Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Blaðsíða 14
V atnaskil urðu á Norðurlöndum 22. júlí 2011. Þá gerðust einhverjir afdrifaríkustu atburðir í Noregi frá því að síðari heimsstyrjöld lauk. Þann dag lét Anders Be- hring Breivik til skarar skríða. Fyrst sprengdi hann öfluga sprengju í Ósló. Átta manns létu lífið og eyðileggingin var gríðarleg. Síðan hélt hann til Úteyjar þar sem ungliðahreyfing norska Verkamannaflokksins, AUF, var með fjöldasamkomu. Þar skaut hann 69 manns til bana áður en sérsveitarmenn komu á vettvang og hann gaf sig þeim á hönd. Alls voru fórn- arlömbin 77 þennan myrka dag. Åsne Seierstad hefur skrifað bók um þessa atburði, sem nefnist Einn af okkur, Saga af samfélagi, Anders Behring Breivik og voðaverkin í Noregi. Seierstad, sem væntanleg er hingað til lands í vikunni til að ræða bókina á höfundakvöldi í Norræna hús- inu, lýsir þar uppvexti Breiviks. Hann átti erfiða barnæsku, faðir hans yfirgaf fjöl- skylduna og móðir hans var í miklu ójafn- vægi. Breivik gerir ítrekaðar tilraunir til að passa inn í, en er alls staðar hafnað. Hann gerist graffari, en hlýtur ekki náð fyrir aug- um annarra graffara. Hann gerir tilraun til að komast til metorða í Framfaraflokknum, en er hafnað. Hann reynir að vingast við öfgamenn í netheimum, en þeir virða hann ekki viðlits. Á endanum lokast hann af í eigin heimi. Hann festist í heimi tölvuleikja og skrifar lang- lokur um að frelsa þurfi Noreg undan oki marxista og leysa innflytjendavandann. Til verða hans eigin samtök, sem hann kennir við musterisriddara og síðar segist hann vera yf- irmaður andkommúnísku andspyrnuhreyfing- arinnar í Noregi. Hann er eini liðsmaðurinn. Að endingu fer hann af stað, leigir sér bæ á af- viknum stað og byrjar að vígbúast og búa til sprengju. Vinir frá fyrri tíð ná engu sambandi við hann. Seierstad lýsir árásum Breiviks af mikilli nákvæmni. Átakanlegt er að lesa um öll þau mistök, sem gerð voru meðan á árásinni stóð. Þar rak hvert klúðrið annað, ábendingum var ekki sinnt og yfirvöld fóru allt of seint af stað út í Útey. Á leiðinni þangað var bátur lögreglu næstum því sokkinn tvisvar. Seierstad lýsir einnig réttarhöldunum rækilega í bókinni. Saman við frásögnina fléttar hún umfjöllun um nokkur af fórn- arlömbunum og fjölskyldur þeirra. Með þessari nálgun gæðir Seierstad fórn- arlömbin holdi og blóði og tekur bókin stund- um verulega á lesandann. Þótt bókin taki á tilfinningarnar er stíll höfundar lág- stemmdur og jarðbundinn. Atburðirnir sem hún lýsir eru það hrikalegir að það þarf ekki að færa í stílinn. Aldrei skrifað um Noreg áður „Það var nokkuð liðið frá atburðunum þegar ég ákvað að skrifa þessa bók,“ segir Seierstad. „Ég hef aldrei skrifað um Noreg, alltaf um önnur lönd, allt frá Rússlandi til Afganistans og Íraks. Þegar atburðirnir gerðust 22. júlí 2011 báðu nokkrir fréttamiðlar mig um að skrifa, þar á meðal Newsweek. Ég skrifaði mínar fréttir fyrir þá og hélt að þar með væri mínum þætti lokið og hélt aftur til Líbíu þar sem ég var að vinna efni.“ Þegar réttarhöldin hófust yfir Breivik fékk Newsweek hana aftur til að skrifa. „Ég ætlaði mér bara að skrifa eina grein fyrir Newsweek um upphaf réttarhaldanna, ekki fjalla um allar tíu vikurnar,“ segir hún. „En þegar ég var byrjuð að fylgjast með gat ég ekki annað en haldið áfram og gerði mér grein fyrir að ég yrði að kafa dýpra ofan í þetta mál. Ég fór líka að velta fyrir mér hvers vegna ég þyrfti alltaf að fara þvert yfir heiminn til að fjalla um harmleiki, átök og stríð annarra þjóða þegar þetta gerðist í götunni heima – því að hann bjó í raun og veru í götunni minni um tíma.“ Í sömu götu, í sömu líkamsrækt Seierstad segir ekki loku skotið fyrir að hún hafi hitt Breivik. „Hann bjó aðeins nokkrum húsum frá mér,“ segir hún. „Hann hefur líklega vitað hver ég var – hann skrifar í bréfi sem hann sendi mér að hann hafi verið aðdáandi frá 2003 og það var árið sem hann flutti í götuna mína. Hann er ekki áberandi maður, en við gætum hafa verið á sama tíma úti í búð og hann var í sömu lík- amsrækt og ég. Hann er örugglega einn af okkur.“ Seierstad sat ekki við orðin tóm. Hún kafaði ofan í málið frá öllum hliðum. Í bókinni rekur hún ævi Breiviks frá barnæsku í smáatriðum, ráðabruggið og undirbúninginn fyrir hryðju- verkið, ódæðisverkið sjálft og síðan rétt- arhöldin. „Ég trúi á staðreyndir,“ segir hún. „Ef eitt- hvað er skilið eftir í skugga eða myrkri, ef eitt- hvað er óskýrt fer orðrómurinn af stað og sam- særiskenningarnar. Þess vegna tel ég að við þurfum að vita nákvæmlega hvað hann hugs- aði, hvað hann gerði, hvernig hann stóð að verki. Þannig að það liggi fyrir svar við spurn- ingum á borð við hvort hann hafi verið einn eða haft aðstoðarmenn, hvort hann hafi valið sér fórnarlömb.“ Seierstad segir að mikilvægt sé að eyða ranghugmyndum um ódæðisverk Breiviks. Til dæmis hafi komið fram fullyrðingar um að hann hafi aðeins skotið fallegustu stelpurnar. „En það er ekki rétt, hann leitaði uppi stærstu hópana eins og hann væri í tölvuleik,“ segir hún. „Hann valdi ekki úr eftir kyni eða húðlit. Þarna var til dæmis íranskur strákur ásamt öðrum innflytjanda, en þeir voru bara tveir saman og Breivik sá stærri hóp og réðist að honum. Ef hann hefði verið að fylgja stefnu- skrá sinni hefði hann ráðist á dökku krakkana. En hegðun hans var algerlega vélræn og það átti eftir að verða tekið fyrir í réttarhöldunum við mat á því hvort hann hefði verið heill á geðsmunum.“ Í bókinni rekur Seierstad hvernig þeir sem fyrst mátu Breivik komust að þeirri niður- stöðu að hann væri ekki hæfur til að réttað yrði yfir honum, en síðan voru aðrir fengnir til að meta hann og komust að gagnstæðri nið- urstöðu. Hún leggur ekki mat á niðurstöð- urnar í bókinni, lætur lesandanum eftir að meta rök greinendanna, en segir að það hafi verið erfitt að gera það ekki á meðan hún fylgdist með réttarhöldunum. „Ég fylgdist með frá upphafi til enda og ég held að dómurinn sé að öllu leyti réttur,“ segir hún. „Ég er sammála dómurunum og niður- staða þeirra var einróma. Tíminn hefur líka leitt í ljós að þeir höfðu rétt fyrir sér. Í Noregi er dregin rauð lína við sturlun. Ekki er hægt að rétta yfir sturluðum manni, hann á að fá meðferð, ekki refsingu. Hann hefði sennilega verið læstur inni samt, en fengið meðferð. Nú fær hann enga meðferð.“ Ekki sturlaður, en sneyddur samkennd Seierstad segir ekkert benda til sturlunar í til- felli Breiviks. „Fólk verður ekki fyrir sturlun í tvær klukkustundir í lífi sínu eins og Breivik í Út- ey,“ segir hún. „Hann hefur ekki orðið fyrir sturlun áður svo vitað sé til og ekki eftir árás- ina. Tekið hefði verið eftir því. Maður með slíka greiningu sem fengi enga meðferð myndi fá kast, sérstaklega miðað við þrýstinginn, sem hann hefur verið undir. Hann hefur verið í klefa sínum og hefur ekki fengið kast.“ Þótt Breivik hafi verið talinn nógu heill á geðsmunum til að vera dæmdur er sláandi hvað hann var gersneyddur samúð og sam- kennd með fórnarlömbum sínum í Útey. „Þarna er í raun komin ástæðan fyrir því að mér fannst nauðsynlegt að fara svona ná- kvæmlega ofan í barnæsku hans, skýrsluna um hann og móður hans og samband þeirra,“ segir Seierstad. „Sannað er í sálfræði að fyrstu 18 mánuðir ævinnar ráða úrslitum um hæfnina til að finna til samkenndar. Sá sem ekki finnur til öryggis sem barn getur ekki þróað með sér samkennd og ef það gerist ekki á unga aldri er mun erfiðara að kalla það fram síðar. Fölsk samkennd getur verið áunnin. Barn sér barn gráta og segir aumingja þú, vantar þig plástur, slíkt má læra, en sönn samkennd, að setja sig í fótspor annarra, verður að mótast mjög snemma. Ég held að það sé hin sorglega stað- reynd, þetta smábarn gat engum tengst, fað- irinn var út úr myndinni, móðirin sveiflaðist til, góð og vond, ást og hatur. Hann verður ráðvillt barn, hættir að leika sér, hættir að brosa og hlæja. Það er augljóslega eitthvað alvarlegt að.“ Seierstad lýsir því í bókinni þegar komið er með barnið á sjúkrahús. „Eftir fjórar vikur áttuðu menn sig á því að ekkert var að honum, hann var hræddur við móður sína,“ segir hún. „Þegar móðirin kemur inn verður hann hræddur.“ Hannah Arendt kom fram með hugmyndina um hversdagsleika illskunnar þegar hún sat réttarhöldin yfir Adolf Eichmann í Jerúsalem og skrifaði um þau. Hvaða hugsanir kveiktu réttarhöldin yfir Breivik hjá Seierstad um illskuna? „Ég fór ekki jafn djúpt og Hannah Arendt,“ segir hún. „Við lítum á það sem illsku að hafa drepið 77 manns. Hann lítur á það sem að gera gott vegna þess að hann fórnar sér, hann gerir Breivik er örugglega einn af okkur Norski rithöfundurinn Åsne Seierstad hefur vakið mikið umtal með nýjustu bók sinni, Einn af okkur. Þar segir hún frá Anders Behring Breivik og voðaverkunum í Noregi eins og segir í undirtitli. Seierstad segist leggja áherslu á að segja söguna alla, aðeins með því að draga allt fram í dagsljósið verði komið í veg fyrir sögusagnir og samsæriskenningar. ’ Ég fór líka að velta fyrir mérhvers vegna ég þyrfti alltaf aðfara þvert yfir heiminn til aðfjalla um harmleiki, átök og stríð annarra þjóða þegar þetta gerðist í götunni heima – því að hann bjó í raun og veru í götunni minni um tíma. Blaðamaður Karl Blöndal kbl@mbl.is Ég ræddi við Seierstad um líf stríðsfréttaritara og bókina Bóksalinn í Kabúl þegar hún kom til Íslands 2003. Þar fann ég hvað hún var staðráðin í að kynna sér viðfangsefnið til hlítar og koma reynslu sinni til skila til lesenda. Nú ræddi ég við hana aftur tæpum 13 árum síðar eftir útkomu hennar mesta verks til þessa, Einn af okkur. Nú beinir hún athyglinni heim á við og fjallar um norskt samfélag í sínu yfirgripsmesta og áhrifaríkasta verki til þessa. VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.2. 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.