Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.2. 2016 VETTVANGUR Ríkisrekstur er víða á Íslandi.Hann virðist hins vegarekki vega þungt í landbún- aði við fyrstu sýn. Einhverjir gætu jafnvel talið búmennsku hið mesta einkaframtak og frelsið óvíða meira en hjá bóndanum í sveitasælunni með sín frjálsu dýr. Staðreyndin er samt sú að ríkið hefur sölsað land- búnaðinn undir sig að verulegu leyti með öllu því helsi, hokri og óhagræði sem slíkum afskiptum fylgir. Á fimm ára fresti hefur þessari staðreynd skotið upp koll- inum þannig að blasi við öllum mönnum. Það er við gerð búvöru- samninga. Þess á milli er landbún- aður bara ein fjárhæð af mörgum í fjárlögum, 11 til 12 milljarðar á ári. Það er svipað og Háskóli Íslands fær af fjárlögum. Við þennan beina stuðning bætast verndartollar af ýmsu tagi sem erfitt er að meta ná- kvæmlega til fjár en óumdeilt er að skipti milljörðum. Í lögum er kveðið á um heimild landbúnaðarráðherra til þess að semja við bændur um magn afurða sem bændum verður tryggt „fullt verð“ fyrir. Í búvörusamningi er það kallað „sanngjarnt verð“ fyrir innanlandsmarkað. Sumir tala í þessu sambandi um neytenda- styrki. Hér sé verið að tryggja neytendum gott verð á landbún- aðarafurðum. En ef þetta er hugs- að sem styrkur til neytenda liggur þá ekki bara beint við að úthluta hverjum þeirra ávísun á íslenskar landbúnaðarafurðir sem nemur um 40 þúsund krónum á ári? Það hefur verið ágætur sam- hljómur með bændum og stjórn- völdum um að verulegra breytinga sé þörf á kerfinu. Vandinn kann að vera sá að ekki er samstaða um hvert skuli stefna. Ekki er víst að allir bændur vilji draga úr fjár- framlögum skattgreiðenda. Ég veit ekki einu sinni hvort núverandi rík- isstjórn hefur hug á því. Sumir inn- an hennar tala stundum eins og þeir vilji það en fyrirliggjandi bú- vörusamningar bera þess ekki merki. Þvert á móti er ríkisstuðn- ingurinn aukinn. Nýmæli er stuðn- ingur við svínakjötsframleiðslu og styrkir eru auknir til nautakjöts- framleiðslu. Tollverndin er einnig aukin. Stuðningsmenn samninganna benda á að gerðar séu miklar breytingar á kerfinu. Samið er um að semja um eftir mörg ár hvort mjólkurkvóti skuli vera eða fara! Það kann að vera ágætt að fella niður kvótafyrirkomulagið en meg- invandinn við kerfið sjálft hverfur ekki. Hér er bara hrært í grautn- um. Í nýju búvörusamningunum eru engin fyrirheit um að draga úr ríkisstyrkjum. Sjálfsagt verða bændur ekki sviptir ríkisfram- lögum sem þeir hafa notið í áratugi „yfir nótt“. En hvað með á 10 ár- um? Væri það ekki raunhæfur að- lögunartími? Áratugur án ávinnings ’ Hafi áður verið stemning fyrir því að fram-kvæmdavaldið geti ákveðið til 10 ára að færa tiltek-inni atvinnugrein tugi milljarða á ári úr vösum skatt-greiðenda þá er sá tími liðinn. Úr ólíkum áttum Sigríður Andersen sigga@sigridur.is Morgunblaðið/Eggert Eftir að Háskóli Íslands tilkynnti að hætt yrði að kenna íþróttafræði á Laugarvatni lét Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra þessi orð falla í færslu á Facebook: „Það er hætt við því að ákvörðun HÍ um að leggja af nám á Laugarvatni muni gera út af við hugmyndir um sameiningar eða aukið samstarf HÍ við menntastofnanir á landsbyggð- inni. Þetta mun væntanlega kalla á að fjárveitingum verði í auknum mæli beint til skóla á landsbyggðinni á þeirra eigin forsendum. Mennta- stofnanir eru á meðal mikilvægustu innviða samfélagsins og þeir innviðir þurfa að vera traustir um allt land.“ Þessi færsla vakti litla hrifningu meðal starfsfólks Háskóla Íslands, enda þótti mörgum sem í þessu fæl- ist nokkurs konar hótun. Svanur Kristjánsson prófessor er virkur á Facebo- ok og náði ágæt- lega að fanga al- menn og einhuga viðbrögð í þessari færslu: „Ágætu FB- vinir! Tímamót í sögu Háskóla Ís- lands. Ég hef starfað við Háskóla Ís- lands í ríflega 40 ár. Forsætisráð- herra Íslands hefur náð miklum árangri við að efla samstöðu alls starfsfólks.“ Thelma Hrönn Sigurdórs- dóttir, aðalleikkonan í Pílu pínu, er glöð á Facebook í vikunni: „Ég gæti ekki verið þakklátari fyrir þessa dásamlegu dóma sem Píla pína hefur fengið! Ég vona að sem flest ykkar sjáið ykkur fært á að mæta í þennan stórfenglega ævintýraheim sem býr í Hofi! Aðeins 5x sýningar eftir!!“ Vigdís Hrefna Pálsdóttir leik- kona datt illa á sviðinu í Þjóðleik- húsinu í vikunni og brotnaði á hæl og rist. Fresta þurfti frumsýningu á vampíruleikritinu Hleyptu þeim rétta inn þar sem hún átti að fara með aðalhlutverkið. Batakveðjum hefur rignt inn á Facebook síðuna hennar frá vinum og vandamönnum. Stefán Karl Stef- ánsson sendi henni kveðju: „Elskuleg, kem með salat til þín, ég veit að það gleður kannski ekki vampírur en það hjálp- ar beinum að gróa. Góðan bata, þú verður komin á fætur fyrr en varir, það er sterkt í þér og þínum.“ Steingrímur Sævarr Ólafsson er litli bróðir Jóns Ólafssonar tón- listarmanns sem fagnaði afmæli í vikunni. Hann fékk góða kveðju frá bróður sínum: „Það hefur verið sagt að menn geti valið vini sína en ekki fjölskyldu. Ég er samt viss um að ég hefði valið Nonna bró ef ég hefði mátt velja mér bróður. Hann passaði upp á mig þegar ég var lítill, tók ábyrgð á mér og talaði raunar fyrir okkur báða þannig að sumir ættingjar héldu að ég væri mállaus þangað til á ellefta ári.“ AF NETINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.