Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Blaðsíða 22
K ristján Þór Júlíusson kemur eins og storm- sveipur inn á skrif- stofu sína. „Fyr- irgefðu hvað ég er seinn, við skulum vinda okkur í þetta,“ segir hann og lætur sig falla í leðurstólinn fyrir framan mig. Sviptir tappa af sódavatnsflösku. Það er í mörg horn að líta hjá heil- brigðisráðherra þetta fimmtudags- síðdegi enda er hann nýbúinn að kynna endurbætur í heilsugæslunni og umræðan þegar farin á flug í fjölmiðlum. Á leiðinni niður í Hafn- arhús er rætt um heilsugæsluna í útvarpinu og á leiðinni aftur upp í Hádegismóa er líka rætt um hana. Ráðherra er að koma af fundi og á leiðinni á annan fund en gefur sér tíma til að fara yfir téðar end- urbætur með Sunnudagsblaði Morgunblaðsins í millitíðinni. „Þetta mál hefur verið lengi í undirbúningi og er hluti af verkefn- inu sem ég kynnti fyrst opinberlega árið 2014 undir heitinu Betri heil- brigðisþjónusta. Það byggist í grunninn á vinnu sem unnin var á síðustu árum og gekk undir heitinu Fjármögnun eftir forskrift og snýst um að þjónusta heilsugæslunnar sé kostnaðargreind og að það sé greitt fyrir ákveðin verkefni sem ríkið ákveður að kaupa,“ segir Kristján Þór. Úrbóta var þörf Hann segir fyrsta verkefnið eftir að hann tók við embætti heilbrigð- isráðherra hafa verið að berja í brestina í spítalaþjónustunni en síð- an hafi menn einhent sér í að endur- skoða heilsugæsluna enda sé hún mikilvæg grunnstoð í kerfinu. Úr- bóta hafi verið þörf, um það hljóti allir að vera sammála. Hann segir eðlilegt að skiptar skoðanir séu um verkefnið, svo sem fram kom strax í kjölfar blaða- mannafundarins á fimmtudaginn. „Við vorum alveg undir það búin og þeir sem aðhyllast einkarekstur eða eru andvígir honum munu örugg- lega finna sitthvað við sitt hæfi eða til að gagnrýna í þessum áformum. Það breytir hins vegar ekki því, sem ég held að allir geti verið sammála um, sama hvar í flokki þeir standa eða hvaða lífsskoðanir þeir hafa, að það hlýtur að vera fagnaðarefni ef áform ganga eftir um þrjár nýjar heilsugæslustöðvar á höfuðborg- arsvæðinu, þar sem við höfum ekki séð nýja heilsugæslustöð í áratug, þrátt fyrir um tuttugu þúsund íbúa fjölgun. Sama hvað okkur finnst um útfærsluna þá hljótum við að geta glaðst saman yfir þessu og litið upp úr skammdegisdrunganum.“ Kristján Þór er bjartsýnn á að þessum langþráða áfanga verði náð strax á þessu ári en áætlanir ráðu- neytisins ganga út á það að þrjár nýjar heilsugæslustöðvar taki til starfa á hausti komanda. Þokkalega bjartsýnn Í kröfulýsingu vegna þessara áforma er meðal annars tekið á þáttum sem snúa að hámarksbið eftir þjónustu, kröfum um húsnæði, lækningatæki og annan búnað, skipulagi lyfjamála, kröfum til skráningar heilbrigðisupplýsinga og samtengingum sjúkraskráa. Kristján Þór er bjartsýnn á að aðilar finnist til að reka þessar nýju stöðvar, hratt og örugglega. „Ég hef mínar upplýsingar um mat á þörfinni frá heilbrigðisstarfs- mönnum, bæði innan heilsugæsl- unnar og utan, og miðað við þær er fyllsta ástæða til að vera þokkalega bjartsýnn á að það verði áhugi á þessu. Svo kemur það bara í ljós í kjölfar þeirra auglýsinga og kynn- inga sem fram munu fara. Það verð- ur spennandi að sjá hver áhuginn verður og hvernig hann verður fullnustaður.“ Í kynningu sinni vegna endurbót- anna sagði ráðherra markmiðið með breytingunum fyrst og fremst vera að jafna samkeppnisstöðu Íslands gagnvart nágrannalöndunum varð- andi þjónustu við sjúklinga og starfsaðstæður starfsmanna. Félag íslenskra heimilislækna hefur sagt að ef við ætlum að ná yngra fólki frá útlöndum til heilsugæslunnar þá verðum við að bjóða upp á fjöl- breyttari rekstrarform líkt og eru við lýði í nágrannalöndum okkar. „Þetta er mjög mikilvægt,“ segir Kristján Þór, „enda viljum við að fólk geti haft meira um sinn vinnu- stað, sinn vinnutíma og sinn frítíma að segja. Verið sjálfs sín herrar í þeim efnum. Sömuleiðis eru þetta líka kröfur á hendur ríkinu sem kaupanda þjónustunnar, það er varðandi gæði hennar, eftirlit og svo framvegis. Eins skyldur ríkisins til að veita borgurunum þessa grund- vallarþjónustu sem heilsugæslunni er ætlað að veita og bundin er í lög. Í lögum um heilbrigðisþjónsutu frá árinu 2007 er mjög skýrt ákvæði um það markmið að heilsugæslan sé fyrsti viðkomustaður skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins. Álag á spít- alana hefur verið of mikið vegna þess að heilsugæslan hefur ekki náð að uppfylla þessi skilyrði. Fyrir vik- ið hefur orðið til kostnaður og bið- listar annars staðar í kerfinu, bæði hjá sérgreinalæknum og spítölum.“ Ráðherra gerir sér ekki vonir um að þessar endurbætur muni leysa þennan vanda í eitt skipti fyrir öll en þær komi örugglega til að létta verulega á honum. „Markmiðin eru alveg skýr, það er að allir hafi að- gang að sínum heimilislæknum og að sjúklingar verði skráðir á stöðvar en það mun hins vegar taka okkur einhvern tíma að uppfylla þetta. Eftir svona langt hlé, tíu ár, verður ekki fyllt upp í þörfina á einu eða tveimur árum. Það segir sig alveg sjálft.“ Höfum skorið okkur úr Hann kveðst líka vera að horfa til þess að bjóða fólki með þekkingu og áhuga á heilsugæslustörfum upp á umhverfi sem stenst samanburð við nágrannaþjóðirnar. „Í Noregi og Danmörku er heilsugæslan að mestu leyti einkarekin, blönduð í Svíþjóð og Finnar eru að umturna öllu sínu kerfi. Þessi áform eru áfangi í þá veru að nálgast þetta fé- lagslega norræna líkan sem flestir eru sammála um að standa eigi vörð um. Til þessa höfum við skorið okk- ur úr í þessum efnum, þó svo við eigum ágætis dæmi um einkarekst- ur í heilsugæslunni, eins og Sala- stöðina.“ Eins og fram hefur komið er ekki gert ráð fyrir arðgreiðslum í hinu nýja rekstrarformi. „Meðan við er- um ekki með fullfjármagnað kerfi er eðlilegt að hafa þá skilmála inni. Þeir munu gilda um rekstur allra heilsugæslustöðva á höfuðborg- arsvæðinu og ég sé ekki að útlit sé fyrir að það breytist í náinni fram- tíð.“ Valið ekki vandamál Kristján Þór er ekki í vafa um að endurbæturnar muni leiða til aukins jafnræðis innan kerfisins. „Það hef- ur ákveðið ójafnræði verið innbyggt í kerfið vegna þess að við höfum verið með þrennskonar greiðslufyr- irkomulag. Við erum með opinberu stöðvarnar fimmtán, samninga við einkastöðvarnar, Salastöðina og Lágmúla, og heimilislækna utan heilsugæslu, sem eru með samning við Sjúkratryggingar Íslands. Mér finnst eðlilegt og skynsamlegt að greiðslufyrirkomulagið og fjár- mögnunin á þessari grunnstoð sé öll með sama hætti; að allir sitji við sama borð. Það er í þágu sjúkling- anna enda eiga þeir að hafa val og eiga að geta ráðið því mestan part hvernig fjárstreymið verður innan kerfisins. Þetta er fyrst og fremst skjólstæðingamiðað kerfi.“ Kristján Þór sér ekki að vanda- mál geti hlotist af því að sjúklingar hafi val um það til hvaða heilsu- gæslustöðvar þeir leita og óttast ekki að sumar stöðvar fyllist en aðr- ar tæmist. „Af hverju skyldu allir streyma á sömu stöðina? Er það ekki vegna þess að hún er að veita betri þjónustu en aðrar stöðvar? Það hlýtur þá að verða öðrum stöðvum hvatning til að standa sig betur. Ég er sannfærður um að val- frelsi sjúklinga komi til með að bæta þjónustuna á heildina litið. Mér er kunnugt um að stöðvarnar sem við erum að reka á höfuðborg- arsvæðinu í dag eru þegar byrjaðar að búa sig undir þetta nýja um- hverfi og mér skilst að það sé strax farið að skila árangri. Áhrifin eru Fyrst og fremst skjólstæðinga- miðað kerfi Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra kynnti fyrir helgina endurbætur í heilsugæslunni en höfuðmarkmiðið með þeim er að bæta þjónustu við sjúklinga. Hann segir eðlilegt að skiptar skoðanir séu um málið en er sjálfur ekki í nokkrum vafa um að fyrirhugaðar breytingar séu til mikilla bóta. „Ég geng mjög stoltur fram með þetta verkefni,“ segir ráðherra. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir alla hljóta að gleðjast yfir því að til standi að opna þrjár nýjar heilsugæslu- stöðvar á höfuðborgarsvæðinu enda þótt menn greini ef til vill á um útfærsluna. ’Mér er kunnugt um að stöðvarnar sem við erumað reka á höfuðborgarsvæðinu í dag eru þegarbyrjaðar að búa sig undir þetta nýja umhverfi ogmér skilst að það sé strax farið að skila árangri. með öðrum orðum farin að koma fram. Sem er gott.“ Fagnar áhuga þjóðarinnar Úr því maður er kominn inn á gafl hjá heilbrigðisráðherra er ekki hægt annað en spyrja hann út í undirskriftasöfnun Kára Stef- ánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, en samkvæmt nýj- ustu fréttum hafa áttatíu þúsund manns ritað nafn sitt á End- urreisn.is og þar með krafist þess að ellefu prósentum af vergri lands- framleiðslu verði varið í íslenska heilbrigðiskerfið. Kristján Þór segir málið ekki komið með formlegum hætti inn á borð ríkisstjórnarinnar enda hafi enginn ráðherra ennþá séð téðan lista, aðeins heyrt af honum í fjöl- miðlum. „Ég skil það þannig að áskoruninni sé beint til Alþingis og þá hljóta aðstandendur söfnunar- innar á einhverjum tímapunkti að koma undirskriftalistanum þangað.“ Hafandi sagt það fagnar heil- brigðisráðherra áhuga þjóðarinnar á því að standa vörð um íslenska heilbrigðiskerfið. „Það er gríð- arlegur fjöldi að leggja þessari bar- áttu lið og í henni er fólgin mjög skýr áskorun um það að forgangs- raða í þágu heilbrigðismála þjóð- arinnar. Það er ánægjulegt en á sama tíma verða menn að skilja að til þess að af því megi verða þarf að sætta sig við að eitthvað annað verði sett til hliðar. Eigi að setja VIÐTAL 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.2. 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.