Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Síða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Síða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.2. 2016 LESBÓK KVIKMYNDIR Skapgerðarleikarinn geðþekki Ro- bert Carlyle verður meðal gesta á bóka- stefnunni í Edinborg eftir rúman mánuð, þar sem hann mun gera grein fyrir því hvaða áhrif karakterinn Francis Begbie, sem hann lék svo eftirminnilega í kvik- mynd Dannys Boyles, Trainspotting, fyrir tuttugu árum, hefur haft á líf hans allar götur síðan. Með Carlyle í för í Edinborg verður höfundurinn sjálfur, Irvine Welsh, sem mun einnig tala um áhrif Trainspott- ing-gengisins á sitt líf. Eins og fram hef- ur komið er nú unnið að gerð fram- haldsmyndar með Carlyle og fleirum. Talar um áhrif Begbies Kvikmyndir Sænski leikstjórinn Jonas Åker- lund mun leikstýra leikinni kvikmynd, Lords of Chaos, sem fjalla mun um norsku svart- málmssenuna fyrir um aldarfjórðungi. Hermt er að miðpunktur myndarinnar verði saga hljómsveitarinnar Mayhem sem er með afbrigðum litrík. Allt byrjaði það þegar söngvarinn, Dead, ákvað að rísa undir nafni og fyrirfór sér árið 1991. Tveimur árum seinna var sjálfhætt með sveitina þegar bassaleikarinn, Varg Vikernes, myrti gítar- leikarann, Euronymous. Eftir stóð trymbill- inn einn, Hellhammer. Mayhem var síðar endurvakin og starfar enn. Mynd um norsku svartmálmssenuna Mayhem-liðar meðan allt lék í lyndi. Þessar nærbuxur tengjast efni frétt- arinnar ekki með beinum hætti. Engin mök! FURÐUR Eigandi knæpu nokk- urrar í Rochdale í Englandi hefur fengið yfir sig nóg af fólki sem leggur stund á kynmök í portinu hjá henni. Steininn tók svo úr í vik- unni þegar einhver ónafngreindur reiðmaður vindanna hafði skilið nærbuxurnar sínar eftir, stærð XXXL. Eigandinn birti mynd af brókinni á Snjáldrusíðu sinni og lof- ar að birta næst myndskeið úr eftir- litsmyndavélinni sjái knæpungar ekki að sér. FURÐUR Irene Robinson varð á dögunum fyrsta konan til að leika á sekkjapípu í öllum heimsálfunum sjö. Og hún er ekki einu sinni skosk, heldur ensk. Það tók Robinson fimmtíu daga að ljúka verkefninu og meðal staða sem hún lék á má nefna fangaklefa í Alcatraz í Bandaríkjunum, við fætur frels- arastyttunnar frægu í Rio de Ja- neiro, Bondi-ströndina í Sydney og ferðinni lauk á Rauða torginu í Moskvu. Sekkjapípu- veisla FURÐUR Kanadamaður nokkur, sem smyglaði inn 38 skjaldbökum í buxunum sínum frá Bandaríkj- unum, hefur hlotið skilorðsbundinn fangelsisdóm og verið bannað að eiga skriðdýr af nokkru tagi næstu tíu árin. Maðurinn var líka sekt- aður og gert að skrifa bréf um reynslu sína, sem yfirvöld áskilja sér rétt til að birta opinberlega við tækifæri. Skjaldbökur eru merkileg kvikindi. Skjaldbakaður Barni ungs íslensks pars er ræntá erlendri grundu. Meira gefég ekki upp að svo stöddu,“ segir Baldvin Z kvikmyndaleikstjóri stríðnislega og vísar til söguþráðar sjónvarpsþáttaseríu sem hann er með á teikniborðinu. Sjónvarp Sím- ans hefur fest kaup á sýningarrétt- inum og geta Baldvin og félagar því farið að snúa sér að handritsskrifum og frekari þróun hugmyndarinnar. „Þessi sería hefur verið í hægri og góðri þróun og nú þegar Síminn hef- ur keypt hana af okkur getum við farið að láta hendur standa fram úr ermum. Það er alltaf stærsti áfang- inn að tryggja að einhver vilji sýna efnið. Við erum mjög ánægðir að hafa eins öflugan aðila og Símann á bak við okkur,“ segir Baldvin en fjár- mögnun verkefnisins heldur eigi að síður áfram. Hann kynnti hugmyndina fyrst síðasta haust og segir marga hafa sýnt henni áhuga. „Við fengum svakalega góðar undirtektir og gát- um valið úr samstarfsaðilum sem er mjög ánægjulegt.“ Hann notar orðið „spennudrama“ yfir þættina, sem hafa vinnuheitið „The Trip“ en stefnt er að gerð þrettán þátta. „Við þurfum að fara að finna íslenskt nafn á þættina en þeir verða gerðir á íslensku enda þótt er- lend tungumál komi líka við sögu og mögulega einhverjir erlendir leik- arar,“ segir Baldvin. Aðalhandritshöfundur verður Andri Óttarsson, sem skrifaði síð- ustu seríuna af Rétti, ásamt Þorleifi Erni Arnarssyni, sem sýnd var á Stöð 2 fyrr í vetur í leikstjórn Bald- vins. „Það er svo merkilegt að þegar ég fór að tala um mína hugmynd við fólk var mér bent á að Andri væri með svipaða hugmynd. Við töluðum því saman og ákváðum að sameina krafta okkar. Vel fer á því enda gekk samstarfið mjög vel í Rétti.“ Mögulega koma fleiri höfundar að handritsgerðinni. Komi öll út á sama tíma Hugmyndin er að serían komi öll út á sama tíma, þannig að fólk geti horft á hana í beit, eins og vinsælt er í seinni tíð. Áhorfendur myndu þá nálgast hana í Sjónvarpi Símans. Það verður þó útfært betur síðar enda eru tækniframfarir örar hvað þetta varðar. Baldvin vonast til að serían verði tilbúin eftir tvö til þrjú ár. Hann segir of snemmt að tala um leikaraval en gerir ráð fyrir að leik- stýra seríunni sjálfur, alltént stórum hluta af henni. „Það má vel vera að fleiri komi að því líka.“ Mikil gróska hefur verið í gerð ís- lenskra sjónvarpsþátta undanfarið og Baldvin segir vel mega tala um að „íslenskt sjónvarpsvor“ sé upp runnið. Auk þess að gera Rétt leik- stýrði hann þremur þáttum af Ófærð, sem Ríkissjónvarpið lauk ný- verið við að sýna. Ófærð hefur þegar verið seld til um þrjátíu landa og Baldvin segir Rétt líka í útrás. Gengið hafi verið til samstarfs við öflugt dreifingarfyrirtæki, Red Ar- row, og hófanna sé nú leitað á Norð- urlöndum. Þýskalandi, Frakklandi og víðar. „Réttur hefur fengið frá- bærar viðtökur, unnið til verðlauna á hátíðum erlendis og þátturinn er tilnefndur til átta Edduverðlauna hér heima.“ Hann segir þessa útrás íslensks sjónvarpsefnis gríðarlega spenn- andi. „Menn eru að uppgötva að þetta er raunverulegur bisness og það er mjög bjart framundan í kvikmyndagerð og sjónvarpi á Íslandi.“ Skjótt skipast veður í lofti en þungt hljóð var í geiranum eft- ir efnahagshrunið. „Hrunið herti bara í okkur kvik- myndagerðarmönnum. Við spýttum bara í lófana,“ segir Bald- vin Z. Baldvin Z. mun leikstýra hinum nýju þáttum. Morgunblaðið/Ómar Baldvin Z vinnur nú að heimildarmynd um Reyni Örn Leósson, Reyni sterka. „Það er mögnuð saga sem hefur fylgt mér í áratugi. Myndin er langt komin og verður frumsýnd á næsta ári, jafnvel fyrr. Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert á ferlinum.“ Á næsta ári stefnir hann að tökum á kvikmynd sem kölluð hefur verið Kon- talgínbörnin og hann skrif- aði sjálfur í félagi við Birgi Örn Steinarsson sem skrif- aði Vonarstræti með hon- um. Loks er í bígerð barnamynd eftir bók verðlaunahöfundarins Gunnars Helgasonar, Víti í Vestmanna- eyjum. Fjármögnun á þeirri mynd stendur nú yfir. Sitthvað í pípunum Andri Óttarsson Barni íslensks pars rænt Sjónvarp Símans hefur tryggt sér sýningarréttinn á sjónvarpsþáttaseríu sem Baldvin Z leikstjóri og fleiri eru með á teikniborðinu. Áætlað er að serían verði tilbúin til sýninga eftir tvö til þrjú ár. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.