Morgunblaðið - 07.01.2016, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.01.2016, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2016 Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Mannbroddar -öryggisins vegna Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þér finnst þú bara verða að kaupa eitthvern ákveðinn hlut í dag og skalt bara láta það eftir þér. Skiptu um umhverfi þar til þú finnur flæðið sem þú ert vanur. 20. apríl - 20. maí  Naut Nú er rétti tíminn til þess að gera vel við sjálfan sig og næra líkama og sál. Gleymdu því ekki að börn geta kennt okkur ýmislegt um okkur sjálf. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er í lagi að eyða peningum í það sem er brotið. Njóttu þeirra eins og til stendur, því verður er verkamaður launa sinna. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er ómanneskjulegt að gera stöð- ugt þær kröfur til sjálfs sín að allt sé full- komið því enginn er fullkominn, ekki einu sinni þú. Menn eru svo fljótir að álykta. Mundu það svo að ævintýrin gerast enn. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Áform um sumarleyfi vekja áhuga hjá þér. Leitaðu samt ekki langt yfir skammt því svörin finnurðu hið innra með þér. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Nú er komið að því að þú þarft að leita til vina og vandamanna um aðstoð, ef þú ætl- ar að koma hugðarefni þínu í endanlegan bú- ing. Sýndu sveigjanleika gagnvart nýrri tækni. 23. sept. - 22. okt.  Vog Notaðu tímann til þess að annast sam- eiginlegar eignir og annað sem þú deilir með öðrum. Mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila og að sættir byggjast á málamiðlun. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Gerðu þitt til þess að gömul vinabönd trosni ekki. Hentu einhverju gauð- rifnu áður en klukkan slær tólf. Gerðu ráð fyr- ir kraftaverki. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú mátt ekki halda svo aftur af þér að þér verði ekkert úr verki. Ekki gefa neinum færi á að gagnrýna þig, sérstaklega ekki sjálfum þér. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú þarft að líta málin raunsæjum augum, þótt margt skemmtilegt geti borið fyrir, þegar ævintýragleraugun eru sett upp. Komdu öllu á hreint áður en þú heldur áfram. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Bankastarfsmaður alheimsins leggur pening inn á reikninginn þinn. Taktu það alvarlega sem ykkur fer á milli því við- komandi talar af áralangri reynslu og visku. 19. feb. - 20. mars Fiskar Aflaðu þér upplýsinga um yfirmann- inn eða fyrirtækið, þú færð stöðuhækkun með því að sýna frumkvæði. Gættu þess bara að stíga ekki á tærnar á neinum í leiðinni. Karl í koti er einn þeirra semyrkja á fésbók. Eitt sinn orti hann 17. júní: Er ég kom í æskudalinn eins og kjáni einn mér þótti alveg galinn, annar bjáni. Lítið hefur hinsvegar frést af karli síðustu misserin. Hann átti af- mæli 6. janúar og fær hann ham- ingjuóskir frá umsjónarmanni Vísnahornsins. Á afmælisdaginn fyrir ári fékk hann vísu frá Sigurði Ingólfssyni: Sem mér þykir sælt og ekki súrt í broti að ennþá tóri Karl í Koti, kyndugur og vel á floti. Og kerlingin á Skólavörðuholt- inu orti til karls í koti: Hyggstu vera enn eitt árið eins og draugur? Greiddu á þér gráa hárið gamli haugur. Þá Skarphéðinn Ásbjörnsson: Legið hefur lengi í roti, langar nætur. En núna virðist Karl í Koti, kominn á fætur. Á þriðjudag orti Sigmundur Benediktsson „veðurvísu dagsins“ á Leir: Litadýrð um landið hleypti ljósi stráði víðan geim, brúnir skýja gulli greypti glaðbeitt sól að baki þeim. Davíð Hjálmar Haraldsson bætti við: Bítur Frosti. Búin jólin. Baksar hrafn um loftsins veg. Felst að baki fjalla sólin, föl og kollindoðruleg. Fía á Sandi tekur undir og segir: Í skógi bláar skuggarendur skelfur hélað strá. Jólatré í stofu stendur stjörnum slökkt er á. Lág er sól og lítið skín og lognið frekar svalt. Ég á orðið ekkert vín og inni er frekar kalt. Sigmundur Benediktsson skyggnist yfir sviðið: Sopið til dreggja er glasanna gull glerið er hélað í valnum. Stjörnurnar huldar og Fía er full og fullkomið myrkur í dalnum. Magnús Ólafsson frá Sveins- stöðum hefur um margt að hugsa á þrettándanum: Við mig ræða vitrir menn virðast bíða þar í röðum. Því þá nefnir enginn enn að ég fari að Bessastöðum? Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Kerlingin, karl í koti og veðrið Í klípu ATVINNUVEIÐIN HÉLT ÁFRAM. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HERRA HENDRIK, HANN SKRIFAÐI AÐRA ÁVÍSUN!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að finna fyrir ást. GEISP! MÉRLEIÐIST OG ÉG ERSTOLTUR AF ÞVÍ! PABBI, HVERNIG VEISTU HVORT ÞÚ SÉRT MEÐ NÓG AF DÓTI? ÞEGAR ÞAÐ ER EKKERT EFTIR TIL ÞESS AÐ TAKA! Ansans! Missti aftur!!! Árið 2015 er liðið í aldanna skaut,með sinni gleði og þraut. Vin- sælt er að strengja áramótaheit á slíkum tímamótum og er Víkverji þar engin undantekning. Að þessu sinni ákvað hann að taka á sínum helsta lesti, sem er óhófleg neysla á sælu- og svaladrykknum Kóka Kóla. Víkverji gæti, ef Frú Víkverji hefði ekki smá taumhald á honum, auð- veldlega klárað tvo lítra af þeim drykk á dag, og jafnvel þá beðið um meira. Hann ákvað því að árið 2016 yrði ár kókbindindisins. x x x Þegar fíknin er komin á þetta stig,dugar lítt að taka hinn alræmda „kalda kalkún“ á málið og hætta al- veg. Slíkt myndi líklega enda með al- gjörum ósköpum. Víkverji afréð því að hann myndi byrja á því að skipta yfir í Coke Zero eða Coke Light, eða þá hreinlega fá sér Pepsi Max í stað „ekta stöffsins“. Kostirnir við þá ráðagerð er að á einu bretti hefur Víkverji skorið niður sykurneyslu sína margfalt, enda er í einni lítilli hálfs lítra kók í gleri að finna um þriðjung af ráðlögðum dagsskammti af sykri. x x x Gallinn er hins vegar sá að þvert áþað sem stendur á flöskunum, þá er ekki „alvöru bragð“ af þessum drykkjum. Eða jú, bragðið er líklega „alvöru“, en það líkist samt ekkert fyrirmyndinni sem verið er að apa eftir. Liggur við að Víkverji vilji hreinlega taka sykurkar og tæma það ofan í flöskuna þegar hann byrj- ar að drekka þetta. Góðu fréttirnar eru þær þá að hið „einstaka alvöru“ bragð letur Víkverja síðan frá því að drekka of mikið af þessum drykkjum. x x x Það hjálpar síðan lítið til að sumirvinnufélagar hans gera lítið ann- að en að freista hans á hverjum degi. „Fáðu þér eina kók, væni,“ segja þeir. „Þú veist að þú vilt alvöru kók!“ Nú, þegar sjö dagar eru liðnir af árinu horfir Víkverji á hina 359 daga ársins (það er hlaupár) með nokkr- um ótta. Hvernig í ósköpunum á hann að geta enst út árið með þetta áramótaheit sitt? Stundum er betur heima setið. víkverji@mbl.is Víkverji Drottinn, öll mín þrá er þér kunn og andvörp mín eru eigi hulin þér. Sálmarnir 38:10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.