppgjör bankanna þriggja er eigin- fjárstaða þeirra allra mjög góð. Hér að neðan er tafla með helstu tölum úr uppgjörum þeirra eftir þriðja ársfjórðung 2015: Af þessari töflu sést að eig- infjárstaða bankanna er afar sterk og er það eðlilegt þar sem FME og Seðlabanki hafa lagt á það áherslu að svo væri og hafa Arion og Íslandsbanki ekki greitt hluthöfum arð frá því þeir voru stofnaðir haustið 2008. Það eru engar líkur á því að finna kaupanda að banka sem ekki kemur til með að greiða eig- endum sínum arð. Því er aug- ljóst að það verður að heimila bönkum að greiða arð í framtíð- inni og gera til þeirra sambæri- legar kröfur um eigið fé og í ná- grannalöndum okkar. Í nýlegri greiningu Óttars Snædal hjá Sam- tökum atvinnulífsins kom fram að algengt eiginfjárhlutfall smærri banka í ná- grannalöndum okkar er milli 8 og 10% og stærri bankar milli 4 og 6%, samanborið við tæp 20% hjá okkur. Þetta segir mér að mjög líklegt sé að með einbeitt- um vilja megi greiða út fast að helmingi þess hlutafjár sem bankarnir ráða yfir í dag, án þess að þjónusta, hlítni við lög eða reglur skaðist. Þannig að ef bankarnir væru seldir fjárfestum á 60 til 80% af virði eigin fjár, þá gætu fjárfestarnir greitt sér út stóran hluta kaupverðsins á til- tölulega fáum árum. Bankarnir greiði ríkinu arð Til að koma í veg fyrir þetta tel ég mikilvægt að ríkið, sem eigandi bankanna, skoði vand- lega hvort ekki sé rétt að end- urskipuleggja fjármögnun þeirra áður en þeir verða seldir, með því að minnsta kosti að greiða allt óþarft eigið fé út sem arð. Til viðbótar tel ég rétt að skoða hvort uppskipting bankanna í stofnanir sem fjármagna sig með innlánum og aðrar sem fjár- magna sig á markaði gæti liðkað fyrir enn frekari útgreiðslu til ríkissjóðs, minnkað bankakerfið í heild og aukið samkeppni. Eftir Óttar Guðjónsson » Sala bankanna þriggja verður vandasamt verk og getur haft veruleg áhrif á flæði fjármagns á næstu misserum. Óttar Guðjónsson Höfundur er hagfræðingur. Til athugunar fyrir sölu banka Þótt aðeins séu liðn- ir örfáir dagar frá því að forseti Íslands lýsti yfir því að hann muni ekki leita eftir endur- kjöri þegar kjörtímabil hans rennur út næsta sumar, liggja þegar fyrir yfirlýsingar all- margra einstaklinga um að þeir muni bjóða sig fram til embættis forseta. Enn aðrir aðrir hafa lýst því opinberlega að þeir séu að hugsa málið. Og svo eru enn aðrir sem ekki er enn farið að nefna á nafn, en munu áreiðanlega bætast í hópinn. Það er ekkert nema gott um það að segja að margir telji sig kallaða til að gegna embætti forseta Íslands og vilji láta reyna á það hvort þjóðin sé sammála því mati þeirra. En eftir því sem frambjóðendum fjölgar aukast líkur á því að enginn fái meiri hluta atkvæða í forsetakosning- unum. Í stjórnarskránni segir að sá sem fær flest atkvæði, ef fleiri en einn eru í kjöri, sé rétt kjörinn for- seti. Hvorki núverandi forseti né forsetinn næst þar á undan fengu raunar meiri hluta atkvæða þegar þeir voru fyrst kjörnir. Margir gætu því sagt að gildandi kosningafyr- irkomulag hafi ekki komið að sök. Á það er hins vegar að líta að þrátt fyrir mikla fjölgun þjóðarinnar síðustu áratugi hefur krafan um þann lágmarks- fjölda kosningabærra manna sem forsetaefni þarf að hafa meðmæli frá (1.500 manns) ekki aukist. Og svo er annað sem hefur gjörbreyst frá því að núverandi forseti var fyrst kos- inn, en það er tilkoma samfélagsmiðla sem gerir kleift að heyja kosningabaráttu með miklu minni fyrirhöfn og tilkostnaði en áður var. Hvort tveggja þýðir þetta að þrösk- uldurinn fyrir því að bjóða sig fram til forseta hefur stórlega lækkað. Það mun án efa fjölga frambjóð- endum frá því sem áður hefur þekkst, auka líkur á mikilli dreifingu atkvæða og jafnvel leiða til þess að sá sem flest atkvæði hlýtur – og telst því að óbreyttum ákvæðum stjórnarskrárinnar rétt kjörinn for- seti – hafi verið kosinn með miklum mun lægra atkvæðahlutfalli en áður hefur sést. Eru kjósendur sáttir við slíka skipan mála eða finnst okkur æskilegra að þannig sé um hnútana búið að forseti hafi ótvírætt lýðræð- islegt umboð þjóðarinnar, að hann hafi m.ö.o. á bak við sig meiri hluta gildra atkvæða? Sem fyrr segir byggist núverandi kosningafyrirkomulag á ákvæðum stjórnarskrárinnar. Því verður þar af leiðandi ekki breytt nema með breytingu á stjórnarskránni. Sam- kvæmt stjórnarskránni verður stjórnarskránni ekki breytt nema með samþykki tveggja þinga og þingrofi og nýjum þingkosningum þar á milli. Á árinu 2013 var hins vegar samþykkt bráðabirgðaákvæði við stjórnarskrána sem opnar á að fram til 30. apríl 2017 megi breyta stjórnarskránni án þingrofs og nýrra kosninga. Samþykki Alþingi frumvarp til laga um breytingu á stjórnarskrá með minnst 2/3 hlutum greiddra atkvæða skal það borið undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Er gerður áskilnaður um að slíkt frumvarp hafi verið sam- þykkt með atkvæðum minnst 40 af hundraði allra kosningabærra manna til þess að það teljist sam- þykkt. Liggur ekki beint við að nýta þetta ákvæði til þess að gera nú breytingar á kosningafyrirkomulagi við forsetakjör, standi vilji til þess? Vissulega gæti það við fyrstu sýn virst einfalt mál, en svo er að vísu ekki. Samkvæmt umræddu bráða- birgðaákvæði stjórnarskrárinnar skal atkvæðagreiðsla um frumvarp til stjórnarskrárbreytinga fara fram í fyrsta lagi sex mánuðum eftir sam- þykkt frumvarpsins á Alþingi. Og samkvæmt lögum um framboð og kjör forseta Íslands skal forsetakjör fara fram síðasta laugardag í júní- mánuði. Það mætti því álykta að það sé orðið of seint að gera umræddar breytingar fyrir forsetakosningar í sumar, jafnvel þótt ríkur vilji stæði til slíks. En svo er alls ekki. Það stendur tæpt en er þó gerlegt. Samkvæmt stjórnarskránni skal forsetakjör fara fram í júní- eða júlí- mánuði það ár sem kjörtímabil end- ar. Ákvæðin um að forsetakjör skuli fara fram síðasta laugardag í júní- mánuði er að finna í almennum lög- um, ekki í stjórnarskrá. Slíkum lagaákvæðum má breyta með al- mennum lögum, innan þess ramma sem stjórnarskráin setur. Alþingi kemur saman til funda á ný 19. janúar nk. Tímann fram að því mætti nýta til pólitísks samráðs um það hvort vilji standi til þess að kosningafyrirkomulagi við forseta- kjör verði breytt. Ef víðtækur og viðhlítandi stuðningur væri fyrir því að breyta ákvæðum stjórnarskrár- innar á þá lund að kjósa skuli á ný (t.d. tveimur vikum eftir fyrri kjör- dag) milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fá í forsetakosningum, fái enginn meiri hluta gildra atkvæða, og það tækist að afgreiða slíkt frum- varp eigi síðar en 22. eða 23. janúar nk., mætti efna til þjóðaratkvæða- greiðslu um frumvarpið 6 mánuðum síðar, þ.e. laugardaginn 23. júlí eða sunnudaginn 24. júlí nk. Alþingi þyrfti síðan fyrir vorið jafnframt að gera breytingu til bráðabirgða á lög- um um framboð og kjör forseta Ís- lands sem fæli í sér að á sumri kom- anda færi forsetakjör fram síðasta laugardag í júlí, þ.e. laugardaginn 30. júlí, í stað síðasta laugardags í júní, auk þess sem taka yrði upp í lögin ákvæði um síðari umferð for- setakosninga, þegar svo ber undir. Gengi þetta eftir lægi fyrir þegar forsetakosningar fara fram í lok júlí hvort kjósa þurfi á ný, ef enginn frambjóðandi fengi þá meiri hluta atkvæða. Samkvæmt stjórnarskránni endar kjörtímabil núverandi forseta 31. júlí nk. Ef kjósa þyrfti á ný milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fengu, myndu handhafar forseta- valds einfaldlega fara með forseta- vald frá 1. ágúst nk. og þar til kosn- ingu forseta væri endanlega lokið 2-3 vikum seinna, enda beinlínis kveðið á um það í stjórnarskránni að handhafar fari tímabundið með for- setavald, verði sæti forseta lýðveld- isins laust. Eftir Baldur Guðlaugsson »Eftir því sem fram- bjóðendum fjölgar aukast líkur á því að enginn fái meiri hluta atkvæða í forsetakosn- ingunum. Baldur Guðlaugsson Höfundur er lögfræðingur. Það er enn hægt að áskilja meirihlutakjör næsta forseta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.