Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Blaðsíða 46
LESBÓK Sýningu um Línu Langsokk sem hefur staðið yfir í Norræna húsinulýkur um helgina. Starfsfólk hússins tæmir því fjársjóð Línu og gefur hverjum gesti sem tekur þátt í getraun súkkulaðigullpening. Lína kveður Norræna húsið 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.2. 2016 Málverk kallar Guðjón Ketilssonmyndlistarmaður sýninguna semhann opnaði í Hverfisgalleríi neðst við Hverfisgötu á föstudagskvöldið. Röð langra skúlptúra á grunnum hillum myndar sjóndeildarhring í sýningarsalnum; vinstri hlutar þeirra eru uppstaflaðar strigaræmur, þeir hægri úr áli og á þeim eru textar. Á ein- um vegg salarins er röð annarskonar verka: það eru málningarpallettur listamannsins frá löngum tíma, diskar og skálar sem hann hefur blandað liti á og hefur nú pússað niður með sandpappír þannig að hin ýmsu litalög og form myndast. Þetta eru vissulega málverk, og skúlptúrarnir líka. Hráefnið í þá er misstór málverk sem Guðjón skapaði á árunum 1984 til 1990 og hafa síðan verið upprúlluð í skáp á vinnustofu hans. En nú hefur hann rist verkin niður og það sem áhorfendur fá að sjá, í stað myndanna sem þau sýndu áður, eru textalýs- ingar Þórunnar Hjartardóttur á álinu á hægri hluta hvers verks. Á þessum árum voru allir að mála „Þessi verk fjalla öll um málverk. Enda er það titill sýningarinnar,“ segir Guðjón sem um árabil hefur verið einn athyglisverðasti mynd- listarmaður sinnar kynslóðar og unnið allra- handa verk sem yfirleitt mótast á einhvern hátt af öruggum tökum hans á handverki, hvort sem um teikningar, útskurð eða annað er að ræða. Hann segir að þetta séu allt mál- verk en í seinni tíð hefur hann lítið gert af því að mála. „Ja, ég hef fengist við margt en lít samt á mig sem skúlptúrista,“ segir hann. „Á þessum árum, á 9. áratugnum, voru allir að mála. Það var smitandi og maður sogaðist inn í það – en jafn auðveldlega út úr því aftur. En mér finnst athyglisvert að hugsa til þess að þegar ég vann þessi málverk hafði ég áður unnið í hlutastarfi á auglýsingastofu, en var eiginlega kominn í fulla vinnu við myndlýs- ingar, fyrir bókaforlög á borð við Mál og menningu og Bjart. Nú hefur dæmið snúist við og ég hef fengið annan til að orðlýsa þess- um gömlu málverkum mínum.“ Guðjón vísar til þess að hann gerði á sínum tíma rómaðar myndir í bækur eins og um Harry Potter og Blíðfinn. En hvað varðar það að hafa „endurgert“ þessi gömlu málverk sín á þennan hátt, segir Guðjón margt af því sem hann hafi unnið að síðustu misseri hafa komið til vegna einhverrar endurskipulagningar á vinnustofunni. „Af einhverri rælni hafði ég skorið niður eitt svona málverk og á svipuðum tíma varð ég vitni að sjónlýsingu Þórunnar Hjartardóttur á málverkum á Kjarvalsstöðum fyrir sjóndapra. Og þá small eitthvað saman. Ég stakk upp á því við hana að við færum í svona samstarf, lét hana fá ljósmyndir af þessum gömlu mál- verkum sem höfðu verið upprúlluð í skáp hjá mér öll þessi ár – og síðan réðst ég á þau, skar þau niður og þvingaði ræmurnar saman á þennan hátt.“ Tíminn lesinn aftur á bak Guðjón segir að þegar hann breytti málverk- unum á þennan hátt, með því að skera þau niður og stafla ræmunum upp, hafi hann verið upptekinn af hugmyndum um bókaformið. „Það er svo mikil frásögn í málverkum sem þessum og nú líta þau út eins og þversnið af bók. Þar er ákveðin skírskotun í tungumálið – og nú er þeim lýst með orðum,“ segir hann. En fannst honum ekkert erfitt, tilfinn- ingalega, að skera niður þessi gömlu verk sín? „Nei! Verkin fjalla auðvitað meira og minna um tilfinningar en það er engin eftirsjá að þeim. Mér fannst ég vera að búa til ný verk. Mér fannst líka eitthvað heillandi við að þegar ég tók þau upprúlluð út úr skápnum þá dugði mér alveg að lesa lýsingarnar utan á upprúll- uðum ströngunum, eins og „Gult málverk, hendi teygir sig eftir vindli …“, því þá mundi ég nákvæmlega eftir hverju einasta verki og þurfti ekkert að líta á þau. Mér þótti það áhugaverð hugmynd að geta búið til slíkar skyndimyndir í huga fólks sem sæi lýsingar á verkunum, og gæti túlkað þær og skynjað á sinn hátt. Mér fannst það áhugaverðara en að myndirnar væru áfram upprúllaðar inni í skáp, þar sem þær hafa þegar verið í áratugi. Ég hafði heldur ekki áhuga á að sýna mynd- irnar aftur eins og þær voru málaðar – það var eins og einum kafla væri lokið og nýr byrjaði með þessari umbreytingu. Þetta er einskonar uppstokkun, og end- urskilgreining á málverkinu.“ Hvað varðar hin verkin á sýningunni, máln- ingarpalletturnar, segir hann að málning- arlögin hafi verið orðin hnausþykk á þeim. „Af fikti og forvitni réðist þannig í hálfgerðan fornleifauppgröft með sandpappír! Þetta er eins og tímalestur, eins og þegar lögum af veggfóðri er flett af vegg og tíminn lesinn aft- ur á bak.“ Og afraksturinn er þessi litríku og óvenjulegu málverk Guðjóns í Hverfisgalleríi. „Það var eins og ein- um kafla væri lokið og nýr byrjaði með þess- ari umbreytingu,“ seg- ir Guðjón um skúlp- túrana sem hann gerði úr málverkunum. Morgunblaðið/Einar Falur „Og síðan réðst ég á þau“ „Það er engin eftirsjá að þeim. Mér fannst ég vera að búa til ný verk,“ segir Guðjón Ketilsson um verkin á sýningu í Hverfis- galleríi. Hann skar gömul málverk sín í ræmur, festi þær saman og sýnir sem skúlptúra með lýsingum á því hvað er á verkunum. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Ein af pallettunum; Guðjón hefur pússað niður mörg lög af málningu og skapað málverk. Hluti eins skúlptúrsins, uppstaflað sundurskorið málverk og upphaf textalýsingarinnar á því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.