Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Blaðsíða 36
Ekki er öll dýratengd ferða-
mennska af hinu slæma.
Skýrsla World Animal Pro-
tection segir að í fjórðungi
tilvika séu dýratengd ferða-
þjónustufyrirtæki að gera
villtum dýrum gott, og á það
einkum við um dýraathvörf
þar sem ekki eru haldnar
sýningar eða gestum leyft að
komast í beina snertingu við
dýrin. Ferðamenn ættu að
kynna sér vel valkostina og
forðast þá staði sem hafa
fengið umsagnir sem benda
til að eitthvað annað en hag-
ur dýranna sé í fyrsta sæti.
Þá ætti vitaskuld að
sneiða alfarið hjá afþreyingu
sem er hrein og klár dýra-
pynting, eins og nautaat.
Sumir ferðamenn heim-
sækja nautaatssýningar í
löndum eins og Spáni og
Mexíkó með það fyrir aug-
um að upplifa menningar-
einkenni staðarins, en fá
fljótlega nóg af hroðanum
og halda á brott þegar
ósköpin eru rétt að byrja.
Áhorfendapallarnir verða oft
tómlegir þegar ferðamenn-
irnir eru farnir, en verðið
sem þeir greiddu fyrir mið-
ann hjálpar til að halda
grimmilegri starfseminni
gangandi.
Sumt gott,
annað
skelfilegt
FERÐALÖG Eftir tuttugu ár verðurðu svekktari út af hlutunumsem þú gerðir ekki en út af hlutunum sem þú gerðir.
Mark Twain.
Að fara eða ekki fara?
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.2. 2016
Það getur verið mergjuð upp-lifun að komast í tæri viðframandi dýr á ferðalögum úti
í heimi. En stundum er það sem virð-
ist ósköp meinleysisleg skemmtun
með dýrunum að valda þeim miklum
skaða.
Bresku dýraverndarsamtökin
World Animal Protection birtu á
dögunum lista yfir dýratengda af-
þreyingu sem ábyrgir ferðamenn
ættu að forðast. Hér að neðan eru
nokkur atriði af listanum og eflaust
er þar sumt sem kemur lesendum á
óvart. Þjáning dýranna blasir nefni-
lega ekki alltaf við.
Reiðtúrar á fílum
Fílar eru heillandi
skepnur og getur
verið hápunkt-
urinn á ferðalagi
um SA-Asíu að
komast í tæri við
einn slíkan. En á
bak við stuttan
reiðtúrinn leynist
löng saga þjáningar.
Þjálfun fílanna kallar á að
þeir séu fjarlægðir frá mæðrum sín-
um á unga aldri og látnir þola mikið
harðræði þar til þeir sýna algjöra
undirgefni. Upplifunin getur valdið
áfallastreituröskun sem fylgir fílnum
alla ævi. Þá þurfa fílarnir oft að búa
við erfiðar aðstæður og við þrengsli,
og fá ekki að þroska eðlileg tengsl við
aðra fíla. Þetta veldur þeim tjóni
bæði líkamlega og andlega.
Myndir og rölt með
tígrisdýrum og ljónum
Hver hefur ekki séð mynd á Facebo-
ok frá einhverjum vininum sem stillir
sér upp með syfjulegu tígr-
isdýri eða pirruðum
ljónshvolpi? Stóru
kettirnir eru mik-
ilfengleg dýr og
fallegt mynd-
efni, en eiga
ekki heima við
þessar að-
stæður. Hvolp-
arnir sem túr-
istar fá að kjassa
hafa verið teknir
frá mæðrum sínum og
þurfa að þola að vera handfjatlaðir
eins og tuskudúkkur margar klukku-
stundir á dag.
Þegar dýrin eldast eru þau áfram
notuð sem skemmtun, og verða ófær
um að lifa úti í náttúrunni. Þar sem
finna má fullorðin tígrisdýr sem
ferðamenn fá að umgang-
ast er sennilegt að þau
hafi verið beitt harka-
legri þjálfun og séu
jafnvel dópuð.
Höfrunga-
sýningar
Þó höfrungurinn
virðist brosa þá er það
ekkert sældarlíf að vera
hluti af sædýrasýningu.
Oft eru höfrungarnir fang-
aðir á skelfilegan hátt og
streitan svo mikil að
mörg dýrin lifa ekki af
flutningana á áfanga-
astað. Í sædýragörð-
unum er þessum spöku
skepnum komið fyrir í
tönkum sem eru varla stæri
en sundlaug, sem er ónátt-
úrulegt umhverfi fyrir
höfrunginn sem er van-
ur óravíddum hafsins.
Bjarnagarðar
Í þessum görðum er
mörgum bjarndýrum
safnað saman á lítið
svæði og lítið sem getur
örvað þá. Það er björnum
ekki eðlislægt að vera í svona
mikilli nálægð við marga aðra birni
og von á átökum, meiðslum og sýk-
ingum. Enn verra er ef birnirnir eru
þvingaðir til að sýna sirkusatriði eins
og að standa á bolta eða hjóla á reið-
hjóli.
Apasýningar
Apar sem gera alls kyns trix geta
verið ákaflega krúttlegir og fyndnir
en að baki kúnstunum er harkaleg
þjálfun og þegar apinn er ekki að
„vinna“ er hann oft geymdur við
slæmar aðstæður í þröngum búrum
eða hlekkjaður fastur einhvers stað-
ar þar sem hann getur lítið hreyft
sig.
Dansandi slöngur
Slöngutemjarar hafa
skemmt vegfar-
endum frá örófi
alda, en þessi iðja
er ekki sniðug
fyrir því. Yfirleitt
eru slöngurnar
veiddar úti í nátt-
úrunni og högg-
tennurnar teknar
úr þeim með töng-
um á grimmileg-
an og frum-
stæðan hátt.
Er þetta
gert því bit-
ið getur ver-
ið banvænt
mannfólki, en
slangan þarf
oft að þola sárs-
aukafulla sýkingu
sem getur jafnvel
dregið hana til
dauða.
Krókódíla-
búgarðar
Það færist í aukana
að krókódílar séu
ræktaðir á þar til
gerðum krókódílabýlum,
einkum til að skaffa tískugeir-
anum krókódílaleður. Þessi býli eru í
seinni tíð farin að laða til sín ferða-
menn sem vilja berja krókódílana
augum og oft er krókódílasteik hluti
af ferðinni.
Að sögn World Animal Protection
er aðbúnaður krókódílanna oft
hörmulegur, og þrengslin mikil.
Streita og óhreinindi geta valdið
sjúkdómum og átökum milli krókó-
dílanna sem slást og bíta fæturna
hver af öðrum.
Þegar dýrin
þjást fyrir
ferðamennina
Margur pottur er brotinn í dýratengdri ferða-
þjónustu og þurfa túristar að sýna ábyrgð
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is
Höfrungar á sædýrasýningum
eru oftar en ekki hafðir í allt
of litlum tönkum.
–– Meira fyrir lesendur
ÍMARK DAGUR
Föstudaginn 4. mars gefur Morgunblaðið út
sérblað, tileinkað ÍMARK deginum
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA
Fyrir kl. 12, þriðjudaginn
1. mars
NÁNARI UPPLÝSINGAR
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
Íslenski markaðsdagurinn verður
haldinn hátíðlegur með
veglegri ráðstefnu í
Háskólabíói 4. mars.