Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Blaðsíða 40
Ein besta fartölva sem ég hef átt var HP Compaq-vél, HPCompaq nc4200 nánar tiltekið, sem ég á enn og værienn að nota ef straumbreytir hennar hefði ekki gefið
upp öndina fyrir stuttu. Hún er lítil um
sig og traustbyggð og hef-
ur þolað vel vinnuferðir
víða um heim og á milli
heimsálfa. Compaq-vélar
voru og frægir gæðagripir
þegar HP keypti fyrirtækið og
vörumerkið, en því var svo lagt 2003.
Því er þetta rifjað upp hér að nc4200 var í
svonefndri fyrirtækja fartölvulínu HP, er þar voru,
og eru, vélar sem kosta alla jafna meira en vélar frá sam-
keppnisaðilum, en eru þá líka alla jafna betri smíði og kramið í
þeim traustara en gengur og gerist. Dæmi um þetta eru vélar í
EliteBoook-línu HP og
þar með talin HP Eli-
tebook 745 G3 sem vakti
athygli mína fyrir
stuttu.
HP EliteBook 745 G3
er vel smíðuð vél og
glæsileg útlits, en það sem mér þótti einna forvitnilegast við
hana að óséðu, er að í henni væri AMD-örgjörvi en ekki frá In-
tel. Reyndar er hægt að fá EliteBook-fartölvur með Intel-
örgjörvum, i5 og i7 og þá Skylake, sem er sjötta og nýjasta
kynslóð Core-örgjörvalínu Intel.
Ekki er langt síðan að við blasti að AMD væri nánast búið að
vera sem örgjörvaframleiðandi, slíkir voru yfirburðir Intel.
AMD hefur aftur á móti upp á sitthvað að bjóða, til að mynda
eru AMD-örgjörvar ódýrari en frá Intel, ekki síst eftir því sem
kjarnarnir verða fleiri eins og kemur fram síðar í pistlinum, og
svo skila þeir líka alla jafna betri grafík. Í þeirri vél sem hér er
til umræðu, HP Elitebook 745 G3 A10-8700B, er 1,8 GHz AMD
Pro A10-8700B örgjörvi í Carrizo APU línunni með sex kjarna
Radeon R6 grafíkstýringu. Eitt af því sem AMD-bændur
hampa við örgjörvann er að hann styður svonefnt ARM Trust-
Zone, en því má lýsa sem svo að hægt sé að keyra öruggan
sýndarörgjörva sem gæti til að mynda séð um dulritun, komi í
veg fyrir óleyfilega notkun á vélinni og eins að fylgja eftir
DRM-læsingu á efni.
Hægt er að fá vélina í ýmsum útfærslum, sú sem ég skoðaði
var til að mynda með 1,8 GHz örgjörva og Radeon R6 grafík-
stýringu, en hægt að fá hana með 2,1 GHz örgjörva og Radeon
R7 stýringu. Eins er hægt að fá hana með mismunandi skjá-
útfærslu, til að mynda 14" QHD UWVA skjá sem er með 2560
x 1440 díla upplausn, nú eða 14" FHD SVA snertiskjá sem er
með upplausnina 1920 x 1080 dílar. Minni í vélinni var 8 GB,
stækkanlegt í 16 GB og gagnageymsla var 256 GB SSD.
Þó hún sé bæði þunn og nett var hljómur í henni býsna góð-
ur, enda véluðu tæknimenn Bang & Olufsen um hátalara og
hljóðkort. Ólíkt Intel Core M örgjörvum kalla AMD-örgjörv-
arnir á viftu til að kæla þá niður og setur því eðlilega nokkur
takmörk hvað hægt er að hafa vélina þunna, en fyrir vikið er
meira pláss fyrir tengi en ella. Tengi á henni eru þannig tvö
USB 3.0 og eitt USB-C tengi. Svo er DisplayPort tengi í fullri
stærð, eitt VGA-tengi, Ethernet-tengi, tengi fyrir hljóðnema
og heyrnartól og SD/MMC-kortarauf og svo tengi fyrir kví.
Rafhlöðuending á vélinni var mjög fín, reyndar verulega fín, og
hún styður hraðhleðslu. Það er innbyggð í vélina HD-
vefmyndavél sem er með heldur litla upplausn, en dugir þó.
Vélin er venju fremur glæsileg af viðskiptafartölvu að vera,
stílhrein og sterkleg enda er skrokkurinn á henni úr áli og
magnesíum og hún fislétt fyrir vikið, ekki nema hálft annað
kíló.
Í vefverslun Opinna kerfa kostar HP Elitebook 745 G3 A10-
8700B 254.873 kr. Það segir svo sitt með verðmuninn á ör-
gjörvunum að HP Elitebook 840 i5, sem er sambærileg að öllu
leyti nema að örgjörvinn er frá Intel (2,3 GHz Intel Core i5-
5300U Haswell) kostar 310.865 kr. á sama stað.
Í eina tíð spáði maður í fátt meira en það hvernig örgjörvi væri í
tölvukassanum og hafði miklar skoðanir á því. Eftir því sem
tækninni hefur fleygt fram hefur munur á örgjörvum mismun-
andi framleiðenda minnkað, nema þá helst í verði, og fyrir vikið
skiptir það bara máli hvort tölvan sé nógu hraðvirk, það er
aukaatriði hvort í henni sé AMD- eða Intel-örgjörvi.
’HP EliteBook 745 G3 er vel smíðuðvél og glæsileg útlits, en það semmér þótti einna forvitnilegast við hanaað óséðu, er að í henni er AMD-
örgjörvi en ekki frá Intel. Fyrir vikið er
hún líka miklu ódýrari en fartölva með
sambærilegri útfærslu og sambæri-
legum afköstum en Intel-örgjörva.
Græjan
Árni
Matthíasson
arnim@mbl.is
Hvað er
í kassanum?
TÆKNI
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.2. 2016
Með Android-appinu Ugly Camera geturðu tekið sjálfsmynd
og hreyfimyndir og afskræmt andlit á ýmsa vegu. Komdu vinum
þínum á óvart og skemmtu þér yfir afmynduðum andlitum.
„Ugly Camera“-appið
Fyrsti áfangi í einu stærsta sól-
arorkuveri heims var tekinn í
notkun á dögunum. Orkuverið,
er staðsett nálægt bænum
Quarzazate í Marokkó og nær
yfir 450 hektara lands. Fyrsti
áfanginn nefnist Noor 1 en þeg-
ar allir fjórir áfangar versins,
Noor 1, Noor 2, Noor 3 og Noor
4, hafa verið gangsettir er áætl-
að að það geti séð um milljón
Marokkó-búum fyrir rafmagni.
Sólarorkuverið er í jaðri Sa-
hara-eyðimerkurinnar og er
áætlað að verkið verði fullklárað
um mitt næsta ár en heildar-
kostnaður nemur hátt í fjórum
milljörðum Bandaríkjadala.
SÓLARORKA
Eyðimerkur-
sólin virkjuð
Noor 1 í Sahara-eyðimörkinni er eitt af stærstu sólarorkuverum veraldar.
AFP
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 525 8210
eddaehf@eddaehf.is • www.eddaehf.is
EDDA
HEILDVERSLUN
Stofnsett 1932
Allt lín fyrir:
Hótelið - Gistiheimilið - Bændagistinguna - Airbnb
Rúmföt og lök
Handklæði
Sængur og koddar
Sloppar og inniskór