Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Blaðsíða 31
Getty Images/iStockphoto
Fyrir 2-4
1 bolli hrein jógurt
½ meðalstór gúrka
rúmlega 1 cm engiferrót
¼ tsk kóríanderduft
¼ tsk cumin
¼ tsk salt
handfylli af ferskum kóríander eða
myntu
Afhýddu gúrkuna og skerðu hana í
tvennt eftir endilöngu. Notaðu
skeið til að fjarlægja fræin. Rífðu
gúrkuna á rifjárni og settu í sigti
sem sigtar burt safann. Saltaðu og
láttu þetta bíða á meðan þú út-
býrð afganginn af sósunni. Í lítilli
skál: blandaðu saman jógúrt, salti,
cumin og kóríanderdufti. Saxaðu
ferska kóríanderinn (eða mynt-
una) og bættu við. Afhýddu og
rífðu engiferrótina og bættu út í
skálina. Settu svo gúrkuna út í og
hrærðu. Saltaðu eftir smekk.
Raita
28.2. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31
Fyrir 4
4 kjúklingabringur
MARÍNERING
½ bolli hrein jógúrt
1 msk sítrónusafi
1 msk laukduft (onion powder)
1 msk rifinn hvítlaukur
1 msk garam masala
1 msk ferskt kóríander
1 msk paprikuduft
1 tsk kóríanderduft
1 tsk cumin
½ tsk engiferduft
¼ tsk cayennepipar
Hrærðu saman þessum hráefnum og
maríneraðu kjúklinginn í lokuðum
plastpoka (með „rennilás“). Láttu
hann liggja í maríneringu í ísskápnum í
a.m.k. hálftíma en helst yfir nótt. Taktu
þá kjúklinginn úr poka og hentu rest-
inni af maríneringunni. Gott er að grilla
Tandoori-kjúkling á útigrilli en þar sem
það er erfitt um hávetur er í lagi að
elda réttinn í ofni. Grillið í 5-7 mínútur
á hvorri hlið á 220°C. (Hægt að tékka
eftir 5 mín á hvorri hlið hvort það dugi).
Berðu fram með hrísgrjónum, lím-
ónubátum, kóríander, naan-brauði og
mango chutney.
Tandoori kjúklingur
2 fyrir 1
tilboð á Casa Grande
á sérréttaseðli frá sunnudegi
til miðvikudags
Við tökum vel
á móti þér og þínum
Velkomin á Casa grande
Borða-
pantanir
512 8181
Fyrir 4-6
Canola olía (til steikingar)
1,2 kg magurt lambakjöt, t.d. lundir
salt
10 heil piparkorn
fræin úr 6 kardimommum
4 negulnaglar
2 tsk kóríanderfræ
1 tsk cuminfræ
1 tsk fennelfræ
1 tsk þurrkaðar chilliflögur
2 lárviðarlauf, brotin í grófa bita
1 msk kanill
2 tsk turmerik duft
½ tsk múskat (duft)
250 ml hrein jógúrt
1 stór laukur, saxaður gróft
6 hvítlauksrif
3 cm bútur af engifer, skorið gróft
1-2 heilir chilli piparar, skornir gróft
(takið fræin úr ef þið viljið ekki hafa
það of sterkt)
1 msk garam masala
410 g tómatpúrra í dós eða krukku
(tomato puree á ensku, ekki tomato
paste sem er þykkara og í minni dós-
um eða túpum)
smá sykur
karrýlauf, handfylli
ferskt kóríander, skorið gróft
Hitaðu olíuna í stórri pönnu og
steiktu kjötið, saltaðu það vel í leið-
inni. Þegar kjötið er brúnað, settu
það í skál og geymdu til hliðar. Hitaðu
pönnu og settu út á hana piparkornin,
kardimommufræin, negulnaglana,
kóríanderfræin, fennelfræin, chilli
flögurnar og lárviðarlaufin. Ristaðu
kryddin í 1-2 mínútur þar til góð lykt
fyllir vitin. Settu þau þá í mortél eða
litla kvörn og myldu þau þar til þau
verða að fíngerðu dufti.
Bættu kryddunum við kjötið
ásamt turmerik, múskat og jógúrt.
Blandaðu vel og láttu það liggja í
klukkutíma við stofuhita eða fjóra
klukkutíma í kæli. Settu laukinn,
hvítlaukinn, engiferið og chillipip-
arinn í matvinnsluvél og maukaðu.
Settu smá vatn ef þarf.
Til að elda karrýsósuna, hitaðu
olíu í stórri pönnu eða potti og
bættu út í laukmaukinu ásamt ga-
ram masala og brúnaðu. Bættu þá
við kjötinu með maríneringunni.
Hrærðu tómatpúrru við og smá
sykur. Hentu í þetta karrýlaufun-
um, kryddaðu smá með salti ef þarf
og láttu suðu koma upp. Lækkaðu
þá í lægsta, settu lok yfir og láttu
malla í 90 mínútur eða þar til kjötið
er meyrt. Hrærðu af og til. Að lok-
um skaltu setja kóríanderlaufin yfir.
Berðu fram með basmati grjónum,
naan brauði og raita.
Indverskt lambakarrý