Morgunblaðið - 07.01.2016, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2016
Heyrðu umskiptin
Fáðu heyrnartæki til reynslu
Það er næstum því sama hvernig heyrnarskerðingu þú ert með
og hvernig lifi þú lifir, því ReSound heyrnartækin eru vel til þess
fallin að hjálpa þér við að skilja talmál, hafa framúrskarandi
hljómgæði og snjalla þráðlausa tengingu.
Apple, Apple merkið, iPhone, iPad og iPod touch eru
vörumerki Apple Inc, skráð í BNA og öðrum löndum.
App Store er þjónustumerki Apple Inc. Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is
Heyrnartæki eruniðurgreidd afSjúkratryggingum
Íslands
Ólafur Ragnar hef-
ur gefið út afdrátt-
arlausa yfirlýsingu
um að hann ætli ekki
að gefa kost á sér í
komandi forsetakosn-
ingum. Vonandi má
taka mark á þeirri yf-
irlýsingu. Skoðanir
um feril Ólafs Ragn-
ars sem forseta eru á
ýmsa vegu. En eitt
eru allir sammála um. Hann hefur
breytt eðli embættisins. Hann hef-
ur fórnað sameiningarhlutverki
forsetans en hefur í staðinn sett á
oddinn pólitísk verkefni sem hafa
átt hug hans og er engin ástæða til
þess að efast um að hann telji þau
þjóð sinni fyrir bestu. Þessi veg-
ferð forsetans hefur hins vegar
verið umdeild. Í fyrsta lagi held ég
að stór hluti þjóðarinnar sakni
þess að eiga ekki lengur forseta,
sem gæti sameinað þjóðina að baki
sér á stundum sem á því er þörf. Í
öðru lagi hafa margir löglærðir
efasemdir um að Ólafur Ragnar
hafi í raun haft heimildir til þess
að teygja embættisfærslur sínar á
þennan veg. Og í þriðja lagi er það
óneitanlega afskaplega ankannaleg
stjórnsýsla að vera með lýðræð-
islega kjörin stjórnvöld – Alþingi
og ríkisstjórn – til þess að móta
stefnu þjóðfélagsins í öllum helstu
málum og svo annað stjórnvald –
forsetann – sem tekur að sér að
útfæra og tala fyrir þeim þætti
þjóðfélagsmála, sem hann hefur
sérstakan áhuga á. Einkum er
þetta til baga þegar um er að ræða
málefni á sviði utanríkismála og
samskipta við önnur ríki. Í raun er
það ótrúlegt að Ólafi Ragnari hafi
haldist þessi hegðun svona lengi
uppi og hljóta utanríkisráðherr-
arnir Össur Skarphéðinsson og
Gunnar Bragi Sveinsson að verða
að lokum átaldir fyrir þá linku sem
þeir hafa sýnt í því að hafa hemil á
stórmennskutilburðum Ólafs
Ragnars og að halda á lofti hvaða
verkefni tilheyra löglega kjörnum
stjórnvöldum en ekki öðrum.
Nú má vel vera að sólóspil Ólafs
Ragnars og valdatafl hafi í ein-
hverjum tilfellum leitt af sér eitt-
hvað gott fyrir Ísland. Hinu verð-
ur ekki horft framhjá að hann
hefur ruglað hlutverkum sínum.
Hann telur greinilega að helstu
valdamenn heimsins, forsetar og
forsætisráðherrar, séu kollegar
sínir. Hann talar við þá eins og
jafningja og kemur með sínar
skoðanir og lausnir á vandamálum
heimsmála. Hann hefur jafnvel
verið svo upptekinn við verkefni af
slíku tagi að hann hefur þurft að
afboða sig á eða stytta viðveru á
heimboðum vegna hátíðlegra við-
burða hjá frændþjóðum, sem hafa
þó verið talin meðal embættis-
skyldna forsetans. Þessi
blekkingarleikur Ólafs Ragnars
með hlutverk sitt sem forseti hef-
ur auðvitað blekkt suma ráða-
menn, en það verður
samt að gera því
skóna að flestir er-
lendir ráðamenn, eða í
það minnsta margir og
allir sem tilheyra þjóð-
um sem hafa sendiráð
hér á landi, viti hvaða
umboð hann í raun og
veru hefur og líti und-
an kurteislega og
brosi svo í kampinn
þegar færri sjái til. En
eftir sem áður hafa
einhverjir látið blekkj-
ast og mér finnst það vera verk-
efni sem blasir við að leiðrétta það
sem aflaga hefur farið og marka
hlutverk sitjandi forseta betur en
hefur verið og koma því til fyrri
virðingar. Eða hvað?
Það er að heyra á umræðunni að
margir séu ánægðir með þessa
breytingu á eðli forsetaembætt-
isins, sem Ólafur Ragnar hefur
gert. Og það er verðugt umræðu-
efni hvort breyta ætti embættinu
með formlegum hætti í þá veru.
En þá þarf að breyta því sem
breyta þarf. Allir hljóta að vera
sammála um að ekki gengur að
hafa eina ríkisstjórn, sem talar
okkar máli út á við og innanlands,
og svo aðra hjáróma rödd, sem til-
heyrir öðru stjórnvaldi í landinu
og sem velur sér sjálf baráttusvið.
Í kosningum til Alþingis kjósa
menn sér þingmenn sem síðan
mynda ríkisstjórn í samræmi við
þau pólitísku sjónarmið sem ríkja í
landinu. Ef forsetinn á að gegna
því hlutverki að tala fyrir sínum
pólitísku sjónarmiðum í nafni þjóð-
arinnar þarf að kjósa hann á slík-
um forsendum. Hann ætti í raun
að vera í forsæti fyrir ríkisstjórn
og hafa embættismenn sér til ráð-
gjafar í einstökum málum. Það
þarf með öðrum orðum að breyta
embættinu með formlegum hætti í
þá veru að taka þátt í alvöru í póli-
tík og veita honum faglega aðstoð
til þess að gegna slíku hlutverki.
Hinn kosturinn er að breyta emb-
ættinu aftur til fyrri vegar. Gera
forsetann aftur að veislustjóra eins
og forsetinn orðaði það svo smekk-
lega í kosningabaráttunni síðast.
Ég er ekki í vafa um að ég vil
frekar hafa embættismann af
gamla taginu á Bessastöðum, sem
allir gæti kallað sinn forseta eins
og Vigdísi og Kristján, heldur en
forseta af því tagi sem Ólafur
Ragnar hefur verið á síðustu ár-
um.
Í aðdraganda
forsetakosninga
Eftir Pétur
Bjarnason
Pétur Bjarnason
ȃg vil frekar hafa
embættismann af
gamla taginu á Bessa-
stöðum en forseta af því
tagi sem Ólafur Ragnar
hefur verið á síðustu ár-
um.
Höfundur er sjávarútvegsfræðingur
og áhugamaður um þjóðfélagsmál.
Örlítið meira um
stjórnarskrána og
jafnrétti fyrir lands-
lögum.
Í grein minni, sem
birtist í Morg-
unblaðinu 22. desem-
ber síðastliðinn, fór
ég yfir nokkur helstu
atriði sem gera verð-
ur strax til að leið-
rétta þann mismun
sem er á framkvæmdinni í dag,
þannig að allir þegnar landsins
sitji við sama borð. Nei, stjórn-
arskrárbundin atriði má aldrei
nota sem skiptimynt í kjarasamn-
ingum við einstaka hópa opinberra
starfsmanna eins og margsinnis
hefur skeð. Í viðræðum mínum við
samningamenn einstakra starfs-
hópa opinberra starfsmanna hefur
komið fram að samninganefnd rík-
isins hafi haldið því fram að laun
þeirra mættu vera 15-18% lægri
en á almenna markaðnum vegna
þess hvað lífeyrissjóðurinn er góð-
ur. Svo ekki sé minnst á sér-
ákvæðið hjá hæstaréttardóm-
urunum, sem halda
dómaralaununum út ævina.
Þessari taumlausu þjónkun við
opinbera aðalinn verður að linna,
því stjórnarskráin nær til allrar
þjóðarinnar og leyfir því ekki nein
sérákvæði til handa einstökum
hópum þjóðarinnar, þótt þeir séu
opinberir starfsmenn. Menn verða
að fara að gera sér grein fyrir því
að stjórnarskráin heimilar ekki
neina mismunun til einstakra hópa
samfélagsins. Það má því segja að
grunnatriði hennar sé að allir
þegnar landsins skuli vera jafnir
fyrir landslögum. En svo er nú
aldeilis ekki og hefur ekki verið
síðastliðin liðlega 20 ár. Af vald-
höfum okkar ber forseti okkar,
Ólafur Ragnar Grímsson, höfuð og
herðar yfir aðra, enda vísað tveim-
ur stórum álitamálum til þjóð-
arinnar til afgreiðslu, sem sparaði
þjóðarbúinu fúlgur fjár. En því
miður virðist mér sem
hinn hluti stjórnvalds-
ins, það er alþingi
sjálft, sé bara ánægt
með að vera hluti af
þessari forgangsröð
elítunnar. Þó hafa
einstaka þingmenn
minnihlutans rætt um
að það þyrfti að fá
nýja stjórnarskrá,
einkum Píratar, en
enginn minnist á það,
að það hefur ekki ver-
ið farið eftir henni í
rúm 20 ár. Já og svo eru þing-
menn hissa á því hvað tiltrú al-
mennings á alþingi hefur fallið gíf-
urlega á undanförnum árum.
Vandamálið er að mínu viti ekki
fjárhagslegt, heldur er um hreint
siðferðisvandamál að ræða. Það
getur aldrei gengið að láta örlítið
brot opinberra starfsmanna ráð-
stafa óskiptum þjóðartekjum til
opinberu elítunnar. Nei, þessi
vinnubrögð ganga einfaldlega
ekki, og sást það best í Frétta-
blaðinu á gamlársdag, en þar
kemur meðal annars fram að enn
á ný er komið með viðbótarhækk-
anir við þær sem fólust í úrskurð-
inum frá 17. nóvember síðast-
liðnum. Nú var yfirvinna
embættismanna hækkuð um
14,3%, en auk þess voru laun
hæstaréttardómara hækkuð um
48,1%, og nemur hækkunin ein kr.
559.202,00, sem er um það bil
þreföld mánaðarlaun lægstu ör-
yrkja og eldriborgara. Stjórn-
arskráin hefur ekki verið í heiðri
höfð síðastliðin 20 ár og þar bera
allir þingmenn sem setið hafa á
þingi þann tíma mikla ábyrgð, því
þeir hafa allir svarið eið að stjórn-
arskránni, en ekki farið eftir
henni. Það eru einfaldlega þið sem
hafið brugðist þjóðinni, en ekki
stjórnarskráin, því hún hefur aldr-
ei heimilað þessa framkvæmd.
Því vil ég nú ákalla forustumenn
ríkisstjórnarflokkanna, þá Sig-
mund Davíð Gunnlaugsson og
Bjarna Benediktsson, að sjá til
þess að sett verði nú þegar í byrj-
un janúar 2016 lög, sem taki á eft-
irfarandi málum: Í fyrsta lagi að
sett verði lög um lágmarkslaun til
handa öryrkjum og eldriborg-
urum, til dæmis kr. 300.000 á
mánuði, og að tryggt verði að þau
taki ávallt sömu hækkun og aðrir
fá hverju sinni. Í öðru lagi þarf að
marka það launabil, sem heimilt
er að semja innan, bæði á almenna
og opinbera markaðnum, sem
verði aldrei hærra en þreföld lág-
markslaunin. Í þriðja lagi þarf að
setja í lög ákvæði þess efnis, að
séu laun yfir einni milljón á mán-
uði falli verkfallsrétturinn niður. Í
fjórða lagi þarf að koma sterkum
böndum á ofurlaunahópinn, sem
ákvarðar laun sín sjálfir. Þessi
breiði hópur, sem telur tugi þús-
unda einstaklinga, bæði sjálfstæða
atvinnurekendur, embættismenn
og lögfræðinga, svo nokkrir hópar
séu nefndir. Þessir hópar hafa
brennt að baki sér allt sem telst
til góðs siðferðis, og dæmi um að-
ila sem hafa greitt sér yfir 40
milljónir í mánaðarlaun. Mín skoð-
un er sú að þessi siðgæðisbrestur
verði best lagfærður með því að
leggja sérstakan hátekjuskatt á öll
laun yfir einni milljón á mánuði.
Skatturinn væri 5% á hverjar
byrjaðar 100.000 kr. og gæti hæst
farið í 90% af greiddum launum.
Með þessari aðferð fengjust einnig
mikilvægar upplýsingar til efna-
hagslegrar stjórnunar, um leið og
hún bætti almennt siðferði í land-
inu. Að lokum vil ég taka fram að
hér er verið að fjalla um hluta
þjóðartekna, sem varða alla þegna
þjóðfélagsins.
Allir þegnar landsins
sitji við sama borð
Eftir Guðjón
Tómasson » Það getur aldrei
gengið að láta örlítið
brot opinberra starfs-
manna ráðstafa óskipt-
um þjóðartekjum til op-
inberu elítunnar.
Guðjón Tómasson
Höfundur er eldri borgari.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.