Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.2. 2016 FJÖLSKYLDAN Systkini sem deila herbergi ættu aðeiga sitt persónulega rými þar líka; vera til dæmis með eigin skrifborð. Í sama herbergi Eðalfiskur ehf • Sólbakka 4 • 310 Borgarnesi • S. 437 1680 • sala@edalfiskur.is • www.edalfiskur.is Reyktur og grafinn Eðallax fyrir ljúfar stundir  Tengdu lestur áhugamálunum. Á einhverjum tímapunkti geta börn lýst því yfir að þeim þyki einfaldlega leiðinlegt að lesa. Þeim finnist sög- urnar í bókunum leiðinlegar. Þá er hægt að taka, að minnsta kosti tímabundið, svolítið aðra leið að lestrinum. Það má gera með því að finna lesefni sem tengist áhuga- málum þeirra og einblína á það. Síð- ustu misserin hafa Minecraft- tölvuleikir notið mikilla vinsælda og hafa bækur komið út á íslensku um Minecraft-heiminn sem börn hafa sökkt sér ofan í. Þá má finna lesefni tengt dýraríkinu ef börn hafa sér- stakan áhuga á kóngulóm, risaeðlum eða krókódílum. Sama má segja um himingeiminn, uppfinningar og fleira en á bókasöfnum þekkja bóka- verðir vel þær fræðslubækur sem eru í boði fyrir börn og um að gera að spyrja ráða.  Búðu til skemmtilega umgjörð. Það er ótrúlegt hvað það getur verið miklu skemmtilegra að gera allt í virki. Hvort sem er að drekka epla- safa eða lesa. Leyfðu frjálsa virk- isgerð úr efnivið að eigin vali; púð- um, teppum, stólum og því sem hugurinn girnist. Inn í virkið er hægt að fara með huggulegar léttar veitingar og spennandi bók. Enn meira spennandi ef hægt er að lofa vasaljósi til að nota við lesturinn.  Nýttu uppskriftarbækur. Flest- um krökkum þykir gaman að mat- búa eitthvað. Það er ekki úr vegi ef sú hugmynd kemur upp að börnin fletti í gegnum léttar uppskrifta- bækur og séu beðin um að finna upp- skriftir og athuga svo hvort hráefnin séu til í skápunum og hvað vantar og hvað þurfi að gera. Þau sjá um að renna í gegnum textann til und- irbúnings matarinnkaupunum og svo fylgjast þau að sjálfsögðu með uppskriftartextanum þegar verið er að elda. Lestur getur þannig komið úr nýrri átt án þess að verið sé að ræða sérstaklega að nú skuli lesið.  Lestu sjálf(ur). Ef hinir fjöl- skyldumeðlimirnir sjá þig lesa og skemmta þér konunglega, hlæja og verða spennt og dreymin til skiptis er líklegra að þau langi til að upplifa eitthvað svipað. Sýndu lestrinum áhuga. Það er gam- an að tala um það sem maður er að upplifa í lestrinum. Spurðu um per- sónur og hvað er að gerast og vertu inni í því sem er að gerast á blaðsíð- unum.  Börn eru forvitin í eðli sínu og allir foreldrar fá spurningar sem þeim er jafnvel ómögulegt að svara. Nú eða mögulegt að svara – með því að gúggla aðeins. En hér er eitt sem á einkum við um aðeins eldri krakkana. Ef þau vilja vita eitthvað um pýramíd- ana, höfuðborg Ástralíu, Napóleón Bónaparte eða hvernig er best að gera armbeygjur – gúgglaðu það, finndu niðurstöður á íslensku í góðum texta og leyfðu þeim að lesa sér sjálf til um það. Þeim finnst jafnvel sport að fá að lesa um eitthvað á internetinu.  Til eru mjög sniðug smáforrit sem hægt er að nota í málörvun, lestri og stafsetningu. Meðal þeirra eru Lærum og leikum með hljóðin sem er fyrir yngsta stigið, Mynda- saga, sem er íslenskt smáforrit sem raðar upp myndum og bókstöfum og er fyrir yngsta og miðstig grunn- skóla og Bitsboard sem er fyrir sama aldur en þar fylgja flokkar á ensku sem hægt er að þýða og ná í fleiri og hægt er að ná í þónokkra á íslensku.  Fyrirbæri eins og Facebook er ofsalega spennandi í augum krakka sem eru ekki komin með aldur til að vera þar og ekki síst að spjalla þar við pabba eða mömmu sem eru í vinnunni, eða ömmu og afa og senda broskalla. Það er mjög örvandi að leyfa slíkt spjall meðan mamma eða pabbi eru við hliðina og fylgjast með – bæði er það æfing í að skrifa og æf- ing í að lesa það sem amma eða pabbi eru að senda. Og þá er vert að hafa í huga að þau sendi að sjálfsögðu ekki bara halló, hjörtu og broskalla heldur línur sem hæfa aldri barnanna þar sem hægt er að segja frá hvað er ver- ið að aðhafast og slíkt.  Skildu bækur eftir á klósettinu. Leiðist fólki þar er það líklegt til að grípa í eitthvað til að stytta stund- irnar. Bók sem annars freistar ekki getur freistað þar. Spennandi heimalestur Það getur orðið ótrúlega spennandi að lesa bækur ef maður býr til „virki“ sem umgjörð utan um það. Getty Images/Fuse Læsi íslenskra barna hefur hrakað ár frá ári. Heima fyrir er hægt að gera ýmislegt til að vekja áhuga og hvetja til lesturs utan skólans. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Vísindamenn við háskólann í Aarhus í Danmörku hafa verið að rannsaka systkinatengsl og hvað börnum finnst almennt um að eigna systkini, hvort sem er al-, hálf- eða stjúpsystkini. Niðurstöður rannsóknanna gefa til kynna að börn sem eiga fleiri en eitt heimili og systkini báðum megin eru allajafna flinkari í samskiptum og eiga auðveldara með að aðlagast nýjum aðstæðum en þau sem þekkja ekki að skipta sér á milli heimila eða búa með stjúpsystkinum. DÖNSK RANNSÓKN Á SYSTKINATENGSLUM Það getur gert illt verra að þrýsta á ný stjúpsystkini að verða vinir. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ekki þrýsta á stjúp- systkini að tengjast Það sem reynist börnum í blönd- uðum fjölskyldum erfiðast er þeg- ar systkini sem þau hafa alist upp með frá fæðingu flakka á milli og þau fylgjast ekki að. Til dæmis ef þau eiga eldra systkini sem fer stundum til annars pabba og hitt barnið er eftir heima á meðan. Systkini sem alast upp saman taka það nærri sér að vera ekki saman. Fullorðnir eiga hins vegar ekki að þrýsta á að stjúpsystkini, sem kynn- ast aðeins eldri, myndi tengsl því það getur virkað þveröfugt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.