Morgunblaðið - 07.01.2016, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.01.2016, Blaðsíða 44
FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 7. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696 1. Ræddu við stúlkuna áður en hún lést 2. 10 vinsælustu kynlífstækin 2015 3. Skipar lesbíum til Íslands 4. Andlát: Hólmsteinn Snædal »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hljómsveitin The Joshua Tree frá Dublin á Írlandi heldur tónleika á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi 15. janúar nk. Hljómsveitin flytur lög U2 og reynir í öllu að líkja eftir henni á tónleikum, bæði hvað varðar söng, hljóðfæraleik, sviðsframkomu og klæðaburð og er nefnd eftir einni þekktustu breiðskífu U2. The Joshua Tree fer á tónleikum sínum yfir tón- listarsögu U2, allt frá fyrstu plötum til þeirra nýjustu. U2-heiðurssveit held- ur tónleika á Spot  Önnur breiðskífa Of Monsters and Men, Beneath the Skin, var sú mest selda á liðnu ári, skv. Tónlistanum sem unninn er af Félagi hljóm- plötuframleiðenda. Er þar um að ræða smásölu í Hagkaupum, Penn- anum/Eymundsson, 12 Tónum, Elko, Smekkleysu plötubúð, Kaupfélagi Skagfirðinga, Vefverslun Record Re- cords, Heimkaupum, N1 og Tónlist.is en ekki bárust tölur frá Samkaupum og Lucky Records sem að öllu jöfnu taka þátt í Tónlistanum og er listinn því ekki tæmandi úttekt á allri smá- sölu á Íslandi. Of Monsters and Men á einnig mest leikna lag ársins, „Crys- tals“. Það er í 1. sæti Lagalistans fyr- ir árið 2015 en á honum eru tekin saman mest leiknu lög ársins á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100,5 og er einnig tekið mið af sölu og spilun á lögum á Tónlist.is. OMAM efst á Tónlista og Lagalista 2015 Á föstudag Norðaustanátt, víða 10-15 m/s en 15-20 syðst. Þurrt og bjart veður suðvestan- og vestanlands, en él eystra og við norð- vestur-ströndina. Frost yfirleitt 0 til 5 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan og norðaustan 10-22 m/s. Þurrt að kalla á Norðvestur- og Vesturlandi, annars slydda eða rigning, einkum suðaustanlands, en snjókoma með köflum norðaustantil. VEÐUR „Mér leist strax vel á félagið, bæði vegna þess að það er með mikla sögu í enska kvennafótboltanum, og vegna þess að þar er mikill metnaður fyrir því að ná langt. Svo er aðstaðan frábær, heimavöll- urinn er glæsilegur og nú verður þetta allt saman á grasi, ekki á gervigrasi eins og í Liverpool,“ segir Katrín Ómarsdóttir um nýtt félag sitt í ensku knattspyrnunni, Doncaster. »4 Mikill metnaður hjá Doncaster Íslendingar máttu þola fjögurra marka tap fyrir Portúgölum í vin- áttulandsleik í handknattleik í Kaplakrika í gærkvöld. Íslenska liðið náði sér aldrei á strik og olli leikur þess vonbrigðum. Í kvöld mætast þjóðirnar aftur í Kapla- krika klukkan 19.30 en þá fá svo kallaðir minni spámenn að spreyta sig. »3 Döpur frammistaða gegn Portúgölum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Þröstur Stefánsson og félagar mættu á fyrstu æf- ingu ársins í Akraneshöllinni í vikubyrjun. „Öll hreyfing er af hinu góða og það er svo gaman í fót- bolta,“ segir Þröstur, sem hóf að leika með meist- araflokki ÍA fyrir ríflega hálfri öld og verður 72 ára á árinu. Þröstur segir að menn hafi komist vel frá jóla- átinu enda þýði ekki að gleyma sér og detta í spik heldur verði menn að halda sér í formi. „Við tök- um vel á því og skemmtum okkur um leið,“ segir einn elsti ef ekki elsti iðkandi landsins í fótbolta. Hann bætir við að gömlu liðsfélagarnir séu löngu hættir og nú leiki hann sér með nær tvöfalt yngri mönnum, m.a. skólabróður yngri dótturinnar, stundum jafnvel með þrefalt yngri mönnum. „Sumir þessara gömlu öfunda mig en þeir eru margir hverjir búnir í fótunum og verða að láta sér nægja að horfa á,“ heldur Þröstur áfram. Nám í Samvinnuskólanum á Bifröst varð til þess að Siglfirðingnum, sem þótti efnilegur í knattspyrnu og á skíðum og vann meðal annars til verðlauna á unglingalandsmóti á skíðum, bauðst starf í Samvinnubankanum á Akranesi 1965. „Ég sló til og ætlaði að vera í smátíma en hér er ég enn og enn að.“ Þess má geta að Hjálmar, bróðir hans heitinn, var afreksmaður á skíðum og Friðleifur, hinn bróðirinn, gat sér gott orð í badminton og frjálsíþróttum. Hættur en lyfti bikarnum Þegar Skagamenn urðu Íslandsmeistarar 1970 var Þröstur fyrirliði. Hann segir að allir titlarnir séu eftirminnilegir, Evrópuleikirnir á móti Din- amo Kiev og landsleikirnir. „Ég spilaði líka nokkra bikarúrslitaleiki en varð ekki bikarmeist- ari fyrr en ég var hættur að spila,“ rifjar hann upp. „Ég var formaður Íþróttabandalags Akra- ness þegar við unnum bikarinn í fyrsta sinn, unn- um Val í úrslitaleik 1978 með marki Péturs Pét- urssonar og þá sögðu strákarnir að ég mætti lyfta bikarnum,“ segir hann og leggur áherslu á að félagsskapurinn sé ómetanlegur. Þröstur fer reglulega í göngutúra með eig- inkonunni, Guðmundu Ólafsdóttur, en hún sá til þess á sínum tíma að hann settist að á Akranesi. Einnig hjólar hann um bæinn þegar aðstæður leyfa, meðal annars á æfingar. „Ég er á tíu gíra hjóli en reyndar „alltaf í sama gírnum“. Vonandi verð ég sprækur áfram og að strákarnir vilji hafa mig með,“ segir kappinn síungi. Í fótbolta í meira en hálfa öld  Landsliðsmaðurinn Þröstur Stefánsson, fyrrverandi fyrirliði ÍA, enn að Morgunblaðið/Árni Sæberg Á fyrstu æfingu ársins Þeir mættu fyrstir í Akraneshöllina. Frá vinstri: Jón M. Guðjónsson, Ragnar Eyþórsson, Hjálmar Rögnvaldsson, Hannes Þór Guð- mundsson, Sigurður Reynisson, Einar Viðarsson, Þröstur Stefánsson, Ólafur Arnar Friðriksson, Guðjón Guðlaugsson og Óskar Þorsteinsson. 1972 Jóhannes Eðvaldsson og Þröstur í leik. Toppliðin fögnuðu bæði sigri Haukar og Snæfell, toppliðin í Dominos-deild kvenna í körfu- knattleik, hrósuðu bæði sigri í leikjunum sínum í gærkvöld. Hauk- ar, sem hafa tveggja stiga forskot á toppnum, unnu öruggan sigur gegn Hamri í Hveragerði og Snæfell lagði Val í spennu- leik. »3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.