Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Blaðsíða 49
Komposition eftir Svavar Guðnason frá árinu 1941. ’Ég hef bara hagsmunialmennings að leiðar-ljósi. Ekkert annað. Þettaeru alls ekki mínir hags- munir. Það er líka þess vegna sem málinu er vísað frá, því ég hef ekki ríkari kröfu. Ég er ekki höfundarrétthafi Kosmískt landslag eftir Svavar Guðnason frá árinu 1948. Falsað verk sem stælt er eftir verki Svavars frá 1948. Falsað verk merkt Svavari og sagt frá árinu 1942. „Brotið er samfellt. Þeir setja alltaf á markaðinn nýtt og nýtt verk. Það er engin fagmennska á bak við það.“ Ólafur Ingi segir að vinnubrögðin sem uppboðshúsið ætti að viðhafa séu að hafa samband við alla þá sem hefðu keypt viðkomandi verk eða verk sem þessir íslensku aðilar höfðu borið inn í fyrirtækið, fengið að skoða þau og rannsaka og þá sannfærst um hvort þau væru fölsuð eða ekki. Fyrir utan niðurlæginguna þá er það of kostnaðarsamt fyrir uppboðshúsin, bendir Ólafur á, ef málavextir eru ekki alvarlegri en það. Ólafur Ingi hefur verið ótrauður að benda á verk sem hann grunar að séu fölsuð og eru í umferð. Hann segir að það varði hagsmuni almennings og ís- lenskrar listasögu. „Ég hef bara hagsmuni almennings að leiðarljósi. Ekkert annað. Þetta eru alls ekki mínir hagsmunir. Það er líka þess vegna sem málinu er vísað frá því ég hef ekki ríkari kröfu. Ég er ekki höf- undarrétthafi, ef ég hefði ríkari kröf- ur þá væri þetta öðruvísi og gæti þá lagt fram að ég vildi fá þetta og hitt.“ Ólafi Inga finnst liggja beinast við og mjög mikilvægt að höfundarrétt- arhafar eða Myndstef í nafni þeirra geri þá kröfu á hendur Bruun Rasm- ussen eða dönskum yfirvöldum að fölsuðu verkunum sem fóru í gegnum uppboðshúsin verði útrýmt af mark- aði. Eftir að dómur féll í Hæstarétti í stóra málverkafölsunarmálinu svokallaða árið 2004 fóru öll mál- verkin aftur til fyrri eigenda sinna. Þau verk sem héraðs- dómur hafði áður úrskurðað föls- uð voru ekki merkt sérstaklega sem fölsuð verk. Þegar þetta lá ljóst fyrir stigu margir fram í fjöl- miðlum og vöruðu við því að sama staða gæti komið aftur upp, að þessi fölsuðu verk færu aftur á markað. Til að koma í veg fyrir þessa stöðu var skipaður starfshópur af þáverandi menntamálaráðherra sem átti að fjalla um þann vanda sem stafar af listaverkafölsunum og viðbrögð við honum. Sá hópur skilaði greinargerð árið 2005. Tíu árum síðar var skipaður annar hópur á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Í millitíðinni hefur tvívegis verið lagt fram frumvarp til breytingar á lögum um verslunaratvinnu sem varðar m.a. eigendasögu myndverks o.fl. Í hvorugt skiptið varð frumvarpið að lögum. Í fyrra skiptið var það flutt á 133. lög- gjafarþingi árið 2006-2007 og í seinna skiptið á því 135. Núverandi nefnd mun vænt- anlega skila skýrslu til úrbóta í þessum málum fyrir páska, að sögn formanns nefndarinnar, Jóns Vilbergs Guðjónssonar, skrif- stofustjóra í mennta- og menn- ingarmálaráðuneyti. Jón segir nefndina taka undir flestar til- lögur sem sú fyrri lagði fram. Af því má ráða að ekki hefur mikið gerst í þessum málum í ríflega áratug. Nefndin á eftir að samþykkja skýrsluna en hún fer m.a. í saum- ana á því hvað þyrfti að gera öðruvísi til að tryggja að fölsuð verk fari ekki aftur á markað eins og raunin varð. Nefndin kemst að þeirri niður- stöðu að: „Ófullnægjandi lagaum- hverfi skýrði því ekki slakan ár- angur í þeim dómsmálum sem hafa verið höfðuð hér á landi. Á hinn bóginn kom fram að rekja mætti ófarir ákæruvaldsins í um- ræddum málum til mistaka og hugsanlega vanþekkingar á laga- úrræðum.“ Tvennt hefði mögu- lega getað komið í veg fyrir að fölsuð verk hefðu farið aftur til eigenda sinna á sínum tíma. Ákæruvaldið hefði getað gert kröfu um eyðleggingu á grund- velli höfundarlaga og einnig hefði átt að nýta sér að kalla til dóm- kvadda matasmenn til að svara því hvort umrædd verk væru föls- uð. En sakborningar voru sýkn- aðir í Hæstarétti vegna formgalla því matsmaður var einnig aðili að málinu. Bent er á að lögregla og þá einkum efnahagsbrotadeild héraðssaksóknara þurfi að hafa þekkingu á hugverkabrotum til að rannsaka þau. Og nefndin tel- ur brýnt „að setja hinn neikvæða lærdóm í handbók“. Jón Vilberg bendir á að í Nor- egi, Bretlandi og Svíþjóð sé sér- stök deild innan lögreglunnar sem rannsakar hugaverkabrot. Slíkt kæmi að góðum notum hér. Breyting á lögum um verslunaratvinnu Til að tryggja vernd neytenda á listaverkamarkaði leggur nefndin til breytingar á lögum um versl- unaratvinnu. Breytingarnar eru m.a. að gera ætti hæfniskröfur til listaverkasala en engar sérstakar hæfniskröfur eru gerðar til þeirra sem reka listmunagallerí. Að gall- eríhaldari verði ekki ábyrgðarlaus milliliður en Jón Vilberg bendir á að þeir sem selja notuð ökutæki sæta meira eftirliti en galleríhald- arar. Þá er gerð krafa um að eig- endasaga liggi fyrir til að tryggja neytendavernd sem er mikilvæg. Frumkvæði að kæru er einnig brýnt hagsmunamál. Til þess að höfða mál þá þarf sá sem leggur fram kæru að hafa ríka kröfu, t.d. að vera höfundarrétthafi. „Lagt er til að Myndstef og Samtök myndlistarmanna fái það hlutverk að sinna hagsmunagæslu fyrir listamenn og erfingja þeirra sem eiga hlut að máli. Þar sem höfundarréttur kann að vera út- runninn er samt gætt að sæmd- arrétti listamannsins með því að þessi samtök geti fylgt þessum málum eftir fyrir dómstólum,“ segir Jón Vilberg. NEFND UM RÁÐSTAFANIR GEGN MÁLVERKAFÖLSUN Neikvæður lærdómur í handbók 28.2. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 Grjótháls 10, Fiskislóð 30 og Tangarhöfða 15, Reykjavík Lyngás 8, Garðabæ Njarðarbraut 9, Reykjanesbæ S: 561 4200 www.nesdekk.is Hjólbarðaverkstæði Bílabúðar Benna, S: 590 2045 www.benni.is FÁÐU AÐSTOÐ VIÐ VAL Á JEPPADEKKJUM HJÁ SÖLUAÐILUM OKKAR UM LAND ALLT RÉTTU JEPPADEKKIN KOMA ÞÉR ALLA LEIÐ! Mynd tekin úr uppboðsskrá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.