Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Side 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Side 6
Írakar veifa þjóðfánanum á hávaðasömum útifundi sjía-múslíma á Tahrir-torgi í Bagdad í vikunni. Krafist var umbóta í stefnu ríkisstjórnarinnar og útrýmingu spillingar sem m.a. er talin eiga þátt í töfum á aðgerðum vegna stíflunnar í Tígris.Umhverfið er nú friðsælt,fljótið mikla, Tígris, sígurhægt sína leið „með tímans göngulagi“, á bökkum þess og hæð- um í grenndinni eru mannlausir sumarbústaðir og braggar verka- manna, einnig mannlausir. En norð- an við stífluna miklu er lónið. Þar eru þegar mest er um 11 milljarðar rúmmetra af vatni sem á uppruna sinn norður í fjöllum Tyrklands, í um 110 km fjarlægð. Nú óttast margir að stíflan geti brostið og flóðvatnið á fáeinum stundum valdið gífurlegum usla. Í versta falli geti allt að 20 metra há aldan banað hálfri milljón manna í Mosul og fleiri borgum neð- ar í ánni. Enn fleiri yrðu heim- ilislausir. Mest er hættan í vorleysingum sem senn hefjast á svæðinu. Kúrdar ráða yfir stíflunni og lóninu en Mo- sul-búar þurfa því ekki bara að sætta sig við yfirráð hryðjuverka- mannanna í Ríki íslams, IS, heldur ógn sem gæti umturnað lífi þeirra með innan við tveggja stunda fyr- irvara. Um 1,7 milljónir manna búa í Mosul, sem er um 50 km sunnan við stífluna. Íbúunum hefur ekki verið kynnt áætlun sem mun hafa gerð um brottflutning ef stíflan brestur. Ald- an gæti einnig náð allt að fimm metra hæð í höfuðborginni Bagdad og í fleiri borgum en þá væri fyr- irvarinn meiri. „Það er eitt sem við vitum með vissu – ef þessi stífla væri í Banda- ríkjunum værum við búin að tæma lónið bak við hana,“ segir Sean MacFarland undirhershöfðingi, sem stýrir fámennu herliði Bandaríkja- manna í Írak. Þegar árið 2006 sagði í skýrslu verkfræðinga Bandaríkja- hers að mannvirkið væri „hættuleg- asta stífla í heimi“. Saddam Hussein lét reisa hana snemma á níunda áratugnum, ekki síst til að tryggja yfirráð stjórnar súnní-araba á svæði sem kúrdíska þjóðarbrotið í norðri hefur lengi álit- ið hluta af sínu. Verktakar frá Ítalíu og þýska fyrirtækið Hochtief sáu um framkvæmdir við stífluna sem er sú stærsta í landinu. Sérfræðingar vör- uðu við því að reisa stífluna á svæði þar sem jarðvegurinn er að mestu leyti leir og gifs sem breytist í leðju þegar efnið sýgur í sig vatn. En aðr- ir fullyrtu að hægt væri að styrkja mannvirkið með því að dæla stöðugt steinsteypublöndu inn í glufurnar sem myndast stöðugt í undirlagið. Það hefur óspart verið gert, frá upp- hafi alls um 50 þúsund tonnum af steypu. Glufur og holrúm munu nú fara stækkandi, það sést á myndum úr jarðsjám. Stríð og spilling En átökin, spillingin og stjórnleysið í Írak síðustu áratugi valda því að oft hefur viðhaldi lítið eða ekkert verið sinnt. Liðsmenn IS náðu Mosul á sitt vald og réðu auk þess í nokkra daga árið 2014 yfir stíflunni, þá notuðu þeir tækifærið til að stela öllum tækjabúnaði sem þeir fundu. Flestir starfsmenn stíflunnar flúðu og sumir komast hvorki lönd né strönd, eru í reynd fangar IS í Mosul. Vatnið er afar mikilvægt fyrir þetta þurra svæði, það er ekki að- eins notað til að framleiða rafmagn heldur til áveitu. Embættismenn ráðamanna í Bagdad gera lítið úr hættunni á flóði, benda á að ekki sjá- ist sprungur í stífluveggnum. Talsmenn Kúrda segja að bar- áttan við IS hafi forgang. Vegna hvatningar alþjóðastofnana hefur þó verið ákveðið að semja við ítalska verktakann Trevi Group um lág- marksviðgerðir, lán fékkst frá Al- þjóðabankanum upp á 200 milljónir dollara. En það boðar ekki gott að heimildarmenn fullyrða að stjórn- völd trassi nú að greiða starfs- mönnum á svæðinu laun. Flóðið sem vofir yfir Mosul Fjórða stærsta stífla í Miðausturlöndum er í ánni Tígris í Írak, skammt ofan við Mosul. Undirstaðan er mjög léleg og hún gæti brostið. AFP Al-Qosh Tal Afar Dohuk Tígris Stífla í Mosul í hættu Lengd: 3,4 km Svæði Kúrda í Írak Hæð: 113 m Framleiðsla: 1.010 MW Vatnið er notað til raforkuframleiðslu og áveitu Ef stíflan brestur gæti 12 til 15 metra há alda skollið á Mosul Heimild: Ríkisstjórn Íraks Ríki íslams, samtök íslamista Mosul BagdadStíflan í Mosul Vopnaðir hópar Kúrda Yfirráðasvæði: Hætta er á að stærsta stífla Íraks bresti 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.2. 2016 ERLENT KRISTJÁN JÓNSSON kjon@mbl.is ’ Vatn fer alltaf þangað sem það vill fara og ekkertgetur stöðvað það. Vatn er þolinmótt. Vatns-droparnir naga í sundur steininn. Margaret Atwood, kanadískur rithöfundur. BANDARÍKIN WASHINGTON Forkosningar verða hjá bæði demókrötum og repúblikönum í 13 ríkjum Bandaríkjanna á þriðjudag og gætu þá línur farið að skýrast. Donald Trump er enn langefstur hjá hinum síðarnefndu í könnunum á landsvísu en hjá demókrötum hefur Bernie Sanders nú tekið forystuna af Hillary Clinton. KÍNA PEKING NewYork er ekki lengur sú borg sem hýsir flesta milljarðamæringa í dollurum. Þann titil ber nú Peking, höfuðborg Alþýðulýðveldisins Kína. Að sögn tímaritsins Hurun Report eru þeir 100 í Peking en munu vera 95 í NewYork. Einnig segir þar að milljarðamæringarnir séu 568 í Kína öllu en 535 í Bandaríkjunum. BRETLAND LONDON Bretar munu kjósa um það í lok júní hvort landið skuli áfram v í Evrópusambandinu eða ganga úr því. Þegar er mikil ha í kosningabaráttunni og æ menn 36 af 100 stærstu fyrirtækum landsins vöruðu í opnu bréfi í vikunni við að úrsögn myndi kosta störf og skaða efnahaginn. Íhaldsflokkur Davids Camerons forsætisráðherra er klofinn í málinu. ÓPUSAMBANDIÐ Innanríkisráðherrar Evrópusambandsins ni fund til að ræða harðar deilur um ildarríkjanna 28 um málefni farand- og na. Grikkir hafa kallað sendiherra sinn heim urríki til að mótmæla því að þeir hafi ekkifrá A verið hafðir með í ráðum. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, segir að takist ekki að finna lausn á næstu vikum geti það m.a. valdið því að Bretar yfirgefi sambandið.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.