Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Blaðsíða 37
Hvað þarf maður í raun að fá út úr hót- elherbergi og hverju má sleppa? Aðstand- endur citizenM-hótel- keðjunnar hafa greini- lega pælt vandlega í þessari spurningu og út- koman er straumlínulöguð her- bergi þar sem lúxusinn er á rétt- um stöðum og verðið mjög sanngjarnt. Þannig er rúmið stórt og mjúkt, en til að nýta plássið betur er enginn fataskápur og hvað þá heldur buxnapressa eða míníbar. Er hægt að hengja flíkur upp á snaga, ef þess þarf, en annars er undir rúminu risastór skúfa sem rúmar eina opna ferðatösku í fullri stærð. Þarf sumsé bara að koma töskunni á sinn stað og opna og loka skúffunni eftir þörf- um. Sushi og kampavín Ef gestir verða svangir fara þeir einfaldlega í lítið mötuneyti sem er opið allan sólarhringinn. Matarframboðið breytist yfir dag- inn og spannar allt frá sushi og kampavíni yfir í samlokur og kaffi. Síðan er ókeypis þráðlaust net í öllum herbergjum, öflug sturta sem dekrar við kroppinn, ókeypis kvikmyndir í sjónvarpinu og risa- stórir gluggar sem gefa útsýni yf- ir borgina. CitizenM er nú þegar með hótel í Amsterdam, Glasgow, London, New York, París og Rot- terdam og þykja herbergin nokk- uð ódýr miðað við staðsetningu og aðbúnað. Þannig á herbergið í New York, steinsnar frá Times Square, að geta farið allt niður í 159 dali á nóttina á meðan Lund- únahótelið, rétt hjá Þúsaldar- brúnni, rukkar minnst 109 pund fyrir gistinguna. ai@mbl.is MÍNIMALÍSK HÓTEL Í NEW YORK OG VÍÐAR Enginn skápur í hótelher- berginu Það er enginn óþarfi í herbergjum citzienM. 28.2. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 Þegar gengið er um götur New York er auðvelt að fá minnimátt- arkennd og þykja maður ósköp fá- tækur og vesæll í samanburði við milljarðamæringana sem strunsa um þessa vellauðugu borg. Myndu sumir því segja að varla væri á bætandi að leggja leið sína í gull- hirslur seðlabankans í New York þar sem gullstöngunum er staflað lengst upp í loft. Neðst á Manhattan er nærri aldargömul bygging sem minnir helst á miðaldakastala. Þar hefur seðlabanki New York aðsetur og í kjallaranum er einhver öruggasta geymsla sem finna má, sneisafull af gulli. Gullið tilheyrir ekki bank- anum heldur geymir hann verð- mætin fyrir aðra, s.s. alþjóða- stofnanir og ríkisstjórnir ýmissa landa. Fáir miðar í boði Öryggið er svo mikið að bankinn treystir sér alveg til að bjóða ferðamönnum að skoða hvelf- inguna. Er aðgangur ókeypis en fá pláss í boði og þarf að panta miða með góðum fyrirvara á heimasíðu bankans, NewYorkFed.org. Vita- skuld þarf að fara í gegnum örygg- isskoðun og framvísa skilríkjum. Bannað er að taka myndir meðan á ferðinni stendur og einnig bann- að að vera með barnavagna. Þá eru gestir beðnir að vera ekki með mikið af bakpokum og pinkl- um. Auk þess að sjá gullbirgðirnar eru gestir leiddir um aðra hluta byggingarinnar og fræddir um sögu og hlutverk seðlabankans. Þykir upplifun að fara inn í rammgirta hirsluna og áhugavert að læra hvernig seðlabankinn starfar. Er ágætt að sýna leiðsögu- mönnunum þá tillitssemi að sleppa brandaranum um hvort hægt sé að fá ókeypis sýnishorn. Þeir hafa örugglega heyrt þann brandara hundrað sinnum áður. ai@mbl.is KOSTAR EKKERT AÐ SJÁ AUÐÆFIN Í gullgeymslunni eru stangir í eigu ríkja og stofnana. Byggingin er nær aldargömul og minnir óneitanlega á virki. Heimsókn í gullgeymsluna Sjá útsölustaði Crabtree & Evelyn á www.heggis.is Umferðarmiðstöðin BSÍ • 101 Reykjavík • 580 5400 • main@re.is • www.flugrutan.is • www.re.is BSÍ - Umferðarmiðstöðin Reykjavík Keflavíkurflugvöllur Kauptu miða núna á www.flugrutan.is *Miðast við að keyptur sé miði fram og til baka frá BSÍ eða Keflavíkurflugvelli á 4.000 kr. 2.000 kr.* FYRIR AÐEINS Alltaf laus sæti Alltaf ferðir Hagkvæmur kostur Frí þráðlaus internet- tenging í öllum bílum Ferðatími u.þ.b. 45 mínútur Umhverfisvænt VIÐ SKUTLUM ÞÉR! Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar komur & brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.