Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Blaðsíða 20
HÖNNUN 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.2. 2016 Stóllinn sem er hönnun Hjalta Geirs, frá 1963, verður nú framleiddur í 170 eintökum. D ynkir berast inn um opinn gluggann á skrifstofu Hjalta Geirs Kristjánssonar hús- gagnahönnuðar með meiru við Laugaveg 13. Ástæðan er sú að verið er að byggja nýtt hótel á vegum Ice- landair hótela þar við hliðina á, á svokölluðum Hljómalindarreit. Hjalti Geir býður blaða- manni sæti í sófa á fallegri skrifstofunni, sóf- inn er þó ekki eftir hann sjálfan heldur dansk- an kollega, Børge Mogensen. Tilefni fundarins er þau skemmtilegu tíðindi að Icelandair hótel hafi pantað 170 sérsmíðaða stóla af Hjalta Geir. Hönnunin er alíslensk og stólarnir verða líka framleiddir hérlendis. Gaman er líka að segja frá því að faðir Hjalta Geirs, Kristján Siggeirsson, rak um árabil eigin húsgagnaverslun og framleiðslu í bakhúsi við Laugaveg 13, út frá Smiðjustíg, eða við sama reit og hótelið nú rís. Bygging- arnar voru barn síns tíma segir Hjalti Geir, sem er ánægður með nýju nágrannana og finnst hótel betri kostur en skemmtistaðir sem nágranni, og rifjar upp að hann hafi stundum þurft að hefja vikuna á því að þrífa upp eftir helgardjammið fyrir framan innganginn að húsinu. Hann hefur sem húseigandi verið töluvert í sambandi við framkvæmdaraðilana því heil- mikið gengur auðvitað á í svona fram- kvæmdum en í upphafi grunaði hann auðvitað ekki að samskiptin myndu enda með því að hann fengi pöntun á stól sem hann teiknaði ár- ið 1963. „Það er alltaf verið reyna að fá þá sem standa í framkvæmdum til að nota íslenskt,“ segir hann og lítur á þetta sem hvatningu fyrir alla íslenska hönnun. „Það hefði verið einfaldara fyrir þá að fara til Kaupmannahafnar eða annað og kaupa stóla í staðinn fyrir að semja við mig og aðra og fá þetta framleitt hérna. Það er viss metn- aður í þessu,“ segir hann. Hann er ánægður með að hönnunin lifi enda er það raunin með mörg vinsæl húsgögn í Danaveldi. „Ég fór að fletta í bókum sem ég á um dönsk húsgögn og sá þar margar týpur sem eru í fullri framleiðslu í Danmörku og eru frá upphafi sjötta áratugarins. Það er gaman þegar hlutir standast tímans tönn.“ En hvað veldur því að hönnun frá þessum tíma er svona vinsæl og höfðar svona mikið til fólks nú, eins og stóllinn þinn gerir? „Það hlýtur að vera notagildið. Hann er þægilegur sem sæti og er uppbyggður þannig að hann liðast ekki í sundur svo auðveldlega. Hann hentar líka vel í fjöldaframleiðslu sem hefur mikið að segja upp á verðsamanburð,“ segir Hjalti Geir og blaðamaður vill bæta því við að stóllinn er ennfremur sérlega formfagur og mikið fyrir augað. Stóllinn var framleiddur í rúm tíu ár eftir því að hann kom fyrst fram á sjónarsviðið og leynist því áreiðanlega enn á einhverjum heim- ilum í landinu. Hjalti Geir lét þó framleiða síðar nokkur eintök fyrir fjölskylduna. „Það voru fram- leiddir nokkrir tugir svona stóla fyrir nokkrum árum sem ég gaf barnabörnunum,“ segir hann en þá tókst honum að finna mann sem gat rennt þetta heima hjá sér fyrir hann. Barnabörnin eru aldeilis heppin en þau er orðin tíu talsins og barnabarnabörnin fjögur en Hjalti Geir og kona hans Sigríður Th. Er- lendsdóttir sagnfræðingur eiga fjögur börn, tvær dætur og tvo syni. Tólf stykki úr tekki Í þetta skiptið er það Geir Oddgeirsson í hús- gagnavinnustofunni Grein á Vatnsleysuströnd sem framleiðir stólana fyrir hann. „Þeir hjá Grein eru mjög vandaðir og hafa mikinn metnað fyrir því að þetta sé vel gert. Það hefur mikið að segja að handverkið sé gott.“ Stólarnir verða nú framleiddir úr eik nema hvað að tólf stykki verða úr tekki og verða þeir í anddyri hótelsins. Hinir stólarnir verða inni á herbergjum. Áklæðið verður úr slitsterku taui, sem stenst kröfur hótelsins og fer bólstrunin fram hérlendis. Auk þess að vera menntaður húsgagna- arkitekt, eins og það var kallað á þeim tíma, er Hjalti Geir lærður húsgagnasmiður. Hann tók þátt í stofnun Félags húsgagnaarkitekta árið 1955 og var þar formaður í ein tíu ár og kom af stað öflugu starfi í félagsskapnum. „Ég sagði það við kollega mína, strákana í í Félagi húsgagnaarkitekta að ég hefði það framyfir þá marga að faðir minn ræki hús- gagnavinnustofu og væri tilbúinn að framleiða stóla sem ég teiknaði. Þetta var ekki eins auð- velt fyrir alla,“ segir hann en það var í upphafi ekki framleitt mikið af íslenskri hönnun hér. „Það var miklu auðveldara fyrir framleið- endur að fara á sýningu til dæmis í Kaup- mannahöfn og kaupa eitthvert eitt módel sem þeim leist vel á og taka það með sér heim, slá því í sundur og fara að framleiða,“ segir Hjalti Geir og svarar því aðspurður játandi að þetta hafi verið stundað á þessum árum. Sýningin skipti sköpum Hann ákvað því að snúa vörn í sókn. „Í félag- inu voru allt áhugasamir strákar með teikn- ingar en enginn sýndi áhuga á að framleiða þær svo ég sagði: Nú skulum við gera eitt, við skulum fá lánað húsnæði einhvers staðar og við skulum stofna til sýningar. Þið fáið ein- hverja framleiðendur til að búa til eitt, tvö stykki fyrir ykkur og svo sýnum við þetta til að vekja athygli á þessari íslensku hönnun,“ segir hann. Niðurstaðan varð sýningin „Húsgögn 1960“ sem var haldin í Pósthússtræti í húsnæði Al- mennra trygginga sem þá var í byggingu. „Við vorum langt komnir með undirbúning- inn þegar það var hringt í mig og ég spurður hvort við myndum samþykkja það að Jón Stef- ánsson listmálari myndi sýna myndir á sýning- unni. Jón Stefánsson var auðvitað við- urkenndur listamaður svo við héldum það nú. Hann sýndi málverk á sýningunni og það gerði það að verkum að sýningin vakti ennþá meiri athygli. Við vorum ungir menn að reyna að brjóta ísinn og svo kemur bara þessi frægi maður og vill sýna með okkur. Það var alveg einstakt.“ Önnur mun stærri sýning var haldin í kjöl- far þessarar árið eftir þar sem mun fleiri framleiðendur tóku þátt en hún var í annarri nýbyggingu við Laugaveg 26. „Þarna var komið ákveðið samtal í gang og búin að mynd- ast einhver samvinna. Upp úr henni fengum við tilmæli frá handverkssýningunni í Münc- hen í Þýskalandi hvort við vildum sýna þar,“ segir hann en þeir fóru með úrval gripa til Þýskalands. „Meðal þeirra var stóll sem Gunnar H. Guðmundsson hafði teiknað og hann fékk gullverðlaun á þessari sýningu í München,“ segir Hjalti Geir sem fór fyrir sýn- ingunni þar sem hann var þýskumælandi eftir námsárin í Sviss. „Svo gátum við gert svolítið úr þessu og sagt, sjáið bara hvað við erum metnir erlend- is,“ segir hann en það er eins og það þurfti stundum til að fá fólk til að hlusta heima. „Þetta lyfti okkur öllum upp og það varð mikið umtal um það sem við vorum að gera og teikna.“ Þetta varð kveikjan að því að innlendir framleiðendur fóru að framleiða íslenska hönnun í meira mæli og framundan var mikið blómaskeið í íslenskri framleiðslu og hönnun. Ísland gekk síðan í EFTA árið 1970 en fram að því höfðu verið háir innflutningstollar á hús- gögnum. „Þá minnkuðu innflutningstollarnir, þeir fóru úr 90% niður í 60% og næstu sex ár á eftir lækkuðu þeir um 10 prósentustig á ári.“ Hjalti Geir var fylgjandi þessum breyt- ingum. „Við sem framleiðendur hérna, okkur fannst þetta mjög eðlilegt að afnema tollinn. Við ætt- um að geta verið samkeppnisfærir gagnvart öðrum framleiðendum.“ Húsgagnaframleiðsla hélt áfram á Íslandi en breyttist. „Þessi framleiðsla þróaðist meira yfir í skrifstofuhúsgögn,“ segir Hjalti Geir og bætir við að fjölskyldufyrirtækið hafi farið þessa leið. „Við breyttum mikið yfir í skrif- stofuhúsgögn. Við sáum að skrifstofuhúsgögn kölluðu á svo mikla þjónustu gagnvart við- skiptamönnunum, sem erfitt var fyrir erlenda aðila að sinna,“ segir hann. „Það var mjög skemmtilegt og nú er uppi- staðan í húsgagnaframleiðslunni hérna skrif- stofuhúsgögn og innréttingar í svefnherbergi og eldhús.“ Aðdráttarafl stólsins Athygli vekur að margir frægustu hús- gagnahönnuðir heims, Hans J. Wegner, Finn Vandað til verka í upphafi Íslensk hönnun verður í fyrirrúmi í nýju hóteli á vegum Icelandair hótela sem opnað verður í maí næstkomandi. Hótelið er búið að panta 170 eintök af stól sem Hjalti Geir Kristjánsson teiknaði árið 1963. Hótelið rís einmitt við hlið skrifstofu Hjalta Geirs við Laugaveg, á sama reit og faðir hans, Kristján Siggeirsson, rak um árabil eigin húsgagnaverslun og framleiðslu. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Hjalti Geir á skrifstofu sinni við Lauga- veg í húsinu sem faðir hans byggði. Á stóru myndinni fyrir aftan hann má sjá Öldugötu 4, húsið sem hann fæddist í. Ljósmynd/Guðmundur Ingólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.