Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Blaðsíða 19
28.2. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Hinrik Snær Guðmundsson, verk-fræðinemi, fagnar tuttugu árunum ámánudaginn 29. febrúar, hlaup- ársdag. Það er fimmti afmælisdagurinn hans. Hvernig er að eiga löglegt afmæli bara á fjögurra ára fresti? Það er skemmtilegt. Margir halda að ég sé sorgmæddur yfir því en mér finnst það bara meira spennandi. Það er léttara fyrir fólk að muna hvenær maður á afmæli. Hvernig upplifðir þú það sem barn? Mér fannst þetta alveg frekar spennandi, maður var sérstakur, öðruvísi. Hvort hélstu upp á daginn 28. febrúar eða fyrsta mars? Það var svona blanda af báðu þar til ein- hvern tímann þá hugsaði ég að ég ætti afmæli daginn eftir 28. Mér fannst það vera góð pæl- ing. Þannig að fyrsti mars var svona aðal. Ef ég hefði fæðst á öðru ári á nákvæmlega sama tíma hefði örugglega verið 1. mars. Ég vil eiga afmæli 1. mars en facebook er algerlega ósam- mála því og segir að ég eigi afmæli 28. febrúar. Ég þarf kannski að senda þeim skilaboð. Mað- ur beið spenntur fyrst þegar facebook kom, að sjá hvað þeir myndu segja. Hvað varstu gamall þegar þú fattaðir að af- mælisdagurinn þinn væri bara fjórða hvert ár? Ég held það hafi verið svona 8 eða 12, þá voru haldnar stærri veislur. Hvað ætlarðu að gera á mánudaginn? Það er nú helvíti leiðinlegt að eiga afmæli á fjögurra ára fresti og þegar maður loksins á afmæli þá er það á mánudegi! Hitti illa á. En á föstudeginum er ég búinn að panta hæð á Le- bowski. Grunaði foreldra þína að þú yrðir hlaup- ársbarn? Ég veit ekki alveg hvernig það var en ég var fyrsta barnið sem fæddist þennan dag þetta árið. Það vildu einhverjir blaðamenn fá að tala við mömmu en hún var svo þreytt. Ég fæddist tvær mínútur yfir tvö. Ef ég hefði fæðst um tveimur tímum fyrr þá fengi ég að halda aðeins oftar upp á afmælið! Morgunblaðið/Ásdís HINRIK SNÆR GUÐMUNDSSON 20 ÁRA (5 ÁRA) Facebook er ósammála mér Inda Björk Alexandersdóttir, vörubílstjóriog nemi í félagsráðgjöf, fagnar fjörutíu ár-unum á mánudaginn 29. febrúar á tíunda afmælisdegi sínum. Hvernig er að eiga afmæli á fjögurra ára fresti? Voða gaman núna. Þetta var alveg agalegt þegar ég var barn. Það var endalaust verið að stríða manni á þessu. Góðlátlegt grín, en þeg- ar maður er barn þá finnst manni það ekki fyndið. Það var verið að segja: þú átt ekki af- mæli í ár! Svo komu pakkarnir á síðustu stundu. Hvort var haldið upp á afmælið 28. febrúar eða 1. mars? Það var yfirleitt 28. Það var nú eiginlega ég sem ákvað það að því ég á afmæli í febrúar og þá er það 28. sem gildir. Það er ekki mars. Hvað varstu gömul þegar þú uppgötvaðir að þú ættir í raun bara afmæli á fjögurra ára fresti? Ætli ég hafi ekki verið svona fimm ára. Að daginn vantaði inn í dagatalið. Ég var að skoða dagatal og þá sá ég það. Ég man að afi var að reyna að útskýra þetta fyrir mér. Ég átti mjög bágt með að bekenna þetta, mér fannst þetta alveg fáránlegt. Heldurðu meira upp á afmæli þitt á raun- verulega afmælisdeginum? Já, ég geri það núna. Í seinni tíð. Hvað á að gera á mánudaginn? Mánudagurinn er alveg óráðin gáta. Við för- um örugglega bara út að borða, fjölskyldan. En svo ætla ég að halda veislu 5. mars. Held alvöru partý og verð með hljómsveit. Finnst fólki ekki sérstakt að þú eigir þennan afmælisdag? Jú, jú, ég er oft spurð, já, þú ert ein af þeim! Morgunblaðið/Ásdís INDA BJÖRK ALEXANDERSDÓTTIR 40 ÁRA (10 ÁRA) Daginn vantaði í dagatalið Skjöldur Magnússon, fyrrverandi bifreiðastjóri,slökkviliðsmaður og hluthafi hjá Borgarplasti, fagn-ar áttatíu árunum á tuttugasta afmælisdegi sínum á mánudaginn 29. febrúar, hlaupársdag. Hann er fæddur og uppalinn í Borgarnesi þar sem faðir hans átti bílastöð. Hvernig er að eiga þennan sérstaka afmælisdag? Þegar ég var krakki var ég mjög óhress með þetta, að eiga ekki afmæli eins og aðrir. Móðir mín hélt yfirleitt upp á það 28. febrúar. Svo þegar ég fór að eldast kunni ég svo sannarlega að meta þennan afmælisdag og vil ekki skipta á honum og neinum öðrum. Af því hann er svo sérstakur. Manstu hvað þú varst gamall þegar þú uppgötvaðir að þú ættir bara afmæli á fjögurra ára fresti? Nei, ég man það ekki. En ég man að þegar ég var sextán ára var ég farinn að kunna að meta 29. febrúar, og allar götur síðan. Heldurðu meira upp á afmælið þegar það er hlaupár? Já, aðeins meira. Það er svona í fyrsta skipti núna sem ég finn að þetta er stór dagur, þegar maður er áttræður. Mér fannst það ekkert merkilegt þegar ég varð fertugur eða sextugur, en finnst það núna áttræður, kominn á síð- asta legginn. Hvað ætlarðu að gera á „tvítugsfmælinu“ þínu? Þá förum við hjónin út að borða í Perluna. Ég afþakkaði stórveislu og í staðinn förum við út að borða. Er einhver afmælisdagur eftirminnilegri en aðrir? Já, þegar ég var tuttugu ára. Þá var ég að keyra (sem bifreiðarstjóri) og það lengdist aðeins hjá mér keyrslan. Ég kom ekki heim fyrr en um nóttina. Og þegar ég kom heim þá beið afmælisterta á borðinu. Um miðja nótt. Þetta var mér mjög minnistætt. Hvenær fannst þér þú eiga afmæli, 28. febrúar eða 1. mars? Mér fannst ég ekki eiga afmæli 28. febrúar þegar það var verið að halda upp á það. Og alls ekki í mars. Hvað með bílprófið, fékkstu það 28. febrúar eða fyrsta mars? Ef ég á að segja þér sannleikann um mig: af því að ég er alinn upp á stöðinni var ég auðvitað síkeyrandi. Svo þegar það kom að því að taka bílprófið þá sagði bifreiðaeftirlits- maðurinn við mig: þú ert búinn að keyra svo mikið að ég ætla að straffa þig í eina viku. Ég fékk því að taka bílprófið viku seinna. Ég átti alltaf von á þessu. Ég keyrði nú þessa dagana eins og hina. SKJÖLDUR MAGNÚSSON 80 ÁRA (20 ÁRA) Afmælisterta um miðja nótt Forinnritun nemenda í 10. bekk stendur yfir 4. mars til 10. apríl Forinnritun nemenda í 10. bekk (fæddir 2000 eða síðar) hefst föstudaginn 4. mars og lýkur sunnudaginn 10. apríl. Í grunnskólum sínum fá nem- endur afhent bréf frá Menntamálastofnun sem inniheldur leiðbeiningar um umsóknarferlið og veflykil sem gengur að umsókn á Menntagáttinni, www.menntagatt.is. Foreldrar/forráðamenn nemenda fá bréf frá Mennta- málastofnun með upplýsingum um innritunina sent á lögheimili sitt. Nemendur í 10. bekk eru eindregið hvattir til að taka þátt í forinnrituninni. Innritun eldri nemenda stendur yfir 4. apríl til 31. maí Innritun eldri nemenda (fæddir 1999 eða fyrr) hefst mánudaginn 4. apríl og lýkur þriðjudaginn 31. maí. Til að sækja um þarf Íslykil eða rafræn skilríki/auðkenni. Lokainnritun nemenda í 10. bekk stendur yfir 4. maí til 10. júní Nemendur í 10. bekk hafa frest til miðnættis föstudaginn 10. júní til að sækja um nám í framhaldsskóla eða breyta umsóknum úr forinnritun. Einkunnir þeirra verða sendar rafrænt frá grunnskólunum til framhaldsskólanna eftir skólaslit. Fjar- og dreifnám og nám í kvöldskóla Innritun í fjar- og dreifnám og í kvöldskóla fer fram samkvæmt fyrirkomulagi sem einstakir framhaldsskólar auglýsa. Nánari upplýsingar um innritun í framhaldsskóla má fá hjá Menntamálastofnun í síma 514 7500 eða í gegnum tölvupóstfangið innritun@mms.is. Starfsfólk Menntamálastofnunar Innritun í framhaldsskóla fyrir haustönn 2016 Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.