Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Blaðsíða 18
HLAUPÁRSDAGUR 2016 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.2. 2016 Sigþór Árnason, sölumaður hjáBílanaust og íþróttaþjálfarihjá Hress í Hafnarfirði fagn- ar 48 árunum á mánudag, 29. febr- úar, á sínum tólfta afmælisdegi. Hvernig er að eiga afmælisdag bara á fjögurra ára fresti? Það er hrikalega gaman í dag þegar maður er kominn á þennan aldur. En í minningunni var það mjög leiðinlegt, þegar ég var barn. Kennararnir voru í vandræðum með þetta í grunnskóla og á ein- hverjum tímapunkti var mér strítt að eiga aldrei afmæli. Og ég man það svo sterkt að ég vildi alltaf eiga afmæli í staðinn 28. febrúar. Alls ekki fyrsta mars! Það var bara eins og það væri eitthvert annað fót- boltalið, það var í mars. Maður vildi tilheyra áfram febrúar. Það var manns eigin mánuður. En eftir á að hyggja er þetta kannski bara þroskandi og styrkjandi. Þetta er sprellfjörugt í dag. Ég er innan um svo margt skemmtilegt fólk sem samgleðst mér þegar ég á svo loks- ins afmæli. Heldurðu upp á afmælið á hverju ári og er meira gert þegar þú átt raunverulegt afmæli? Í dag er þetta aðeins meiri spari- dagur, þetta fjórða hvert ár. Eins og í fyrra þá þóttist ég ekkert muna hvort ég væri 37 eða 47, þá átti ég ekkert afmæli. Þá bara liðu þessi mánaðamót. Hvað ætlar þú að gera á mánu- daginn? Ég ætla að hoppa upp í flugvél og skella mér á Adele tónleika til Bel- fast. Kærastan mín er að bjóða mér og við ætlum að einbeita okkur að því að gera eitthvað skemmtilegt á fjögurra ára fresti, í tilefni afmæl- isins. Þetta er í fyrsta sinn sem við erum saman á mínu afmæli. Manstu hvað þú varst gamall þegar þú uppgötvaðir að þú áttir í raun bara afmæli á fjögurra ára fresti? Það er sennilega þegar ég fæ þennan þriðja afmælisdag. Þá kom blaðamaður frá Morgunblaðinu. Áttu einhvern eftirminnilegan af- mælisdag? Já, það var vel haldið upp á þann tíunda, þegar ég varð bæði fertug- ur og fékk þann tíunda. Það var mjög eftirminnilegt en það var gert mjög mikið úr honum í líkamsrækt- arstöðinni þar sem ég er að þjálfa og mikið húllum hæ hjá vinum og ættingjum. En sá sem er minn- isstæðastur er þegar ég átti ekki afmæli. Það var þegar ég fékk bíl- próf. Þá var ég 17 ára og það var enginn afmælisdagur. Þá var þetta svo kósí hér í Hafnarfirði að við átt- um okkar lögreglustöð og ökukenn- arinn minn var lögreglumaður. Ég man að það var mikið kappsmál að reyna að fá bílprófið þann 28. En það kom ekki til greina. Þeir vildu ekki afhenda mér það fyrr en fyrsta mars. Ég vildi auðvitað reyna að græða þennan eina dag, fannst ég eiga það skilið. Ég fékk það ekki að öðru leyti en að ég mátti fara upp á lögreglustöð á miðnætti, og þá gat ég sótt það. Eitthvað að lokum sem þú vilt segja um þennan afmælisdag? Já, það hefur alltaf komið upp sama sagan. Það er með móður mína. Hún gekk framhjá fæðingarheimilinu á þessum herrans degi 29. febrúar 1964 og hafði þá orð á því við vinkonur sín- ar: ekki myndi ég vilja eiga barn á þessum degi. Og fjórum árum seinna kem ég í heiminn á þessum degi! Morgunblaðið/Ásdís SIGÞÓR ÁRNASON 48 ÁRA (12 ÁRA) Alls ekki fyrsta mars! Jóhanna Rún Snæbjörnsdóttir er ungReykjavíkurmær sem fagnar tólf árunumá mánudag, 29. febrúar. Það er þó aðeins í þriðja skipti sem dagurinn hennar birtist á dagatalinu. Hvernig er að eiga afmæli á fjögurra ára fresti? Það er eiginlega alveg eins nema þessi þrjú ár sem maður á ekki afmæli má maður ráða hvort það er haldið upp á það 28. eða fyrsta mars. Fer eftir því hvað hentar best, en ég hef oftast haldið það 28. Hafa krakkarnir í skólanum strítt þér á þessu? Nei, mér hefur ekkert verið strítt. Stundum er gert grín að því að ég sé yngst en það er aldrei sagt neitt sem særir mig. Þeim finnst þetta frekar fyndið, eða bara skrítið. Hvað varstu gömul þegar þú uppgötvaðir að þú ættir öðruvísi afmælisdag en allir aðrir? Ég var búin að fatta það þegar ég var fjög- urra ára en fyrsta minningin mín var þegar ég var átta ára, þá fór ég líka í viðtal. Það var út- varpsviðtal. Áttu einhvern eftirminnilegan afmælisdag? Þegar ég fór í viðtalið, ég man rosalega vel eftir því. Svo er bara alltaf rosalega gaman á afmæl- unum mínum. Ég fæ alltaf afmælið mitt en það er bara meira sérstakt ef það er á fjögurra ára fresti. Hvað ætlarðu að gera á afmælinu á mánu- daginn? Ég ætla að borða góðan mat og hvíla mig inn á milli. Ég er rosamikil matarmanneskja. Ég ætla að hafa nautasteik og bernaise í aðalrétt og bráð- inn geitaost í forrétt. Í morgunmat hef ég reykt- an lax og brauð og í kaffitímanum sushi. En á sunnudaginn höfum við fjölskylduveislu. Finnst þér meira gaman að halda upp á afmælið á hlaupári? Já, það er meira sérstakt fyrir mig. En þegar það er ekki fæ ég ekkert minna. Myndirðu vilja skipta um afmælisdag? Nei, alls ekki. Viltu segja eitthvað að lokum um þennan sérstaka afmælisdag? Já, ég bjó til gátu um þetta! Hún er svona: Ég á bara einn bróður og hann er bæði stóri bróðir minn og litli bróðir. Hver er ástæðan? Morgunblaðið/Ásdís JÓHANNA RÚN SNÆBJÖRNSDÓTTIR 12 ÁRA (3 ÁRA) Bjó til gátu um afmælisdaginn Þ að verður víða blásið til fagnaðar mánudaginn 29. febrúar. Þá fá 213 Íslendingar loks að halda upp á af- mæli sitt eftir langa bið. Fagnar sú elsta 92 ára afmæli sem verður í 23 skiptið sem hún sér daginn sinn á dagatal- inu. Þau yngstu verða fjögurra ára á mánudag- inn. Það er því ástæða til að fagna þessum sjaldgæfa afmælisdegi. Flestum finnst gaman að eiga afmæli. Við eigum þennan eina dag á ári sem við getum kallað okkar. Við fögnum þá enn einu árinu sem bætist við lífið. Dagsetn- ingin fylgir okkur út ævina og við bindumst henni ákveðnum tilfinn- ingaböndum. Öll eigum við ótal minningar frá liðnum afmælisdögum, óvænt- um atvikum, skemmtilegum pökk- um og geggjuðum veislum. Oftast í faðmi fjölskyldu eða vina. En hvernig tilfinning er það að sjá að dagurinn manns er bara alls ekki á almanakinu nema fjórða hvert ár? Þetta gæti flokkast undir ákveðin svik. Það er verið að snuða sumt fólk um þessi almennu mannrétt- indi; að eiga afmælisdag á hverju ári. Blaðamaður hitti fólk sem deilir þessum sjaldgæfa afmælisdegi. Öll voru þau ánægð með daginn sinn og vildu ekki skipta, þótt þau gætu. Þó reyndist það sum- um erfitt í æsku að eiga sjaldan afmæli en það breyttist með aldrinum. Flest vildu þau til heyra febr- úarmánuði og flest þeirra halda meira upp á daginn þegar hlaupár er. Eitt er víst að dag- urinn er einstakur og við ósk- um hlaupársafmæl- isbörnunum til hamingju með hann. Hlaupársbörn ánægð með daginn sinn Einungis 0,0006% Íslendinga eiga afmæli 29. febrúar, hlaup- ársdag. Þessir 213 einstaklingar fá loksins að fagna afmælinu sínu á mánudag eftir fjögurra ára bið. Nokkur hlaupársbörn voru tekin tali og spurð um sinn einstaka afmælisdag. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Getty Images/iStockphoto
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.