Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Blaðsíða 31
Getty Images/iStockphoto Fyrir 2-4 1 bolli hrein jógurt ½ meðalstór gúrka rúmlega 1 cm engiferrót ¼ tsk kóríanderduft ¼ tsk cumin ¼ tsk salt handfylli af ferskum kóríander eða myntu Afhýddu gúrkuna og skerðu hana í tvennt eftir endilöngu. Notaðu skeið til að fjarlægja fræin. Rífðu gúrkuna á rifjárni og settu í sigti sem sigtar burt safann. Saltaðu og láttu þetta bíða á meðan þú út- býrð afganginn af sósunni. Í lítilli skál: blandaðu saman jógúrt, salti, cumin og kóríanderdufti. Saxaðu ferska kóríanderinn (eða mynt- una) og bættu við. Afhýddu og rífðu engiferrótina og bættu út í skálina. Settu svo gúrkuna út í og hrærðu. Saltaðu eftir smekk. Raita 28.2. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31 Fyrir 4 4 kjúklingabringur MARÍNERING ½ bolli hrein jógúrt 1 msk sítrónusafi 1 msk laukduft (onion powder) 1 msk rifinn hvítlaukur 1 msk garam masala 1 msk ferskt kóríander 1 msk paprikuduft 1 tsk kóríanderduft 1 tsk cumin ½ tsk engiferduft ¼ tsk cayennepipar Hrærðu saman þessum hráefnum og maríneraðu kjúklinginn í lokuðum plastpoka (með „rennilás“). Láttu hann liggja í maríneringu í ísskápnum í a.m.k. hálftíma en helst yfir nótt. Taktu þá kjúklinginn úr poka og hentu rest- inni af maríneringunni. Gott er að grilla Tandoori-kjúkling á útigrilli en þar sem það er erfitt um hávetur er í lagi að elda réttinn í ofni. Grillið í 5-7 mínútur á hvorri hlið á 220°C. (Hægt að tékka eftir 5 mín á hvorri hlið hvort það dugi). Berðu fram með hrísgrjónum, lím- ónubátum, kóríander, naan-brauði og mango chutney. Tandoori kjúklingur 2 fyrir 1 tilboð á Casa Grande á sérréttaseðli frá sunnudegi til miðvikudags Við tökum vel á móti þér og þínum Velkomin á Casa grande Borða- pantanir 512 8181 Fyrir 4-6 Canola olía (til steikingar) 1,2 kg magurt lambakjöt, t.d. lundir salt 10 heil piparkorn fræin úr 6 kardimommum 4 negulnaglar 2 tsk kóríanderfræ 1 tsk cuminfræ 1 tsk fennelfræ 1 tsk þurrkaðar chilliflögur 2 lárviðarlauf, brotin í grófa bita 1 msk kanill 2 tsk turmerik duft ½ tsk múskat (duft) 250 ml hrein jógúrt 1 stór laukur, saxaður gróft 6 hvítlauksrif 3 cm bútur af engifer, skorið gróft 1-2 heilir chilli piparar, skornir gróft (takið fræin úr ef þið viljið ekki hafa það of sterkt) 1 msk garam masala 410 g tómatpúrra í dós eða krukku (tomato puree á ensku, ekki tomato paste sem er þykkara og í minni dós- um eða túpum) smá sykur karrýlauf, handfylli ferskt kóríander, skorið gróft Hitaðu olíuna í stórri pönnu og steiktu kjötið, saltaðu það vel í leið- inni. Þegar kjötið er brúnað, settu það í skál og geymdu til hliðar. Hitaðu pönnu og settu út á hana piparkornin, kardimommufræin, negulnaglana, kóríanderfræin, fennelfræin, chilli flögurnar og lárviðarlaufin. Ristaðu kryddin í 1-2 mínútur þar til góð lykt fyllir vitin. Settu þau þá í mortél eða litla kvörn og myldu þau þar til þau verða að fíngerðu dufti. Bættu kryddunum við kjötið ásamt turmerik, múskat og jógúrt. Blandaðu vel og láttu það liggja í klukkutíma við stofuhita eða fjóra klukkutíma í kæli. Settu laukinn, hvítlaukinn, engiferið og chillipip- arinn í matvinnsluvél og maukaðu. Settu smá vatn ef þarf. Til að elda karrýsósuna, hitaðu olíu í stórri pönnu eða potti og bættu út í laukmaukinu ásamt ga- ram masala og brúnaðu. Bættu þá við kjötinu með maríneringunni. Hrærðu tómatpúrru við og smá sykur. Hentu í þetta karrýlaufun- um, kryddaðu smá með salti ef þarf og láttu suðu koma upp. Lækkaðu þá í lægsta, settu lok yfir og láttu malla í 90 mínútur eða þar til kjötið er meyrt. Hrærðu af og til. Að lok- um skaltu setja kóríanderlaufin yfir. Berðu fram með basmati grjónum, naan brauði og raita. Indverskt lambakarrý
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.