Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Blaðsíða 23
Morgunblaðið/Styrmir Kári aukið fjármagn í heilbrigðiskerfið, umfram aðra málaflokka, hlýtur það að bitna á einhverjum öðrum verk- efnum.“ Biðlistar farnir að styttast Kristján Þór hefur ekki farið var- hluta af umræðu um langa biðlista í heilbrigðiskerfinu í sinni tíð sem ráðherra. Nú síðast var Ríkisend- urskoðun að komast að þeirri nið- urstöðu að bið barna og unglinga eftir geðheilbrigðisþjónustu sé óvið- unandi en hún getur tekið allt að eitt og hálft ár. Ráðherra segir langa biðlista allt- af áhyggjuefni en sem betur fer megi horfa með nokkurri bjartsýni fram á veginn í þeim efnum. „Við erum þegar farin að sjá árangur af þeim fjármunum sem veitt var sér- staklega til að vinna á biðlistum. Við sjáum það til dæmis varðandi hjarta- og kransæðaaðgerðir, sem var einn af fjórum flokkum sem við lögðum mesta áherslu á og ég veit að við erum að ná árangri á fleiri sviðum, svo sem varðandi mjaðma- og hnéskipti og augnaðgerðir. Þess- ir löngu biðlistar í kerfinu eiga sér auðvitað langa sögu og eru í sjálfu sér ekkert nýtt fyrirbæri. Hins veg- ar lengdust þessir listar því miður á síðasta ári í tengslum við vinnudeil- ur starfsfólks í heilbrigðiskerfinu. Það er líka óhjákvæmilegt eftir nið- ursveiflu eins og varð í efnahags- hruninu, þegar hola kom í fjárveit- ingar til heilbrigðiskerfisins, að það taki tíma að fylla í skörðin. Við er- um hins vegar byrjuð að vinna okk- ur niður og það hraðar en marga grunar.“ Varðandi geðheilbrigðismálin við- urkennir Kristján Þór að hægt sé að gera betur. „Það er nokkuð sér- stakt að þegar ég kom inn í þetta ráðuneyti lá engin almenn stefnu- mörkun fyrir í þessum málaflokki. Ég lagði fram tillögu í þinginu eftir mjög mikla þverfaglega og þver- pólitíska vinnu á síðasta ári um geð- heilbrigðisstefnu til næstu ára. Það var mikill samhljómur um þetta verkefni og í mínum huga er afar brýnt að þingið samþykki tillöguna sem fyrst enda þarf að berja í þessa bresti. Ég er raunar þegar byrjaður að vinna eftir tillögunni enda þótt ekki liggi fyrir samþykki Alþingis. Að auki má rifja það upp að ég setti fyrir áramótin inn aukafjárveitingar bæði á Þroska- og Hegðunarmið- stöðina til að freista þess að vinna niður biðlista þar. Í byrjun þessa árs veitti ég svo Barna- og ung- lingageðdeild Landspítalans 45 milljóna króna aukafjárveitingu til að vinna sömuleiðis niður biðlista sem þar eru eftir þjónustu. Ég við- urkenni þennan vanda fúslega en við erum að vinna í því að leysa hann. Það mun þó taka einhvern tíma.“ Miklar tilfinningar Heilbrigði er mörgum hjartans mál og flestir geta verið sammála um að embætti heilbrigðisráðherra sé ekki það þakklátasta í íslenska stjórn- arráðinu. Sumir segja það óðs manns æði að taka embættið að sér og það jaðri jafnvel við pólitískt sjálfsvíg. Kristján Þór hefur nú ráð- ið húsum í heilbrigðisráðuneytinu í tæp þrjú ár og kvartar ekki. „Það er mikil áskorun að gegna embætti heilbrigðisráðherra og miklar tilfinningar því tengdar. Það verkefni þarf ég að umgangast af virðingu og auðmýkt fyrir viðfangs- efninu. Mitt hlutverk er að sjá til þess að þetta þjónustukerfi geti læknað og líknað fólki og því reyni ég að sinna eftir bestu getu.“ Hann segir umræðuna ekki trufla sig en hún getur á köflum verið óvægin. „Ég hugsa það ekki þannig. Þegar miklir hagsmunir eru í húfi, eins og varðandi heilsu fólks, er eðlilegt að skoðanir séu skiptar og menn takist á. Þetta starf hefur á margan hátt fært mér nýja sýn á stjórnmálin og fyrir það er ég þakk- látur. Ég hef þroskast í þessu emb- ætti.“ Spurður hvort hann gæti hugsað sér að gegna embættinu áfram komi Sjálfstæðisflokkurinn til með að eiga áfram aðild að ríkisstjórn eftir næstu kosningar brosir Kristján Þór. „Það er langt til næstu kosn- inga og ótímabært að velta því fyrir sér. Ég hef hins vegar aldrei skor- ast undan erfiðum og krefjandi verkefnum á mínum pólitíska ferli, allt frá því ég byrjaði í bæjarmál- unum heima á Dalvík. Mér finnst gaman að setja mig inn í ný mál og vinna með fólki að því að bæta líf okkar og umhverfi.“ Ánægjustundirnar fleiri Spurður hvort hann hugsi aldrei: „Æi, hvers vegna er ég að þessu?“ viðurkennir Kristján Þór að það komi fyrir. „Hendir það ekki ein- hvern tíma alla sem eru í stjórn- málum? Það gerist hins vegar mjög sjaldan hjá mér. Ánægjustundirnar eru mun fleiri. Ein af þeim hefur verið að kynna þessar endurbætur í heilsugæslunni og ég geng mjög stoltur fram með þetta verkefni. Það hlýtur að vera draumur hvers og eins sem tekur þátt í stjórn- málum og fá tækifæri til að breyta og bæta og þetta er tvímælalaust liður í slíkri vegferð.“ 28.2. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23  Verið að auka val sjúklinga og mæta kröfu um betri þjónustu. Vilja verða samkeppnishæfari við önnur lönd, ekki bara hvað varðar launakjör heldur einnig starfsum- hverfi. Engin breyting verður á verk- efnum heilsugæslunnar eins og þau eru skilgreind í lögum. Öll lagaumgjörð sem snýr að rétt- indum og skyldum heilbrigðisstarfs- fólks stöðvanna og eftirliti með störfum þeirra og starfsemi heilsu- gæslunnar verður óbreytt. Sama á við um réttindi sjúklinga. Fullt jafnræði mun ríkja óháð rekstrarformi hvað varðar fjár- mögnun. Skilyrði kröfulýsingar eru skýr. Sama fjármögnun fyrir öll rekstr- arform – fjármagn fylgir sjúkling- um. Eftirlit er snýr að greiðslum er í höndum Sjúkratrygginga Íslands. Embætti landlæknis mun hafa eft- irlit með faglegum þáttum og Rík- isendurskoðun sér um eftirlit er snýr að framkvæmd og fjármálum. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins mun sjá um framkvæmd samninga og að uppfylla kröfur kröfulýsingar. Óheimilt verður að taka arð út úr rekstri heilsugæslustöðvar. Ekki verður um eiginlegt útboð að ræða þegar auglýst verður eftir rekstraraðilum. Endurbæturnar í hnotskurn N ýbýlavegur8.-200 Kópavogur-S:527 1717 - dom usnova@ dom usnova.is -w w w .dom usnova.is Frítt verðmat Viltu vita hvað þú færð fyrir fasteignina þína ? Fasteignasala venjulega fólksins... Fagljósmyndun Traust og góð þjónusta alla leið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.