Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Blaðsíða 8
Aðeins tvær konur voru í hópi þeirra 207 formanna knattspyrnusambanda heimsins sem kusu nýjan forseta alþjóðasambandsins, FIFA, í gær. Þegar kemur að þessari vinsælustu íþróttagrein veraldar er kona sem sagt æðsti prestur í einungis tveimur löndum; Isha Johansen í Afríkuríkuríkinu Síerra Leóne og Sonia Bien-Aime frá Turks- og Caicos-eyjum í Karíbahafi. Hér segir aðeins af þeirri fyrrnefndu. Isha Johansen, fædd Isha Tejan-Cole, ber nú ættarnafn eiginmannsins, hins norska Arne Birgir Johansen. Hún er liðlega fimmtug og hefur lengi stundað viðskipti. Hún var kjörin formaður Knattspyrnusambands Síerra Leóne 2013 og þóttu aldeilis tíðindi. Áður höfðu reyndar tvær konur gegnt formennsku í slíkum félagsskap í Afríku; Izetta Wesley í Líberíu 2004 til 2010 og Lydia Nsekera í Búrúndí frá 2004 til 2013. Nsekera situr nú í fram- kvæmdastjórn FIFA ásamt Bien-Aime sem áður var nefnd. Tejan-Cole-fjölskyldan hefur um langt árabil verið viðloðandi fótbolta í Síerra Leóne, Isha kynntist íþróttinni því ung og fékk strax brennandi áhuga. Faðir hennar var lengi einn af for- ráðamönnum East End Lions, sigursælasta félags landsins, og fyrir nokkrum árum stofnaði Isha eigið knattspyrnufélag, FC Johansen, með eiginmanni sínum. Það er í raun og sann ekki síst mannúðarfélag því þar fá fyrrverandi barnahermenn og allslausir drengir að æfa og keppa. Karlar í Síerre Leóne brugðust margir ókvæða við þegar Isha var kjörin formaður. „Þeir [karlmenn] skilja ekki hvað kona er að gera í þessum karlaheimi,“ segir Johansen, spurð um viðbrögðin. „Hátt- settur maður í knattspyrnuhreyfingunni kallaði mig vændiskonu í útvarpsviðtali og spurði hvers vegna fólk hefði stutt mig. Íþróttafréttamaður sagði að ég væri skömm fyrir konur og að engin kona vilji verða eins og ég.“ Hún segir ástandið hafa verið afar bágborið í knattspyrnuhreyfingu heimalands síns. „Allir gerðu bara það sem þeim sýndist undir merkj- um íþróttarinnar. Það voru margar dökkar hlið- ar á knattspyrnunni á þessum tíma. Þótt það verði það síðasta sem ég geri, þá ætla ég að breyta hlutunum til hins betra,“ segir Isha Joh- ansen. Í PRÓFÍL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.2. 2016 „Krakkar í hverfinu þar sem við búum voru alltaf í fót- bolta rétt hjá húsinu okkar. Ég lofaði að útvega þeim bolta, treyjur og skó – en með einu skilyrði; að þeir yrðu að samþykkja að halda áfram í skóla. Þannig hófst saga FC Johansen,“ segir Isha Johansen um það hvern- ig fótboltafélag þeirra hjóna í Freetown, höfuðborg Síerra Leóne, varð að veruleika. Fjórum árum eftir stofnun félagsins tók FC Johansen þátt í alþjóðlegu móti í Svíþjóð og vann til verðlauna og fyrir nokkrum árum vann félagið mót fyrir 16 ára og yngri í Sviss, lagði þá Liverpool frá Englandi í úrslita- leik. Þá hafa þau hjón haldið alþjóðlegt knattspyrnu- mót fyrir unglingalið, fyrst allra í landinu. Það var ekki síst vegna mjög markvissrar og fag- legrar uppbyggingar FC Johansen sem Isha náði þeim frama sem raun ber vitni. Margir í heimalandinu sáu hvað í hana var spunnið þótt aðrir óttuðust ekkert í fyrstu … Johansen og eiginmaður hennar búa í Freetown en dvelja líka töluvert í London vegna starfa sinna. Isha Johansen ásamt einum frambjóðanda til embættis forseta FIFA, Salman Bin Ebrahim Al Khalifa frá Barein. Ótrúlegur upp- gangur félagsins Isha Johansen beitir knattspyrnu- sambandi Sierra Leone í þágu margvíslegra málefna, þótt íþróttahliðin sé vitaskuld sú mest áberandi. Í nafni sambandsins hafði hún sig til að mynda mjög í frammi vegna ebólufaraldursins sem geisaði í fyrra, hefur að- stoðað við hjálparstarf vegna flóða og ekki síst er henni mjög umhugað um kvenþjóðina; vill efla menntun verulega og ýmiss konar fræðslu, m.a. til þess að draga úr ungbarnadauða sem er gríðar- legur. Hún vill, í stuttu máli, gera hvað hægt er til að búa konum betri framtíð en nú er raunin. Umhugað um konur Isha Johansen og Sepp Blatter, fyrrverandi forseti alþjóða knattspyrnu- sambandsins, FIFA, sem úrskurðaður var í bann frá afskiptum af íþróttinni. Karlarnir í knattspyrnuhreyf- ingu Síerra Leóne tóku Isha Johansen ekki alvarlega fyrst í stað, margir hverjir, en það kom þeim í koll. Þegar þeir reyndu að sýna klærnar var það orðið of seint. Það eru reyndar ekki bara bolta- forkólfar sem hafa reynt að berjast við hana; greint hefur verið frá því að forseti landsins hafi m.a. verið því mjög andsnú- inn að hún næði kjöri og hafi oft reynt að setja henni stólinn fyrir dyrnar. Frambjóðendur voru fjórir árið 2013 en þegar kom að kosn- ingum var Isha ein í kjöri. Áður hafði alþjóðasambandið, FIFA, meinað hinum þremur, sem allt voru karlar, að bjóða sig fram. Ernest Bai Koroma, forseti lýðveld- isins Síerra Leóne frá árinu 2007. Forsetinn lítt hrifinn Hvað vilt þú upp á dekk? Isha Johansen með ungum knattspyrnubörnum heima í Síerra Leóne. ’ Einn kallaðimig vændis-konu í útvarps-viðtali og spurði hvers vegna fólk hefði stutt mig Hin konan! Sonia Bien Aime, for- seti knattspyrnusambands Turks- og Caicos-eyja í Karíbahafi. Isha Johansen, forseti knattspyrnusambands Síerra Leóne. VIÐBURÐA GÆSLA STAÐBUNDIN GÆSLA SÉRVERKEFNI Öryggisverðir okkar eru vel þjálfaðir og með góða reynslu af öryggisgæslu ÖRYGGISVERÐIR TIL ÞJÓNUSTU REIÐUBÚNIR Stöndum vaktina allan sólarhringinn Við erum í 575 7000 Opið 8-17 | vardulfar@vardulfar.is | vardulfar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.