Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Blaðsíða 6
Írakar veifa þjóðfánanum á hávaðasömum útifundi sjía-múslíma á Tahrir-torgi í Bagdad í vikunni. Krafist var umbóta í stefnu ríkisstjórnarinnar og útrýmingu spillingar sem m.a. er talin eiga þátt í töfum á aðgerðum vegna stíflunnar í Tígris.Umhverfið er nú friðsælt,fljótið mikla, Tígris, sígurhægt sína leið „með tímans göngulagi“, á bökkum þess og hæð- um í grenndinni eru mannlausir sumarbústaðir og braggar verka- manna, einnig mannlausir. En norð- an við stífluna miklu er lónið. Þar eru þegar mest er um 11 milljarðar rúmmetra af vatni sem á uppruna sinn norður í fjöllum Tyrklands, í um 110 km fjarlægð. Nú óttast margir að stíflan geti brostið og flóðvatnið á fáeinum stundum valdið gífurlegum usla. Í versta falli geti allt að 20 metra há aldan banað hálfri milljón manna í Mosul og fleiri borgum neð- ar í ánni. Enn fleiri yrðu heim- ilislausir. Mest er hættan í vorleysingum sem senn hefjast á svæðinu. Kúrdar ráða yfir stíflunni og lóninu en Mo- sul-búar þurfa því ekki bara að sætta sig við yfirráð hryðjuverka- mannanna í Ríki íslams, IS, heldur ógn sem gæti umturnað lífi þeirra með innan við tveggja stunda fyr- irvara. Um 1,7 milljónir manna búa í Mosul, sem er um 50 km sunnan við stífluna. Íbúunum hefur ekki verið kynnt áætlun sem mun hafa gerð um brottflutning ef stíflan brestur. Ald- an gæti einnig náð allt að fimm metra hæð í höfuðborginni Bagdad og í fleiri borgum en þá væri fyr- irvarinn meiri. „Það er eitt sem við vitum með vissu – ef þessi stífla væri í Banda- ríkjunum værum við búin að tæma lónið bak við hana,“ segir Sean MacFarland undirhershöfðingi, sem stýrir fámennu herliði Bandaríkja- manna í Írak. Þegar árið 2006 sagði í skýrslu verkfræðinga Bandaríkja- hers að mannvirkið væri „hættuleg- asta stífla í heimi“. Saddam Hussein lét reisa hana snemma á níunda áratugnum, ekki síst til að tryggja yfirráð stjórnar súnní-araba á svæði sem kúrdíska þjóðarbrotið í norðri hefur lengi álit- ið hluta af sínu. Verktakar frá Ítalíu og þýska fyrirtækið Hochtief sáu um framkvæmdir við stífluna sem er sú stærsta í landinu. Sérfræðingar vör- uðu við því að reisa stífluna á svæði þar sem jarðvegurinn er að mestu leyti leir og gifs sem breytist í leðju þegar efnið sýgur í sig vatn. En aðr- ir fullyrtu að hægt væri að styrkja mannvirkið með því að dæla stöðugt steinsteypublöndu inn í glufurnar sem myndast stöðugt í undirlagið. Það hefur óspart verið gert, frá upp- hafi alls um 50 þúsund tonnum af steypu. Glufur og holrúm munu nú fara stækkandi, það sést á myndum úr jarðsjám. Stríð og spilling En átökin, spillingin og stjórnleysið í Írak síðustu áratugi valda því að oft hefur viðhaldi lítið eða ekkert verið sinnt. Liðsmenn IS náðu Mosul á sitt vald og réðu auk þess í nokkra daga árið 2014 yfir stíflunni, þá notuðu þeir tækifærið til að stela öllum tækjabúnaði sem þeir fundu. Flestir starfsmenn stíflunnar flúðu og sumir komast hvorki lönd né strönd, eru í reynd fangar IS í Mosul. Vatnið er afar mikilvægt fyrir þetta þurra svæði, það er ekki að- eins notað til að framleiða rafmagn heldur til áveitu. Embættismenn ráðamanna í Bagdad gera lítið úr hættunni á flóði, benda á að ekki sjá- ist sprungur í stífluveggnum. Talsmenn Kúrda segja að bar- áttan við IS hafi forgang. Vegna hvatningar alþjóðastofnana hefur þó verið ákveðið að semja við ítalska verktakann Trevi Group um lág- marksviðgerðir, lán fékkst frá Al- þjóðabankanum upp á 200 milljónir dollara. En það boðar ekki gott að heimildarmenn fullyrða að stjórn- völd trassi nú að greiða starfs- mönnum á svæðinu laun. Flóðið sem vofir yfir Mosul Fjórða stærsta stífla í Miðausturlöndum er í ánni Tígris í Írak, skammt ofan við Mosul. Undirstaðan er mjög léleg og hún gæti brostið. AFP Al-Qosh Tal Afar Dohuk Tígris Stífla í Mosul í hættu Lengd: 3,4 km Svæði Kúrda í Írak Hæð: 113 m Framleiðsla: 1.010 MW Vatnið er notað til raforkuframleiðslu og áveitu Ef stíflan brestur gæti 12 til 15 metra há alda skollið á Mosul Heimild: Ríkisstjórn Íraks Ríki íslams, samtök íslamista Mosul BagdadStíflan í Mosul Vopnaðir hópar Kúrda Yfirráðasvæði: Hætta er á að stærsta stífla Íraks bresti 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.2. 2016 ERLENT KRISTJÁN JÓNSSON kjon@mbl.is ’ Vatn fer alltaf þangað sem það vill fara og ekkertgetur stöðvað það. Vatn er þolinmótt. Vatns-droparnir naga í sundur steininn. Margaret Atwood, kanadískur rithöfundur. BANDARÍKIN WASHINGTON Forkosningar verða hjá bæði demókrötum og repúblikönum í 13 ríkjum Bandaríkjanna á þriðjudag og gætu þá línur farið að skýrast. Donald Trump er enn langefstur hjá hinum síðarnefndu í könnunum á landsvísu en hjá demókrötum hefur Bernie Sanders nú tekið forystuna af Hillary Clinton. KÍNA PEKING NewYork er ekki lengur sú borg sem hýsir flesta milljarðamæringa í dollurum. Þann titil ber nú Peking, höfuðborg Alþýðulýðveldisins Kína. Að sögn tímaritsins Hurun Report eru þeir 100 í Peking en munu vera 95 í NewYork. Einnig segir þar að milljarðamæringarnir séu 568 í Kína öllu en 535 í Bandaríkjunum. BRETLAND LONDON Bretar munu kjósa um það í lok júní hvort landið skuli áfram v í Evrópusambandinu eða ganga úr því. Þegar er mikil ha í kosningabaráttunni og æ menn 36 af 100 stærstu fyrirtækum landsins vöruðu í opnu bréfi í vikunni við að úrsögn myndi kosta störf og skaða efnahaginn. Íhaldsflokkur Davids Camerons forsætisráðherra er klofinn í málinu. ÓPUSAMBANDIÐ Innanríkisráðherrar Evrópusambandsins ni fund til að ræða harðar deilur um ildarríkjanna 28 um málefni farand- og na. Grikkir hafa kallað sendiherra sinn heim urríki til að mótmæla því að þeir hafi ekkifrá A verið hafðir með í ráðum. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, segir að takist ekki að finna lausn á næstu vikum geti það m.a. valdið því að Bretar yfirgefi sambandið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.