Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Blaðsíða 17
28.2. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 þar sem ég er ekki sérfræðingur, en í Noregi hefur umræðan skipt mönnum í fylkingar og kannski vantar fleiri raddir á miðjuna, sem benda bæði á vandann vegna innflytjenda og vandann, sem við eigum í með okkur sjálf hvað varðar umburðarlyndi eða skort á um- burðarlyndi. Þess í stað erum við í tvennum herbúðum, til vinstri og hægri ef svo má segja.“ Snýr sér að öfgum íslams Seierstad hefur nú beint sjónum sínum að spegilmynd öfga Breiviks, róttækum ísl- amistum og aðdráttarafli þeirra. „Ég hef verið að fylgjast með tveimur stúlkum, táningum, sem fóru frá Noregi til Sýrlands þegar þær voru sextán og nítján ára gamlar,“ segir hún. „Þær eru frá Sómalíu og uxu úr grasi í Noregi. Þær ákváðu að yfirgefa Noreg þegar þær urðu táningar og taka þátt í að koma á kalífati. Þar geri ég ráð fyrir að komast að ýmsu, hvernig það er fyrir Sómala að alast upp í Noregi og hvers vegna þær gengu Ríki íslams á hönd. Ástæðan var ekki vegna þess að þær voru að flosna upp úr skóla, þeim gekk ágætlega. Saga stúlkna, sem ganga til liðs við samtökin, er yfirleitt ólík sögu drengjanna. Þeir eru oft dottnir út úr skóla, félagar í gengjum og komnir á saka- skrá. Það er hins vegar yfirleitt allt í lagi með stúlkurnar. Þessar systur voru góðir náms- menn og höfðu aðlagast vel. Í þeirra tilfelli virðist einfaldlega hafa átt sér stað trúarleg róttæknivæðing. Hún gerist skref fyrir skref þar til allt í einu er svo komið að ekki er leng- ur hægt að búa í þessu óhreina landi heið- ingja, Noregi.“ Seierstad er þó ekki alveg laus við Breivik. Í næsta mánuði hefjast réttarhöld í máli, sem Breivik höfðaði gegn norska ríkinu vegna að- stæðna sinna í fangelsinu sem hann líkir við „pyntingar“. Hann heldur því fram að það stangist á við mannréttindasáttmála Evrópu að honum sé haldið í einangrun. Þarna verða leidd fram sem vitni allir, sem hafa annast hann, allt frá fangavörðum og starfsmönnum fangelsisins til sálfræðinga og geðlækna. Spurningin er hvort fangavist hans sé ómann- úðleg og hvort hann eigi að vera í einangrun eða fá að hitta aðra fanga. Málið er ekki svo einfalt. Valdi Breivik öðrum föngum skaða yrði það áfall. Þá er sú hætta að Breivik verði unnið tjón fái hann að vera í návígi við aðra fanga. Ráðgert er að réttarhöldin hefjist 15. mars og standi til 19. mars. Þau munu fara fram í fang- elsinu og Seierstad verður viðstödd. Hún hefur fengið það verkefni að skrifa um réttarhöldin í fjölmiðla. „Ég trúi á staðreyndir,“ segir Seiers- tad. „Ef eitthvað er skilið eftir í skugga eða myrkri, ef eitthvað er óskýrt fer orðrómurinn af stað og samsæriskenningarnar. Þess vegna tel ég að við þurfum að vita nákvæmlega hvað hann hugsaði, hvað hann gerði, hvernig hann stóð að verki. Photographer: Yaniv Cohen Åsne Seierstad fæddist 10. febrúar ár- ið 1970 í Ósló. Hún nam rússnesku, spænsku og hugmyndafræði við Ósló- arháskóla. 1993 varð hún fréttaritari í Rússlandi og hefur síðan komið víða við og sent fréttir frá átakasvæðum. Fyrsta bók hennar kom út árið 2000 undir heitinu Með bakið gegn heim- inum, Myndir frá Serbíu. Næsta bók hennar, Bóksalinn í Kabúl, kom út 2002 og var mánuðum saman á met- sölulista The New York Times. Málaferli spruttu af bókinni og hafði Seierstad að endingu betur. Næst var för Seierstad heitið til Íraks. 2003 kom út bókin 101 dagur í Bagdad, Frásögn af ferðalagi. 2007 kom út bókin Englarnir frá Grosní, Munaðarleysingjar úr gleymdu stríði. Seierstad hafði verið á þessum slóðum um miðjan tíunda áratuginn og sneri aftur 12 árum síðar. Einn af okkur kom út í Noregi 2013, var gefin út á ensku í fyrra og kemur nú út á íslensku í þýðingu Sveins H. Guð- marssonar. Bóksalinn í Kabúl og 101 dagur í Bagdad hafa einnig komið út á íslensku. Erna Árnadóttir þýddir þær. FJÖLBREYTTUR FERILL Á vígaslóðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.