Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.2. 2016 K ína hefur lengi verið fjölmennasta ríki veraldar. En síðustu aldirnar hefur þessi mikli mannfjöldi, oft að stórum hluta undir einum fána, ekki skotið öðrum ríkjum skelk í bringu. Þvert á móti gátu fámenn ríki í órafjarlægð, en með myndarlegan flota, gert sig heimakomin þar. Kína og Rússland og litið nær Kína Maos var einræðisríki en látið var sem það lyti stjórn alþýðunnar. Ekki var það í fyrsta sinn sem Kína bjó við einræði. Sú stjórnskipan, í einni eða ann- arri mynd, var viðtekin regla. Sama mátti segja um Sovétríkin og Rússland keisaranna. Nú hnussa menn yfir því að Rússland kalli sig lýðræðisríki á meðan Pútín haldi fast um alla tauma. Hið lausbeislaða lýð- ræði, fyrst undir hinum litríka Jeltsín og svo í hendi andstöðu hans Pútíns, er sjaldgæft brot í sögu Stór- Rússlands, því lýðræðið á sinn þátt í stjórnskipuninni, þótt nokkuð vanti upp á. Það á við um aðra. Hið mikla vald sem safnast hefur í Brussel, þar sem leiðtogar að- ildarríkja án samþykkis sinna þjóðþinga taka úrvinda af svefnleysi ákvarðanir sem þeir sjálfir kalla stór- kostlegar umbreytingar. „Kröfurnar“ sem Cameron setti fram og útvatnaði síðan áður en hann viðraði þær framan í ESB voru ekki samþykktar í ríkisstjórn Breta, né í breska þinginu eða ræddar í þjóðfélaginu. Leiðtogar hinna ríkjanna báru það aldrei undir sín þjóðþing hvaða afstöðu þeir ættu að taka í Brussel og munu ekki bera það sem sagt er að hafi verið sam- þykkt undir lýðræðislega yfirvaldið í höfuðborgunum. Þó segir Cameron, án þess að skammast sín, að gerð- ar hafi verið breytingar sem þýði að Evrópu- sambandið sé allt annað á eftir! Mikið þarfaþing Evrópusambandsþingið er auðvitað sem viðurkennd gervistofnun. Því er ætlað óverulegt hlutverk og er skipað fulltrúum kosnum í kosningum sem sáralítil þátttaka er í. Það þykir gott ef næst að fá þriðjung kjósenda á kjörstað og þeir sem fá mest í slíkum kosn- ingum þykjast góðir fái þeir 30% af þessum 20-30 pró- sentum sem enn mæta á kjörstað, en fer fækkandi. Þeir sem best gera eru því með 6-9% af kjósendum á bak við sig. Alkunna er að varla nokkur maður veit hver er fulltrúi hans á ESB-þinginu. Það eina sem menn vita er að einhver hefur verið sendur í þeirra nafni sem fulltrúi á jötu allra jatna, sem fóðruð er að innan með launum, dagpeningum og sporslum sem myndu fá al- vöru þingmenn til að slefa. Á Íslandi hafa menn hætt að líta á Alþingi sem lög- gjafarstofnun. Innanbúðarmenn krefjast þess að litið sé á Alþingi sem „fjölskylduvænan vinnustað“ og því sé bannað að halda þingfund beri hann upp á vetrar- frídaga í skólum. Þing ESB hefur náð lengra, því þar er almennt litið svo á að það takmarki mætingarskyldu séu einhverjir af hundruðum golfvalla í nágrenninu enn opnir. Það er ótrúlegt að nokkur maður geti mælt bót stjórn- málalegri úrkynjun af þessu tagi. Forsendubrestur Seinustu skoðanakannanir í Rússlandi sýna að Pútín forseti hafi enn 80 prósenta stuðning landa sinna á meðan að kollegi Obama þykist góður mælist hann með helming slíks fylgis. Efnahagsþvinganir ESB og Obama gegn Rússum eru misheppnaðar. Ástæðan er sú að skilyrði allra við- skiptaþvingana vantaði frá byrjun. Markmið þeirra. Látið var eins og að markmið væri að knýja Rússa til að skila Krímskaga. Nú eru menn að reyna að kjafta sig frá þeirri kvöð og segja að viðskiptaþvinganir mið- ist við vopnahlésskilmála í Minsk. Um þá hafði enginn heyrt áður en vaðið var út í kelduna. Er líklegt að það myndi duga til að knýja Banda- ríkjamenn til að skila Frelsisstyttunni aftur til Frakka að hóta því að ella yrði fáeinum bandarískum aðstoðarráðherrum bannað að ferðast til Evrópu allt þar til átakið „styttan heim“ væri fullkomnað. Og það jafnvel þótt Ísland yrði með stærri hlut í þeirri bar- áttu en allir hinir og myndi eyðileggja allan fisk- markað vestra og setja Icelandair á hausinn að auki, í þágu góðs málefnis? Kominn á lappir Lengi var litið á Kína kommúnismans sem risa á brauðfótum. Fjölmennið væri ríkinu fremur byrði en akkur. En myndin hefur breyst. Richard Nixon forseti var startarinn sem sneri hinni miklu vél fyrstu hringina. Snúningurinn var hægur lengi, en slátturinn er nú orðinn þungur. Kína breyttist smám saman í stórveldi, þá í herveldi og er loks verðandi risaveldi. Aðeins innlend koll- steypa getur hægt á þeirri þróun. Nú er spurt hvernig þessu alræðisríki kommúnista tókst að ná svo sterkri stöðu. Það átti ekki að vera hægt. Spurningin er löskuð. Því að Kína er ekki leng- ur nema að hluta til kommúnískt alræðisríki. Það var stórbrotinn valdamaður sem breytti því. Sá tók eftir því hvernig Sovétríkin lyppuðust niður undan eigin þunga. Hann sá þau tapa Kalda stríðinu. Ekki hernaðarlega, þau höfðu verið sigruð efnahagslega. Þessi maður var Deng Xiaoping. Um tíma virtust öll valdaspil Kína nokkuð óvænt safnast á hans hendi. Hann réði úrslitum allra stærstu mála í nærri 15 ár. Hefðbundið er að leiðtogi Kína hafi einhvern af mik- ilvægustu titlunum við sitt nafn. Formaður (aðalritari) kommúnistaflokksins, forseti Kína eða forsætisráð- herra. Deng Xiaoping hafði engan slíkan titil. Virðulegasti titill hans var Forseti kínverska bridssambandsins. En Deng var í orði og verki viðurkenndur sem „leið- toginn sem átti lokaorðið“. Það flæktist fyrir kínverskum forystumönnum, hvort það gengi gagnvart kennisetningum kommún- isma að opna sæmilegar glufur fyrir frjálsan markað. Þetta var úrslitaspurning. Henni gat því aðeins Deng svarað. Sagan segir að svar hans hafi verið endastöð allra einfaldana. Niðurstaða Dengs hafi verið þessi: Það skiptir ekki máli hvort kötturinn er grár eða svartur. Það sem skiptir máli er að kötturinn veiði mýs. Á þessu svari er byggt að Kína varð að efnahags- legu veldi og er í eðlilegu framhaldi af því orðið að hernaðarlegu stórveldi, sem hættulegt er að gefa ekki gaum. Nú má vera að með þessari kattarmynd sé ekki öll sagan sögð en við látum hana duga. En úrskurðir Dengs þegar mikið lá við voru ekki all- ir eins sæluríkir og kattarmal. Slökun á kló valdsins og opnun fyrir fjárhagslegt svigrúm einstaklinga tók að kalla á meira, eins og bú- ast mátti við, því mannlegt eðli er samt við sig. Hin hliðin Um miðjan apríl 1989 tók ungt fólk að safnast fyrir á Tiananmen-torginu í Peking, Torgi hins himneska friðar. Tæpum 40 árum fyrr hafði Mao lýst yfir stofn- un Kína kommúnismans á þessu torgi og grafhýsi hans stendur við það. Forystumenn kommúnistaflokksins fipuðust. Þeir vissu ekki hvernig ætti að bregðast við stækkandi hópi á torginu sem að auki hafði fengið alheims at- hygli. Margvíslegum kröfum í frelsisátt var fleytt og Það kvað vera fjölmennt í Kína Reykjavíkurbréf 26.02.16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.