Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Síða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Síða 47
28.2. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 Á sunnudag er lokasýning á róm- uðu barnaverki Íslenska dans- flokksins, Óður og Flexa, um enga venjulega krakka heldur ofur- hetjur sem geta flogið. Sýnt er á Nýja sviði Borgarleikhússins. Hin kunna og margverðlaunaða finnska þjóðlagasveit Värttinä kemur fram með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í Hofi á sunnudags- kvöldið. Og leikur óstudd í Nor- ræna húsinu á mánudagskvöldið. Stockfish-hátíðinni lýkur í Bíó Para- dís á sunnudag. Fjöldi kvikmynda er sýndur um helgina og eftir sýningu á Victoria á laugardag kl. 17.30 situr tökumaðurinn Sturla Brandt Grøvlen fyrir svörum. Á sunnudag klukkan 14 mun Dagný Heiðdal listfræðingur leiða gesti um hina áhugaverðu sýningu Sjónarhorn í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Þetta er hrífandi sýning sem allir þurfa að sjá. Aladár Rácz píanóleikari, Gunn- hildur Halla Guðmundsdóttir sellóleikari og Ármann Helgason klarinettuleikari koma fram á tón- leikum í röðinni Hljóðön í Hafn- arborg á sunnudagskvöld kl. 20. Þekktir píanókvartettar eftir tón- skáldin Gabriel Fauré og Johannes Brahms eru á efnisskrá tónleika Kammermúsíkklúbbsins í Hörpu á sunnudagskvöldið kl. 19.30; píanó- kvartett nr. 2 í g-moll op. 45 eftir franska tónskáldið Fauré (1845- 1924) og píanókvartett nr. 1 í g-moll op. 25 eftir Brahms (1833-1897). Flytjendur eru góðkunningjar fé- laga klúbbsins og hafa allir komið fram á fjölda tónleika á undan- förnum árum, þau Ari Þór Vil- hjálmsson fiðluleikari, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari, Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari og píanóleikarinn Ástríður Alda Sig- urðardóttir. „Við höfum öll spilað saman í ýmsum hópum á tónleikum en ekki komið fyrr saman í þessari mynd á tónleikum Kammermúsíkklúbbs- ins,“ segir Ari Þór. Hann hefur ný- verið breytt um starfsvettvang, spil- aði á dögunum um stöðu hjá Fílharmóníusveit Helsinki og fékk hana. Ari komst í fréttir vegna ferðalagsins í prufuspilið, þar sem starfsmenn flugfélagsins Norwegi- an vildu ekki hleypa honum í vélina með fiðluna. Ari gerði mál úr því, nú hefur reglum verið breytt og segir hann glettnislega þessa umtöluðu fiðlu fá að hljóma á tónleikunum. Óíkt tónmál verkanna „Bæði þessi verk eru ný fyrir okk- ur,“ segir Ari Þór síðan. „Ekkert okkar hefur leikið verkið eftir Fauré en eitt okkar hefur áður leik- ið verkið eftir Brahms.“ Og hvernig skyldi glíman við þau hafa gengið? „Mjög vel. Kammermúsíkklúbb- urinn óskaði eftir því að við lékum verkið eftir Fauré, það hefur aldrei verið flutt hjá þeim, síðan kom hitt sem góð viðbót. Fyrir utan ytri umgjörð eru ekki mikil líkindi með þessum verkum: þau eru af svipaðri lengd og bæði í fjórum köflum, en tónlistin er mjög ólík. Verk Fauré er mjög impress- jónískt, eins og var í gangi í Frakk- landi á þessum tíma, en Brahms er fremstur í flokki þýskra tónskálda. Við höfum unnið í því að draga fram hvað tónmál þesara verka er ólíkt,“ segir hann. „Og það er skemmtilegt að glíma við það að draga fram ólík form verkanna.“ Besta tónleikaröðin Þegar Ari Þór er spurður út í leik- inn með kvartetti sem þessum, þá segir hann að hann bjóði upp á að allir njóti sín vel en um leið þarf jafnvægið að vera fínt. „Við erum öll svolitlir sólistar en jafnframt hluti af hópnum,“ segir hann og bætir við að það sé nauðsynleg tilbreyting fyrir hljómsveitarspilara að leika líka með minni kammerhljóm- sveitum. „Tónlistarlega er það nærandi að spila reglulega kammertónlist, það gefur manni mikið og er mjög skemmtilegt. Svo er Kammer- músíkklúbburinn besta tónleikaröð- in að spila í á Íslandi.“ efi@mbl.is Flytjendurnir á tónleikunum: Ari Þór Vilhjálmsson, Sigurður Bjarki Gunn- arsson, Ástríður Alda Sigurðardóttir og Þórunn Ósk Marinósdóttir. Nærandi að spila kammertónlist Píanókvartettar eftir Gabriel Fauré og Johannes Brahms hljóma á lokatónleikum starfsárs Kamm- ermúsíkklúbbsins á sunnudagskvöld. Gabriel Fauré Jóhannes Brahms MÆLT MEÐ Morgunblaðið gefur út þann 10. mars glæsilegt sérblað um HönnunarMars –– Meira fyrir lesendur PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 12, mánudaginn 7. mars. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Hátíðin verður haldin víðs vegar um Reykjavík þar sem saman koma íslenskir hönnuðir og sýna fjölbreytt úrval nýrrar íslenskrar hönnunar og arkitektúrs af margvíslegu tagi. HönnunarMars DesignMarch Reykjavík 10.-13.03.2016 Gylfaflöt 5 | 112 Reykjavík | 520 2200 | sorpa@sorpa.is B ra nd en b ur g Ekki laumupokast Breyting á endurvinnslustöðvum. Gerðu öllum auðveldara fyrir og komdumeð blandaða úrganginn í glærum poka

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.