Morgunblaðið - 07.01.2016, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.01.2016, Blaðsíða 35
svæðanna norðaustan við Grafar- vog. Vann í einkatíma sínum einnig að hönnun húsa og leiksvæða. Hann var kennari í hlutastarfi sem dósent við HÍ 1988 og síðan fyrsti prófessor í skipulagi við ís- lenskan háskóla, verkfræðideild HÍ. Trausti hefur verið virkur í mót- un hugmynda um framtíðina, skipu- lag og hönnun og frumkvöðull í um- ræðu um ýmis álitamál í skipulagi, s.s. flugvöll á Lönguskerjum og há- lendisvegamál. Þessu hefur hann miðlað með 150 greinum og 13 bók- um. Helstu rit hans eru Reykjavík - Vaxtarbroddur: Þróun höfuðborgar, 1986; Hugmynd að fyrsta heild- arskipulagi Íslands, 1987; Framtíð- arsýn: Ísland á 21. öld, 1991; Land sem auðlind - Um mótun byggða- mynsturs, 1993; Við aldahvörf - Staða Íslands í breyttum heimi, 1995 (ásamt Alberti Jónssyni); Ís- land hið nýja 1997 (með Birgi Jóns- syni); Borg og náttúra - ekki and- stæður, heldur samverkandi eining, 1999; Vegakerfið og ferðamálin, 2000; Skipulag byggðar á Íslandi, 2002; Planning in Iceland, 2003; How the World will Change - with Global Warming, 2006, og Mótun framtíðar - Hugmyndir - Skipulag - Hönnun, 2015. Trausti hefur fengið verðlaun í mörgum samkeppnum og margs- konar aðrar viðurkenningar. Hver eru helstu áhyggjuefnin í skipulagsmálum okkar í dag? „Það sem ég hef mestar áhyggjur af þessa stundina er að ágangur túrista spilli mjög eftirsóttustu stöðunum okkar í þéttbýli og á landsbyggðinni. Þeir sem ganga harðast fram í hagnaði af túrisma eru í óðaönn að ganga á sögu og sérkenni Miðbæjar Reykjavíkur og nágrennis. Þar er verið að byggja stór hótel með alþjóðlegu yf- irbragði, gömlu húsin hverfa á sama tíma og gömul og gróin fyr- irtæki víkja fyrir stórmörkuðum og skyndibitastöðum. Eins eru vinsæl- ir staðir á landsbyggðinni að breyt- ast í moldarsvað. Mótsögnin felst í því að stórfyrirtæki í ferðamennsku eru að ganga á þá mikilvægu auð- lind sem er forsenda túrismans og vinna gegn eigin atvinnugrein. For- sætisráðherrann okkar hefur bent á þetta í skynsamlegum greinum og við þurfum að spyrna við fótum því þetta er rányrkja á landi okkar og sögu.“ Fjölskylda Fyrrv. eiginkona Trausta er Fríður Ólafsdóttir, f. 9.6. 1946, fata- hönnuður og dósent við HÍ. Dóttir Trausta og Fríðar er Hrönn Traustadóttir, f. 4.10. 1966, fatahönnuður á Selfossi, en maður hennar er Tómas Jónsson raf- magnsfræðingur og eru börn þeirra Kristófer, f. 1994, og Harpa, f. 2008. Fyrrverandi sambýliskona Trausta er Steinunn Sigurðardóttir, f. 26.8. 1950, rithöfundur. Dóttir Trausta og Steinunnar er Tinna Traustadóttir, f. 3.4. 1974, lyfjafræðingur í Reykjavík, en mað- ur hennar er Ólafur Þorvaldsson læknir og eru börn þeirra Brimar, f. 2002, og Edda, f. 2014. Foreldrar Trausta eru Gróa J. Guðjónsdóttir, f. 31.8. 1913, d. 13.3. 1982, húsfreyja í Reykjavík, og Val- ur Lárusson, f. 30.7. 1917, d. 28.10. 1976, skrifstofumaður, Reykjavík. Úr frændgarði Trausta Valssonar Trausti Valsson Sigríður Hjálmarsdóttir húsfr. á Neðri-Sýruparti, af ætt Bólu-Hjálmars Bjarni Jónsson sjóm. á Neðri-Sýruparti á Akranesi Lárus Bjarnason sjóm. í Hafnarfirði og í Rvík Elísabet Ósk Jónasdóttir húsfr. í Hafnar- firði og í Rvík Valur Lárusson skrifstofum. í Rvík Jónas Jónsson b. á Hliði á Álftanesi Sigríður Jónsdóttir húsfr. á Hliði Bjarni Jónsson bankastj. á Akureyri Einar Bjarnason prófessor í ættfræði við HÍ Hörður Bjarnason húsameistari ríkisins Gígja Björnsson sendiherrafrú Mattína Helgadóttir húsfr. Stefán Hörður Grímsson ljóðskáld Tryggvi Guðmundsson kaupm. á Seyðisfirði og gjaldkeri ÁTVR í Rvík Gísli Guðmunds- son b. í Úthlíð Helga Björnsson tískuteiknari Guðrún Guðmunds- dóttir húsfr. í Rvík Nína Tryggvadóttir myndlistarkona Jónína Þorbjörg Gíslad. húsfr. í Úthlíð Alfreð Flóki Gísli Sigurðss. ritstj. Lesbókar Morgunblaðsins Jón Magnússon b. í Unnarholti Guðjón Jónsson b. í Unnarholti Elínborg Pálsdóttir húsfr. í Unnarholti í Hrunamannahr. Gróa Guðjónsdóttir húsfr. í Rvík Páll Jónsson b. í Ferjunesi Elín Sveinsdóttir húsfr. í Ferjunesi í Flóa Einar Jónsson myndhöggvari Bjarni Jónsson forstj. Nýja Bíós Guðný Jónsdóttir kennari og rithöfundur í Rvík Helgi Bjarnason b. í Miðfelli Grímur Gísli Jónasson í Hafnarfirði Valgerður Bjarnadóttir húsfr. á Efra-Seli í Hrunamannahr. Guðmundur Bjarnas. b. á Bóli Jón Bjarnason b. í Galtafelli Guðfinna Bjarnadóttir húsfr. í Unnarholti, af Jötuætt ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2016 Einar fæddist í Vestmanna-eyjum 7.1. 1920 og ólst þarupp. Foreldrar hans voru undan Eyjafjöllum, hjónin Sigurjón Ólafsson frá Núpi og Guðlaug Ein- arsdóttir frá Raufarfelli. Eiginkona Einars var Hrefna Sig- urðardóttir frá Siglufirði sem lést árið 2000 en sonur þeirra er Óskar Einarsson markaðsstjóri. Einar var í barna- og gagnfræða- skólanum í Vestmannaeyjum og lauk síðan vélstjóraprófi. Auk þess stundaði hann nám við Íþróttaskól- ann í Haukadal 1939 og tók minna fiskimannapróf við Stýrimannaskól- ann í Reykjavík 1943. Einar var vélstjóri á bátum frá Vestmannaeyjum í byrjun starfsfer- ils síns til 1945. Þá festi hann kaup á báti, ásamt vini sínum, Óskari Ólafs- syni, skipstjóra frá Garðstöðum, en þeir stunduðu útgerð og fiskverkun til ársins 1956. Um þær mundir hafði Ísfélag Vestmannaeyja átt í miklum rekstr- arerfiðleikum um nokkurt skeið. Út- gerðarmenn 10 báta í Eyjum tóku þá höndum saman um endurreisn þessa hálfrar aldar gamla frystihúss, keyptu þar hlutafé og lögðu þar upp afla báta sinna. Ráðin var ný stjórn og leitað til Útvegsbankans í Eyjum til aðstoðar við endurreisnina. Einar var þá ráðinn forstjóri Ísfélagsins, stjórnaði þar farsælli endurreisn og átti eftir að vera forstjóri félagsins á árunum 1957-87 á tímum umtals- verðra breytinga á sjósókn og fisk- vinnslu hér á landi. Um Einar og fyrirtækið sagði Sig- urður heitinn Einarsson, síðar for- stjóri Ísfélagsins, í minningargrein: „Árin þar á undan hafði starfsemin verið í lægð en þetta breyttist veru- lega með Einari og félögum hans. Þeir rifu félagið upp, útveguðu nýjar vélar, bættu húsakost og juku fram- leiðsluna verulega. Í höndum Einars varð Ísfélagið fljótlega eitthvert best rekna frystihús á landinu.“ Einar sat auk þess í stjórnum nokkurra íslenskra fyrirtækja sem tengdust sjávarútvegi en einna lengst í stjórn Sölumiðstöðvar Hrað- frystihúsanna. Einar lést 13.10. 1998. Merkir Íslendingar Einar Sigurjónsson 85 ára Geir Ólafur Oddsson Guðlaug Halsör Sigvardsdóttir 80 ára Benedikt Bjarnarson Guðjón Stefánsson Margrét Guðmundsdóttir 75 ára Arngrímur Arngrímsson Ármann Olgeirsson Gígja Kristín Kristbjörnsdóttir Sigurður Sveinn Jónsson 70 ára Alma Garðarsdóttir Guðjón J. Jensson Lilja I. Sveinsdóttir Páll Pálmason Sigríður Vigfúsdóttir Sigurður P. Björnsson Sveinn S. Árnason Vilborg Sigríður Árnadóttir 60 ára Auður Eygló Kjartansdóttir Erlendur Yngvason Finnbjörn Haukur Bjarnason Helen Anne Tagg Herdís Benediktsdóttir Jakob Viðar Guðmundsson Kjartan G. Guðmundsson Kristveig Sigurðardóttir Páll Jónsson Richard Guðmundur Jónasson Rut María Jóhannesdóttir Tamnak Ketphet 50 ára Bozena Rant Davíð Viðarsson Gróa Margrét Finnsdóttir Guðmundur Sveinsson Kröyer Kristín Hólm Hafsteinsdóttir Pawel Janusz Furman Sigríður Fjóla Þorsteinsdóttir Stefán B. Mikaelsson Vala Björg Guðmundsdóttir Þórey Arna Haraldsdóttir 40 ára Andreas Ólafur Ketel Arnar Björnsson Brynjar Jóhann Halldórsson Davíð Smári Jóhannsson Einar Gunnarsson Euglend Shehu Guðmundur Svavar Ásgeirsson Ingunn Ragna Arnarsdóttir Jón Trausti Sæmundsson María Sturludóttir Sigurður Elvar Sigurðsson Þórunn Sóley Björnsdóttir Þröstur Guðgeirsson 30 ára Anna Birna Brynjarsdóttir Guðrún Randý Sigurðardóttir Isabel Cristina Pelaez Betancur Rósíka Gestsdóttir Sigurður Kristinn Guðmundsson Skúli Jón Unnarson Til hamingju með daginn 30 ára Birna ólst upp í Reykjavík, býr í Kópavogi, lauk BSc-prófi í sálfræði frá HÍ og er í fæðing- arorlofi. Maki: Eyþór Páll Ásgeirs- son, f. 1985, flugmaður. Dætur: Ásdís Heiða, f. 2012, og Hrafndís Hekla, f. 2015. Foreldrar: Kristinn Valur Kristófersson, f. 1962, verslunarmaður, og Ásdís M. Gilsfjörð, f. 1958, skrif- stofumaður. Birna Kristinsdóttir 30 ára Aron ólst upp í Danmörku, býr í Reykja- vík, lauk flugvirkjaprófi í Danmörku og er flugvirki hjá Atlantsflugi. Sonur: Tindur Sören, f. 2014. Systir: Halldóra Áskels- dóttir, f. 1999. Foreldrar: Katrín Guð- mundsdóttir, f. 1967, hjúkrunarfræðingur, og Sigurður Óskar Klein, f. 1968, starfsmaður við borpalla í Kanada. Aron Þór Sigurðsson 30 ára Sindri ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk prófi í flugvirkjun og starf- ar hjá Bílanausti. Maki: Ellen Björg Jóns- dóttir, f. 1988, starfsmaður við LSH. Börn: Rakel Eva, f. 2013, og Baldur Snær, f. 2014. Foreldrar: Ásbjörn Ás- björnsson, f. 1958, leigubíl- stjóri, og Elín Sturlaugs- dóttir, f. 1963, sjúkraliði hjá Heimahjúkrun Reykjavíkurborgar. Sindri Ásbjörnsson Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.