Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Síða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Síða 51
28.2. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Það koma þrjár bækur upp sem mig langar til að lesa. Fyrsta er Spámennirnir í Botnleysufirði eftir Kim Leine. Ég kynntist Kim þegar hann kom á Bókmenntahátíð í Reykjavík 2013 og mér fannst mjög áhugavert að spjalla við hann um það hve sjálfs- ævisöguleg bókin er þar sem hann fléttar saman dvöl sinni þar og lífinu á Grænlandi. Svo tengist hún líka áhuga mínum á að komast til Græn- lands, það er eina landið á Norð- urlöndum sem ég á eftir að koma til. Svo kynntist ég hér úti í Berlín ljóðskáldinu Ann Cotten, sem er austurrísk og býr nú í Berlín. Ég fór og heyrði hana lesa eða flytja hálfgerðan fyrirlestur í safni hér í Berlín og varð fyrir mikilli hugljómun. Hún gaf mér bókina I, Coleop- tile sem er ljóðasafn hennar í enskum þýð- ingum og ég hlakka til að lesa það. Á náttborðinu er ég svo með nýútkomna bók, Uns yfir lýkur eftir Alina Mar- golis-Edelman, sögu stúlku sem var í gettóinu í Varsjá, og komst af. Ég tók hana með mér út, fékk hana lánaða hjá félaga mínum, enda er stemmningin í Þýskalandi dálítið sérstök núna þó maður finni ekki beint agressjón í loftinu Haraldur Jónsson Pierre Lemaître byggir upp traust lesandans og misnotar það svo og leikur sér svo að því að gera það aftur. Ljósmynd/Thierry Rajic / Figure BÓKSALA 17.-23. FEBRÚAR Listinn er tekinn saman af Eymundsson. 1 Meira blóðJo Nesbø 2 Enginn venjulegur lesandiAlan Bennett 3 UndirgefniMichel Houellebecq 4 Mamma klikkGunnar Helgason 5 Tvöfalt glerHalldóra Thoroddsen 6 Þrjár sekúndurRoslund og Hellström 7 Þegar siðmenningin fórfjandans til Gunnar Þór Bjarnason 8 ÖrlagaþættirSverrir Kristjánsson 9 Sagas Of The IcelandersÝmsir höfundar 10 Iceland Small World - lítilSigurgeir Sigurjónsson 1 Meira blóðJo Nesbø 2 Enginn venjulegur lesandiAlan Bennett 3 UndirgefniMichel Houellebecq 4 Tvöfalt glerHalldóra Thoroddsen 5 Þrjár sekúndurRoslund og Hellström 6 ÖrlagaþættirSverrir Kristjánsson 7 Fimmta árstíðinMons Kallentoft 8 Konan í blokkinniJónína Leósdóttir 9 SogiðYrsa Sigurðardóttir 10 SnjóblindaRagnar Jónasson Allar bækur Íslenskar kiljur MIG LANGAR AÐ LESA Hér til hliðar segir frá Umberto Eco sem lést 19. september sl. en sama dag lést vestur í Bandaríkj- unum, í smábæ í Alabama, banda- ríski rithöfundurinn Harper Lee, 89 ára að aldri. Ólíkt Umberto Eco, sem var áberandi þátttakandi í menningar- umræðu í heimalandi sínu og heimshornaflakkari, þá dró Lee sig út úr sviðsljósinu skömmu eftir að bók hennar To Kill a Mockingbird kom út og lauk ekki við annað verk eftir það. To Kill a Mockingbird er iðulega nefnd sem ein helsta skáldsaga bandarískrar bókmenntasögu og hefur selst í ríflega fjörutíu millj- ónum eintaka um heim allan, auk- inheldur sem vinsæl kvikmynd var gerð eftir bókinni með Gregory Peck í aðalhlutverki. Á síðasta ári kom úr skáldsagan Go Set a Watchman sem kynnt var sem „framhald“ af To Kill a Mock- ingbird, en var í raun fyrsta upp- kast þeirrar bókar sem Lee endur- skrifaði. Harper Lee hlaut „frelsisorðu“ Bandaríkjanna á sínum tíma. AFP Harper Lee látin MERKISKONA Fæst í apótekum | Celsus ehf. | www.celsus.is Sorbact - Græn sáralækning Klíniskar rannsóknir sýna bata á sveppasýkingu* hjá yfir 85% þátttakenda *candida albicans Fyrir tilstilli vatnsfælni bindast allir helstu sárasýklar og sveppir við umbúðirnar. Sýklarnir verða óvirkir og hætta að fjölga sér, án sýkla- eða sveppadrepandi efna. Virkar á VRE og MOSA sárasýkla. Skaðar ekki nýjar frumur. Ótakmörkuð notkun. Engar aukaverkanir. Ekkert ofnæmi. Sveppasýkingar - í húðfellingum - Einföld og áhrifarík, húðvæn meðferð Þægilegur grisjuborði, passar í nára, undir brjóst og magafellingar. Engin krem eða duft.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.