Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Blaðsíða 51
28.2. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Það koma þrjár bækur upp sem mig langar til að lesa. Fyrsta er Spámennirnir í Botnleysufirði eftir Kim Leine. Ég kynntist Kim þegar hann kom á Bókmenntahátíð í Reykjavík 2013 og mér fannst mjög áhugavert að spjalla við hann um það hve sjálfs- ævisöguleg bókin er þar sem hann fléttar saman dvöl sinni þar og lífinu á Grænlandi. Svo tengist hún líka áhuga mínum á að komast til Græn- lands, það er eina landið á Norð- urlöndum sem ég á eftir að koma til. Svo kynntist ég hér úti í Berlín ljóðskáldinu Ann Cotten, sem er austurrísk og býr nú í Berlín. Ég fór og heyrði hana lesa eða flytja hálfgerðan fyrirlestur í safni hér í Berlín og varð fyrir mikilli hugljómun. Hún gaf mér bókina I, Coleop- tile sem er ljóðasafn hennar í enskum þýð- ingum og ég hlakka til að lesa það. Á náttborðinu er ég svo með nýútkomna bók, Uns yfir lýkur eftir Alina Mar- golis-Edelman, sögu stúlku sem var í gettóinu í Varsjá, og komst af. Ég tók hana með mér út, fékk hana lánaða hjá félaga mínum, enda er stemmningin í Þýskalandi dálítið sérstök núna þó maður finni ekki beint agressjón í loftinu Haraldur Jónsson Pierre Lemaître byggir upp traust lesandans og misnotar það svo og leikur sér svo að því að gera það aftur. Ljósmynd/Thierry Rajic / Figure BÓKSALA 17.-23. FEBRÚAR Listinn er tekinn saman af Eymundsson. 1 Meira blóðJo Nesbø 2 Enginn venjulegur lesandiAlan Bennett 3 UndirgefniMichel Houellebecq 4 Mamma klikkGunnar Helgason 5 Tvöfalt glerHalldóra Thoroddsen 6 Þrjár sekúndurRoslund og Hellström 7 Þegar siðmenningin fórfjandans til Gunnar Þór Bjarnason 8 ÖrlagaþættirSverrir Kristjánsson 9 Sagas Of The IcelandersÝmsir höfundar 10 Iceland Small World - lítilSigurgeir Sigurjónsson 1 Meira blóðJo Nesbø 2 Enginn venjulegur lesandiAlan Bennett 3 UndirgefniMichel Houellebecq 4 Tvöfalt glerHalldóra Thoroddsen 5 Þrjár sekúndurRoslund og Hellström 6 ÖrlagaþættirSverrir Kristjánsson 7 Fimmta árstíðinMons Kallentoft 8 Konan í blokkinniJónína Leósdóttir 9 SogiðYrsa Sigurðardóttir 10 SnjóblindaRagnar Jónasson Allar bækur Íslenskar kiljur MIG LANGAR AÐ LESA Hér til hliðar segir frá Umberto Eco sem lést 19. september sl. en sama dag lést vestur í Bandaríkj- unum, í smábæ í Alabama, banda- ríski rithöfundurinn Harper Lee, 89 ára að aldri. Ólíkt Umberto Eco, sem var áberandi þátttakandi í menningar- umræðu í heimalandi sínu og heimshornaflakkari, þá dró Lee sig út úr sviðsljósinu skömmu eftir að bók hennar To Kill a Mockingbird kom út og lauk ekki við annað verk eftir það. To Kill a Mockingbird er iðulega nefnd sem ein helsta skáldsaga bandarískrar bókmenntasögu og hefur selst í ríflega fjörutíu millj- ónum eintaka um heim allan, auk- inheldur sem vinsæl kvikmynd var gerð eftir bókinni með Gregory Peck í aðalhlutverki. Á síðasta ári kom úr skáldsagan Go Set a Watchman sem kynnt var sem „framhald“ af To Kill a Mock- ingbird, en var í raun fyrsta upp- kast þeirrar bókar sem Lee endur- skrifaði. Harper Lee hlaut „frelsisorðu“ Bandaríkjanna á sínum tíma. AFP Harper Lee látin MERKISKONA Fæst í apótekum | Celsus ehf. | www.celsus.is Sorbact - Græn sáralækning Klíniskar rannsóknir sýna bata á sveppasýkingu* hjá yfir 85% þátttakenda *candida albicans Fyrir tilstilli vatnsfælni bindast allir helstu sárasýklar og sveppir við umbúðirnar. Sýklarnir verða óvirkir og hætta að fjölga sér, án sýkla- eða sveppadrepandi efna. Virkar á VRE og MOSA sárasýkla. Skaðar ekki nýjar frumur. Ótakmörkuð notkun. Engar aukaverkanir. Ekkert ofnæmi. Sveppasýkingar - í húðfellingum - Einföld og áhrifarík, húðvæn meðferð Þægilegur grisjuborði, passar í nára, undir brjóst og magafellingar. Engin krem eða duft.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.