Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Blaðsíða 32
punktur í lík- amsstöðu. Þótt ein- hverjum þyki það betra fag- urfræðilega að vera háreistur er það erfitt fyrir sambúð liða og tauga í hálsi. Hristingur erfiður hjólreiðamönnum Stundum er sagt að einn millimetri í munnholi sé kílómetra ígildi og Héðinn segir það sama eiga við um hálsinn þar sem hann er svo þétt- settur liðum, taugum og vöðvum. Á tímum heilsuvakningar þar sem Íslendingar stunda alls konar hreyfingu er spurning hvernig er hægt að passa upp á viðkvæma hálsa og sýna þeim virðingu. „Fyrir utan að sleppa hálsteygjum og fer- ilsæfingum og hafa hökuna á réttum stað ætti til dæmis ekki að sofa á maganum því þá snýr höfuðið á hlið. Hreyfingarlega séð er tvennt Ágæti hálsteygja mýta Eftir fertugt þarf sérstaklega að passa hálsinn þar sem það er margt sem fer að breytast þá í líkamanum. „Ég er ekki að segja að allir eigi að hætta að hreyfa sig eða horfa til hlið- anna, slíkt þarf auðvitað stundum. Og ég er alls ekki á móti útlima- teygjum heldur snýst þetta fyrst og fremst um hrygginn. En ég er gjarn- an spurður af þeim sem ég meðhöndla hvort það eigi alla ævi, líka í bata, að forðast hálsteygjur og ferilsæfingar. Þótt maður hafi kannski ekki áhyggjur af full- frísku ungu fólki sem hefur enga sögu um áverka er ég samt kominn á það að allir eigi bara að sleppa því – ágæti hálsteygja sé mýta. Jafnframt getur það skilað fólki heilmiklu að breyta einföldum atriðum.“ Hvað sjónsvið varðar segir Héðinn gott að miða við að líta ekki lengra til hliða en svo sem nemur 45° eða 50% af fullri snúnings- getu hálsins. „Það er samt mikilvægt að hafa í huga að orðin yfirleitt og sjaldan eiga frekar við í þessu en alltaf og aldrei.“ Hvað er það í hálsteygjum sem hefur vond áhrif? „Þá er togað af töluverðu afli í bandvef; vef sem getur verið með ótal örsár sem maður er þá hugsanlega að opna.. Þessu er stundum líkt við garðslöngu. Ef þú beyglar hana þá frussast vökvi úr örrifum slöngunnar en ef hún fær að vera bein lekur allt úr öðrum endanum eins og á að vera. Þegar þessi örsár á bandvefnum opnast getur lekið inn á hann og út og vefurinn bólgnar. Gallinn er sá að við finnum ekkert meðan á teygjunum stendur en er refsað með afleiðingum, jafnvel eftir 2-3 daga. Svo er líka annað með teygjurnar en það er hvað þetta eru stórir vogararmar. Þegar þú hallar undir flatt ertu að setja mikla þyngd á hálsliðina sem er kannski erfitt fyrir þá að taka á móti.“ Hvernig höfuðið er staðsett í kyrrstöðu skiptir svo máli. Hakan má ekki vera fram- stæð, það er álag fyrir liðina, og betra að hún sé nær hálsi. Hvirfillinn ætti að vera efsti Fjarverkir eru mjög algengir og höfuð-verkur er eitt þekktasta dæmið; verkursem finnst annars staðar en upptökin eru,“ segir Héðinn Svavarsson sjúkraþjálfari sem er jafnframt sérfræðingur í greiningu og meðferð stoðkerfiskvilla en í rúm 25 hefur hann fyrst og fremst meðhöndlað vandamál frá hrygg og efri hluta stoðkerfisins; háls- og höfuðverki, bakverki, brjósklos og ýmislegt fleira. Hálsinn sem orsök fjarverkja hefur farið vaxandi í umræðunni síðustu árin. Tveir af hverjum þremur hafa glímt við höfuðverk og 13-15% Íslendinga þjást af hálsverkjum eða verkjum út í útlimi út frá hálsi. Andleg einkenni eiga líffræðilegar skýringar „Vandamál í efri hálshrygg koma gjarnan fram í höfði en vandamál í mið- og neðri háls- hrygg leiða niður í axlagrindina; t.d. milli herðablaða, axlir og hendur. Hálsinn er flókið hylki sem inniheldur margt; liði, vöðva, sinar, liðbönd, taugar. Góð sambúð vefja þar er því mikilvæg og ef eitthvað er ekki í lagi getur það bitnað á næsta „nágrannavef“. Auk verkja get- ur fólk upplifað vandamál tengd sjón og heyrn og jafnvel andleg einkenni sem eiga þó líf- fræðilegar skýringar; þú upplifir sig flatan og framtakslausan, með hálfgerðan heilalopa og það er það sem hefur komið hvað mest á óvart þar sem maður hefur séð hvernig sumum er hleypt út úr doðaástandi þegar hálsinn er með- höndlaður og fólk upplifir sig sem nýja mann- eskju.“ Meðferð hjá sjúkraþjálfara snýst um hand- verk fagmannsins, fræðslu og svo að kenna styrktaræfingar sem hægt er að gera án bún- aðar. En hvað er það sem Héðinn getur bent okkur á í sambandi við daglega hluti - bæði þeim sem eru veikir fyrir en líka þeim sem vilja fara vel með líkamann? „Eftir langan tíma í þessu tekur maður eftir ýmsu sem fer öfugt ofan í fólk. Hálsteygjur og ferilsæfingar; þar sem litið er langt til beggja hliða og höfðinu snúið eins langt yfir öxlina og mögulegt er, er eitthvað sem ég mæli ekki með en það er mín reynsla að slíkt álag geri engum gott og sé of mikið álag fyrir særðan vef. Ég hef séð mikinn mun á þeim sem hafa ver- ið að gera hálsteygjur sem og þessar stóru fer- ilsæfingar og hætta því svo og fæ mjög oft að heyra það að viðkomandi upplifir sig nýja manneskju við að taka það út.“ Margir telja að vandamál þeirra sé einfald- lega stirðleiki; að það þurfi að liðka háls og bak meira. Málið er þó gjarnan flóknara en svo en margir eru með ofhreyfanlega liði. Í hryggn- um eru tvö svæði; neðri mjóhryggur og mið- hálshryggur sem hættir til að vera óstöðugir og ofhreyfanlegir. Helstu óvinir ofhreyfanlegra liða eru tveir – stórar líkamsstöður og hraði; þ.e.a.s. hraðar, endurteknar hreyfingar sem koma inn á háls- inn og setja álag á ofhreyfanlega liði. Hreyfing sem sameinar bæði stórar hreyfingar og hraða getur reynst mikið álag og maður reynir því að dempa þessar tvær breytur þegar maður setur upp æfingaprógramm.“ sem eiginlega allir þola: göngu- ferðir og skipulögð tækja- leikfimi með æfingum með dempuðum hraða og stærð hreyfinganna. Það er mjög al- gengt að höfuðverkjafólk þoli illa að hlaupa, synda og hjóla. Hlaup- ararnir upplifa kannski góða tilfinn- ingu í hlaupinu og fyrst á eftir þar sem blóðflæðisaukning nær um- fram tregðuna og þetta getur því verið fölsk tilfinning því bólgan er jafnvel að aukast við hlaupin en eftirköstin koma kannski ekki nærri strax fram. Hjólreiðamenn sem eru með verki þurfa að spyrja sig hvort það gæti tengst þeim hreyfingum því það er tvennt varðandi hjólreiðarnar. Ann- ars vegar höfuðstaða hjólreiðamannsins – hakan er framstæð og höfuðið reigt aftur og svo er það hristingurinn úr stýrinu sem leiðir upp í hendur og háls. Margar rannsóknir hafa sýnt að titringur getur reynst stoðkerf- inu mjög erfiður; í farartækjum og við hreyfingu. Þú ert þá að hrista frumurnar og viðkvæman vefinn. Það er fleira í sambandi við hristing og til dæmis eru það nuddpottar sem mörgum þykir gott að liggja í og láta bununa hamra á verknum. Maður upplifir þá stundarvellíðan en í raun er það sem gerist einungis það að athyglin er dregin frá verknum um stund. Skilaboð eru send frá þeim stað sem bunan dynur á og athygli stjórn- stöðvarinnar í heilanum dregin frá verknum um stund. Hristingurinn í nuddpottinum getur hins vegar verið of mikill og of mikið álag.“ Héðinn segir að lokum að það sé margt sem sjúkraþjálfarar hafi verið lengi að gera án þess að þeir geti beinlínis útskýrt það. „Sumt gerir maður af því að maður bara veit það eftir öll þessi ár – það er stundum talað um sjötta skilningarvit sjúkraþjálfarans. En áratuga- reynsla hefur kennt manni margt og maður er alltaf að læra eitthvað nýtt. Það er það sem gerir starfið spennandi.“ Héðinn Svavarsson, sjúkraþjálfari og sérfræðingur í stoðkerfisvandamálum, hefur verið í faginu í rúman aldarfjórðung. Hálsteygjur of mikið álag Héðinn Svavarsson, sjúkra- þjálfari og sérfræðingur í stoðkerfiskvillum segir að hálsteygjur og stórar háls- hreyfingar séu ekki það æskilegasta fyrir heilsuna. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Minna þarf sig á að hakan sé ekki of framstæð. G et ty Im ag es Morgunblaðið/Styrmir Kári Hjólreiðar njóta vinsælda en staða höfuðsins meðan hjólað er getur valdið verkjum í höndum og hálsi. Dæmi um ferilsæf- ingu sem ætti ekki að gera; höfðinu er snú- ið langt til hliðanna en það er of mikið álag fyrir hálsinn. HEILSA Nú þegar marga skortir D-vítamín er gott að safna D-vítamínríkummatvörum í innkaupakörfuna. Lýsi og feitur fiskur hjálpa en gleymið ekki að sveppir, sérstaklega portabello-sveppir, eru ríkir af vítamíninu. D-vítamín í sveppum 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.2. 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.