Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Blaðsíða 28
MATUR J.C. Jacobsen bruggaði ekki bara handverksbjór þess tíma, heldurskartaði hann vel snyrtu skeggi, gekk í gömlum en vönduðum fötum, hékk með rithöfundum og deildi bruggkunnáttu sinni með öðrum. Fyrsti hipsterinn? 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.2. 2016 Í seinni tíð tengir fólk Carlsberg-bjórinn kannski aðallegavið miðaldra menn að horfa á fótbolta í vandræðalegaþröngum bolum en Carlsberg er engu að síður mjög sögufrægur bjór,“ segir Stefán Pálsson, sagnfræðingur og bjórspekúlant, þegar blaðamaður sest með honum yfir freyð- andi kollu til þess að fræðast aðeins um þetta danska bjór- merki. „Þeir taka þessa þýsku aðferð og gera með henni ljós- an lagerbjór sem andsvar við dökka ölinu sem þá var ríkjandi. Það er svo kannski rökrétt að Danir, þetta mikla flota- og siglingaveldi með gríðarmikinn kaupskipaflota miðað við íbúatölu, séu þjóðin sem býr til bjórinn sem flæðir að end- ingu út um allan heim.“ Jacobsen-feðgar og danska blómaskeiðið Uppruna Carlsberg má rekja um 170 ár aftur í tímann, til ársins 1845 þegar J.C. (sem stendur fyrir Jacob Christian) Jacob- sen snýr til baka frá Suður-Þýskalandi með lifandi lagerbjór í farteskinu. Hið heilaga gral þess tíma í bjórheiminum var hinn ljósi, þýski lagerbjór og Jacobsen einsetti sér að brugga slíkan bjór. Hann reisti brugghús í því skyni árið 1847 og skýrði fyrirtækið „Carlsberg“ í höfuðið á barnungum syni sínum og að auki með vísun í hólinn sem brugghúsið stóð á. Til að ljá nafninu svolítið forframaðan blæ notaðist hann við hina þýsku orðmynd „berg“ í staðinn fyrir danska orðið „bjerg“. „Laust fyrir miðja 19. öld er gróskumikið tímabil, ákveðið blómaskeið, í Danmörku. H.C. Andersen er að skrifa sín ævintýri, Örsted fer mikinn á sviði eðlisfræðinnar og Thor- valdsen vekur athygli fyrir höggmyndalist sína. J.C. Jacob- sen sprettur upp úr þessari stemningu og nær gríðarlega góðum árangri nánast strax með sinn ljósa bjór. Carlsberg nánast rúllaði öllu öðru upp með fullkomnari tækjabúnaði og vísindalegri nálgun en sam- keppnin. Bjór var helst hugs- aður til staðbundinnar neyslu en með átöppun á glerflöskur var hægt að flytja hann yfir höf. Það breytti öllu.“ Tilgangslaust að skora Carlsberg á hólm Stefán heldur áfram: „Þannig voru þeir Jacobsen-feðgar á undan sinni samtíð. Þeir fluttu út flöskubjór í kassavís og eru bara á allt öðrum stað en samkeppnin. Hér á landi verður Carlsberg-bjórinn hreinlega gæðaviðmið hvað bjór varðar og það er mjög fyndið að lesa bjórauglýs- ingar í íslenskum blöðum frá aldamótunum 1900 þar sem aðrar danskar bjórtegundir eru auglýstar af íslenskum in- flytjendum. Þar segir iðulega að sú tegund sem auglýst er sé hreinlega næstum því jafn góð og Carlsberg, eða sé vafalaust sú næstbesta.“ Stefán hlær við. „Það skor- aði enginn kónginn á hólm, enda hefði það bara verið ótrúverðugt og asnalegt að reyna það.“ Það er skondið til þess að hugsa að á tím- um þegar kaupmenn hikuðu ekki við að grípa til efstastigs í auglýsingum sínum, þá vogaði sér enginn annar að segja sinn bjór bestan. „Þess í stað létu menn sér nægja að segja eitthvað á borð við: „Margir telja að þessi bjór sé ekki mikið síðri en Carlsberg“ og voru bara mjög ánægðir með það.“ Þaðan er máske sprottið slagorðið sem fylgt hefur Carlsberg allar götur síðan – hver veit? Morgunblaðið/Golli Carlsberg og frumherjinn J.C. Jacobsen Það bar nýverið til tíðinda í bjórheim- inum hér á landi að hinn sögufrægi Carlsberg flutti sig um set frá Vífilfelli til Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar, og styrktist við það úr 4,5% í 5%. Af því tilefni er rétt að staldra við og skoða sögulegt mikilvægi þessa víðfræga bjór- merkis og kynnast um leið J.C. Jacobsen. Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is „Það má ekki gleyma því að það er tæknilega flóknara að brugga lager,“ segir Stefán Pálsson um hinn ljósa Carlsberg. Eins og sjá má á þessum gamla flöskumiða af Carls- berg-bjór sem ætlaður var til útflutnings til Íslands, prýddi sólkrossinn – öðru nafni hakakross og swas- tika upp á útlenskuna – umbúðir Carlsberg. Swas- tikan er ævagamalt tákn úr sanskrít og stóð það fyr- ir velferð og gæði í víðum skilningi. Árið 1881 ákvað Carl Jacobsen að gera hakakrossinn að tákni bjórs síns (sem var þá reyndar hinn nýi Carlsberg, brugg- aður í samkeppni við gamla Carlsberg sem faðir hans, J.C. Jacobsen, bruggaði) en Jacobsen yngri hafði mikinn áhuga á Grikklandi til forna og Róm en í báðum þessum fornu menningarheimum var táknið mikið notað. Þegar nasistar tóku hins vegar upp á því að gera haka- krossinn að sín- um hætti Carl Jacobsen hins- vegar að lítast á blikuna og árið 1940 var alfarið hætt að nota merkið, af skilj- anlegum ástæð- um. Sólkrossinn prýddi umbúðirnar Það er kunnara en frá þurfi að segja að þessi misserin lítur bjóráhugafólk oft niður á ljósan lagerbjór, og þeir sem fylgjast með í handverksbjórkreðsunni telja frekar bragðmeiri bruggstíla á borð við IPA, Bar- leywine, Porter og aðra slíka meðal sinna uppáhaldsbjóra. Þetta er þó ekki alveg maklegt, eins og Stefán útskýrir. „Menn brugga annaðhvort öl eða lagerbjór. Lag- erbjór er stærri og útbreiddari en öl í dag en sögulega séð var hann alltaf erfiðari við Þeir feðgar gerðu sér ítrekað ferðir suð- ur á bóginn til að læra listina og komast að leyndarmálinu, með góðu eða illu, og að endingu komust þeir yfir lager-ger sem þeim tókst að halda lifandi meðan þeir ferðuðust heim til Danmerkur. „Þeir voru þannig í fararbroddi með sinn ljósa lagerbjór í Danmörku og mörk- uðu sér þegar í stað sérstöðu, heima og heiman. Restin, eins og þeir segja, er sagnfræði.“ til að mynda enginn heimabruggari sem byrjar á því að gera lager,“ bætir Stefán kankvís við. „Þetta þýðir að menn sáu ljósa lag- erbjórinn sem bruggaður var í Bæjara- landi í Suður-Þýskalandi, og ekki síður í Tékklandi, sem hið helga gral í þessum fræðum öllum saman. Þessi svæði höfðu það orðspor að búa til besta bjórinn og aðrir, meðal annars J.C. Jacobsen og sonur hans Carl, vildu komast á þann stall.“ að eiga. Hann er gerjaður við lægra hita- stig sem þýðir það að menn voru alltaf að kljást við það í gamla daga að sumrin voru of heit til að brugga lagerbjór. Þá var nú- tíma kælitækni ekki komin til sögunnar. Það er nefnilega svo að þó lagerbjór sé einfaldari – hann skilur lítið eftir sig við bruggun annað en áfengi og kolsýru, en öl býður upp á margvíslega lyktar- og bragð- tóna – þá má ekki gleyma því að það er tæknilega flóknara að brugga lager. Það er Ljósi lagerbjórinn verðskuldar virðingu J.C. Jacobsen, stofnandi Carlsberg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.