Morgunblaðið - 07.01.2016, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.01.2016, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2016 Elsku vinkona mín, Anna Jeppe- sen, er dáin. Hug- urinn reikar aftur um rúmlega hálfa öld. Haustið 1960, ég er 12 ára á leið í skólann, ekki laust við smá fiðring í maganum því ég hafði heyrt að við í 6.a fengjum nýjan kennara en vissum ekki hvern. Bekkurinn safnast saman inn í stofu við borð og stóla. Inn kem- ur rosa flott ung kona með Birg- ittu Bardot- hárgreiðslu í þröngu pilsi, peysu fleginni að aftan og í amerískum mokkasí- um, vá hvað hún var flott! Hún horfir yfir bekkinn og lítur upp til lofts og síðan á okkur og seg- ir: „Ég heiti Anna Jeppesen og ætla að kenna ykkur í vetur. Þið eruð fyrstu nemendurnir mínir og það á eftir að koma í ljós hvernig okkur gengur en eitt veit ég, að það sem ég segi við ykkur megið þið segja við mig.“ Þetta þótti einum stráknum skrítið og spurði hvað hún ætti við. Jú, ef hún t.d. segði okkur að þegja þá mættum við segja það sama við hana. Veturinn leið án þess að nokkur segði nokkr- um að þegja og þessi vetur var skemmtilegur og áfallalaus í okkar deild. Við kynntumst nýj- um kennsluaðferðum og fengum langflottasta kennarann. Árin liðu og næst hittumst við í febrúar 1969 á fæðingardeild- inni á Húsavík og fór vel á með okkur. Það var í þessari sæng- urlegu sem hún sagði mér hvað hún hefði kviðið mikið fyrir þessum skóladegi, henni hefði bara verið hent út í djúpu laug- ina skjálfandi eins og hríslu. Anna Jeppesen ✝ Anna Jeppesenfæddist 4. maí 1939. Hún lést 15. desember 2015. Útför Önnu Jeppesen fór fram 30. desember 2015. Árið 1973 gekk ég í Leikfélag Húsavíkur og þar var Anna. Fórum við í að hrista upp í karlaveldinu sem varð til þess að hún var kjörin formað- ur. Hún opnaði fé- lagið, styrkti fé- lagana og úr varð vinsælt metnaðar- fullt leikhús. Anna og fjölskylda fluttu suð- ur og þá hófust dásamlegu búð- arferðirnar okkar sem enduðu alltaf í ísbúð. Ég átti herbergi á heimili þeirra hjóna sem voru alltaf laus þegar ég mætti og það náði alla leið til Spánar. Þar tóku þau á móti okkur aftur og aftur og kynntu okkur fyrir fjöllunum, smábæjunum og mannfólkinu. Við ferðuðumst saman um heiminn og fyrsta ferðin var ak- andi um Evrópu, Anna var far- arstjórinn og hún kom okkur alltaf undan rigningarskýjum í átt að gati þar sem skein sól. Það má segja að þó líf Önnu hafi ekki alltaf verið ganga í sól- skini þá var það samt hennar hlutskipti í lífinu að færa allt til betri vegar, úr skugganum í sól- skinið, sama hver átti í hlut. Með hlýjuna, jákvæðnina, raunsæið og skipulagsgáfuna að vopni tókst henni að koma hlut- unum úr djúpa dimma dalnum upp í sólskinið á hæðinni. Elsku Anna mín, þegar þú hringdir í mig fyrir tveimur ár- um og tilkynntir mér að þú ætt- ir aðeins 2-6 mánuði ólifaða varð mér að orði að það væri bara ekki í boði. Þú náðir tveimur ár- um sem voru vel nýtt og þar af síðasta ferðin okkar til Spánar. Í veikindunum stóðst þú þig eins og hetja, teinrétt og falleg með Grím þinn, fjölskyldu og vini í kringum þig. Elsku vinkona, takk fyrir að standa með mér alla tíð og skilja eftir þykka góða bók minninga sem ég geymi í hjarta mínu. Við Birgir og fjölskylda send- um Grími, Emil, Leifi, Sigríði Sif, Helenu og fjölskyldum inni- legustu samúðarkveðjur. Steinunn Áskelsdóttir. Ég sé hana fyrir mér þegar ég sá hana fyrst í Æfingadeild Kennaraháskólans forðum. Hún var svo kröftug, brosmild, geisl- andi og falleg. Þessi einstaka kona sem átti eftir að kenna mér svo margt um nám og kennslu og vera mér stoð og stytta í svo ótal mörgu. Anna Jeppesen kennari hefur nú verið kölluð úr jarðvistinni. Það er erfitt að þurfa að horfast í augu við það. Anna var kennari með stóru K-i. Ástríða hennar fyrir kennslu var öðrum hvatn- ing sem í kringum hana voru og með henni störfuðu. Nýsköpun í kennsluaðferðum var hennar ær og kýr, þá ekki síst kennsla í leikrænni tjáningu. Hún var frumkvöðull í að nota leikræna tjáningu í kennslu og eftir að hafa sótt sér framhaldsnám í kennslu á því sviði vann hún að því að koma þeirri grein inn í námskrá kennaranámsins þar sem hún kenndi svo lengi. Og mikið sem ég var lánsöm á mínum fyrstu starfsárum sem tónmenntakennari við ÆSK að fá að kynnast Önnu Jeppesen. Anna var af annarri kynslóð en ég, en samt náðum við einstak- lega vel saman. Þegar ég lít yfir farinn veg er Anna annar af tveimur mentor- um í lífi mínu sem hafa haft hvað mest áhrif á starf mitt sem kennari. Við bundumst órjúfan- legum böndum í kennslunni og drógum fram það besta hvor í annarri. Við bókstaflega nutum þess að vinna saman, að blanda saman listgreinum inn í flestar námsgreinar og örva þannig sköpunarhæfni nemendanna sjálfra. Önnu var alltaf svo annt um mig og náði sú umhyggja langt út fyrir hefðbundið samstarf í skólastarfi. Á erfiðum tíma í mínu lífi um jólin 1990, þegar við fjölskyldan horfðumst í augu við erfiðan ástvinamissi, hafði hún frumkvæði að því að minn góði samstarfshópur í ÆSK studdi okkur fjölskylduna sem þá bjó í Hollandi heim til Ís- lands. Í þeirri ferð ákváðum við Roland að gifta okkur til að ein- falda dvölina úti á þeim tíma og þá voru það Anna og Grímur sem héldu okkur hóflega veislu í skugga sorgar og ég meira að segja gifti mig í fötum af Önnu minni. Fyrir tveimur árum áttum við saman yndislegan dag á Alic- ante en þar bjuggu Anna og Grímur um tíma. Það var svo frábært að sækja þau heim og hún svo full af fjöri og hressari en nokkru sinni. Aðeins örfáum mánuðum síð- ar, nánar tiltekið á nýársdag 2014, fékk ég fréttirnar af veik- indum Önnu. Það var mikið áfall. En hún harðbannaði mér að vera áhyggjufull eða sorg- mædd. Hún var svo raunsæ og sagði við mig að það væri engin ástæða til að vera sorgmæddur eða áhyggjufullur. Hvernig svo sem allt færi þá væri hún búin að eiga frábært líf með Grími sínum, hefði náð að ferðast svo mikið og víða, ætti þrjú yndisleg börn, tengdabörn og fallegan hóp barnabarna, var þakklát fyrir starfsferilinn sem hún hafði notið svo mikið, svo það væri ekki hægt annað en vera sáttur. Vænst þykir mér um að hafa getað tekið á móti þeim Grími heima í Bolungarvík fyrir rúmu ári eftir að Anna var orðin al- varlega veik. Við áttum dásam- lega daga og hugurinn hennar Önnu var svo sannarlega á fullu um skólastarf þrátt fyrir veik- indin. Ég veit að margir hugsa til þessarar yndislegu konu með miklu þakklæti fyrir það sem hún hefur gefið inn í íslenskt grunnskólastarf. Við öll eigum henni mikið að þakka fyrir hennar framlag. Blessuð sé minning Önnu Jeppesen, kennara með risa- stóru K-i. Elsku Grímur minn, Emil, Leifur, Sif og fjölskyldur, ein- lægar samúðarkveðjur. Soffía (Sossa) og Roland. Anna Jeppesen var umsjón- arkennarinn okkar í 5.-10. bekk. Við minnumst hennar með mik- illi hlýju. Hún var einstaklega skapandi kennari og notaði ný- stárlegar aðferðir við kennsluna. Við fengum t.d. mjög mikla þjálfun í tjáningu, að koma fram og að leysa verkefni á frum- legan hátt. Venjulegar kennslustundir voru næstum undantekning. Dagurinn byrjaði stundum á at- hyglisleik og endaði á „flækj- umömmu“, allt upp í 10. bekk. Í miðri kennslu átti hún til að stoppa allt í einu og skipa okkur í hlutverk til að við lifðum okkur inn í atburði Gunnlaugssögu ormstungu eða kristnitökunnar. Anna var afar hlý og alúðleg og við fundum öll að henni þótti vænt um okkur og hafði trú á okkur. Alltaf hlustaði hún af at- hygli og tók hugmyndum sem komu úr bekknum fagnandi. Hún lét aldrei sem hún vissi allt og var alveg óhrædd við að við- urkenna það. Stundum fletti hún upp því sem hún vissi ekki fyrir framan okkur eða fékk okkur til að gera það fyrir sig. Hún hvatti okkur einnig til að vera dugleg að spyrja og afla okkur heim- ilda. Við erum full þakklætis fyrir árin okkar með Önnu. Við vott- um aðstandendum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning okk- ar góða og eftirminnilega kenn- ara. Útskriftarárgangur Æfinga- skólans 1996, Guðrún Dalía Salómons- dóttir og Anna Hera Björnsdóttir. ✝ Svavar GísliStefánsson fæddist 20. apríl 1944. Hann lést 17. desember 2015. Foreldrar hans voru Stefán Sig- urdórsson og Þór- unn Halldóra Gísla- dóttir. Eftirlifandi kona hans er Dagrún Sigurðardóttir. Saman eiga þau tvo syni: Sigurð Vilberg, í sambúð með Elínu Káradóttur, og Halldór Þór, í sambúð með Maríu Lenu Arn- grímsdóttur. Þau eiga tvo syni, Ágúst Mána, sjö ára, og Rökkva Frey, fjögurra ára. Fyrir átti Svavar soninn Svavar Gísla sem búsettur er á Nýja-Sjálandi. Kona hans er Lyllian og eiga þau tvær dætur, Nycole Mæju og Kahtlyn. Hann á líka dótturina Sig- rúnu Maríu og hennar barn er Sunna Líf. Svavar starfaði lengst af hjá Símanum eða frá árinu 1969 allt til ársins 2013. Útför hans fór fram í kyrr- þey. Hinn 17. desember lést pabbi minn eftir langa og hetjulega baráttu við krabbamein. Þessa fimmtudagsnótt kvaddi ég í síð- asta sinn þann mann sem hefur haft mest áhrif á mig og mitt líf. Pabbi var mjög yfirvegaður og rólegur maður sem lét ekki mikið fyrir sér fara en var þó alltaf til staðar þegar ég þurfti að leita til hans. Hann gerði ekki mikið af því að leggja manni lífsreglurnar en samt sem áður kenndi hann mér mikið. Hvernig pabbi hagaði sér og sínu lífi hefur mótað mig mikið og ég hef tileinkað mér margt úr hans fari, bæði með- vitað og ómeðvitað. Ég er ekki viss um að hann hafi áttað sig á því hversu mikið ég lærði af hon- um með því einu að fylgjast með honum. Pabbi var mikill fjölskyldu- maður. Á hverju sumri þegar við bræðurnir vorum yngri var farið í ferðalög innanlands. Ungur hafði maður farið víða um landið og þekkti það vel enda reyndu mamma og pabbi alltaf að kenna okkur bræðrunum einhver stað- arheiti. Þessi sumarfrí munu lifa lengi í minningunni, allar sum- arbústaðaferðirnar í Munaðar- nes, veiðiferðirnar í Hlíðarvatn, ferðirnar vestur á Þingeyri og svona mætti lengi telja. Pabbi var alltaf til í að aðstoða fjölskyldu og vini. Ekki mátti nokkur maður skipta um síma eða sjónvarpstæki án þess að pabbi væri boðinn og búinn að aðstoða við uppsetningu á tæk- inu. Þegar hann var yngri eyddi hann öllum sumrum í Götu við að aðstoða afa og ömmu við búskap- inn. Á síðari árum voru þau mamma mjög dugleg að fara vestur á Mýrar til að aðstoða Begga og Lóu með búskapinn og önnur tilfallandi verkefni. Eins þegar við bræðurnir þurftum að- stoð þurfti ekki annað en eina símhringingu og pabbi var mætt- ur með öll tól og tæki. En pabbi var ekki bara mikill fjölskyldumaður, hann var einnig mikill Símamaður enda vann hann þar í rúm 40 ár. Strax sem krakki var ég farinn að mæta í vinnuna með pabba á Sölvhóls- götuna og voru það mín fyrstu kynni af Símanum. Þegar ég var 15 ára útvegaði hann mér vinnu á lager Símans og þar með var ég kominn inn í Símafjölskylduna. Í dag, tæpum 20 árum seinna, vinn ég enn hjá Símanum og dóttur- félagi þess. Eftir að pabbi lauk störfum gátum við alltaf rætt vinnuna og iðulega spurði hann frétta af Símanum. Elsku pabbi, nú ertu farinn frá okkur og við söknum þín mikið. Erfiðast þykir mér þó að vita til þess að þú fékkst ekki tækifæri til að hitta ófædda dóttur okkar Elínar, sem er væntanleg í heim- inn í apríl. Ég mun segja henni sögur af þér og sjá til þess að hún fái að kynnast þér jafnvel þótt þið hafið ekki náð að hitta hvort annað. Takk fyrir allt pabbi. Sigurður (Siggi). Hann pabbi er dáinn eftir mikla og langa baráttu við krabbamein. Hans verður sárt saknað enda var hann mér allt, bæði stoð mín og stytta. Pabbi var með hjálpsamari mönnum sem ég hef kynnst, alltaf tilbúinn að aðstoða mann hvernig svo sem stóð á hjá honum, bara ef hann fékk símtalið þá var hann kominn af stað til að bjarga mál- unum. Hann reyndi eftir fremsta megni að vera ekki bara pabbi heldur vinur og hann var mér sannur vinur. Þegar ég var lítill gutti fór ég mikið með honum í vinnuna nið- ur á Síma og fannst það gaman. Þetta voru skemmtilegustu dag- arnir í minningunni því hann passaði alltaf að maður sæti nú ekki iðjulaus og hafði alltaf eitt- hvert verkefni fyrir mann. Pabbi var mikill fjölskyldu- maður og var duglegur að fara með okkur í ferðalög um landið og í veiðiferðir hingað og þangað. Einnig var hann mikill sveita- maður og vegna þess fékk ég þau forréttindi að vera sjálfur mikið í sveit austur í Götu, sem var ann- að heimili pabba á hans uppvaxt- arárum. Unglingsárin mín voru okkur báðum erfið, samskiptin lítil og stirð enda var ég í mikilli óreglu. Það stöðvaði pabba samt ekki við að reyna og gera allt til þess að draga mann áfram í lífinu, ná fót- festu upp á nýtt og aðstoða mig við að komast út úr ruglinu. Í dag er mér það dýrmætast að hann hafi fengið að sjá mig stíga úr öskustónni og gera eitthvað við líf mitt. Það er ómetanlegt fyrir mig að hafa fengið að vera til staðar fyrir hann á þessum síðustu og erfiðu árum áður en hann dó. Pabbi, nú getur þú hvílt í friði því baráttan er búin og þú ert kominn á betri stað. Þú þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af mér því ég er á réttri braut. Takk fyr- ir samleiðina, þín verður sárt saknað. Þinn sonur, Halldór (Dóri). Ég hitti nafna minn og blóð- föður fyrst þegar ég var rétt um tvítugt. Sem barn var ég ætt- leiddur af yndislegu góðu fólki, sem frá þeirri stundu og enn þann dag í dag eru foreldrar mínir. Ekki var farið í neinn þykjustuleik og frá byrjun vissi ég af blóðmóður minni, þó svo samskiptin væru lítil. En hver sem ástæðan var þá hitti ég ekki Svavar, blóðföður minn, fyrr en þetta miklu seinna. Það kom þannig til að þegar ung dóttir mín var greind með barnaflogaveiki ýttu læknar ansi hart á mig að finna út hvort þetta væri í ættinni. Fékk ég þá flugu í höfuðið að grennslast fyrir um föðurættina mína og eftir ör- stutta fyrirspurn var ég kominn með símann hjá Svavari. Fyrsta símtalið gekk ótrúlega vel. Svavar sagði mér hversu mikið hann hefði alltaf viljað hitta mig, en hann hefði viljað virða það að ég ætti aðra fjöl- skyldu. Spurði hann að fyrra bragði hvort við gætum hist, sem ég tók fagnandi. Heimsóknin tókst vel og okkur líkaði strax vel hvorum við annan. Frá þeim degi var ég orðinn hluti af fjölskyldunni. Dagrún tók mér eins og þriðja syninum, og Siggi og Dóri tóku mér sem bróður. Svavar-pabbi og Dagrún voru bæði mér og mínum afskap- lega góð. Mér var tekið ásamt ýmsum þeim göllum sem við flestöll burðumst með í einhverj- um mæli, og umburðarlyndið og jákvæðnin mikil hjá þeim öllum. Við Dagrún töluðumst oft meira við, og gerum enn, og var ekki óalgengt að Svavar-pabbi spjallaði við mig í nokkrar mín- útur þegar ég hringdi en segði svo: Já, viltu ekki heyra í Dag- rúnu?“ sem var ekkert ósvipað og þegar pabbi sagði: Já, viltu ekki tala við mömmu þína?“ Mér þótti alltaf mikið til um hversu rólegur Svavar-pabbi var og hversu vel hann var liðinn. Það var afslöppun að koma til þeirra í kaffi, tala um lífið og til- veruna, og stundum hitta aðra ættingja. Það er t.d. voða gott að hafa kynnst afa mínum honum Stefáni, sem var álíka yndislegur maður og Svavar-pabbi. Síðan ég hitti Svavar-pabba fyrst hef ég eytt meiri tíma er- lendis en á Íslandi. Við vorum samt alltaf í bandi reglulega og svo er auðvitað fésbókin þess eðl- is að fólk er stöðugt í sambandi að einhverju leyti. Það var ynd- islegt að ég náði að heimsækja Svavar-pabba í nóvember síðast- liðnum með fjögurra ára dóttur minni. Við áttum gott spjall, til að mynda um það að hann mætti vel við una, að eiga þrjá syni sem allir þrír eru nú búnir að koma sér nokkuð vel fyrir í lífinu, eða því sem næst ráðsettir. Ég mun sakna Svavars-pabba. Það var gott og gefandi að fá að vera hluti af hans lífi og fjöl- skyldu, og fyrir það verð ég æv- inlega þakklátur. Dagrúnu, bræðrum mínum og allri fjöl- skyldunni votta ég mína dýpstu samúð. Svavar Gísli Ragnarsson. Svavar Gísli Stefánsson HINSTA KVEÐJA Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Kveðja Dagrún Sigurðardóttir og fjölskylda. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.