Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Síða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.03.2016, Síða 4
Er lopapeysan íslensk? Lopinn er af sauðkindinni og sauð- kindin lifir af landinu þannig að kannski er það að klæðast lopapeys- unni eins nærri því og komist verður að klæðast land- inu. Hver veit? Veit sauðkind- in að hún er íslensk? Íslenskur ráðherra færði borg-arstjóra Chicago íslenska lopa-peysu að gjöf á dögunum. Eða var hún ekki örugglega íslensk? Framleidd í Kína en fyrir íslenskt fyrirtæki, úr íslenskri ull og hönnuð af starfsmönnum hins íslenska fyr- irtækis. Hvað er íslenskt? Sýnist í fyrstu ekki ýkja flókin spurning. En, þegar betur er að gáð, virðist ekki til óyggjandi svar. Bóndi – „Paysan“ „Íslensk hvernig þá? Hvað er það sem er eða er ekki íslenskt við hana?“ spyr Valdimar Tr. Hafstein, dósent við þjóðfræðideild Háskóla Íslands, á móti þegar peysuna ber á góma. „Prjón er ekki íslenskt í sjálfu sér. Það er miklu eldra en þjóðríkin og eldri en allar hugmyndir um að menning sé einhverrar þjóðar. Elstu prjónaflíkurnar sem varðveist hafa eru þúsund ára gamlir sokkar frá Egyptalandi, en líklega er prjóna- listin samt töluvert eldri,“ segir Valdimar við Sunnudagsblað Morg- unblaðsins. Hann nefnir að oftast sé talið að prjón sé upprunnið í Miðaust- urlöndum en hafi borist til Evrópu með múslimum á 13. öld. „Strax á þeirri 14. er María mey samt búin að tileinka sér þessa list múslima og farin að prjóna á myndum,“ segir Valdimar. „Peysuflíkin sem slík er auðvitað ekki íslensk heldur. Sjálfsagt jafn- gömul prjónalistinni, því peysa þýðir eiginlega bara prjónaflík fyrir efri part líkamans, eða bolflík, þó peysur séu nú orðið úr ýmsum efnum.“ Hann rifjar upp fræga sögn af því hvernig íslenska orðið peysa hafi orðið til, fyrir misskilning, þegar franskir sjómenn komu til Íslands, bentu á hérlenda bændur, peysu- klædda, og sögðu: paysan – fram- borið peisan! Á frönsku þýðir það einfaldlega bóndi. Hönnun lopapeysunnar mætti kannski ætla að sé íslensk. „Eða hvað?“ spyr Valdimar. „Hið mynstr- aða hringskorna axlastykki sem ein- kennir lopapeysuna er sótt til Bo- huslän í Svíþjóð, en prjónauppskriftir að Bohus-peysum bárust hingað til lands milli 1940 og 1950. Á þeim áratug mótaðist lopa- peysan í núverandi mynd, líkast til fyrst í meðförum kvenna í Mosfells- sveit – í grennd við vöggu ullariðn- aðarins í Álafossi. Hönnunin er stundum eignuð Auði Sveinsdóttur Laxness sérstaklega, en bæði hún og Halldór maður hennar fylgdust vel með tískunni. En hvort sem Auð- ur varð fyrst til eða var ein af fleir- um sem prjónuðu peysur með þessu lagi á þessum tíma þá er vandséð að það sé hægt að kalla hönnunina ís- lenska þegar hún kemur að uppi- stöðunni til frá Svíþjóð með dönsku blöðunum.“ Næsta spurning Valdimars er þessi: Er það þá lopinn sem gerir peysuna íslenska? „Peysur Auðar Sveinsdóttur frá 5. áratugnum virð- ast ekki hafa verið úr lopa heldur úr innfluttu ullarbandi, en á haftaár- unum eftir stríð var hins vegar skortur á erlendu prjónagarni og þess vegna aðlöguðu íslenskar konur þessi munstur úr prjónauppskriftum að lopanum. Hér hafði fólk í stórum stíl hætt að spinna ullina upp úr aldamótum þegar skortur varð á ódýru vinnuafli til sveita vegna þétt- býlismyndunar og þá var farið að prjóna úr lopanum óspunnum. Kannski er það þá lopaprjónið sem gerir peysurnar íslenskar? Það er þá þjóðlegt einkenni sem lýsir mannfæð, skorti og harðbýli, en lýsir líka frelsi alþýðufólks undan áþján vistarbandsins sem hafði áður bann- að því stofna heimili og að lifa af fiskveiðum eða iðn og neytt það í staðinn til að spinna ullina og vinna önnur verk vinnuhjúa fyrir hús- bændur sína.“ Lopinn kemur náttúrlega af sauð- kindinni og sauðkindin lifir af land- inu þannig að kannski er það að klæðast lopapeysunni eins nærri því og komist verður að klæðast land- inu, segir Valdimar. „Eða hvað? Veit sauðkindin að hún er íslensk? Skiptir þjóðernið hana máli?“ Valdimar Tr. Hafstein er kominn á flug og spyr enn. „Er lopapeysan þá: a) prjónalist og flík frá múslimum í Miðausturlöndum? b) sænsk prjónauppskrift með hringskornu axlamynstri frá Bohus- län? c) flík úr þræði sem ekki er spunn- inn sökum skorts á ódýru vinnuafli til sveita? d) íslensk sauðkind í peysuformi? e) allt ofangreint? Eða er peysan íslensk af því að Ís- lendingar prjóna hana? Er það vega- bréf prjónakonunnar (eða mannsins) sem gefur peysunni þjóðerni?“ Er fiskurinn Íslendingur? Starfsumhverfi breytist víða. „Hér voru fyrir fáeinum áratugum prjóna- stofur út um allt land og heilmikil framleiðsla á prjónavörum. En nú er svo komið að iðnaðarstörf á borð við þau sem þar voru unnin hafa að miklu leyti flust úr landi, þangað sem launin eru lægri, stéttarfélögin veikari og starfsöryggið minna. Þau störf sem ekki hafa flust úr landi, til dæmis í fiskvinnslu, eru gjarnan unnin af útlendingum. Er fiskurinn þá ekki íslenskur ef útlendingar hafa verkað hann? Eða vissi fiskurinn kannski aldrei að hann væri Íslend- ingur?“ Svarið við spurningunni veltur sem sagt á því, segir Valdimar Tr. Hafstein, hvernig við skilgreinum þjóðerni hluta og hönnunar sem eru í mörgum tilfellum miklu eldri heldur en þjóðirnar. „Hefði spurningin ekki snúist um lopapeysuna heldur um Djáknann á Myrká, glímuna, fánann, 17. júní, torfbæina, sviðakjammann, þjóðbúninginn, Fjallkonuna eða önn- ur þjóðernistákn þá yrði svarið lík- lega ekki mjög frábrugðið. Í sjálfu sér er ekki margt sem á uppruna á Íslandi og á sér ekki hliðstæður eða fyrirmyndir annars staðar. Á 19. öld tóku aftur á móti margir mennta- menn og stjórnmálamenn í Evrópu til óspilltra málanna að „þjóðvæða“ hin ýmsu menningarfyrirbrigði sem fram að því hvorki þekktu né virtu landamæri: Sögur, tónlist, fatnað, húsagerð, mynstur, íþróttir og mat- arhætti sem vissu ekki fram að því, frekar en sauðkindin, hverrar þjóðar þau væru. Þá mótaðist þessi hug- mynd um íslenska menningu; og um sænska menningu, ítalska menningu, og svo framvegis, sem við höfum flest alist upp með frá blautu barns- beini og lært að umgangast eins og sjálfsagðan hlut.“ Ég myndi aldrei ... „Sem betur fer er fólk í sívaxandi mæli farið að nálgast slíkar hug- myndir með gagnrýnu hugarfari. Það þarf nefnilega ekki nema rétt að kroppa undir slétt yfirborð þjóðern- isskýringanna til að finna miklu flóknari og áhugaverðari sögu sem hefur sáralítið með landamæri, þjóð- ir og ríki að gera. En svo verður maður auðvitað að hafa einhver viðmið um hvernig peysum maður gengur í, að ég tala nú ekki um gefur öðrum. Mamma prjónar allar mínar lopapeysur og prjónar þær úr mjúkri norskri ull. Við mamma leggjum greinilega lítið upp úr þjóðerni sauðkindarinnar. Aftur á móti myndi ég aldrei ganga í lopapeysu sem væri prjónuð í Kína, sama hvar framleiðslufyrirtækið er skráð. Þaðan af síður gefa borg- arstjóranum í Chicago hana!“ Þeim sem vilja fræðast meira um lopapeysuna, uppruna hennar á 20. öld og upprisu á 21. öld, má benda á BA ritgerð Soffíu Valdimarsdóttur þjóð- fræðings, sem hefur rannsakað efnið, og þáttinn Ull er gull sem byggir á ritgerð Soffíu frá 2010. http://skemman.is/item/view/1946/4613 http://imyndir.is/portfolio/ull-er-gull/ Hvað er íslenskt? Morgunblaðið/Skapti 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.3. 2016 ’ Meirihluti viðskiptavina eru erlendir ferðamenn sem leggja mik- ið upp úr því að varan sem þeir kaupa sé framleidd á Íslandi. Það má líka treysta því að handprjónaðar vörur sem fást hjá Handprjóna- sambandinu eru prjónaðar á Íslandi og eru úr ull af íslenskum kind- um, íslenskara verður það varla. Af heimasíðu Handprjónasambands Íslands INNLENT SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is Spurt er: Er fiskur ekki íslenskur ef útlendingar verka hann? Vissi fiskurinn e.t.v. aldrei að hann væri Íslendingur? Þetta litla, fallega, alíslenska lamb lagði ef til vill til ull í fal- lega peysu, prjónaða hér heima. Eða í Kína. Hver veit?

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.